Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1995, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1995 11 I r > í > Sviðsljós Elizabeth Berkley, aöalstjarna myndarinnar Showgirls, og mótleikari hennar, Kyle MacLachlan, eru sjálfsagt held- ur kát með ailt umtalið sem myndin hefur hlotið vegna nektaratriða og klámbúllusora. Simamynd Reuter Engin ástæða til að selja sálina í sér „Það sem mér flnnst kaldhæðnis- legast í þessu öllu saman er að þessi kvikmynd, sem hefur siðferðilegan boðskap fram að færa, er bönnuð innan sautján ára af því að það eru nektaratriði í henni. Boðskapurinn er sá að maður þuríi ekki að selja sál sína til aö komast af,“ segir Joe Eszt- erhas, höfundur handritsins að Showgirls, einhverri umtöluðustu myndinni í Hollywood um þessar mundir. Myndin var frumsýnd vestra um helgina. Eszterhas segir Showgirls vera sið- bótarsögu um unga stúlku með há- leitar hugsjónir sem er varpað inn í hringiðu soranæturlífsins í Las Veg- as. Hún lætur peningana og völdin glepja sig en hefst upp úr þessum lifnaði af eigin rammleik fyrir til- stilli samvisku sinnar. Bandaríska kvikmyndaeftirlitið bannaði myndina innan sautján ára. Allajafna gera leikstjórar og fram- leiðendur allt til að losna við slíkan stimpil þar sem hann þýðir oftast nær stórtap. Unglingar eru reyndar meirihluti þeirra sem sækja kvik- myndahús, jafnt í Bandaríkjunum sem á fslandi. Höfundarnir, í þessu tilviki Eszterhas og leikstjórinn Paul Verhoeven, létu sér þó vel lynda, enda þekkastir fyrir heitan trylli, Ógnareðlið með Sharon Stone, ein- hverja kynþokkafyllstu mynd af sinni tegund. En siðapostular eru að sjálfsögðu ákaflega kátir. „Borgararnir eiga fullan rétt á því að mótmæla þessari tilraun til að þröngva soranum og kláminu úr nektarbúllunum í Las Vegas upp á heimili sín,“ segir Robert Peters, forpsrakki siðvæðingarsamtakanna Siðferði í íjölmiðlum, sem hefur að- setur sitt í New York. Hvorki meira né minna en fjórtán þúsund manns eru í samtökum þessum. Rómontísk spennusaga Spennandi óstarsaga Urvals afþreying á næsta sölustað og kostar aðeins 895 kr. og ennþá minna í áskrift. í > Ófrísk Sinead vill ekki giftast Söngkonan Sinead O’Connor virð- ist hafa sérstakar hugmyndir um sjálfa sig. Hún krúnurakaði sig til að fólk héldi ekki að hún væri bara einhver snoppufríð söngkona. Þeim sem létu ekki ginnast fannst hún í staðinn vera sköliótt snoppufríð | söngkona. Hún lét framkvæma tvær fóstureyðingar á 18 mánaða tímabili af því að hún ætlaöi ekki að eignast | börn með mönnum sem vildu bara sofa hjá rokkstjömu. Ófáum finnst að hún hefði átt að spá í þá hluti | áður en hún hoppaði í bólið. Nú er ^ Sinead hins vegar ófrísk eftir blaða- mann að nafni John Waters sem hún lýsir sem afskaplega fallegri mann- veru. En hún vill ekki giftast honum þar sem hann er ekki eigin- mannstýpa. Hún er semsagt á lausu, hafi einhver áhuga. Sinead O’Connor. MALNING 15-50% GOLFDUKAR 15-50% STÖK TEPPI15% GÓLFTEPPI15-50% FLÍSAR ÚTIOGINNI15-50% DYRAMOTTUR OG DREGLAR 15-50% BLÖNDUNARTÆKI15-50% HREINLÆTISTÆKI15-50% QUICK STEP PARKET 15% ÚTILJÓS/INNIUÓS 15% M METRÓ miðstöð heimilanna OPIÐ ÖLL KVÖLD OG ALLAR HELGAR -------T----------------^-------------------- Reykjavík Reykjavík Reykjavík Málarinn Skeifunni 8 Hallarmúla4 Lynghálsi 10 581 3500 553 3331 567 5600 Akureyri Furuvöllum 1 461 2785 461 2780 Akranesi Stillholt 16 431 1799 Isafirði Mjallargötu 1 456 4644

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.