Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 15 Vetur konungur hefur þegar gert vart við sig í ár með vægu frosti og fyrstu snjókomu haustsins, eins og þessi mynd sýnir, en hún var tekin í Borgarfirði í vikunni. DV-mynd GVA Misþyrming náttúrunnar Vetur konungur gerði snemma vart við sig í ár með vægu frosti og fyrstu snjókomu haustsins. Síðasti vetur var landsmönnum afar þungur í skauti, svo sem al- þjóð er í fersku minni. Vetrar- harkan endaði með snjóflóðunum hörmulegu fyrir vestan - náttúru- hamforum sem sett hafa mark sitt á þjóðarsálina. Allir hljóta að óska þess inni- lega að komandi vetur fari mildari höndum um landsmenn. En hollt er að hafa í huga að í þeim efnum dugar skammt vilji mannfólksins. Náttúruöflin fara sinu fram hvað sem líður óskum og gjörðum mannanna. Það er hægt að læra að beisla orku fallvatna og nýta gæði lands og sjávar en magnaðir frumkraftar náttúrunnar verða ekki bundnir af mannlegu valdi. Misþyrming sem einkennir öldina Samt er ekki langt síðan sumir helstu áhrifamenn heimsins trúðu því að sem herra jarðarinnar væri manninum ekkert ómögulegt. Hugsuninni um takmörk mann- legrar getu var einfaldlega úthýst. Sú afstaða skýrir aö sumu leyti þá misþyrmingu náttúrunnar frá hendi mannsins sem er eitt helsta einkenni þeirrar aldar sem nú er að renna sitt skeið á enda. Verstu glæpirnir gegn jörðinni hafa verið framdir í nafni svo- nefndrar framþróunar samfélaga mannanna. Markmiöið var í sjálfu sér göfugt: að bæta verulega efna- hags- og atvinnulíf jarðarbúa og gera þar með líf þeirra betra, þægilegra og lengra. Þetta hefur auðvitað tekist víða. Efnahagsleg umsvif hafa marg- faldast og lífskjör fjölmargra stór- batnað. En það hefur kostað gífurleg náttúruspjöll: Alvarlega iðnaðar- mengun sem leggst á skóga jarðar- innar og annan gróður sem súrt regn. Skipulagða eyðingu regn- skóganna sem ráða svo miklu um fjölbreytni lífs á jörðinni og lík- lega einnig veðurfar. Notkun efna sem ráðast að vörn okkar gegn hættulegum geislum, ósonlaginu svonefnda, og bjóða heim hættum á verulegri breytingu á hitastigi jarðarinnar sem aftur hefur áhrif á stærð úthafa og getur hæglega fært eyjar og strendur í kaf á til- tölulega skömmum tíma. Allt er þetta vitnisburður um þj einfóldu staðreynd sem mörgun hefur reynst erfitt að skilja: ac maðurinn getur ekki endalaus' nauðgað umhverfi sínu án þess ac þurfa að gjalda það dýru verði síð ar. Saklaus fórnarlömb Því miður er það oft svo að af- leiðingar misgjörða manna koma ekki niður á þeim sjálfum heldur allt öðru og saklausu fólki. Það eru þannig gömui sannindi og ný að uppvaxandi kynslóðir þurfa oft að gjalda fyrir syndir feðranna. Á sama hátt getur meng- un og ofumeysla þjóða í hinum ríkari hluta heimsins haft ófyrir- sjáanleg áhrif á líf fólks annars staðar á hnettinum - fólks sem hefur ekkert til saka unnið. Gott dæmi um þetta eru afleið- ingar svonefndra gróðurhúsaá- hrifa sem hafa í för með sér hækk- andi hitastig á jörðinni, bráðnun heimskautaíssins og hækkun á yf- irborði úthafanna. Orsakanna er einna helst að leita í iönaðarfram- leiðslu og neyslugræðgi þjóða í hinum ríkari hluta heimsins. En refsingin kemur líklega harkaleg- ast niður á ýmsum öðrum. Laugardagspistill Elías Snæland Jónsson Til dæmis íbúum Maldíveyja á Indlandshafi, en þeir eru að fjölda til álíka margir og íslendingar, eða um 240 þúsund. Þar er ekki litið á gróðurhúsaá- hrifin sem eitthvert fimbulfamb vísindamanna heldur ógnun við sjálfa tilvist eyjanna. Þær eru ein- faldlega smám saman að sökkva í sæ vegna aðgerða, og aðgerðar- leysis, hins rika hluta heimsins. Fari fram sem horfir munu fjöl- margar þessara á annað þúsund kóraleyja hverfa í hafið á næstu fimmtíu árum eða svo. Og stjórn- málamennirnir sem lofuðu að- gerðum og fjármagni á einni af glæsiráðstefnum Sameinuðu þjóð- anna, þeirri i Ríó árið 1992, halda nú svo fast um pyngjuna að Maldivar geta lítt varið lönd sín. Vegna fámennisins bera íslend- ingar líklega ekkVmikla ábyrgð á gróðurhúsaáhrifunum sem kunna að færa Maldíveyjar í kaf á næstu áratugum. En engir aðrir eru hins vegar sekir um þá herferð gegn landinu sem leitt hefur til þeirrar hrika- legu gróðureyðingar sem blasir við viða um ísland. Þar er bæði við núlifandi kynslóðir og forfeður að sakast. í þessu efni skiptir fortíðar- könnun þó minnstu máli, nema sem aðferð til að læra af mistök- um liðinna ára í því skyni að reyna að tryggja að þau verði ekki endurtekin. Það á ekki síst við um ofbeit búfjár á viðkvæmum land- svæðum. Þótt margt hafi verið gert síð- ustu áratugina til að bæta fyrir rányrkju landsins hefur það starf gengið misjafnlega. Á ellefu hund- ruð ára afmæli íslandsbyggðar var til dæmis efnt til svokallaðrar þjóðargjafar sem átti að fjármagna uppgræðslu lands í stórum stfl. Þar varð mun minna úr fram- kvæmdum en til stóð. Sumir hafa reyndar gengið svo langt að full- yrða að þjóðargjöfin hafi, fram- kvæmdarinnar vegna, verið skref aftur á bak. Hliðstæður munur á áætlunum og framkvæmd virðist einkenna það stórfellda átak í skógrækt sem kynnt var fyrir nokkrum árum. Þótt félagasamtök og ýmsir bænd- ur hafi vissulega lagt mikið af mörkum til ræktunar skóga er langt í frá að upprunalegar fyrir- ætlanir hafi orðið að veruleika. Þá er mikilvægt að missa ekki sjónar af aðalatriðunum, sem eru að hefta gróðureyðingu og gæða auðnir landsins lífi. Það vekur til dæmis furðu að tíma og orku skuli eytt í að ráðast að þeim gróðri sem reynst hefur íslendingum einna best í stríðinu við landeyðinguna, það er lúpínunni, eins og lands- menn urðu vitni að nýliðið sumar. Slíkt lýsir ótrúlega brenglaðri for- gangsröðun. Óvinurinn er örfoka land en ekki gróður, hvernig svo sem hann er tilkominn. Þúsundir Ijótra sára um allt land Vegna margvíslegra fram- kvæmda undanfarna áratugi hef- ur reynst óhjákvæmilegt að raska jarðvegi og flytja hann til. Þetta á alveg sérstaklega við um lagningu veganna um landið. Hin síðari ár hafa landsmenn þó gerst mun stórtækari í þessu efni. Markaður hefur fundist er- lendis fyrir íslenskan vikur sem nú fer með reglubundnum ferðum flutningaskipa til nágrannaland- anna. Efnistaka af þessu tagi er í mörgum tilvikum nauðsynleg nýt- ing auðlinda. En alltof oft eru vinnubrögðin lýsandi dæmisaga um þá hraksmánarlegu umgengni við landið sem margir hafa tamið sér. Þeir einfaldlega. taka það sem þeir þurfa og skilja svo landið eft- ir í sárum. Það má finna þúsundir öra af þessu tagi eftir efnistökumenn síð- ustu áratuga. Sum sárin eru reyndar af því tagi að fyrir þau verður aldrei bætt. Önnur er hægt að lagfæra með nokkurri vinnu og tilkostnaði - og það á að sjálfsögðu að skikka efnistökumennina til að gera það. Auðvitað er hreint sið- leysi aö opna slík sár í móður jörð án þess að ganga sómasamlega frá þeim að verki loknu. Það er mis- þyrming af sama tagi og gróðu- reyðingin og á ekki að líðast nokkrum manni. Elías Snæland Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.