Þjóðviljinn - 31.01.1992, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 31.01.1992, Blaðsíða 17
HUGSUM Notum endurunninn, óbleiktan gœðapappír ÍSKAUP HF Flókagötu 65, 105 Reykjavik simi 62 79 50, simbréf 62 79 70 hef ég alltaf borið hlýjar taugar til ^ss eftir sólqrtímann í lok áttunda itugarins. Ég neita því ekki, að ég fann til þegar blaðið seldi húsið í Síðumúl^num og var komið á vergang. Ég fylgdist einnig af áhuga með tilraun Óssurar og Osk- ars að gera blaðið sjálfstætt frá flokknum - en án árangurs. Alþýðubandalagið var bæði lífgiafi og banamaður Þjóðviljans. Flokkurinn sleppti ekki blaðinu þegar það átti tækifæri að verða að dagblaði og það hjúkraði því gegnum veikinaaskeiðin með pól- itískri forsjá í bankakerfinu. Sú sjúkralega reyndist svo dýrkeypt þegar upp var staðið, að nú hefur verið ákveðið að taka öndunarvél- ina úr sambandi. Þjóðviljinn var fyrstur til að falla. Bíða sömu örlög Tímans og Alþýðublaðsins? Öll þessi blöð haía verið líkt og heimasætur sem aldrei var sleppt að heiman. Þess vegna þroskuoust þau illa, og ef einhver vonbiðill lét sjá sig á heimilinu sem gladdi heimasætuna um stund, svo hún fitnaði og dafn- aði, var hinum sama vísað á dyr með einhverium ráðum, áður en hann tældi neimasætuna í sjálf- stætt hjónaband. Timinn á við sama fortiðar- vanda að stríða og Þjóðviljinn, en Alþýðublaðið var minnkað fyrir áratug og sneið sér stakk eftir vexti. Hve lengi endist Tíminn? Og þótt Alþýðublaðið eigi ekki vio íjárhagsvandræði að striða í dag vegna pess að blaðið var rekið af skynsemi á fjármálum þess i upphafi, er það engu að siður spuming hvort framtíð þess ráðist ekki af örlögum Tímans og Þjóð- viljans. En far vel, Þjóðvilji! Þrátt fyr- ir alla þína pretti, en emkum hlýja sólskinsbletti, verður þín sárt saknað - af samheijum jafht sem andstæðingum. Ingólfur Margeirsson SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMi 28300 SIEMENS i hver Össur Skarohéðinsson líf- fræðinemi í Háskólanum og vinur hans Halldór Guðmundsson sem las bókmenntafræði. Og einn dag- inn fór ungur maður að nafni Haf- steinn Hafliðason að skrifa um plöntur í blaðið. Þannig get ég áfram talið. Ég minnist með söknuði þess- ara tíma; þeir voru villtir, þeir voru fallegi;- og við bjuggum til gott blað. Ég hafði umsjón njeð Sunnu- dagsblaðinu, tók við af Ama Berg- mann þegar hann gerðist ritstjóri blaðsiris þegar Svavar fór inn á Eing. Eg hafoi gjörsamlega fijálsar endur með gerð blaðsins þangað til að ég tók heilsíðuviðtal við Styrmi Gunnarsson ritstjóra Morg- unblaðsins; þá var farið að Iíta á mig grunsemdaraugum af dyggum flokksmönnum. Að lokum fór flokkurinn að vakna, það kom los á hinn góða hóp á Þjóðviljanum og Kjartan Ól- afsson tók aftur við ritstjóm og lýsti því yfir að hann liti á blaða- menn sem ritfæra flokksmenn. Það var kominn tími til að kveðja og ég sigldi til Noregs þar sem ég gerðist free-lance blaðamaður. Síðan hef ég fylgst með Þjóðvilj- anum utandyra. Þótt ég sé ofl ósammála blaðinu í skriftim þess, Kœli - og frvstitœki í miklu úrvali! Lítiö inn til okkar og skoöiö vönduð vestur-þýsk heimilistœki! Hjá SIEMENS eru gœði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! pBa Far vel Þjóðvilji Af öllum þeim greinum sem ég hef ritað í Þjóðviljann, kom mér síst til hugar að ég yrði beðinn að skrifa minningar- grein um blaðið. Þjóðviljinn er svo harðger og gömul jurt í islenskri dagblaðaflóru, að mig óraði aldrei fyrir því, að hún myndi nokkru sinni skrælna og deyja. Engu að síður er þetta svo: Ræturnar ná ekki lengur í næringu og vökva, blöðin þurr og visin, rauðu blómin orðin Ijósbleik og laða fáa að krónunm. Garð- yrkjumennirnir á samyrkjubúinu hafa snúið við henni baki. Þí óðviljinn hefur líkt og önnur 'islensk dagblöð, farið í gegnum ýmis tímaskeið. Þegar það hóf göngu sína í upphafi fjórða áratug- arins, var það iogandi málgagn ís- lenskra kommúnista, ritstýrt til höfiiðs kapítalistum, framsóknar- mönnum og linum sósíaldemók- rötum. Blaðið sigldi við hlið Kommúnistaflokks Islands og síð- ar samhliða Sósíalistaflokknum og enn síðar Alþýðubandalaginu. Það bar ekki gæfu fremur en Tíminn og Alþýðublaðið að taka sjálfstæð- an kúrs og lenti loks í kjölsoginu á Alþýðubandalaginu og síðan í skrúfunni og brátt marar brakið eitt á yfirborðinu meðan flokks- skrokkurinn öslar áffarn út í svart- nættið. Saga Þjóðviljans dregur auð- vitað dám af þessari siglingu. Svörtustu tímabil Kommúnista- flokksins, Sósíalistaflokksins og Alþýðubandalagsins urðu jafn- framt verstu tímaskeið blaðsins. Óðurinn til Stalíns, lituðu flokks- fféttimar, ofstækið og bullið gegn þ< ffjálsum viðskiptaháttum; allt er fi þetta dæmi um vonda blaða- mennsku. Sem heyrir fortíðinni til sem betur fer. Þjóðviljinn hefði lagt upp laupana fyrir löngu, ef hin vonda blaoamennska hefði ein fengið að ráða ferðinni. Blaðið var svo lán- samt, að menntamennirnir og menningarforkólfarnir fylgdu flestallir vinstra liðinu. Fyrir þragðið rituðu pennafæmstu menn Islands í Þjóðviljann. Blaðið naut góðs af því. Það naut reyndar einnig góðs af því að vera svo langt til vinstri að Morgunblaið hefur í áratugi talið það heilaga köllun sína að standa í eilífum orðaskiptum við Þjóðviljann. Þetta tvennt: Gullpennar menningarsósí- Þjóðviljann og enda. Það stóðu reyndar fleiri vörð um Þjóðviljann. Verkafólkið, laun- þegar og peir sem minna máttu sín, stóðu einnig vörð um blaðið sitt. Þjóðviljinn, varð nefnilega „blaðið okkar“. Á jafn furðulegan hátt og íslenskum kommúnistum tókst að leggja undir sig verka- lýðshreyfinguna, tókst Þjóðviljan- um að verða málgagn launþega. Auðvitað er samhengi þama á milli. Islenskum kommúnistum tókst ekki að byggja upp velferð- arþjóðfélagið. Þeir stundu kröfu- politík og áróðurspólitík: Stétt gegn stétt. Þjóðviljinn var heldur ekki málefhalegt eða uppbyggilegt blað. Það stundaði lengi framaf sömu stefnu: kröfuskrif með upp- hrópunarmerkium og rak harðan áróður. En fólkið hélt að þetta væri ieim fyrir bestu og trúði bæði á lokk og málgagn. Það trúði meira að segja lengi vel á allar fallegu greinamar um Stalin. Ég held stundum, að sumir trúi enn því sem stóð í Þjóðviljanum fyrir nokkmm áratugum. Einmitt vegna þess að Þjóðvilj- inn var lítið málefnalegur, en logaði af kröfum og heitstrenging- um, höfðaði hann til uppreisnar- gjamrar æsku. Þegar mín nafntogaða 68- kynslóð gerði uppreismna gegn kerfinu, peningahugsuninni og arðráninu, var ekkert íslenskt dag- blað sem gat endurspeglað okkar skoðanir nema Þjóðviljinn. Mín kynslóð fyrirleit að sjálfsögðu alla einræðisherra og líka Stalín og við höfðum mesta viðbjóð á kugur- unum í Sovét, ekki síst eftir at- burðina í Tékkóslóvakíu 1968. Þjóðviljinn hafði haft dug i sér til að sknfa gegn valdbeitingu Sovétmanna í Tekkó, og okkar kynslóð fannst sjálfsagt að taka bæði Þjóðviljann og Alþýðubanda- lagið i sátt. Við vorum sannfærð um, að nú hefði Alþýðubandalagið snúið baki við fortíð sinni, enda var mikið talað um Evrópukomm- únisma og lýðræðislegan sósíal- isma á þessum ámm og þeirri tuggu blandað saman við hippa- frelsi, popp, frjálsar ástir og blómakommúnur. Væri eitthvert griðland í islensku flokkakerfi fyr- ír þessa hugsun, hlyti hún að leyn- ast innan vébanda Alþýðubanda- lagsins og vera túlkluð á prenti í Þjóðviljanum. S B; gekk aldrei í Alþýðubanda- agið, en gerðist blaðamaður á Þjóðviljanum í rúm þrjú ár. Það vom skemmtilegustu ár mín í blaðamennsku. Öll flokksblöð eiga sin góðu tímaskeið. Yfirleitt bresta þau á, þegar flokkurinn gleymir blaðinu um stund og margir góðir blaðamenn detta inn á ritstjómina á sama tíma. Þetta gerðist á Þjóð- viljanum í lok áttunda áratuganns. Einar Karl Haraldsson, Ami Bergmann, Sigurdór Sigurdórsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Guð- jón Friðriksson, Einar Öm Sjef- ánsson, Dagur Þorleifsson, Álf- heiður Ingadóttir, Vilborg, Harðar- dóttir og fleiri og fleiri. A vegum blaðsins ritaði stor og mikill hopur utan veggja, gamlir refir í faginu jafnt sem nýgræðingar eins og ein- Síða 17 ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1992

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.