Þjóðviljinn - 31.01.1992, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 31.01.1992, Blaðsíða 13
ÞJÓÐYMJINN Sólblettatímabilin voru verst BIFREIÐASKOÐUN ÍSLANDS HF. Magnús Torfi Ólafsson, blaöamaður og fyrrverandi mennta- málaráðherra, er í hópi þeirra sem átt hafa hvað lengstan starfsferil á ritstjórn Þjóðviljans, bæði sem ritari erlendra frétta, fréttastjóri og ritstjóri. Við tókum Magnús tali í til- efni lokanna á sögu blaðsins og spurðum hann fyrst, hvenær hann hefði hafið störf á blaðinu. - Það var árið 1945 sém ég réðst til Þjóðviljans. Þá var blaðið til húsa í nokkrum kompum á ann- arri hæð í Austurstræti 12, en flutt- ist síðan fljótlega á Skólavörðustíg 19. - Hverjir voru samstarfsmenn þínir á ritstjórn á þeim tima? - Það voru þeir Sigurður Guð- mundsson ritstjóri, Jón Bjamason og Ari Kárason. Svo vom aðrir sem lögðu til efni eins og Einar Olgeirsson og fleiri. Þá má ekki gleyma Frímanni Helgasyni, fyrsta íþróttafféttaritaranum hér á landi, en hann skilaði okkur frásögnum af íþróttaleikjum nánast jafnóðum og þeir vom háðir og sá um sér- stakan íþróttadálk í blaðinu. Hann var þá verkstjóri hjá ísaga hf. en vann þetta i tómstundum á kvöld- in. Frímann vann ennþá við blað- aðið nærri 20 ámm síðar þegar ég var orðinn ritstjóri. - Hvernig voru verkaskiptin hjá ykkur á þessari jjögurra manna ritstjórn? - Mitt hlutverk þá og lengi síð- ar var að sjá um erlendar fréttir, og var það allt unnið við fmmstæðar aðstæður. Við höfðum ekki aðgang að fréttaskeytum, og byggðum því mest á erlendum útvarpsstöðvum, þar sem reynslan kenndi okkur að breska útvarpsstöðin BBC væri bæði með ítarlegustu og ábyggi- legustu fréttimar. Þá var sænska útvarpið einnig með vandaða út- sendingu á stuttbylgju, sem var kölluð „Dagens eko“. Erlend blöð vom oftast meira en vikugömul þegar við fengum þau í hendur og komu varla að öðrum notum en við baksviðslýsingar. Dagsfréttim- ar höfðum við allar úr útvarpinu. - Höfðu hin blöðin aðgang að fréttaskeytum? - Já, Morgunblaðið notaðist á þessum tíma við fréttaskeyti Reut- ers og Vísir hafði aðgang að frétta- skeytum fréttastofunnar United Press. - Ent einhverjir sérstakir at- burðir sem þú fallaðir um sem em þér minnisstceðari en aðrir? - Starf fréttaritarans er þess eðlis að einstakar fréttir geymast sjaldan í minningunni. Fréttin sem maður vinnur að á hverjum tíma er allur heimurinn þá stundina, en er svo jafnóðum gleymd og næsti at- burður tekur við. Það er því fátt sem situr sérstaklega eftir í minn- ingunni. Það væri þá einna helst að sólblettatímamir sitji eftir í minn- inu, en þá duttu útvarpsstöðvamar gjaman út. En útvarpsbylgjur em svo duttlungafullar, að þótt nær- liggjandi útvarpsstöðvar dyttu þannig út, þá gat það koinið fyrir að maður næði í íjarlægar stöðvar eins og Astralíu eða Japan. Og þá notuðumst við við slíkar stöðvar þegar ekki heyrðist í BBC. - Hvenœr gerðist þú ritstjóri Þjóðviljans? - Það var 1959, en þá hafði ég Margs er að minnast frá tímanum á ritstjórn Þjóðviljans, en sólblettatímabilin voru verst, segir Magnús Torfi Olafsson, fyrrverandi ritstjóri blaðsins. verið fréttastjóri um hríð, og hætt að sinna eingöngu erlendum frétt- um. Við vomm þá þrír ritstjórar, Sigurður Guðmundsson, Magnús Kjartansson og ég. Verkaskipting okkar var þá þannig, að Sigurður og Magnús sáu að mestu um for- ystugreinar og stjómmálaefni blaðsins, en ég hafði það hlutverk að halda utanum almennt efni, fréttir, gagnrýni og fleira, útvega það, yfirfara og búa undir prentun. Ég var því aldrei í jafn beinum tengslum við pólitíska foringja Sósíalistaflokksins og þeir Magnús og Sigurður. - Er ekki maigs að minnast af samstarfsfólki þínu á blaðinu? - Jú, það vom margir sem komu þama við sögu, og erfitt að gera upp á milli manna í þeim efn- um. Lengst átti ég þó samstarf við þá Sigurð Guðmundsson og Jón Bjamason. Yfirleitt ríkti góður andi í þessum hópi, enda sam- vinnuandi og tillitssemi óhjá- kvæmileg, því þetta var á þeim tíma þegar vinnutími blaðamanna var ótakmarkaður og iðulega fram undir miðnætti, eða þar til blaðið var tilbúið til prentunar hverju sinni. Mannfæð og tækni gerðu þetta óhjákvæmilegt. - Hvaða breytingar finnst þér hafa orðið á islenskri blaða- mennsku frá þessum reynslutima þínum á Þjóðviljanum? - Blaðamennska nú er ítarlegri, blöðin em stærri og blaðamenn hafa meira rými til þess að fjalla um einstaka efnisþætti. Mér finnst hins vegar að blaðamennskan sé ekki að sama skapi markviss. Sumum hættir til að breiða úr sér og gera ekki mun á aðalatriðum og aukaatriðum, sem em að mínum dómi aðal góðrar blaðamennsku. - Hefur faglegur metnaður þá minnkað? - Ekki endilega. Það er ekki lakar gefið fólk í þessu starfi nú en áður var. Hins vegar hefur aðhalds- leysið leitt menn út i gönur. Tak- markað rými til ráðstöfúnar verður til þess að menn em knúnir til meiri einbeitingar. - Hvað fmnst þér um þœr breytingar sem nú eru að verða á islenskum fjölmiðlamarkaði, þegar litlu dagblöðin leggja upp laup- ana? - Þetta er þróun sem kemur ekki á óvart. Það mátti sjá íyrir löngu að hverju stefndi. Forráða- menn þessara blaða hefðu átt að taka sér tak miklu fyrr og kanna hvort á gmndvelli þeirra væri hægt að skapa fjölmiðil sem gæti mynd- að mótvægi við stórveldi Morgun- blaðsins á árdegismarkaðnum. Það er ekki bara reynslan hér á landi, heldur alls staðar, að markaðurinn viðurkennir ekki dagblöð sem em málgögn stjómmálaflokka sem fullgilda fjölmiðla. Ég tel fyrir mitt leyti að illa væri farið ef tilraun sú sem nú er unnið að til að koma upp árdegisblaði sem keppt gæti við Morgunblaðið færi út um þúf- ur. Með allri virðingu fyrir Morg- unblaðinu, þá held ég það sé hvorki hollt fyrir það né aðra að það nái einokun á markaðnum. -ólg. Magnús Torfi Ólafsson: Það vaeri hvorki Morgunblaðinu né öðrum hollt að það næði einokun á árdegismarkaði fjölmiðlanna. Mynd: Jim Smart. ■ .. " „ ■ ‘S. Hjá Bifreiðaskoðun islands leggjum við okkar af mörkum til hreinna umhverfis. Allar bifreiðar eru nú mengunarmældar við skoðun. Það þýðirað við mælum nákvæmlega magn kolsýrlings í útblæstri þeirra. Sé magnið oí mikið má oftast ráða á því bót með einfaldri vélarstillingu. Með því vinnst tvennt: • Eldsneytissparnaður um 2% að meðaltali • Umhverfismengun minnkar Stuðlum öll að hreinna lofti - í umferðinni sem annars staðar! NÝTT NÝTT NÝTT Áskriftarsími Helgarblaðsins 681333 Síða 13 ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1992 YDDA HF Y8.23 / SÍA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.