Þjóðviljinn - 31.01.1992, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.01.1992, Blaðsíða 6
/ ÞJQÐVHJINN Fj ölbr eytni í samfélaginu er dyggð Ritstjórar hafa komið og farið undanfarin ár á Þjóðviljan- um. Sömu sögu er að segja um blaðamenn og annað starfs- fólk blaðsins. Ein kjölfesta hefur þó verið á Þjóðviljanum undanfarna áratugi; Arni Bergmann, sem hóf störf við blað' ið í upphafi sjöunda áratugarins og hefur því starfað við út- gáfu þess í 30 ár, fyrst sem umsjónarmaður menningarmála, síðan sem umsjónarmaður Sunnudagsblaðsins og frá árinu 1978 sem ritstjóri Þjóðviljans. „Fyrstu samskipti mín við Þjóðviljann voru á þann veg, að blaðið hjálpaði mér þegar ég hóf búskap í Moskvu. Einhverjum datt í hug að fréttaritaraskírteini frá blaðinu gæti reynst mér vel þar. Út á það gat ég fengið mér húsnæði, en Lena konan mín hafði ekki bú- seturétt í Moskvu. Við leystum þetta því mcð aðstoð Þjóðviljans. Ég var þá enn við nám og konan byrjuð að vinna. Auk námsins var ég viðriðinn hilt og þetta, m.a. ís- lensk-rússnesku orðabókina og ýmsar þýðingar og auk þess skrif- aði ég þó nokkuð af pistlum sem ég sendi Þjóðviljanum. Það gerðist svo árið 1962 að ákveðið var að breyta blaðinu. Þjóðviljinn hafði eignast nýja pressu og vegna þessara breytinga var ákveðið að Qölga blaðamönn- um um tvo. Ég var þá beðinn að koma til liðs við Þjóðviljann og taka að mér menninguna. Ég þekkti Magnús Kjartansson og Sigurð Guðmundsson ritstjóra fyrir, en þegar ég mætti til vinnu voru þeir eitthvað að ræða saman um hvað þeir ættu að gera þann daginn.' Þeir voru að velta því fyrir sér hvor væri í betra eða verra leið- araskapi. Sigurður Guðmundsson sagði: Æ, ég get kannski röflað eitthvað um sjómenn. Þar sem ég var ungur að árum þótti mér þctta ekki nógu hátíðlegt lal á virðulegu málgagni. Þar sem lcikhúsgagn- rýnandi blaðsins, Asgeir Hjartar- son, var veikur, sagði Magnús Kjartansson: Hvemig er það nieð þig Ámi, getur þú ckki skrifað um leiklist einsog fara gerir. Þama var lónninn strax gcfinn. Þetta var góður vinnustaður og ekki síst vcgna þess að menn þurftu að vcra tilbúnir að hlaupa í hvað sem var og ekki cndilega í það sem þeir töldu sig hæfasta til að gera. Menn þurftu að vera fjöl- hæfir. Þama er komið að ákveðn- um þætti við það að vinna á lillu blaði, sem er bæði kostur og galli. Kosturinn er sá að maður neglist ekki niður á þröngan bás; gallinn er sá að maður er að þvælasl í of mörgu. Á þessum árum, scm ég hef starfað á Þjóðviljanum, hef ég fcngist við allan skrattann. Einu- sinni tók ég t.d. að mér að skrifa um vetrarólympíuleikana. Þá feng- um við marga metra af efni frá norsku fréttastofunni NTB, enda Norðmenn feiknalegir vctrar- íþróttamenn. Ég tók að mér að semja síðu á dag um vetrarólymp- íulcikana. Það er mjög gaman að fá að fást við eitthvað scm er svona af algjörlega öðrum toga en maður er vanur að fást við venju- lcga.“ ísland í samfélagi þjóðanna Hvað hefur það gefið þér prí- vat og persónuíega að hafa eytt stærstum hluta starfsævi þinnar á Þjóðviljanum? „Blaðamennska hefur marga ókosti, streituna og aðra fylgifiska, en hún hefur þann kost að maður kynnist óendanlega mörgu fólki. Blaðamennskan hefur gefið mér það, að maður venst því að skrifa um ólíka hluti og vera fljótur að átta sig á því hvað skiptir mestu máli. Það er mjög erfitt að svara þcirri spumingu hvort Þjóðviljinn hafi gert það, sem maður vildi helst að hann hefði gert. Þjóðvilj- inn hefur staðið sig _svo misjafn- lega vel í málum. Ég var mjög mikið tengdur tveimur sviðum, menningunni og bókmenntunum og seinna þegar fram í sótti al- þjóðamálum. Þegar ég kom til starfa voru þeir Magnús Torfi Ol- afsson og Ásmundur Siguijónsson með alþjóðamálin. Ég byrjaði ekki að vasast í þeim neitt að ráði fyrr Jóhann Sigurðsson rithöfundur sagði eitt sinn í afmælisblaði Þjóð- viljans að Þjóðviljinn hefði oft ver- ið gallaður og vitlaus, en hann hefði aldrei brugðist í sjálfstæðis- málum þjóðarinnar.“ Andófið nauðsyn „Hvað sem menn vilja annars segja um hemaðarhættuna, hvort hættan á hemaðarátökum hafi ver- ið mikil eða lítil, þá tel ég andóf við hersetuna hafa verið nauðsyn- legt. Við Marshall Brement, fymim Rætt við Árna Bergmann, ritstjóra Þjóðviljans cn upp úr 1968. En það er á þess- um tvennum vígstöðvum sem ég hef verið og maður getur ekkert dæmt um það hvemig til hefur tek- ist. Þjóðviljinn hefur auðvitað haft allskonar frumkvæði, hann átti meira að segja frumkvæði í íþróttaskrifum á sínum tíma. Hann hafði frumkvæði í því að vcra með regluleg skrif um jafnréttismál kynjanna með Rauðsokkusíðunni sem var mjög áberandi og áhrifa- mikil. Þá hcld ég að Þjóðviljinn hafi staðið sig nokkuð vel í mcnn- ingarmálum, gcfið þcim gott rúm og átt viðtöl við menn og haldið líflcgri umræðu í gangi um ís- lenska menningu og mikilvægi hennar. Það tengist líka sjálfstajðismál- unum; hvað vcrður urn Island í samfélagi þjóðanna. Morgunblaðið heldur því ítrckað fram að Þjóð- viljinn hafi rangt fyrir sér í al- þjóðamálum. Sönnunin á að vera sú að Sovétríkin cru liðin undir lok. Þetta er regin misskilningur og í þeim anda að Morgunblaðið vildi alltaf að spurningin um hcm- aðarbandalög eða ekki hemaðar- bandalög, herstöðvar eða ekki her- stöðvar, væri spurningin um af- stöðu til Rússa. Morgunblaðið vildi alltaf hafa dæmið þannig. Vitaskuld komu Rússar mikið við sögu og trú ýmissa manna á Sovét- ríkin, ckki síst sósíalista af elstu kynslóð, kom mikið við sögu, það vita allir. En í þjóðfrelsismálum var það svo í raun að þjóðin skipt- ist upp cftir því hvemig menn höfðu hugsað sér íslenska Týðveld- ið cftir stofnun þess. Hvort menn sættu sig við NATO-kúrsinn sem tekinn var og allt sem honum fylgdi, cða hvort menn vildu eitt- hvað annað. Þessvegna komu menn einsog Kristján Eldjárn og Sigurbjörn Einarsson síðar biskup og fleiri við sögu í þessum átök- um. Morgunblaðið á þeim tínia var einna harðast út í slíka menn vegna þess að þcir trufluðu þessa mynd scm Morgunblaðið vildi hafa. Að það væri bara spurt um það að vera með eða á móti Rúss- um. Málið er miklu flóknara og Þjóðviljinn hefur staðið sig vel í því að vera í þessu andófi. Ólafur sendiherra Bandaríkjanna, vomm ofl að rífast um þetta. Éitt sinn sagði ég við hann: Ef þú sætir nú við I alla nótt og sannaðir fyrir mér að ástandið í vigbúnaðarkapp- hlaupinu væri þannig, að það væri ekki nokkur leið að komast hjá því að hafa herstöð héma - þótt þér tækist það þá teldi ég töluverða móralska nauðsyn á því að hafa einhverskonar andóf uppi gegn þessari herstöð. Það þarf að minnsta kosti að forða því að Is- lendingar gerist mjög háðir þessari herstöð andlega; að þeir fari að líta á þetta scm gróðaveg o.s.frv. Hvað skrif okkar um þessi mál varðar, skiptir mjög miklu máli að við hömluðum gegn því að mönn- um væri gcrt mögulegt að krefjast þess að „helvítis Kaninn“ væri lát- inn borga. Það var ekki nema kannski um hclmingur Sjálfstæðis- fiokksins sem tók stríðshætluna af Rússum alvarlega. Þegar fram liðu stundir fóru menn að líta á herinn sem eitthvað sem ekki yrði hjá komist og eitthvað sem kannski væri hægt að græða á. Ég man af- skaplega vel el'tir einu í þcssu sam- bandi. Maður sem ég þckki vel sagði eitt sinn við mig: Þessi her var það versta sem fyrir okkur kom, því hann hcfur gert okkur alla að aumingjum. En, bætti hann við, úr því hann er þá er sjálfsagt að láta þcssa andskota borga. Síð- an fór hann að telja upp vegagerð o.fi. Hann sannaði sjálfur það sem hann var að scgja. Það kcmur svo mjög vcl i ljós núna að þelta fjármagn frá hemum er útaf fyrir sig orðið að stóru og sterku afii í þjóðfélaginu og virðist ekki hafa sérstaklega holl áhrif á það í heild." 68-kynslóðin Þegar þú kemur á Þjóðviljann 1963 er kalda stríðið enn í há- marki. „Já. Það er að vísu byrjað að sjatna enda Krútsjoff við völd í Sovétríkjunum. Síðasta lolan kom skömmu eftir að ég byrjaði á blað- inu, cn það var Kúbudeilan. Síðan fór kalda stríðið að sjatna.“ Vinstri hreyfingin átti á þessum árum, í byijun sjöunda áratugarins, erfitt uppdráttar í þjóðfélaginu. í lok áratugarins verður hinsvegar breyting þar á, með 68-kynslóð- inni, og Þjóðviljinn verður allt í einu blað þeirra hugmynda sem þessi kynslóð kom með. Hvemig horfði þetta við þér, sem ert maður margra tíma á Þjóðviljanum? „Staða Þjóðviljans, m.a. rekstr- arstaða hans, hefur farið eftir því hvort það er minni eða meiri eftir- spum eftir vinstri hugmyndum í samfélaginu. Þegar ég kom á blað- ið var staðan vond, það eimdi enn eftir af kalda striðinu. Það var einnig töluverður ágreiningur í Al- þýðubandalaginu út af framboðs- málum og hinu og þessu, árekstrar á milli gamalla sósíalista og Hannibalista, sumpart Reykjavík og landsbyggðin og sumpart menntamenn og verkalýðshreyf- ingin. 1968 gerist það svo, einsog hendi væri veifað, að unga kyn- slóðin er allt í einu orðin eldrauð. Þá fyllist blaðið af endalausum greinum, þar sem ekki sist er verið að skamma okkur fyrir það hvað við emm miklir kratar og aumingj- ar. Þetta beindi athyglinni að blað- inu. Þetta er einn partur af tilveru Þjóðviljans. Þjóðviljinn og byltingarnar „Það mætti mjög margt segja um Þjóðviljann og byltingamar í heiminum. Fyrstu 20 árin er Þjóð- viljinn mjög hallur undir Sovét og ver Sovétríkin oflast nær, ekki þó einsog menn halda því Þjóðviljinn fór t.d. ekki út í það að hamast gegn Tító. Eftir Ungverjaland 1956 og leyniræðu Krútsjoffs sarna ár og á tímanum frarn til 1968, gerist það í nokkrum áföngum að menn komu sér niður á jörðina. Þjóðviljinn er þá ekki beinlínis í fjandskap við Sovétríkin og gagn- rýnir þau ekki mikið, en smám saman verður umfjöllunin gagn- rýnni og jarðbundnari. Með innrás- inni í Tékkóslóvakíu 1968 er sov- étvináttunni endanlega sópað út. Menn höfðu verið að afsaka Sovét- ríkin fyrir hitt og þetta út á stríðið og eftirstöðvar þess, en 1968 voru engar réttlætingar lengur fyrir hendi. Þar með er ekki sagt að spurn- ingum um sósíalismann og lýð- ræðið hafi verið svarað. Það voru einkum tveir hópar sem voru óánægðir með Þjóðviljann vegna þcssara byltingamála. Það voru gamlir sósíalistar og hópur manna úr gamla Kommúnistallokknum, sem margir sögðu upp Þjóðviljan- um vegna þess að þeinr fannst hann of fjandsamlegur Sovétríkj- unum. Ég fékk ótal bréf og upp- hringingar þar sem menn sögðu að ég væri undir áhrifum Morgun- blaðsins og vestrænna Ijölmiðla. Síðustu bréfin, sem ég á enn, eru frá 1983 og 1984. Svo var það 68-kynslóðin. Hún var mjög skemmtileg að mörgu lcyti. Hún var ekki hrifin af Sovét- ríkjununr en sumir trúðu á Kína, sumir á Vietnam og sumir á Kúbu, eða bara yfirleitt á þriðja heiminn. Þetta fólk einfaldaði allt mjög fyrir sér, allt sem bylting hét hlaut að vera gott. Það var synd að efast um það. Eg atti stundum í skemmtileg- um deilum við ýmsa sem hugsuðu á þessum nótum.“ Allsherjarlausn vinstri manna „Upp úr 1970 byijaði ég að skrifa um alþjóðamál. Meðal þess sem ég held að ég hafi gert á þeim vettvangi var að taka frá róttæku fólki það sem kallað er alræðis- freistingin. Á vinstri kanti stjóm- mála er uppi viss tilhneiging til að vera hrifinn af einshverskonar alls- herjarlausn. Allshetjarlausnin er þá sú að það sé allt í lagi að afhenda einhverri úrvalssveit völdin, úr- valssveit manna sem vita hvað á að gera við völdin í þjóðfélaginu og hefúr einhverja „vísindalega" skýringu á því. Þetta er gömul villa ffá 19. öld, að halda að pólitík geti verið einhver vísindi, sem gekk aftur í sovéttrúnni og kínatrúnni. Ég held að við höfum unnið nokk- uð gott starf á Þjóðviljanum í þessu efni. Það gerðist í nokkrum áföngum að gagnrýni á þessi bylt- ingaþjóðfélög varð sterkari og að mörgu leyti máleíhalegri. Þetta vil ég taka ffam vegna þess að það er alltaf verið að segja að við hljótum að harma Austur- Evrópu kommúnismann o.s.frv., sem mér finnst engin ástæða til að gera. Eina ástæðan til að harma hann er ef hans ósigur verður not- aður til langframa til þess að slá á alla vinstri hugsun í heiminum, þannig að jafnvel sænskir kratar eigi að fara að þjást fyrir syndir Brésjneffs.“ Tveir meginstraumar Þér verður tíðrætt um vinstri hugsun. Hvað er vinstri hugsun? „Sumir segja að það sé ekkert mark takandi á vinstri og hægri. Þegar á reynir er það nú samt svo. Það sést best á viðbrögðunum. Ef við tökum sem dæmi Sameinaða verktaka og 900 miljónimar. Þeir sem em til vinstri em stórhneyksl- aðir á því að þeir sem em ríkir em að gera sjálfa sig ríkari." Er það ekki bara öfund? „Það er til tvennskonar vinstri- mennska. Það er vinstrimennska réttlætiskenndarinnar og vinstri- mennska öfundarinriar. Eg hef oft orðið var við vinstrimennsku öf- undarinnar, það em þessir djöflar og andskotar sem alltaf em að raka tiT sín peningum og það er annað en aumingja ég. Svo em það hinir sem spyrja um réttlæti, til dæmis af hverju eiga böm þessara for- eldra að byrja sitt líf og alla sína lífsmöguleika á allt öðmm for- sendum en önnur böm. Ef við snúum okkur aftur að Sameinuðum verktökuin og hvem- ig hægri menn sjá slíkt dæmi þá fara þeir út í lagakróka fram og aftur; að þetta sé nú löglegt og að öll viðskipti séu svo flókin, einsog Morgunblaðið sagði einhvemtíma um Hafskipsmálið, að maður viti ekki hvað er rétt og hvað rangt. í stómm dráttum held ég að í sérhverju þjóðfélagi séu tveir meg- instraumar, sem bæði takast á og blandast. Ég er alls ekki að segja að í öðmm straumnum sé allt já- kvætt og í hinum neikvætt. Eg myndi aldrei segja að hægri sé nei- ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1992 Síöa 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.