Þjóðviljinn - 31.01.1992, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 31.01.1992, Blaðsíða 21
____________________ÞjOÐVnjlNN ______ Afram þörf fyrir rödd félagshyggju að virðist harla ótrúlegt að dagvissri útgáfu Þjóðviljans verði nú hætt eftir 55 ára sögu, en tímarnir breytast og mikilvægt er að kunna að bregð- ast við þeim. Af þessu tilefni langar mig að minnast þess tíma þegar Þjóðvilj- inn var mér sérstaklega kærkom- inn. _ Árið 1968 flutti ég til Englands ásamt fjölskyldu minni til fram- haldsnáms og starfa. Dvöl sem upphaflega átti einungis að verða um 4 ár teygðist í 13. Allan þann tíma sem við dvöldumst erlendis fengum við send íslensk blöð að heiman. Þau komu í stórum send- ingum sem lesnar voru í skorpum og voru liður í því að viðhalda tengslum sem ekki var ætlað að rofna. A þessum árum varð mikil hugmyndafræðileg geijun víða um heim, nánat sem bylting, einkum hjá ungu fólki, ekki síst konum, sem vildu breyta heiminum og drógu í efa ríkjandi gildi. Þessari mikilvægu umræðu var gefið ákveðið rými á síðum Þjóð- viljans, og þar var henni sinnt mun betur en í öðrum íslenskum blöð- um á þeim tíma. Fyrir það og annað menningar- legt og vekjandi efni er ég þakklát. Ef Þjóðviljans hefði ekki notið við hefði ég misst af verulegum hluta þeirrar hugmyndafræðilegu þróunar sem ffarn fór á íslandi á þessum árum. Það gagn sem Islendingar er- lendis hafa af því að líta íslenskan veruleika af ólíkum sjónarhólum er þó lítið miðað við þá nauðsyn sem slíkt er þeim sem 1 landinu búa. Fjölmiðlar skipa æ stærri sess sem áhrifavaldar þó að dagblöð séu þar ekki mikilvirkust. Þeir eru skoð- anamyndandi einkum hjá þeim sem annríkis vegna gefst ekki tími til að kynna sér málavöxtu. Lýð- ræði verður ekki nema svipur hjá sjón ef fólk fær ófullnægjandi eða einhliða upplýsingar. Engin skoð- un er svo einhlít að hún verðskuldi ekki umræðu eða þoli ekki gagn- rýni. Einokun við skoðanamyndun tel ég afar hættulega og hún má ekki aukast í íslensku samfélagi. Það er því mjög miðpr hve illa hef- ur gengið að reka Þjóðviljann sem hefur viljað vera málsvari félags- hyggju og launafólks. Skiptir þá ekki hvað mestu hvort maður er ævinlega sáttur við áherslur og umfjöllun. Oft hef ég þó undrast það á síðustu árum hve hlutdræg og flokkspólitísk umfjöllun ís- lenskra dagblaða hefúr stundum verið um þá frelsis- og réttindabar- áttu sem konur hafa háð hér á landi með nokkuð einstökum hætti. Er þá Þjóðviljinn ekki undanskilinn þó að væntingar minar hafi ef til vill verið meiri til hans eftir fyrri reynslu. Ræður þar væntanlega mestu að tengsl flestra ef ekki allra íslenskra dagblaða við ákveðna stjómmálaflokka hafa verið þeim fjötur um fót og iðulega á kostnað faglegra vinnubragða. Öllu er afmarkaður tími, líka sögu dagblaða. Áffarn verður þó þörf fyrir rödd félagshyggju og málsvara launafólks á vettvangi fjölmiðlunar, ekki síst á þeim miklu breytingartímum sem við lifum nú og ffamundan era. Endur- skoðun og endurmat era af hinu góða og eitt tekur við af öðra. Von- andi verður sem fyrst kostur á vönduðu málgagni félagshyggju- sjónarmiða sem opnar okkur með gagnrýnum og málefnalegum hætti sýn á íslenskan og alþjóðlegan samtíma og stuðlar þannig að fijálsri hugsun og lýðræðislegri skoðanamyndun. Guðrún Agnarsdóttir „Þeir hvæsa á blaðið, blessaðira Ibókinni „Páll Vilhjálmsson" eftir Guðrúnu Helgadóttur segir frá því þegar Palli og vinur hans Varði eru að safna peningum til kaupa á afmæl- isgjöf handa háaldraðri vinkonu á loftinu. Þeir reyna margar leiðir, m.a. safna þeir saman gömlum dagblðum og bjóða til sölu á niðursettu verði. En árangurinn er rýr. „Viltu kaupa Þjóðviljann á tíkall? spurði Varði mann. Þjóðviljann? hvæsti maðurinn. Ekki þó mér væri gefínn hann. Alþýðublaðið á tíkall? kallaði Varði. Er það nú til ennþá? sagði maður og skellihló. Seinast fóra þeir til flsksalans. Hann keypti öll blöðin fyrir tíkall.“ Þessi stutti kafli kemur upp í hugann nú þegar dagar Þjóðviljans eru allir. Mér er minnisstætt hve stolt ég var yfir blað- inu mínu þegar ég las þessi orð fyrst fyr- ir son minn. Það er nefnilega staðreynd að Þjóðviljinn hefur þrátt fyrir smæð sína velgt mörgum íhaldsmanninum undir uggum. Þeir hvæsa á blaðið, bless- aðir. En honum hefur ekki oft verið þökkuð þessi áhrif. Okkur vinstri mönn- um hefur oft greint á og stundum jafnvel veralega hitnað í kolunum. Við höfum hins vegar getað sameinast um eitt og það er að skamma blaðið okkar. Ætli þau séu mörg Alþýðubandalagsfélögin sem hafa einhvem tíma þakkað fyrir ókeypis auglýsingar í flokksdálki blaðsins? Ætli þau séu ekki fleiri félögin sem hafa skammast yfir því, að ekki var sagt frá þessu eða hinu í starfi félagsins eða pól- itík héraðsins. En nú liggur fyrir að útgáfu Þjóðvilj- ans verður hætt, þess Þjóðvilja sem hef- ur verið óaðskiljanlegur hluti af morgun- kafflnu okkar svo lengi. A slíkum tima- mótum er eðlilegt að horft sé til baka og minningar, gamlar myndir, hrannist upp. Rauðsokkasíða Þjóðviljans fær þar stór- an sess og i hugann koma nöfn eins og Vilborgar Harðardóttur, Kristínar Ást- geirsdóttur og Hildar Jónsdóttur. Mikið ógn og skelfíng fannst mér, sveitastelp- unni í Kópavogi, þær kjarkmiklar og duglegar þær konur sem skrifuðu þá síðu. Vangaveltur Áma Bergmanns í gegnum árin, Sunnudagsblað Þjóðviljans og þá ekki sist skrif þeirra Guðjóns Frið- rikssonar og Ingólfs Margeirssonar, og ekki má gleyma skrifum félaga Marðar og fyrrverandi félaga Össurar og öllu því tímabili í sögu blaðsins, og svona mætti lengi telja. En það er lika venja á tímamótum sem þessum að horfa fram á veginn. Vonandi verður til nýtt dagblað sem verður öflugt mótvægi við íhaldspress- una og um leið blað allra þeirra sem kenna sig við raunveralega jafnaðar- stefnu, kvenfrelsi og félagshyggju. Slíkt blað er okkur nauðsyn. Um það vitnar aðfor ríkisstjómarinnar að velferðarkrf- inu, aðför að þeim og þeim eingöngu sem minna mega sin í þessu þjóðfélagi. Ég vil að lokum óska öllum starfs- mönnum Þjóðviljans góðs gengis á nýj- um starfsvettvangi. Elsa S. Þorkelsdóttir Boðskapurinn skiptir máli Ég er í hópi þeirra sem munu sakna Þjóðviljans. Þjóðviljinn hefur yfirleitt reynt að vera málgagn launþega, oft með veralegum árangri. Það er mikið áfall þegar slíkt blað þarf að hætta starfsemi sinni á sama tíma og helstu foringjar Alþýðuflokksins hafa gengið á hönd frjálshyggjunni, sem veldur miklum og tíðum gjaldþrotum einkaffamtaksins, og þjóna henni af meiri dyggð en margir af leiðtogum Sjálf- stæðjsflokksins. Ég hef heyrt að aðstandendur Þjóðviljans séu að ræða um stofnun helgarblaðs. í því sambandi vil ég segja: áhrif blaðs fara ekki eftir blaðsíðufjölda þess, heldur eftir þeim boðskap sem það flytur.. Þórarinn Þórarinsson Síða 21 ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1992

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.