Þjóðviljinn - 31.01.1992, Blaðsíða 7
]ÞJC®VHJINN
kvætt og vinstri jákvætt, eða öfugt.
Ef við lítum á hægri hyggjuna þá
sjáum við þar fyrst og fremst ein-
staklingshyggju og frelsi. Til
vinstri sjáum við félagshyggju,
samstöðu og jöfnuð.
Eg var að krota niður grein í
dag og þar er minnst á þetta gamla;
frelsi, jafnrétti og bræðralag, sem
franska byltingin fór af stað með.
Nóbelsskáldið Octavio Paz segir
að frelsið geti verið án jafnaðar -
og þá endum við í yfirgangi hinna
sterku - og að jöfnuður geti verið
án ffelsis - og þá endum við í ein-
hveijum allsherjar dauða. Menn
þurfa þjóðfélag þar sem þessir
straumar takast á. Þeir verða að
takast á til þess að halda niðri hinu
neikvæða í hvorum fyrir sig.“
Þannig að frelsi og jöfnuður
getur ekki farið saman?
„Það getur kannski farið saman
ef bræðralagið er haft til að brúa
bilið. Frelsi og jöfnuður eiga að
vera í sambýli: Þótt þessi munur sé
á verða frelsið og einstaklings-
hyggjan og jafnaðarhugsjónin
hinsvegar að sætta sig við tilveru
hins og búa saman. Ef annar af
þessum straumum ræður öllu þá
koma verstu einkenni hans frarh.
Þessvegna er fjölbreytni í sam-
félaginu dyggð. Síðan er það eftir
innstillingu, skapgerð og gildis-
mati hvers og eins hvað hann vill
leggja áherslu á.“
Þegar þú talar um fjölbreytni í
samfélaginu, þá á það ekkert síður
við um fjölbreytni í fjölmiðlun.
„Já, hún er afar mikilvæg."
Flokkurinn
og Þjóðviljinn
Þjóðviljinn hefur alla tið verið
mjög tengdur Alþýðubandalaginu.
Samskiptin við flokksforystuna?
„Ég er vond heimild um þetta,
vegna þess að ég var ekki beinlínis
á þeim póstum. Eg var aldrei pólit-
ískur ritstjóri blaðsins. Ég var
menningarblaðamaður, greinahöf-
undur, ritstjóri Sunnudagsblaðsins
og seinna ritstjóri seni fékkst aðal-
lega við innblað. Ég vandi líka
flokksforystumenn af því að vera
að hringja í mig.“
Hvemig gerðirðu það?
„Ég hummaði þá fram af mér.
Með mér voru ágætis samstarfs-
menn sem höfðu miklar áhyggjur
af þessu; fannst að flokkurinn væri
of frekur. En vandinn var sá að
þeim tókst ekki að leysa þennan
vanda. Þeir sögðu oft að þeir vildu
að blaðið væri óháð en í praxís
voru þeir sjálfir á kafi í átökum
innan flokksins. Þessvegna komust
þeir ekki undan ámælum um að
þeir væm líka að nota blaðið. Mál-
ið var því alltaf í hnút.“
A þetta við alveg frá fyrstu tíð,
þegar Magnús Kjartansson réð þig
til blaðsins?
„Það var öðmvisi fyrst. A þeim
dögum komu átök í flokkunum
ekki fram í fjölmiðlum. Þetta
magnast smám saman. Ég kaus
hinsvegar að haida mig utan við
þessar deilur því mér fannst aðrir
vera alveg nógu djúpt í þeim þótt
ég væri þar ekki líka. Menn verða
bara að ganga út ffá einu, sem er
hinn almenni sannleikur, að allir
sem vom eitthvað áberandi í Al-
þýðubandalaginu, vildu hver með
sínum hætti nota Þjóðviljann í sína
þágu, eða láta hann þjóna sér að
einhverju leyti, alveg sama hvort
menn vom kallaðir flokkseigendur
eða eitthvað allt annað. Allir vildu
toga Þjóðviljann í sína átt. Þetta
var stundum erfitt fyrir okkur en
ég stóð ekki beinlínis í þessu. Ég
taldi mjög nauðsynlegt fyrir líf
blaðsins að hér væri einhver maður
sem ekki væri á kafi í þessu. Það
er svo margt annað sem hægt er að
gera heldur en að standa í flokks-
pólitíkinni."
Þú hefur kannski enst svona
lengi á Þjóðviljanum þessvegna?
„Ég veit það ekki. Þetta _er
kannski líka að sumu leyti leti. Ég
nennti ekki að fara á fundi þar sem
átti að fara að ræða þessi mál og ég
hef alltaf verið latur við að taka
þátt í nefndastörfum.“
Þj óðsagnapersónurnar
Þú hefur starfað á Þjóðviljan-
um með fólki sem er þjóðsagna-
persónur, bæði lífs og látið. Hveijir
eru eftirminnilegastir í þinum
huga?
„Þetta er svo margt fólk að það
er sennilega best að ræða bara um
ritstjórana sem vom hér þegar ég
kom til starfa á Þjóðviljanum, þá
Magnús Kjartansson og Sigurð
Guðmundsson.
Það var margt sem hægt var að
læra af þessum mönnum. Sigurður
Guðmundsson var afar slæmur í
augunum. Þrældómurinn á kvöld-
vöktunum þafði farið mjög illa
með hann. Ég heimsótti hann einu-
sinni á spítala þegar hann lá þar
með bundið fyrir augun eftir augn-
skurð. Hann var þá búinn að liggja
þar í mánuð. Það var gott að tala
við Sigurð. Hann átti einhverja
innri gleði. Hann segir við mig: Nú
veit ég til hvers menntun er. Hún
er til þess að mér leiðist ekki þegar
ég ligg svona blindur, þegar ég
ligg svona og sé ekki neitt mánuð-
um saman.
Það væri hægt að segja mjög
margt um Magnús Kjartansson.
Það voru margar þverstæður í hon-
um. Ég man eftir einu dæmi, sem
ég rifjaði upp í síðasta jólaboði
Þjóðviljans. Éinhvemtíma vorum
við Magnús saman á kvöldvakt og
klukkan var langt gengin í tólf. Við
vorum að rýna í sátrið á blýsíðun-
um, sem átti að fara að steypa, og
leita að prentvillum. Þá tekur
Magnús út úr sér pípuna og segir:
Segðu mér eitt, Ami. Veist þú
Þaö eru forréttindi að hafa
starfað á sama vinnustaðn-
um ( þrjátíu ár og hafa aldrei
beðið eftir því að klukkan
hringdi. Mynd: Kristinn.
hversvegna við emm að þræla hér
ffam á nótt fyrir skítakaup? Ég
hafði ekkert svar á reiðum hönd-
um. Þá sagði hann: Er það til þess
að allir verkamenn geti eignast
bíla?
I þessu kristallaðist þessi ei-
lífðar vandi allrar vinstrimennsku,
hvort sem menn em kratar eða
kommar. Þegar kjarabarátta ber
mikinn árangur, hvað er það þá
sem menn standa uppi með? Hvert
er inntak þess sem menn hafa verið
að beijast fyrir? Er það t.d. þessi
bíll sem er margbreytilegt fyrir-
bæri? Hann er annarsvegar eitt-
hvað sem gefur mönnum aukið
frelsi og hinsvegar er hann tákn
um þessa miklu neyslu sem heim-
urinn ris varla undir.“
Við lifðum furðu lengi
Ef við snúum okkur að þessum
tímamótum. Þú átt þínar skýringar
á því hversvegna Þjóðvilinn hættir
nú að koma út.
„Jú, jú. Menn munu vitaskuld
segja að okkur hafi mistekist að
búa til vöru sem selst. Það má vel
vera að það sé eitthvað til í þvi. Ég
veit ekki hversu stór markhópurinn
fyrir blað einsog Þjóðviljann er.
Segjum að hann sé um fjórðungur
þjóðarinnar. Við getum ekki gert
tilkall til þess að vera allsheijar
fjölskyldublað ef við ætlum að
vera vinstra megin í tilverunni.
Það þýðir samt ekki að við getum
fengið allan þennan fjórðung til
þess að kaupa blaðið. Sannleikur-
inn er samt sá að við höfúm lifað
fúrðu lengi. Flest blöð af þessum
toga eru liðin undir lok. A Norður-
löndum stendur kratapressan, sem
á sér mikla sögu og naut velvildar
og stuðnings öflugrar verkalýðs-
hreyfmgar, mjög höllum fæti og
mörg blöð hafa dáið.
Höfuðástæðan fyrir því að
Þjóðviljinn hættir að koma út og
Tíminn hangir á horriminni hlýtur
að vera fyrst og ffemst breyttar að-
stæður á þessum fjölmiðlamarkaði.
Blaðadauði er mjög mikið mál um
allan heim og víða þar sem voru
tvö blöð fyrir er bara eitt eftir.
Þetta fer ákaflega mikið eftir aug-
lýsendum. Auglýsingar greiða það
mikið niður af verði blaða að án
þeirra geta blöð ekki lifað. Þama
kemur viss vítahringur. Eitthvert
blað hefur náð forskoti og þótt það
hafi ekki náð nema um tíu prósent
forskoti framyfir annað blað, þá
fær það strax 20-30 prósent meira
af auglýsingum og getur notað
peningana til að stækka blaðið á
meðan hitt blaðið verður að skera
niður.“
„Allskonar skríbentum, ekki
síst hjá DV og Pressunni, hefur
tekist að hamast geipilega á því
sem hefúr verið kallað blaðastyrk-
ur, einsog hann væri einhver
hiyllileg svívirða, þjóðnýting eða
einhverskonar ríkisrekstur á blöð-
unum. Þessi styrkur til blaða hér
var alltaf í skötulíki, annarsvegar
var um að ræða að ríkið keypti
ákveðinn fjölda af blöðunum til að
dreifa á sjúkrahús og í aðrar stofn-
anir ríkisins, og hinsvegar útgáfu-
styrkur til flokkanna, sem þeir gátu
ráðið hvað þeir gerðu við. Það var
ekki komið á kerfi einsog í Noregi
og Svíþjóð, framleiðslusfyrkjum til
þess að tryggja fjölbreytni blaða.
Hægri sinnað gæðablað, einsog
Svenska Dagbladet, varð að viður-
kenna það um áramótin síðustu, að
án framleiðslustyrks frá ríkinu
hefði það ekki lifað af þrengingar
að undanfömu. Þetta er meiri hátt-
ar vandamál hvemig á að komast
hjá allsheijar einokun á dagblaða-
markaði. Eða að ekkert verði ann-
að eftir en gul pressa. Menn hafa
því ýtt þessu frá sér af alltof mik-
illi léttúð. Ég er ekki að segja að
það sé auðvelt að finna peninga f
slíkt kerfi núna, en menn hafa
aldrei hugsað um þetta í alvöru.
A Islandi héldum við mjög
lengi gömlu blaðakerfí. Fjögur
morgunblöð sem hafa hvert um sig
sinn pólitiska þingflokk. Þetta var
mögulegt, ekki síst vegna þess að
menn keyptu yfirleitt stærsta blað-
ið, þ.e.a.s. Morgunblaðið, og svo
vom menn tilbúnir að kaupa annað
blað til viðbótar eftir sínu höfði.
Menn vom ekki beint í samkeppni
við Morgunblaðið, heldur fyrst og
ffemst í samkeppni um það hvaða
blað yrði númer tvr. Síðan em
blöðin ekki beint í samkeppni inn-
byrðis - Tíminn og Þjóðviljinn
hafa sinn markhópinn hvort -
heldur var þetta baráttan um það
hvort menn væm fáanlegir til þess
að kaupa tvö blöð áffam. Það hefúr
dregið úr því vegna sjónvarpsfram-
boðs og annars. Þetta held ég að sé
mjög mikilvægt atriði.“
Óvíst að
nýtt dagblað komi
Fjölmiðlaumhverfið breytist
mikið við það að Þjóðviljinn
hverfúr af sjónarsviðinu og erfið-
leikar blasa við hjá Timanum. Það
stefnir i það að hér verði eitt stórt
Morgunblað og svo síðdegisblað.
Bæði blöðin mörkuð af hægri-
stefnu. Hvað heldurðu að þetta
muni hafa að segja fyrir þjóðfélag-
ið? Eða hefúrðu trú á því að ffam á
sjónarsviðið komi nýtt morgunblað
í öflugri samkeppni við Moggann?
„Eg skal ekki segja hvort nýtt
blað kemur. Það er mjög óvíst
einsog er, ekki síst vegna þess að
það er erfitt að gera ráð fyrir mjög
miklu meiri sölu á dagblöðum.
Slíkt dagblað þyrfti að ryðja burt
einhveiju sem væri fyrir á markað-
inum, það er einhveiju af sölu DV
og Morgunblaðsins. Það er mjög
erfitt að finna formúlu fyrir slíku
blaði. Þama gæti að vísu komið
annað til. Einsog ég sagði fyrr þá
skipti það miklu máli fyrir Þjóð-
viljann hverskonar eftirspum eftir
vinstri viðhorfúm voru í þjóðfélag-
inu. Ef eftirspum eftir slíkum við-
horfúm eykst aftur, sem mjög lík-
legt er því sagan hefúr tilhneigingu
til að gerast í sveiflum, þá kannski
kæmi upp einhver tilraunastarf-
semi á þessu sviði. Dagblað er
mjög mikið fyrirtæki og þvi erfitt
að byggja það upp.
Það geta verið til fleiri blöð en
dagblöð. Þegar árið 1988 fannst
mér Þjóðviljinn vera kominn í
háska, þótt ég hafi lítið vit á fjár-
málum. Þá fór ég að hugsa að
kannski væri vitlegast að stefna að
góðu vikublaði. Mótrökin gegn þvi
voru hár innheimtukostnaður og
mikill fastakostnaður miðað við
dagblað. Ég held samt að þar sé
kostur í útgáfústarfsemi á þessum
væng, að minnsta kosti á meðan
ekkert annað gerist.“
Aldrei beðið eftir
að klukkan hringdi
Að lokum vil ég leggja fyrir
þig sömu spuminguna og Magnús
Kjartansson lagði fyrir þig forðum.
Hversvegna varstu að þræla á
skítakaupi fram á nótt i allan þenn-
an tíma? Var það bara til þess að
útvega verkamönnum bíla, þú sem
ferð svo til allra þinna ferða á reið-
hjóli?
„Hver og einn er nú afar flink-
ur að finna einhverja skynsamlega
ástæðu fyrir því sem hann gerir.
Það er partur af tilverunni. Hitt er
svo annað mál að það getur verið
erfitt að formúlera það í orðum.
Það er gaman að vera i svona fjöl-
breytilegu starfi. Það er gaman að
geta samræmt vinnu sína og
áhugamál. Það held ég að sé það
jákvæðasta við minn þijátíu ára
starfsferil á Þjóðviljanum. Þegar
bæði pólitísk hugaðrefúi, menn-
ingarleg hugðarefni og leit að ein-
hveiju skrýtnu og sérkennilegu til
tilbreytingar fer saman við vinnu
manns þá er lífið að minnsta kosti
ekki tómlegt. Það er skemmtilegt
og hefúr eitthvert inntak. Maður
bíður aldrei eftir því að tíminn líði.
Ég held að það séu forréttindi að
hafa starfað á sama vinnustaðnum
í þijátíu ár og hafa aldrei beðið eft-
ir því að einhver klukka hringdi.“
-Sáf
Síða 7
ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1992