Þjóðviljinn - 31.01.1992, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 31.01.1992, Blaðsíða 18
ÞjÓÐYttJINN Þjóðviljinn og þjóðfrelsisbatáttan Þjóðviljinn ýtti úr vör undir rauðum fánum alþjóðahyggjunnar og byltingarinnar, en um leið taldi hann sig arftaka hins besta úr sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þegar í fyrsta tölublaði er grein um Skúia Thoroddsen og hina afdráttarlausu framgöngu rit- stjóra gamla Þjóðviljans í sjálfstæðismálum og þær hættur sem nú steðji að sjálfstæði Islands. Með þessum orðum hefur Árni Bergmann um- fjöllun sína um þátt Þjóðviljans í þjóðfrelsisbaráttunni í bókinni „Blaðið okkar - þættir úr sögu Þjóðviljans“, sem út kom árið 1986. í umfjöllun- inni um þennan ríka þátt í baráttu Þjóðviljans hér á eftir, verður stuðst við ítarlega úttekt Árna Bergmanns. í hugum Þjóðviljamanna voru sjálfstæðismálin tengd stéttabarátt- unni því: „Baráttan fyrir því sanna sjálfstæði er alltaf óaðskiljanleg frá baráttunni fyrir réttlæti í þjóðfélag- inu“, eins og sagði í fyrsta tölublaði Þjóðviljans. Strax í næsta tölublaði var boðað til bandalags vinnandi stétta gcgn „hringavaldi einokuna- rauðvaldsins, gegn fasisma og er- lendri yfirdrottnun". Slíkt bandalag skyldi verða sú lyftistöng sem gerir „lýðræði og sjálfstæði landsins að grundvelli efnalegrar velmegunar þessara stétta“. Á fyrstu misserum Þjóðviljans var þessum stefnuyfirlýsingum fylgt eftir með því að vara við ásælni þýskra nasista og um leið var skotið hart á breska auðvaldið sem haíði sterk ítök hér. Byltingarvonin mikla hafði þau áhrif að sorglega lítið var gert úr muninum á þýskum fasisma og vestrænu þingræði, þótt þýska auðvaldið væri vissulega talið grimmast var annað auðvald ekki mikilu skárra. Þegar Bretar hemema Island eru viðbrögð Þjóðviljans því hörð og hann skorar á íslendinga að sýna „í orði og verki að við sættum oss ekki við það ofbeldi sem vér erum beitt- ir“. Hlutleysisstefna Þjóðviljans og andóf gegn hemámsstjórum hafði þær afleiðingar að þann 27. febrúar 1941 var blaðið bannað og ritstjór- amir Einar Olgeirsson og Sigfús Sig- urhjartarson og blaðamaðurinn Sig- urður Guðmundsson handteknir og fluttir til Bretlands í fangelsi. Þjóð- viljamenn á þessum tíma tclja að sig- ur cða ósigur einstakra heimsvalda- sinnaðra ríkja skipti ekki megin máli, þeir vonast til að heimsvaldastríðið þróist út í stéttastríð, baráttu sósíal- ískrar alþýðu gegn auðvaldi og fas- isma og að þar komi Sovétríkin til skjalanna. Þegar Þjóðverjar ráðast á Sovét- ríkin 22. júní 1941 dregur staðgengill hins bannaða Þjóðvilja, Nýtt dagblað, enga dul á að nú verði tekin upp „breytt afstaða til stríðsins", þar sem baráttan snúist ekki aðeins um kapít- alískan gróða heldur sé komin yfir á svið hugsjóna og skipulagshátta. Eft- ir þessa stefnu stríðsins sfyttist einnig í að blaðið færi að gera tilhlýðilegan greinarmun á lýðræði - jafnvel þótt það sé borgaralegt - og fasisma. Nýtt dagblað varaði við laumu- spilinu í kringum það þegar banda- riski herinn tók við „hervemd" ís- lands af Bretum. Því var svo fyrir komið að íslenska ríkisstjóm bað sjálf um „hervemdina". Hin sér- kennilega blanda af byltingarvon og þjóðemishyggju sem íslenskir sósíal- istar höfðu komið sér upp leiddi til þess að þeir sáu um sumt lengra fram í tímann en flestir aðrir. Þeir óttuðust að Ameríkanar yrðu hér til langframa vegna þess að „auðvaldsherrar" vildu tengja landið sem mest Bandaríkjun- um, bæði í gróðaskyni og af ótta við sósíalismann í Evrópu. I aðdraganda þess að Island varð lýðvcldi 17. júní 1944 brýndi Þjóð- viljinn raustina og hvatti þjóðina til að sýna einhug í þjóðaratkvæða- greiðslunni um málið. Á lýðveldishá- tíðinni segir stómm stöfum á forsíðu Þjóðviljans: „Allir sannir Islendingar hugsa með lotningu og gleði til lýð- veldisdagsins". En um leið er varað við þeim hættum sem að lýðveldinu unga steðja. Einar Olgeirsson skrifar í þjóðhátíðarblaðið: „Á morgun getur svo farið að amerískt hervald og auð- vald sé orðin aðalhættan fyrir frelsi vort, ef sú stefha verður þar ofan á, sem heimtar að-heiminum sé skipt í áhrifasvæði hinna voldugu og smá- þjóðimar ofúrseldar þeim“. Ekki var langt liðið frá stríðslok- um þegar i ljós kom að tortryggni Þjóðviljans ffá 1941, í þá vem að bandaríski herinn ætlaði sér ekki frá landinu, reyndist á rökum reist. Þá kom að því að Þjóðviljinn eignaðist þá sérstöðu í þjóðfrelsismálum, í andófi gegn ásælni erlends stórveld- is, sem Jónas Amason lýsti svo í við- tali: „Þegar stóm atburðimir gerast, 1946, 1949 og 1951, þá átti Island sér ekkert vígi nema Þjóðviljann“. Loft var lævi blandið framan af árinu 1946 eftir að Bandaríkjamenn óskuðu eftir samningi um áffamhald- andi vem herstöðva en málið var enn trúnaðarmál milli stjómvalda rikj- anna. Þjóðviljinn var frá upphafi gegn slíkum samningum og sagði í leiðara að íslendingar ætluðu ekki að gera land sitt að hluta af herveldi neins stórveldis. Margt var skrifað í blaðið gegn herstöðvahugmyndum og ffeistingum, þar fengu stúdentar, sem mótmæltu afsali landsréttinda, athvarf þegar Morgunblaðið neitaði að- auglýsa fúndi þeirra eða segja ffá þeim og í Þjóðviljanum var einnig sagt rækilega frá fundum og ræðum ungra Sjálfstæðisþingmanna eins og Sigurðar Bjamasonar og Gunnars Thoroddsens, sem þá vom andvígir herstöðvamakki. Þegar Keflavíkursamningurinn skaut upp kollinum 1946, sýndist hann sakleysislegur og snúast um tímabundna flugbækistöð óeinkenn- isklæddra Bandaríkjamanna í Mið- nesheiði. Andstaðan varð þóvgeysi- hörð og Þjóðviljinn varð öðmm blöð- um ffernur vettvangur hennar. Blaðið var bókstaflega undirlagt baráttunni gegn herstöðvasamningnum. Hver einasta forsíða söng samningnum níð með stóm Ietri, hver einasti leiðari fjallaði um málið. Auk þess birtust á næstum því hverjum degi þrjár til fimm eða fleiri greinar eflir málsmet- andi menn sem vöraðu við afsali landsréttinda. Halldór Laxness var öllum vígfimari í glímunni og í for- síðugrein sem birtist í Þjóðviljanum þegar leið að atkvæðagreiðslu um Keflavíkursamninginn á þingi segir hann: „Eftir stendur íslenska þjóðin eins og ker sem ómar ekki lengur við áslátt, af því það stendur ekki lengur einsamalt, heldur hefúr ókunn hönd verið lögð á barm þess. Hin ffjóa gleði yfir því að vera sjálfstætt fólk hefúr verið tekin ffá okkur af nokkr- um landráðamönnum, eins og á þrett- ándu öld.“ Þjóðviljinn átti í svipuðum orr- ustum vikumar og mánuðina fyrir 30. mars 1949, þegar ísland var dregið inn í Nató, og í apríl og maí 1951, þegar þingmenn allra flokka nema sósíalista sátu á leynifundum í Reykjavík til að meðtaka boðskapinn um endurkomu bandaríska hersins ódulbúins. Sérstaða blaðsins var ekki aðeins fólgin í því að það birti ffegnir um laumuspil sem önnur blöð þögðu yfir, heldur birti það líka fféttir um fundi Þjóðvamarmanna, Natóand- stæðinga sem flestir vom úr hópi „borgaralegra menntamanna". Eklci veitti af þvi Morgunblaðið neitaði að auglýsa lundi þeirra, hvað þá meir, og útvarpsráð bannaði að sagt væri frá fúndum þeirra í fféttum. Þrátt fyr- ir baráttu Þjóðviljans tókst ekki að skapa á síðum þess jafn samstillt andóf og árið 1946. Einkum er það áberandi 1951, þrátt fyrir að margar harðskeyttar greinar hafi birst í blað- inu. Ástæðumar em vafalaust marg- ar. Verkalýðssamtök og Bandalag listamanna vom ekki reiðubúin í mótmælaaðgerðir eins og 1946 og kalda stríðið var í algleymingi. Þjóðviljinn hefúr aldrei gleymt herstöðvamálum en hann heíur um margt fylgt þeim sveiflum sem bar- átta gegn erlendum herstöðvum hefúr tekið. Þegar Keflavíkurgöngur hófúst árið 1960 tók Þjóðviljinn góðan fjör- kipp og dögum og vikum saman fyrir slíkar göngur birtust greinar og hvatningarorð. Þannig hefur mál- flutningurinn borið svip hvers tíma- skeiðs. Hann tengdist mjög alþjóð- legu andófi gegn Víetnamstríðinu meðan á því stóð, hann tengdist bar- áttu gegn Keflavíkursjónvarpi í ís- lenskri menningarhelgi á ámnum fyr- ir stofnun íslenska sjónvarpsins, hann hefúr á seinni árum tengst við alþjóð- legar hreyfingar gegn kjamorkuvá. Blaðið hefúr mikið skrifað um hlið- aráhrif herstöðvanna - um smygl og vændisrekstur, um árekstra við ís- lenska verkamenn, um viðleitni hers- ins til að gera sig sjálfsagðan og vin- sælan með heimboðum og jafhvel hergagnasýningum. Upplýsingum um hermang og vafasamar fram- kvæmdú- hefiír verið safnað, teflt hef- ur verið ffam pólitískri reiði og þjóð- legum metnaði og svo auðvitað háð- inu. Þjóðviljinn hefúr beitt rökum ís- lensks sjálfstæðis og menningar, rök- um friðarsinna sem berjast fyrir stöðvun vígbúnaðarkapphlaups. Og hann hefúr ekki síst hamrað á því innra ósjálfstæði sem herstöðvasuk- kið hefur breitt út og Magnús Kjart- ansson gaf nafnið „hemám hugar- farsins". í samnefhdri grein ffá 1964 segir hann meðal annars: „Sá banda- ríski hrammur sem lykur um ísland er klæddur í silkihanska; sumir láta sér vel líka hvað áferðin er mjúk og aðrir þykjast ekki einu sinni finna fyrir átakinu. Það hemám sem er hættulegast og afdrifaríkast er her- nám hugarfarsins: hræðist eigi þá sem líkamann deyða, en geta eigi deytt sálinu, var einu sinni sagt í her- numdu landi. Fyrir rúmum áratug kallaði Morgunblaðið hemámið illa nauðsyn sem bæri að aflétta við fyrsta tækifæri; nú er það orðið að sjálfgefnum hluta af fJamtíðinni". Raunar má segja að i meðbyr og mótbyr, á tímum andófs jafht sem sinnuleysis, hafi það verið óslitinn rauður þráður í skrifúm Þjóðviljans að erlendur her yrði aldrei „sjálfgef- inn hluti af ffamtíðinni". Og það er þess vegna sem Ólafúr Jóhann Sig- urðsson skáld segir í viðtali 23. októ- ber 1976, eftir að hann tekur það fram að oft sé hann óánægður með þetta blað: „...en hlutverk sitt í ís- lenskri sjálfstæðisbaráttu hefúr Þjóð- viljinn rækt með þeim hætti að mér finnst ég einlægt standa í þakkar- skuld við hann. Hann hefúr hvergi hvikað, aldrei legið á liði sínu gegn yfirgangi stórvelda hér á landi, ýmist augljósum eða duldum.“ -ag Ámi Bjömsson þjóðháttafræðingur „Rödd hrópandans þarf að heyrast“ Þjóðviljinn hefur jafnan verið einkar þjóðernissinnað blað. Þetta hefur fyrr og síöar undrað marga þeirra sem halda sig vera al- þjóðasinna og virðast seint ætla að skilja að enginn íslendingur er marktækur alþjóðasinni nema hann sé líka vænn þjóðernissinni. Ingibjörg Haraldsdóttir rithöfnndur Nýtt málgagn sósíalisma, pjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar óhjákvæmilegt Jafnvel fyrstu tvö árin 1936- 1938, meðan hann var gefinn út af Kommúnistaflokki Islands, sem var deild í Alþjóðasambandi kommún- ista, og uppgangur þjóðemisjafnaðar- manna í Þýskalandi var á sama tíma sem ógnvænlegastur, þá var Þjóðvilj- inn nánast íhaldssamur í þjóðcmis- málum miðað við til dæmis Alþýðu- blaðið. Þetta gekk eins og sumt ann- að á skjön við alla hugsanlega Moskvulínu, því þar tók þjóðrcmba og andúð á alþjóðahyggju naumast að láta á sér kræla fyrr en eftir seinni heimsstyijöld. Þjóðfrelsishyggjan á Þjóðviljanum magnaðist svo um allan helming_ á hemámsáranum, á sama tíma og Islandsklukkan er skrifuð. Skáldin mörgu og aðrir rauðir pennar sem studdu Þjóðviljann mcð ráðum og dáð munu ncfnilega hafa átt drjúgan þátt í þessu þjóðlega við- horfi, en þeir vora einn mesti styrkur blaðsins lengi framan af. Reyndar hefur Þjóðviljinn líka stundum mátt gjalda hinna orðfimu og orðhvötu skálda sinna, svo sem þegar Jóhanncs úr Kötlum orti um „Sovét-ísland óskalandið" eða Halldór Kiljan Lax- ness sagði að Eysú-asaltsþjóðimar hefðu verið innlimaðar „þegjandi og hljóðalaust" í sósíalismann og notaði fyrstur mann orðið „landráðamenn“ um talsmenn bandarískrar hersetu á íslandi. Síðar var slíkum orðatilþrif- um jafnan klínt á Þjóðviljann eða að- standendur hans, en ekki hin virtu og ástsælu skáld. Þjóðfrelsisbarátta Þjóðviljans hefur mcstan hluta ævinnar snúist um andóf gegn erlendri hersetu. Oft hef- ur ýmsum fundist sem skrattinn væri þar málaður fullstcrkum litum á vcgginn. Og sem betur fer hafa ekki allar þær hrakspár ræst, sem þá vom hafðar í frammi, einkum fyrsta ára- mginn eftir stríð. Menn einb'índu líka lengi vel um of á fyrirgang og heims- valdastefnu Bandarikjanna, þegar það í reynd vom öðm frcmur íslenskir verktakar sem sóttust eftir banda- rískri hersctu sem gróðalind. Það er á hinn bóginn umhugsun- arefni, hver þróunin hefði orðið ef engin slík vamaðarorö hefðu verið hrópuð. Er ekki hætt við að þjóðin væri orðin snöggtum ameríkaniser- aðri og efnahagslcga háðari Banda- ríkjunum en hún þó er, ef allt hefði verið látið reka á reiðanum og út- lcndri lágmenningu eða herstöðva- bciðnum ekki veitt nokkurt viðnám? Það fór ncfnilega ckki hjá því að margir tækju mark á því sem snjallir pennar Þjóðviljans og aðrir talsmcnn létu frá sér fara um þær hættur sem steðjað gætu að íslensku þjóðemi og þjóðfrelsi, jafnvel þótt þeir viður- kenndu það ekki opinbcrlega og tor- tryggðu málflutning hans að ýmsu öðru leyti. Þau sjónarmið vora samt ósjaldan tekin upp í öðmm málgögn- um þótt það væri einatt á öðmm og mildari nótum. En í ofsa kalda stríðs- ins vom því miður ýsmir þjóðhollir menn hálfsmeykir við að taka undir „Þetta hefur fyrr og slöar undraö marga þeirra sem halda sig vera al- þjóöasinna og virðast seint ætla aö skilja aö enginn Islendingur er mark- tækur alþjóöasinni nema hann sé líka vænn þjóöernissinni" Árni Björnsson. slík sjónarmið af ótta við að verða stimplaðir sem „smurðir Moskvuag- entar“ cins og séra Sigurbjöm Einars- son. Það er vissulega margs að sakna við andarslitur Þjóðviljans. Eitt af því er sú hætta að nú eigi þessar hávæm, óstýrilátu, óvarkám og stundum of- næmu þjóðemisraddir sér ekki lengur neinn sameiginlegan vettvang. Þótt til að mynda Morgunblaðið sé í seinni tið orðið opnara fyrir allskyns við- horfum en áður var, þá er eigendum þess í lófa lagið að Ioka fyrir eða kæfa hvað scm er og hvcnær sem er, ef hagsmunir þcirra krefjast þess af einhverjum ástæöum. Og það er mun mciri hætta á að stórblað beiti því valdi þcgar ckki er einu sinni til smá- blað að halda vöku þjóðarinnar. Það gerði Þjóðviljinn og hann var langt- um víðar lesinn og áhrifameiri en dæma mátti af kaupendafjöldanum einum. Vonandi kemur eitthvað sam- bærilegt í hans stað. Rödd hrópand- ans þarf að heyrast skýrt og óheft. Honum gctur vissulega missýnst, en oftar kemur hann þó auga á óvæntan sannleik, sem öðram hefur yfirsést eða kæra sig ekki um að halda á loft. Síðan ég man eftir mér hafa tímarnir verið að breytast, þótt aldrei hafi þeir breyst jafnhratt og óafturkallanlega og síðustu misserin. Það er bókstaf- lega búið að snúa öllu við og sér ekki fyrir endann á þeim ósköp- um. Eg ætla samt ekki að fara mörgum orðum um þá atburða- rás, aðeins að minnast þess með örfáum orðum hvaða hlutverki Blaðið Okkar hefur gegnt í lífi mínu síðan ég byrjaði að stauta mig fram úr því. Þjóðviljinn hefur fylgt mér gegnum þykkt og þunnt, gegnum kalda stríðið, Víetnamstríðið, Tékkó, stúdentaóeirðir, Evrópukommún- isma, styrjaldir í þriðja heiminum, átök á íslenskum vinnumarkaði, jafnréttisbaráttu, jólabókaflóð, leik- sýningar, baráttu gegn her í landi, vinstri stjórnir, hægri stjórnir, flokkadrætti vinstri manna og hmn Sovétríkjanna... Hvar væri ég stödd hefði ég ekki haft Þjóðviljinn? Stundum til að leiðbeina mér, gleðja mig og fræða, stundum til að gera mig sótvonda - því að ekki höfum við alltaf verið sammála, fjarri fer því. Mér cr engin launung á því að Þjóðviljinn hlýtur að hafa mótað skoðanir mínar að einhverju leyti, ekki síst þær sem lúta að menningar- og þjóðfrelsismálum. Þegar ég var að komast til vits og ára á sjötta ára- tugnum var Magnús Kjartansson áreiðanlega sá maður sem ég var oft- ast sammála og leit mest upp til af öllum mér óvandabundnum mönn- um - hugsanlega að.Einari Olgeirs- syni undanskildum. Samtök hemámsandstæðinga vom stofnuð um 1960 og innan þeirra vébanda ríkti fýrstu árin svo- nefnd „mosastemmning", sem end- urspeglaðist að vissu leyti í Þjóðvilj- anum. Menn vom andvígir hemám- inu vegna þess að þeim þótti vænt um landið sitt og vildu eiga það í friði. „Svo langt ffá heimsins víga- slóð“ einsog Hulda sagði. Það rann ekki almennilega upp fyrir okkur fyrr en seinna að tímamir buðu ekki upp á einangran og sveitarómantík, þótt við vissum auðvitað alltaf að fleira var í hættu en mósagróin hraunin, fossamir og dalimir. Við lásum skeleggar greinar Magnúsar Kjartanssonar um „hemám hugar- farsins“ og „alþingi götunnar". Eftir á að hyggja finnst mér að Þjóðviljinn hafi á þessum löngu liðnu ámm kennt mér að tvinna sam- an þjóðemisstefnu og sósíalisma á þann hátt sem ég sætti mig ennþá við, hvað sem öilum skipbrotum og gjaldþrotum „alheimskommúnism- ans“ líður. ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1992 Síða 18

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.