Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1995, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1995, Side 15
MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1995 15 lögin fyrir okkur? Er ekki upplýs- ingastreymi jafn mikilvægt í fá- menninu hér? Hvað með ný stjórn- sýslulög? Kveða þau ekki á um upplýsingaskyldu stjórnvalda? Líka af réttarfarslegum málefnum. í Svíþjóð hafa í 200 ár verið skýr fyrirmæli í stjórnarskrá um rétt almennings til að hafa aðgang að opinberum upplýsingum, þar á meðai frá gangi dómsmála. Oftar en ekki er gagnrýni á dómskerfið boðskapur til lög- gjafans. Endurbætur koma frá Al- þingi. Alþingismenn jafnt sem al- menningur veit ekki hvar skórinn kreppir í dómskerfmu, nema með auknu upplýsingastreymi. Hleyp- um fréttamönnum inn i réttarsali. Þótt fæstir vilji lenda í opinberu máli eru mannlegir vegir þó eins og Þorsteinn Erlingsson kvað: Enginn ratar ævibraut/öllum skuggum fjarri./Sigurinn: að sjá í þraut/sólskinsbletti stærri. Sigurður Antonsson „Hversu oft höfum við ekki séð í sjón- varpsfréttum hér að dyr lokast á sjón- varpsfréttamenn þegar þeir vilja upp- lýsa af gangi sakamála í dómsölum?“ Sólskinsblettir í réttarfari Vestur í Kcdiforníu er enn réttað í máli ákæruvaldsins gegn ruðn- ingsboltahetjunni O.J. Simpson, rúmu ári eftir að réttarhöldin hófust. Marga tíma á dag sýna am- erískar sjónvarpsstöðvar frá gangi mála innan réttarsala. Einhverjir hæfustu og frægustu lögmenn Ameríku rekja þar máls- atvik í smáatriðum lið fyrir lið, allt er opið og frjálst fyrir opinbera umræðu. Háskólakennarar nota réttarhöldin til að kenna nemend- um sínum lögfræði og málsmeð- ferð fyrir dómstólum. Kennslan verður þar með lifandi og er auk þess þátttaka í atburðarás dóms- máls sem á eftir að lyfta amerísku réttarfari í nýjar hæðir. Allt er reifað, ekki einu sinni, heldur mörgum sinnum, fyrir opnum tjöldum og ótaldir lagaútskýrend- ur leggja sitt af mörkum. Allir virðast hagnast á réttarhöldunum, nema Simpson sem leggur til auð- æfi sín. Hér eru hæfileikamenn að setja Bandaríkjamönnum nýja staðla. Auka öryggið í bandarísku réttar- fari og þar með rétt einstaklinga. Allt á þetta sér stað með hjálp og óskertri athygli fjölmiðla, ekki síst sjónvarps. Ein sjónvarpsstöð þar í landi sjónvarpar 24 klst. dag og nótt frá réttarhöldunum. Síðan 1981 hefur þetta verið frjálst og er talið þjóna hagsmunum almennings. Oftast er hér um að ræða opinber mál og sakamál og er þeim oft útvarpað samhliða. Amerískur hæstiréttur heTur úrskurðað að aðeins þegar málefnið varði þjóðarhag eða ör- yggi einstaklings hafi dómari heimild til að loka réttarhöldum. Dyr lokast Hversu oft höfum við ekki séð i sjónvarpsfréttum hér að dyr lokast á sjónvarpsfréttamenn þegar þeir vilja upplýsa af gangi sakamála í dómsölum? Hvaða tilgangi þjónar leynd í opinberum málum? Er ekki „Oftar en ekki er gagnrýni á dómskerfið boðskapur til iöggjafans. Endurbætur koma frá Alþingi." Kjallarinn Sigurður Antonsson framkvæmdastjóri Frumkvæði Margretar Þegar Margrét Frímannsdóttir bauð sig fram til formennsku í Al- þýðubandalaginu bar í upphafi talsvert á hefðbundnu viðnámi gegn atlögum kvenna að vígjum karla á íslandi: Hana átti að skorta reynslu, þekkingu, hörku og dugn- að til þess að gegna vandasömu kalli. Þessar raddir eru nú þagnað- ar. Konur eru almennt séð reynslu- minni en karlar í stjórnmálum vegna þess að hinir fyrrnefndu hafa setið á fleti fyrir. Það sam- band er flestum sem hugsa um stjórnmál vel ljóst í dag. Margrét hefur hins vegar sýnt í kosninga- baráttunni að þekkingu, hörku og dugnað hefur hún til að bera á við hvern annan í pólitík. Dýrmæt reynsla Það hefur einnig komið í ljós að sú reynsla sem Margrét hefur hlot- ið í sveitarstjórnar- og verkalýðs- málum getur reynst Alþýðubanda- laginu afar dýrmæt. Kosningabar- átta í formannskjörinu stendur nú sem hæst. Hún fer að mestu prúð- mannlega fram og virðist skila flokknum auknu fylgi samkvæmt skoðanakönnun DV. Margrét Frímannsdóttir hefur með kosningabaráttu sinni átt þátt í því að færa Alþýðubandalagið nær fólkinu í landinu. Hún hefur sett tengsl flokksins við sveitar- stjórnarmenn og fólkið í verka- lýðs- og félagshreyfíngunum á odd- Kjallarinn Sigríður Sigurbjörns gjaldkeri Reykjavíkurhafnar inn. Kenning hennar er sú að það verði að splæsa þessar líftaugar saman upp á nýtt, enda hafi þær trosnað á síðari árum. Þá hefur Margrét beitt sér fyrir því að um- ræður og pólitísk samtöl um vanda fjölskyldna, þar sem ofbeldi og fíkniefni bætast ofan á önnur vandamál, verði eitt af helstu verkefnum Alþýðubandalagsins á næstunni. Mikilvægur kostur formanns Það hafa ekki allir tekið eftir því, en þær áherslur sem Margrét Frimannsdóttir lagði í vor, þegar hún tilkynnti um framboð sitt, eru nú orðnar að forgangsverkefnum Alþýðubandalagsins. Auðvitað er hún ekki þar ein að verki og bygg- ir að sjálfsögðu á þeim grunni sem lagður var í kosningabaráttu flokksins fyrir alþingiskosningarn- ar. En framboð hennar hefur þeg- ar breytt gangi mála og þróun um- ræðu innan flokksins. Alþýðubandalagið hélt mið- stjórnarfund 2.-3. september sl. á Akranesi. Þar var m.a. fjallað um áherslumál landsfundar í næsta mánuði. Þar verða atvinna og lífs- kjör, starfsemi sveitarfélaga, fram- tíð vinstri hreyfingar og vaxandi ofbeldishneigð og fikniefnavandi í forgrunni. Stundum er sagt að hæfileikinn tfl þess að setja mál á dagskrá og ráða umræðuefnum sem mikilvægastur af öllu fyrir stjórnmálamann og stjórnmála- flokk á okkar tímum. Margrét hefur sýnt í kosninga- baráttu sinni að hún kann þá list að setja mál á dagskrá. Það er mik- Ovægur kostur sem mun nýtast Al- þýðubandalaginu verði hún kjörin formaður. Sigríður Sigurbjörnsdóttir ,Margrét Frímannsdóttir hefur með kosningabaráttu sinni átt þátt í því að færa Alþýðubandalagið nær fólkinu í landinu. Hún hefur sett tengsl flokks- ins við sveitarstjórnarmenn og fólkið í verkalýðs- og félagshreyfingunum á oddinn.“ Með og á móti Stóð KSÍ rétt að ráðn- ingu landsliðsþjálfara? Logi hinn eini rétti í stöðuna „Að mínu mati er Logi Ólafsson hinn eini rétti í stöðu lands- liðsþjálfara. Ég réð hann á sín- um tíma til Vikings og það höfðu ekki margir trú á iánsson- honum þá. Hann hafði þá aðeins þjálfað kvennalið og þetta var frumraun hans með meistara- flokk karla. En hann sannaði sig heldur betur og sýndi að hann er toppþjálfari enda náði hann frá- bærum árangri með Víkinga og svo sfðar með önnur lið sem hann hefur þjálfað. Logi er einnig frábær karakter innan og utan vaflar og það á enginn betur skilið en hann að vera ráðinn landsliðsþjálfari. Ég held að það sé engin spurning að KSÍ hafi ráðið hæfasta manninn tO starfa. Þeir treysta honum vel og þekkja hann og því er ekkert skrýtið við ráðningu hans,“ sagði Gunnar Öm Kristjánsson, fyrrum leikmaður og formaður knattspyrnudefldar Víkings og núverandi framkvæmdastjóri SÍF, í spjaOi við DV. „Logi er að mínu mati besti þjálfari á íslandi í dag og þó víð- ar væri leitað. Ég er mjög ánægður að hann skuli vera orð- inn landsfiðsþjálfari og sam- gleðst honum innilega," sagði Gunnar Örn. Magnús Jónatans- son. Vinnu- brögö KSÍ ekki nógu góð „Mér finnast vinnubrögö KSÍ ekki vera nógu góð í þessu máli. Ég er alls ekki á móti Loga sem landsliðsþjálf- ara því hann er fær þjálfari en það var ekki rétt stað- ið að þessu að mínu mati. Það er ekkert sem mælir með því eða gegn þvi að ráða íslensk- an landshösþjálfara en mér finnst að KSÍ hefði getað skoðað vöOinn miklu betur. Þetta er eins og menn færu á stóra vörsýningu á þremur hæð- um en það væri aðeins skoðað í fyrsta básinn sem komið væri í. KSÍ heföi átt að gefa sér meiri tfma og skoða og ræða við fleiri þjálfara sem i boði voru. Það eru fjölmargir þjáOarar, bæði erlendir og innlendir, sem hefðu verið tilbúnir að taka að sér stöðu landsliðsþjáOara. Það má ekki heldur gleyma því aö það er hægt að nota landsliðs- þjálfara á svo margan annan hátt,“ sagði Magnús Jónatans- son, fyrrum knattspyrnuþjáifari, í spjalli viö DV. „Það hefur mikið veriö í um- ræðunni hvort gengið hafi yerið framhjá Guðjóni Þórðarsyni í stöðuna. Ef ræða ætti íslenskan þjáOara eingöngu eftir árangri þá kæmi enginn annar til greina en Guðjón í stöðu landsliðsþjáO'- ara,“ sagði Magnús ennfremur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.