Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1995, Blaðsíða 16
16
MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1995
Fréttir______________________________________
• GöngugatanáAkureyri:
Atkvæðagreiðsla
um bílaumferð?
Göngugatan á Akureyri. Þar er á stundum ekki mikið um að vera eins og sjá má á myndinni sem tekin var i
síðustu viku. DV-mynd gk
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Þetta mál hefur ekki fengið end-
anlega umfjöllun bæjaryfirvalda,
þaö er t.d. í athugun hvað það muni
kosta að leyfa tiltekna uinferð bif-
reiða í göngugötunni og fleira í þeim
dúr,“ segir Gísli Bragi Hjartarson,
bæjarfulltrúi á Akureyri.
Mjög skiptar skoöanir eru um það
hvort leyfa eigi bílaumferð að ein-
hverju leyti í göngugötunni. Verslun-
areigendur við götuna afhentu bæj-
aryfírvöldum undirskriftalista þar
sem þeir kröfðust þess að gatan yrði
opnuð bílaumferð en við umræður
um máliö kom fram tillaga um að
bæjarbúum verði gefinn kostur á að
greiða atkvæði um málið.
„Ég vakti athygli á því að þetta
skipti alla bæjarbúa máli og því væri
ekki óeðlilegt að Akureyringar
fengju að greiða um það atkvæði
hvort gatan yrði opnuð fyrir bíla-
umferð. Þetta er miðbær allra Akur-
eyringa," segir Gísli Bragi.
En væri ekki eðlilegt að kanna í
leiðinni hvað fólk vill að þarna sé
gert? Fjölmargir kvarta t.d. undan
því að miðbærinn og þá sérstaklega
Ráðhústorgið sé grátt og kuldalegt
eftir þær breytingar sem þar hafa
veriö gerðar.
„ Jú, það er alveg rétt. Það væri líka
e.t.v. ekki vitlaust að ljúka fram-
kvæmdum samkvæmt verðlauna-
teikningu af þessu svæði sem gerði
t.d. ráð fyrir meiri gróðri á svæðinu.
En ef farið verður út í það að efna
til atkvæðagreiðslu meðal bæjarbúa
þá er það í sjálfu sér ekki flókin fram-
kvæmd, það mætti t.d. senda Akur-
eyringum á kosningaaldri atkvæða-
seðla heim eða hreinlega opna kjör-
stað í stuttan tíma,“ segir Gísli Bragi.
Akranesi:
Mjölblöndun-
artankar reistir
Daniel Ólafsacm, DV, AkranesL'
Nú standa yfir framkvæmdir
við fiskinýölsverksmiðju Harald-
ar Böðvarssonar hf. á Akranesi.
Um er að ræða uppsetníngu á
tönkum og öðrum búnaði til mjöl-
blöndunar.
Að sögn forráðamanna HB gef-
ur þessi fjárfesting möguleika á
að blanda mjöl eftir sífellt aukn-
um kröfum kaupenda. Sömuleið-
is verða gæði framleiðslunnar
jafnari hvað varðar efnainnihald
og fleira.
Fiskimjölsverksmiöja HB hefur
verið markvisst byggð upp und-
anfarin ár og voru afköst hennar
aukin á sl. ári um 200 tonn á sól-
arhring með uppsetningu á for-
hitara, mjölskilvindu og lýsisskil-
vindu. Með því aö bæta nú viö
búnaöi til mjölblöndunar er því
um að ræða næsta áfanga í end-
urbótum á verksmiðjunni.
Haraidur Böðvarsson hf. HB
rekur fjölþætta starfsemi í sjáv-
arútvegi. Á frystitogara, 2 ísfisk-
togara, tvö nótaskip, frystihús,
fiskimjölsverksmiðju, fiskverk-
un, auk stoðdeilda.
Unnið viA uppsetningu á mjöl-
tönkunum. DV-mynd Daníel
Greinarhöfundur með bitið lamb. DV-mynd Jón Ben
Refir drepa sauðfé af Heklubæjum
Jón Benedildsson, DV, HvolsveDi:
Dýrbítur hefur undanfama daga
lagst á fé við Heklubæi og hafa lömb
frá bæjunum Hólum, Næfurholti og
Selsundi verið drepin. Snemma sum-
ars fannst lamb inni á Vikrum. Það
var tætt og illa bitið en lifði.
Undanfarna daga hefur orðið vart
við skolla aftur og hafa fundist fjögur
lömb bitin. Tvö með lífsmarki en
varð ekki bjargað. Það er eins og tóf-
unni gangi það eitt til að drepa því
að ekkert hefur verið étið af lömbun-
um. Skolli bítur sig fastan á nasir og
framandlit á lömbunum og kæfir
þau. Telja má víst að fleiri lömb hafi
orðið tófunni að bráð því torleitað er
í hraununum umhverfis bæina.
Aðfaranótt mánudags vann Sig-
urður Ásgeirsson, refaskytta frá
Gunnarsholti, tvö dýr á þessum slóð-
um með því að leggja út æti og liggja
fyrir skolla. Það er nú von manna
að vargurinn sé allur.
Elísabet Sif Haratdsdóttir og Sig-
ursteinn Másson.
Elísabet og Sigursteinn:
Dansparinu Elisabetu Sif Har-
aldsdóttur og Sigursteini Stefáns-
syni hefur verið boðið aö taka
þátt í danskeppni í október þar
sem þáttakendur eru sex af bestu
unglingapörunum í heiminum.
1 apríl siðastliðnum komust El-
ísabet og Sigursteinn, sem eru 15
ára, í úrsht í fjórum greinum í
óopinberri heimsmeistarakeppni
í Englandi og er það besti árangur
sem islenskt danspar hefur náð
til þessa á svo sterku móti. Alls
kepptu 180 pör.
Keppnin, sem Elísabetu og Sig-
ursteini hefur verið boðin þátt-
aka í þann 9. október, er liður í
danshátíð sem ber heitið Hátíð
100 stjama.
„Þetta leggst rosalega vel í mig.
Þetta verður bæöi sýning og
keppni og við tökum þátt í keppni
í suðuramerískum dönsum. Dag-
inn eftir keppum viö i alþjóðlegri
keppni sem talin er önnur
stærsta keppni í heimi fyrir okk-
araldurshóp," segirSigursteinn.
„Þetta er alveg fráhært að fá
svona boð,“ segir Elísabet sem
dansaö hefur við Sigurstein frá
níu ára aldri. Þau urðu danspar
um hálfu ári eftir að þau byrjuðu
að læra að dansa.
HéðinsQörður:
Varia stætt á
Hestskarðinu
Þóihallur Ásmundss., DV, Sauðárkróki:
„Þaö smalaðist vel hjá okkur
og veðrið var alveg frábært báða
dagana. Hins vegar kom hvellur
um kvöldið þann sextánda. Það
var ansi hvasst þegar við rákum
yfir í Siglufjörð, varla stætt á
Hestskarðinu," sagði Egill Rögn-
valdsson á Siglufirði en skíða-
menn í bænum tóku aö sér göng-
ur í Héðinsfirði eins og síðustu
12-13 árin. Þykir það góð fjáröfl-
un fyrir skíðafélagið, eitthvað á
annaö hundrað þúsund í kass-
ann.
Engum vandkvæðum var
bundið að fá menn í göngumar
og fór 20 manna flokkur frá Siglu-
firöi. Siglt var til Héðinsfjarðar
og smalaö i Músadal og Víkurdal
og réttað um kvöldið. Afréttin í
Héöinsfirði var gengin og safnið
svo rekið yfir Hestskarðið til
Sigluíjarðar á sunnudagsmorg-
un. Alls taka því göngurnar í
Héðiflsfirðinum rétt rúma tvo
sólarhringa.
Um 100 fjár eiga sumarhaga í
Héðinsfirði, ur Ólafsfirði og Fljót-
um. Ekki hefur siglfirsk kind
gengið í Héðinsfirði til fjöida ára.