Þjóðviljinn - 31.01.1992, Side 11

Þjóðviljinn - 31.01.1992, Side 11
Kaldar kveðjur frá Jóni Balavin Þegar fyrsta tölublað Þjóðvilj- ans birtist voru mikil tíma- mót í sögunni. Nasisminn var í uppgangi í Þýskalandi, heim- skreppa sat enn um mannfólkið og heimsstyrjöldin mikla í aðsigi. Þetta voru tímar mikilla öfga. Allt virtist á hverfanda hveli. Það var mikil eftirspum eftir Stóras- annieik. Þjóðviljinn fékk Stóras- annleik í vöggugjöf. Þeir reim- leikar riðu húsum lengst af. Stórisannleikur var firá upphafi holur að innan og ekki til mikils brúks í íslenskri politík. En tvíbura- systir Stórasannleiksins var Kreddu- trúin og hún fylgdi blaðinu allt til loka. Sú kreddutrú tók á sig ýmsar myndir allt frá djúpri dýrkun stalín- ismans til vanskapaðrar þjóðfélags- legrar eyðsluhyggju og takmarka- lausrar kröfugerðar á allt og alla. Kreddan hefur síðan ætíð verið meginráðgjafi blaðsins við mótun afstöðu og stefnu. Aðstandendur blaðsins voru í móðurætt alþýðufólk úr kommún- ista- og sósíalistaflokki, en í föður- ætt menntamenn úr Félagi bylting- arsinnaðra rithöfunda. Báðir foreldrar litu til baka og í austurátt til eftirbreytai, þegar leitað var fyrirmynda. Þessi arfur mótaði afstöðu blaðsins fram eftir uppeldis- árum og allt ftam á fertugsaldurinn. Þegar geislabaugur þessa arfs tók að fölna og raunveruleiki dag- legs lífs varð sjáanlegur bak við gnmu óskhyggjunnar, varð blaðið reikulla í meginmálum, en fast- heldnara við hverskonar klisjur og kreddur komu í stað hins mikla mál- staðar, sem brást. Það verður vissulega eyða á ís- lenskum blaðamarkaði þegar Þjóð- viljinn endar hálfrar aldar göngu sína. Það er vissulega líka mikið tómarúm í heiminum þegar annað afsprengi Stórasannleiks - Sovétrík- in - hverfa á ruslahaug sögunnar. En það mun koma í ljós að bæði ís- lensk sem erlend stjómmál geta komist af án þessara skuggabalda sögijnnar. Islenskir jafnaðarmenn standa því ekki í mikilli þakkarskuld við Þjóðviljann og vonast til þess að sú eyða, sem hann skilur eftir sig, verði uppfyllt af heiðarlegum og kreddu- lausum fféttaflutaingi af líðandi stund - eins og hún er á hveijum tíma. Og án litaðra gleraugna, sem ekki þarfnast fordómafullia leið- beininga. Jón Baldvin Hannibalsson ÞJÓÐVIIJMN Rödd vantar * r Eg kynntist ekki Þjóðviljanum fyrr en á fullorðinsárum. I minni sveit í Skagafírðinum var lesefnið Tíminn fyrir Framsóknar- menn og ísafold og Vörður fyrir Sjálfstæðismenn. Ég frétti þó af því í gegnum frænku mína á Siglufírði að þar væri lesið blað sem héti Þjóðviljinn og væri óspart í það vitnað þegar menn væru í rifr- ildi um pólitík. En nú eru tímamir breyttir, og hafa jblöðin ekki farið varnluta af því. ísafold og Vörður em horfin mn í Morgunblaðið, hlé verður nú gert á útgáfu Þjóðviljans og Tím- ínn á óvissa framtíð. Þótt ég hefði ekki kynni af Þjóðviljanum lengi vel, fór lesefni um róttæk viðhorf ekki hjá garði. Rauðir pennar, Tímarit Máls og menningar og fleira af slíkum toga varð tiltölulega snemma á vegi mínum. Róttækar bókmenntir Halldórs Laxness og Þórbergs vom umtalaðar, enda eitt besta les- efni sem.komið hefur út á íslenska tungu. A sjötta áratugnum varð hörð stjómmálabarátta sem spegl- aðist í útgáfumálum langt út yfir hinn venjubundna dagblaðamark- að, og bar hæst baráttu Almenna bókafélagsins og Máls og menn- ingar. En nú hef ég um mörg ár farið yfir lesefni Þjóðviljans daglega, eins og kostur er fyrir mann sem fær öll blöðin inn um lúguna á morgnana og les á hlaupum og flettir upp ef þarf vinnu sinnar vegna. Mér finnst skarð fyrir skildi nú þegar blaðið hættir. Rö(fd vantar i stjómmálaumræðuna. Eg var oft fullkomlega ósammála þessari rödd, en hún knúði þó oft til að leita að gagnrökum og vakti til umhugsunar. Sjálfsagt halda rót- tæk viðhorf áffam að heyrast í einaskrifum í öðrum blöðum, en karakter vantar sem fylgir ann mi. M( ít er h X ví enginn fögnuður í að Þjóðviljinn hverf- huga yfir því, ur nú af sviðinu. Blaðið hefur verið verðugur andstæðingur fyrir hvem sem er. Oftar en ekki hafa verið á blaðinu skaipir pennar, og þeir bestu hafa skrifað beittustu greinar sem birst hafa í íslenskum blöðum á siðustu áratugum. Það em óvissutimar i blaðaút- fáfti um þessar mundir. Dagblöðin eppa við útvaip og sjónvarp um athygli þjóðarinnar, margar út- varpsstöðvar og tvær sjónvarps- stöðvar. Þessir keppinautar blað- anna, þá einkum utvarpið, hefur aðstöðu til þess að vera fyrst með fréttimar, það liggur í hlutarins eðli. Framtíð fféttamennsku í blöð- um liggur í því að bæta við, koma úr annarri átt, skýra fréttir og skil- greina. Þau dagblöð sem berjast í bökkum um þessar mundir hafa á að skipa ágætu starfsliði sem hefur vald á nútima blaðamennsku með- al annars af því tagi sem ég nefndi. Hins vegar þarf bæði viðbótar- mannafla og fjármagn til þess að skapa þau slalyrði sem þarf Af þessum ástæðum hafa nú staðið yfir inn nokkra hrið athug- anir á víðtæku samstarfi um blaða- útgáfu sem kæmi í stað Tímans, aoðviljans og jafnvel Alþýðu- aðsins. Takmarkið er blað sem Í;æti veitt öfluga samkeppni á is- enskum dagblaðamarkaði. Það er mín sannfasring að þörf sé fyrir þá samkeppni og að sem flest viðhorf og sjónarmið komi ffam. Enn er þo ekki séð hvort eða hvenær slíkt blað, verður að veruleika. Islendingar eru miklir blaðales- endur þrátt fyrir allt. Það er eitt af þjóðareinkennum okkar. Blöðin verða því að spegla sem flest sjón- armið og velta upp sem flestum hliðum á þeim málefnum sem til umræðu eru hveriu sinni. Það er nauðsyn fyrir upplýst þjóðfélag og lýðræoislega skoðanamyndun. Jón Kristjánsson Roykjavfkurdelld RKÍ heldur sem hefst miðvikudaginn 5. febrúar í Fákafeni 11, 2. hæð og stendur yfir 4 daga. Kennsludagar 5., 6., 10. og 11. febrúar. Kennt verður frá kl. 20 - 23. Öllum 15 ára og eldri heimii þátttaka. Nánari upplýsingar og skráning í síma 688188 frákl. 8-16. Athygli skal vakin á því að Reykjavíkurdeildin útvegar leiðbeinendur til að halda námskeið í skyndihjálp fyrir skóia, fyrirtæki og aðra sem þess óska í Reykjavík. Bamfóstrunámskeiðin hefjast 18. mars. GEYMIÐ AUGLYSINGUNA! REYKJAVÍKURDBLD RftUÐA KROSS ÍSLANDS GORE-TEX- lady HHSHfflK útiUf SENDUMI PÓSTKRÖFU UMLAND ALLT. H F EURO-VISA RAÐ SAMNINGAR Glæsibæ, sími 812922. VERUM varkAr Síða 11 ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1992

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.