Þjóðviljinn - 31.01.1992, Page 5
ÞjÓÐ¥HJ3NN
Magnús Kjartansson
lagði ákaflega hart að
mér að taka við
ritstjórastarfinu og ég
held að ég hefði ekki
gert það lyrir nokkurn
annan mann.
þetta á tveimur árum en létu okkur
hafa skuldabréf. Þetta var ósköp
skemmtilegt og mest af þessu
greiddist nú. Það reyndist enn vera
býsna fjölmennur hópur sem var
reiðubúinn að leggja talsverðar
upphæðir af mörkum, ekki bara til
að koma í veg fyrir að blaðið hætti
að koma út, heldur til að skapa því
sóknarfæri, og það var skemmtilegt
að eiga kost á því að taka þátt í
þessu á sínum tíma.
Nú hefur þú á þessum tíma
kynnst mörgum og átt samskipti við
marga, eru einhverjir einstaklingar
sem eru þér minnisstœðari og hafa
haft meiri áhrif á þig en aðrir?
Ég held að ég halli á engan þó
að ég segi það að þeir menn í þess-
ari pólitísloi hreyfingu sem voru
eldri en ég, og ég taldi lengi vel
ástæðu til að hlusta meira á en aðra,
það voru annars vegar Magnús
Kjartansson og hins vegar Guð-
mundur Hjartarson, sem oft og tíð-
um vann ákaflega mikið að málum
Þjóðviljans, ekki síst við að tryggja
honum íjármagn, en var auk þess
mjög glöggur pólitískur ráðgjafi
hvað hin daglegu viðfangsefni
snerti. Samstarf þeirra Magnúsar
hafði lengi verið ákaflega náið og
það er mitt mat, að þegar vanda bar
að höndum hafl Magnús ekki ráð-
gast frekar við nokkum annan mann
sín síðustuár á Þjóðviljanum, og í
raun var það eins með mig fyrstu
árin í ritstjórasæti. En ég get sagt
það þegar svona langt er um liðið
að í raun og vem fann ég til þess að
þegar ég tók viðritstjórastarfinu átti
ég ekki lengur kost á því að halda
mig í annarri eða þriðju víglínu,
hafa alltaf einhveija eldri menn sem
í rauninni hlytu að hafa þyngri orð
fram að færa þegar mikið reyndi á.
Ég fann ansi mikið til þess að ég
væri kominn úr því skjóli þegar ég
hlaut að skrifa sjálfur og taka af-
stöðu daglega til þeirra mála sem á
döfinni vom, og eftir á að hyggja
held ég að ég hafi í raun ekki orðið
pólitískt fullorðinn fyrr en ég tók
við þessari ritstjóm. Þá varð maður
mjög oft að taka veigamiklar
ákvarðanir í einrúmi en áður hafði
ég lifað og hrærst í þessu félagslega
samstarfi.
Ef ég á að minnast á yngri
menn í þeim hópi sem að Þjóðvilj-
anum stóð þá var það svo að við
vomm þama í ríkisstjóm langan
tíma af mínum ritstjóraámm, alveg
ffá 1978 til 83 og ég minnist með
ánægju pólitískrar samvinnu bæði á
þeim tíma og einnig Qöldamörg ár
þar á undan við þá þijá menn sem
við áttum í ríkisstjóm þá, þ.e. Svav-
ar Gestsson, Hjörleif Guttormsson,
sem var félagi minn frá æskuámm,
og Ragnar Amalds sem ég hafði
unnið mikið með alveg frá 1960, og
auðvitað vom það þessir menn sem
vom í nánastri samvinnu við mig á
þessum tíma. Ef ég lít svo inn á
blaðið þá var þar ágætur hópur af
blaðamönnum sem mér þótti prýði-
legt að hafa mér við hlið, það er erf-
itt að velja úr einstök nöfh í þeim
efnum en nákomnastur mér var
Ámi Bergmann sem enn er við
Þjóðviljann og hann var að mínu
viti alveg ómetanlegur starfskraftur
fyrir blaðið á þeim tíma og síðan
held ég að ég geti ekki látið hjá líða
ef ég er beðinn um nöfn að nefna
Guðjón Sveinbjömsson sem var
umbrotsmaður hjá okkur öll þessi
ár. Sjálfur er ég lélegur handverks-
maðurog ónýtur teiknari en ég
þurfti aldrei að hafa áhyggjur af
uppsetningu blaðsins þvi Guðjón sá
um þetta allt. Ég þurfti varla að tala,
því hann var alveg eins og hugur
manns og að ég tel listamaður í um-
broti á blaði og öðru því sem að
prentverki lýtur og ég minnist sam-
starfs við hann með þakklæti. Hann
var reyndar kominn að blaðinu þeg-
ar ég kom þar fyrst 1954 og var þar
enn þegar ég fór, en hætti stuttu síð-
ar.
Hvaða augum litur þú tengsl
dagblaða við pólitíska flokka?
Nú er þetta orðið þannig að það
er talað mikið um að blöð eigi að
vera fijáls og óháð og að sumu leyti
er vissulega ekkert nema gott um
það að segja ef þau em það í raun
og vem. Hins vegar var það svo
með Þjóðviljann að ég held að mjög
fáum hafi dottið í hug að blaðið ætti
eitthvert erindi ef klippt væri á þann
þráð sem tengdi það við þá pólit-
ísku hreyfingu sem að blaðinu stóð.
í rauninni vom þetta bara tvær
greinar á sama meiði og það al-
menna viðhorf ríkjandi að hvomgur
aðilinn gæti án hins verið. Ég tamdi
mér þá reglu sem ritstjóri að enda
þótt blaðið væri pólitískt málgagn
fyrir þau stjómmálaviðhorf sem
blaðið og flokkurinn byggðu á, þá
gætu menn skrifað hvað sem var,
einnig pólitískt, ef þeir skrifuðu
undir nafni, allt nema grófar æm-
meiðingar.
Þú nefndir áðan greinar af
sama meiði, finnst þér að það hljóti
að gilda enn þann dag i dag?
Ja, ég vil nú ósköp lítið segja
um nútímann og enn minna um
framtíðina. Ég hef haldið mig frá
þessu öllu um langan tíma og tel
mig ekkert sérstaklega dómbæran á
það, en auðvitað er fjöldamargt
breytt í þessum efhum og ég neita
því ekki að það væri vissulega hægt
að sjá fyrir sér dagblað í nútíman-
um sem rækti af alvöru skyldur við
mikilvægistu málefni þjóðarinnar
og væri í þeim skilningi baráttumál-
gagn, án þess að það væri endilega
tengt pólitískum flokki, það er út af
fyrir sig hugsanlegt. Hins vegar gef
ég lítið fyrir blað sem ekki byggir á
neinum meginhugmyndum, lífs-
skoðunum eða pólitískum viðhorf-
um og hefur þann tilgang einan að
hægt sé að selja það. Slík blöð
henta mér ekki, en þau geta átt sinn
rétt engu að síður.
Maður heyrir stundum og sér
kröfur um að Þjóðviljinn biðjist af-
sökunar á tilveru sinni. Hvað finnst
þér um þetta?
Já, það er rétt að í ýmsum fjöl-
miðlum hefur það verið haft á orði
nú hin allra síðustu ár að Þjóðvilj-
inn ætti að biðjast afsökunar á allri
sinni tilveru og því haldið fram að
hann hafi í rauninni frá því fyrsta
og til hins síðasta ekki hafl annan
megin tilgang en þann að reka er-
indi fyrir Sovétstjómina. Ekki er
því að neita að á hinum fyrstu árum
Þjóðviljans og alllengi þar á eftir
voru margir þeirra sem að blaðinu
stóðu ákaflega trúaðir á að fyrir-
myndarriki væri að verða til austur
á Volgubökkum. Sú var tíð. En
þetta var hins vegar liðin tíð þegar
ég kom að Þjóðviíjanum fyrir 20 ár-
um sem ritstjóri, og mér er óhætt að
fullyrða að hver sem er getur leitað
með logandi ljósi í öllum mínum
skrifum sem ritstjóra Þjóðviljans í
10 ár frá 1972 og menn finna þar
ekki eina einustu setningu Sovét-
stjóminni til lofs, en hinsvegar mik-
ið af skömmum enda var því haldið
fram í sovéska sendiráðinu á þeim
ámm að ég liti á Kremlverja sem
óvin númer eitt. Þetta ættu menn nú
að hafa í huga, sumir hverjir sem
hæst tala um þessi mál. Nei, hvað
varðar síðustu 20 ár þarf Þjóðviljinn
ekki að biðjast afsökunar á skrifum
um þessi efni og hið sama á reyndar
við þótt farið sé nokkru lengra aftur
í tímann. Trúin á fyrirmyndarríkið
var hins vegar ákaflega sterk á
fyrstu árunum eftir stríðið en þó er
ég ekki viss um að okkar gömlu
bolsévikkar hafi hneigt sig neitt
dýpra fyrir Moskvu en almennt var
hjá leiðtogum núverandi ríkisstjóm-
arflokka er þeir snem sér til Wash-
ington.
-áþs
litli RISINN
VERSLUNIN
m
/ 1:
F
Hverfisgötu 103 - sími 25999
SHARP VC A105, eitt tæki úr mognsendingu sem nú er í boði með 20% afslættii
Með afar haastæðum samningum við framleiðanda, tókst okkur að tryggja viðskiptavinum okkar, möguleika ó að
eignast þetta rróbæra myndbandstæki á ótrúlega góðu tilboðsverði. Pú sparar ríflega átta þúsund og áttahundruð
kronur!
Hágæöa myndhaus.
Greiðslukjör: VISA, EURO, SAMKORT OG MUNALÁN.
Ársábyrgð og 10 daga skilaréttur.
Verð var kr. 43.590.- • Nú kr. 34.782.
Hljóðláta tímamótatækið.
Stafræn leitarforritun.
HlióSlaus vinnsla.
Alsjólfvirkt.
Sýnir aSgerS ó skjó
365 daga minni ó 8 mism. tímum
HQ
Kapalsjónvarpsmóttakari.
Barnalæsing.
Teljari
SKART tengi.
Margir tengimöguleikar.
(Pökfyrn (pjóðviljanum 55 ára
stuöning við baráttu launa-
mannafyrirjafnrétti og öítttum
lífskiörum.
Félag matreiðslumanna
Félag framreiðslumanna
Félag íslenskra kjötiðnaðarmanna
Bakarasveinafélag (slands
Félag starfsfólks í veitingahúsum
Félag hárgreiðslu- og hárskerasveina
Verkamannafélagið Fram, Seyðisfirði
Verkalýðsfélag Stykkishólms
Verkalýðsfélagið Baldur, ísafirði
ÞJONUSTUSAMBAND
, ÍSLANDS
Síða 5
ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1992