Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Blaðsíða 33
32 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 41 . Heimasætan á bænum með Togga í fanginu en þeim hefur orðið vel til vina. Lubbi og Toggi eru góðir félagar og leika sér oft saman. Toggi er hér að reyna að fá Lubba til að togast á við sig um snærisspotta. „Hvor skyldi hafa betur? Hvað ertu að reyna, litli minn? Þú færð ekki snærið. Er það á hreinu? Jæja, komdu þá,“ gæti Lubbi verið að segja við eftir sér, enda stærðarmunurinn nokkur. og dregur hann hér á af henni. Nú virðist stofninn hins vegar vera í nokkru jafnvægi. Skýringar á þessu eru margar. Það kann að vera að stofninn hafi hrunið þegar fæðuframboð minnkaði áður fyrr. Nú er hins vegar færra sauðfé í landinu og hagar í betra ástandi þannig að stofninn hrynur ekki af þeim orsökum heldur frekar vegna veiði. Það hefur komið fram við rann- sóknir að rjúpan er staðbundinn fugl. Hún ferðast ekki mikið á milli lands- hluta eins og haldið hefur verið fram. Það segir okkur að álagið er mest í kringum þéttbýlissvæðin og ég held að stofninn komist ekki hærra vegna veiðanna. Það hefur gjarnan verið sagt, og verið eins konar amen hjá fuglafræð- ingum, að veiðarnar hafi engin áhrif á stofninn. Skotveiðimenn taka heils hugar undir það. Það er alveg ljóst að þótt náttúrulegur dauði einhvers stofns sé svo og svo mikill þá geta veiðarnar aidrei verið aðeins af þeim hluta sem deyr hvort sem er. Það hlýtur alltaf að vera skotið eitthvað að því sem ella myndi lifa. Ég get ekki valið úr feigar rjúpur og skotið þær en sleppt hinum og aldrei finn ég dauðar rjúpur nema þá skotnar. Mér finnst það óskaplega einkennilegt ef rjúpan lýtur einhverjum öðrum líf- fræðilegum lögmálum en önnur dýr.“ Hann segir að áður fyrr hafi rjúp- an komið í flokkum. Fyrst hafi menn skotið upp fuglinn sem var á láglend- inu en síðan hafi rjúpan af hálendinu komið niður þegar frost fór að herða og snjó að festa á hálendinu. Nú sé hins vegar svo komið að það er skot- ið óhemju magn af rjúpu á svæðum sem aldrei hefur verið skotið á áður, segir hann. Allir kofar og skýli á há- lendinu séu upptekin strax við upp- haf veiðitímabils og þaðan geri menn út til veiða þannig að ekki er rjúpna að vænta þegar líður á veiðitímann til að skerpa á veiðinni í byggð. Næturlangt á grenjum Snorri byrjaði á grenjum snemma á sjöunda áratugnum i ísafjaröar- djúpi og hefur í nær tuttugu ár verið grenjaskytta í Hálsasveit. Hann tekur að sér að leita grenja frá Flókadal norður að sýslumörkum á Arnar- vatnsheiði. Fram til þessa hefur það verið lagaleg skylda sveitarfélaga að sjá til þess að gáð sé á þá staði þar sem greni hefur verið að finna sein- ustu áratugina. Ríkið sé þó búið að draga úr þátttöku í kostnaði við tófu- veiðina. Snorri segist veiða á bilinu 10 til 15 tófur yfir veturinn en fyrir dýrið fær hann níu þúsund krónur. Yfirleitt notar hann haglabyssu til verksins en hefur þó stundum með sér riffil seinni hluta vetrar. Fyrir komi þó að yrðlingum sé gefið líf eins og tilvist Togga sannar. „í þessum skála sem ég hef núna til að stunda veiðarnar hef ég tækifæri til að hreyfa mig aðeins. Áður fyrr hafði ég lítið skýli og þurfti þá að sitja hreyfingarlaus I stól, oft nætur- langt, til að bráðin sæi mig ekki.“ Veiðisíðferði ábótavant -öHvaða augum líturðu á. þinn veiðiskap og sjálfan þig? „Ég er kannski að hluta til sport- veiðimaður því ég myndi ekki gera þetta nema ég hefði svolítið gaman af því. Það er dálítið skrýtið að sumir skotveiðimenn segja að það sem sé að ganga af rjúpnastofninum dauðum séu atvinnuveiðar landeigenda. Ég spyr á móti hverju það breyti þótt hér séu drepnar þúsund rjúpur af mér eða hvort það séu 50 karlar úr Reykjavík eða af Akranesi sem gera nákvæmlega það sama. Ég sé engan mun á því. Þetta er ákveðin pólitík og ég fæ ekki séð að ég gangi neitt nær náttúrunni en þeir nema síður sé. Auk þess vil ég halda því fram að veiðisiðferði sé mjög ábótavant hjá mörgum. Ég legg til dæmis mjög mik- ið á mig til að ná í særða rjúpu og yf- irgef hóp ef ég sé særðan fugl fljúga undan skoti mínu. Því miður verð ég var við að menn sinna ekki um svona lagað. Þeir hugsa bara um magnið og auðvitað geri ég það líka en með þess- um fyrirvara. Ég er enginn útrým- andi; svoleiðis er enginn veiðimaður. Veiðimönnum er mjög annt um nátt- úruna. Það versta sem kemur fyrir mig er að særa tófu. Mér líður illa í marga daga á eftir. Þetta kemur fyrir en ég reyni alltaf að ganga hreint til verks og virða náttúruna. Við lifum nú einu sinni á því að nýta jörðina og erum veiðidýr, og þau grimm, og þá er þetta bara spurning um hvaða að- ferðum við beiturn." Rollurnar áttu að vera ellilífeyrir Snorri segist þrátt fyrir allan veiði- skapinn vera sauöfjárbóndi og ekki lifa neinu sældarlífi af jörðinni þrátt fyrir þessi „hlunnindi" sem hann njóti. Án rjúpnanna, refanna, fiskanna og norðurljósanna væri hann þó ekki þar sem hann er í dag. Rollurnar, sem áttu að vera eins kon- ar ellilífeyrir þegar hann væri orðinn of fótfúinn að ganga til veiða, skila þó vart ætluðu hlutverki þegar þar að kemur. Lífeyrissjóður bænda, „flugfé- lagið okkar“, eins og Snorri kallar það, tryggi ekki nægilegar fram- færslutekjur aldraðra bænda. -PP * Hátíðarmáltíð hjá haukunum varð að engu við byssuskot bóndans. Vinskapur tókst með yrðlingi og grenjaskyttunni í Hálsasveit: Norðurljósabúskapur, sauðféog veiðar góð blanda - rætt við Snorra Jóhannesson, bónda og veiðimann á Augastöðum „Eg tók hann af greni í vor. Maður notar oft yrðlinga til að hæna tófur að, bindur þá einhvers staðar uppi á hól eða hefur þá í minkagildrum. Þeg- ar þeim verður kalt byrja þeir að kalla og þá koma önnur dýr. Ég hef oft gert þetta en aldrei hefur þetta þróast í vináttu eins og þessa. Hann er eins og hvert annað heimilisdýr - heldur sig til dæmis vera hund og leikur sér með þeim. Hundarnir leyfa honum að ærslast með sér en verða svo leiðir á honum eftir smátíma og glefsa í hann,“ segir Snorri Jóhannes- son, bóndi á Augastöðum í Hálsa- sveit, um nýjasta heimilisdýrið á bænum, sumargamla tófu. Heimasætan og Toggi Það vekur furðu þeirra sem ekki til þekkja aö grenjaskyttan í sveitinni og veiðimaður, eins og Snorri er, haldi tófu og slík vinátta hafi tekist með þeim að búið er að gefa henni nafn. Tófuna kallar hann Togga og hyggst láta dýra- 1 æ k n i gelda hana en venjan er að yrð- 1 i n g a r hlaupist að heiman í makale it þegar nátt- úran kall- ar. Toggi er hins vegar seinn til þroska, er * í minna lagi, og auk þess lenti hann í um- ferðarslysi í vor þannig að einn fót- urinn á honum er úr lagi genginn. Hann bjargar sér þó og heimasætan á bænum, Elísa, heldur mikið upp á hann en honum semur illa við kettina. Snorri fór í seinustu viku aö smala fé og elti Toggi hestinn alla leið. Segir Snorri Togga síst hafa verið til ógagns og hafa bara farið nokkuð vel að fé en þó verið fljótur að renna af hólmi þegar kind- urnar sneru sér að honum. Fálkar í ætisleit Talið berst að dúfum þegar tveir fálkar svífa tignarlega yfir hlaðinu. Allt í einu hljóðar heimasætan á bænum upp yfir sig að þeir séu að elt- ast við dúfu. Þarna er á ferðinni önn- ur dúfnanna á bænum. Snorri hleyp- ur inn í skemmu og nær í haglabyss- una, hleður hana og hleypir viðvör- unarskoti af út í loftið í sömu mund og annar fálkanna er að læsa klónum í bráð sína. Þeir fælast við hvellinn en dúfan flýgur með öran hjart- slátt inn í skemmu fyrir neðan bæ- inn. „Það er gaman að þessu og við höf- um verið með alls kyns dýr: kanínur, geitur og dúfur, en núna eru bara tvær dúfur eftir því við áttum svo duglegan kött fyrir nokkrum árum að hann át allan dúfnastofninn," segir Snorri. Þrjú ár urðu að fimmtán Á Augastöðum er stundaður sauð- fjárbú- skapur og er Snorri ásamt konu sinni, Jó- hönnu Björnsdóttur, með um 180 fjár en hefur líkt og margir aðrir komið illa út úr niður- skurði sauðfjárkvóta. I sveitinni tala menn um að hann hafi farið ótroðnar slóðir í að bæta sér upp tekjumissinn með eins konar norðurljósabúskap. Japanskir vísindamenn, sem stunda rannsóknir á segulvirkni og hátterni norðurljósanna, hafa leigt hjá honum aðstöðu seinustu 15 árin og er mikinn og dýran tækjabúnað að finna í íbúð- arhúsinu á Augastöðum. Bærinn er hluti af stærra neti en tvær aðrar rannsóknarstöðvar eru hér á landi, á Tjörnesi og í Æðey, en aðalrannsókn- arstöðin er á Suðurskautslandinu. Snorri hefur eftirlit með tækjabúnað- inum 11 mánuði ársins en árlega koma til hans sprenglærðir visinda- menn til að afla frekari vitneskju til sinna rannsókna. „Þetta byrjaði allt árið 1983. Segul- lína jarðar á upphaf sitt yfir suður- skautinu og endar á tilsvarandi stað á norðurhveli jarðar, Húsafelli. Jap- anarnir, sem vinna að rannsókn norðurljósanna, fengu aðstöðu hér eftir að Kristleifur á Húsafelli hafði bent á mig. Þetta var á þeim tíma sem ég var að byggja íbúðarhúsið og ég hugsaði sem svo að ég myndi ekki setja stofuna í stand næstu þrjú árin en þetta var þriggja ára verkefni í upphafi. Þeir eru hins vegar enn þá í stofunni. Ég hef ætlað að byggja við en vegna þess hve uppgangurinn í sauðfjárbúskapnum lætur á sér standa hefur ekki enn orðið af því,“ segir Snorri. Hann segist hafa þokkalegar leigu- tekjur vegna rannsóknarstöðvarinn- ar en töluverð fyrirhöfn sé vegna hennar en hann sér um eftirlit með henni, eins og fyrr sagði, bróðurpart ársins. „Við getum sagt að ég hafi meira upp úr þessu en refarækt ef ég sneri mér að henni.“ Taka ber tillit til hlunninda Snorri hóf búskap á Augastöðum árið 1973. Hann bvggði núverandi húsakost upp frá grunni og kom illa út úr þvi þegar kvótakerf- ínu „Eg hef oft tekið yrðlinga í fóstur en það hefur aldrei þróast í vináttu eins og þessa. Hann er eins og hvert annað heimilisdýr, heldur sig til dæmis vera hund og leikur sér með þeim,“ segir Snorri Jóhannesson. DV-myndir GVA sauð- fj árbú- skap var komið á. Upp- haflega hafði hann fengið vilyrði hjá framleiðsluráði fyr- ir 440 ærgildum í fullvirðisrétt. Hann hafi hins vegar staðið í upp- byggingunni og því hafi hann ekki fjárfest nema í litl- um hluta þess bú- stofns sem hann hafði leyfi til að hafa. Skilaboðin hafi verið þau að það sem hann nýtti ekki strax af full- virðisréttinum stæði honum til reiðu þegar á þyrfti að halda. Uppbyggingin hefði farið fram í samræmi við þennan fjölda fjár en svo þegar kom að því að hann ætlaði að nýta sér fullvirðisréttinn hefði hann ekki lengur verið til, honum hafði verið breytt í greiðslumark og upphaflega loforðið því orðið ávísun á íjárfestingar sem í dag eru illa nýtt- ar. Hann segist lítið hafa skoðað nýjan búvörusamning en hefur þó ákveðnar skoðanir á því hvernig taka beri á vanda. í -stað þess að láta stærstu búin hafa mestu kvótaúthlutunina og þau smæstu þá minnstu eigi að hafa endaskipti á þessu. Taka beri tillit til hlunninda bænda: laxveiði, rjúpna- veiði, ef hún verður viðurkennd sem hlunnindi, atvinnumöguleika og jafn- framt ætti það að vera þegnskylda þeirra sem hafi vísitölubú í mjólkur- framleiðslu að slá af í sauðfjárbú- skap. „Það verður ansi snúið að búa í sveitunum þegar stórbændurnir eru bara eftir þar. Það er ýmislegt sem hinir stóru og smáu verða að vinna saman og má þar nefna smala- mennsku og ýmsa félagslega þjón- ustu. Það er komið að þeim mörkum að byggðin er að hrynja. Hér í kring eru ótrúlega margar jarðir þar sem framtíðin er engin. Þar er enginn til að taka við því framleiðslurétturinn á þeim er lítill sem enginn. Enginn hefur efni á því að byrja frá grunni og fjárfesta í framleiðslurétti, tækj- um, húsakosti og öðru sem til þarf þar sem ekkert bú stendur undir slíku. Þetta er þá frekar spurning um lífsstíl. Ef menn eiga nógan pening sem þeir vilja leggja í slíkt þá er það hægt en það fer enginn af stað í þetta sem atvinnu í dag.“ Allt að þúsund rjúpur yfir veiðitímann Talið berst að veiðiskap en Snorri er þekktur út fyrir sína sveit fyrir rjúpna- og grenjaskytterí, auk þess sem hann er veiðivörður í Veiðivötn- um á sumrin. Margir hafa hneykslast á því hversu Snorri sinnir rjúpna- veiði en ekki er óalgengt að hann veiði þetta á bilinu 500 tO 1000 rjúpur á veiðitímanum, enda segist hann líta á þetta sem hlunnindi en ekki sem sportveiði. „Þetta eru hlunnindi sem þarf að hafa fyrir. Það kemur enginn millilið- ur með ávísun til mín árlega eins og tíðkast hjá þeim bændum og leigutök- um áa. Maður þarf að hafa fyrir þessu. Þetta hefur verið svipaður rjúpnafjöldi hér undanfarin ár. Áður fyrr voru þetta sveiflur. Hún hvarf al- veg sum árin en önnur ár var mikið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.