Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 Vinir Hafnar- fjarðar Sjöunda október, sem er laug- ardagur, fer fram sérstakt al- menningshlaup í Hafnarfirði sem kallast Vinir Hafnarfjarð- ar. Það hefst klukkan 14.00 við Suðurbæjarlaug sem sumir segja að ætti að heita Áslaug þar sem hún stendur við Ás- braut skammt vestan undir Ás- fjalli. Hvað um það. Boöiö verður upp á vega- lengdir og flokkaskiptingar fyr- ir bæði kyn. 11 til 16 ára hlaupa 4 km en þeir sem eldri eru hlaupa 3 til 5 km. Upplýsingar gefa Siguröur Haraldsson í síma 565-1114 og Magnús Haraldsson í síma 565- 4614. Vitið þið af hverju Hafnfirö- ingar á leið út í eyðimörkina taka alltaf með sér bílhurð? Nei, auðvitað vitiði það ekki. Það er til þess að þeir geti skrúfað niður rúðuna þegar hit- inn verður óbærilegur. Garða- bæjar- laugin í tísku Þaulvanur skokkari og sund- laugafari, sem hefur hengt upp handklæðið sitt á fleiri snögum en almennt gengur og gerist, benti Trimmsíðunni á ýmsa kosti Sundlaugar Garðabæjar. Hann taldi laugina vera eitt best geymda leyndarmál fyrir trimmara á höfuðborgarsvæð- inu. í anddyrinu er gott kort yfir hlaupaleiðir í nágrenninu og í biösal er skemmtilegt útsýni yfir íþróttasalinn. Búningsklef- ar eru mjög glæsilegir og sér- staklega eru blásarar í karla- klefa vel útfærðir, með sjálf- virkum rofa sem virkar betur en víða annars staðar og einnig eru þeir með stillanlegri hæð. Það skemmir svo ekki ánægju- lega heimsókn að aðgangseyrir er 130 krónur fyrir fullorðna sem er með því lægsta sem ger- ist. Trimmsíðan veit um að minnsta kosti einn hlaupahóp sem flakkar milli sundlauga sem hefur bætt sundlaug Garða- bæjar inn á haustdagskrána og þykjast meðlimir hópsins hafa himin höndum tekið og munu bera hróður laugarinnar víöa meðal skokkara. Hlaupaleiðir í nágrenni laug- arinnar eru mýmargar. Á korti er merktur nettur 5 km hringur um Garðabæ og Arnarneshæð en eftir aðalgötunni í stefnu á Vífilsstaði er auðvelt að komast upp í Heiðmörk. Bæði er hægt að skokka veg- inn yfir hæðina fyrir norðan Vífilsstaði og framhjá vatninu en sé beygt af aðalgötunni tfl suðurs um það leyti sem byggð- inni sleppir er hægt að fara um göng undir Reykjanesbraut sem tengjast stíg áfram upp í Heið- mörk. Vilji menn fremur skokka með sjávarilm í nösum eru göng undir Hafnarfjarðarveg rétt við sundlaugina og þaðan er hægt að komast út á Álftanes og skokka lítt truflaður af um- ferð. Góða skemmtun. wimm 51 Hóflegt mataræði og regluleg hreyfing léttir öllum ellina. |fíj \ rv % >■', KMMk f F a Sjp k \lfiV V& ■* í1 « ' \ skl » g&MB íi ' 'VfW |k ■ , ’SLvjs ' & v|? 'á Æskubrunnurinn er fundinn: Borðaðu minna og lifðu Lífslíkur íslendinga eru með þeim bestu í heimi og deilum við þar toppsætinu yfirleitt með Japönum. Lífslíkur íslenskra kvenna eru um 81 ár en karla 76 ár. TO samanburð- ar má geta þess að lífslíkur kvenna í Afganistan eru 49 ár en karla 51 ár. En flestir vilja lifa við heObrigöi og hreysti eins lengi og kostur er. Talið er að líffræðilega mögulegur hámarksaldur mannsins sé um 120 ár. Vísindamenn hafa lengi rýnt í eðli öldrunar og hrörnunar með það fyrir augum að lengja ævi manns- ins. Hraði öldrunar er ákvarðaður af erfðavísum en margt fleira kemur tO. Frumur líkamans tærast þegar Umsjón Páll Ásgeir Ásgeirsson þær komast í samband við svoköll- uð sindurefni en það er efnahópur sem hefur óparaða rafeind og er rokgjam. Sindurefni eru talin eiga þátt í mörgum Olkynja sjúkdómum, s.s. parkinsonveiki, krabbameini og hjartasjúkdómum, auk þess að eyða fitu og prótínum sem líkaminn þarf á að halda. Sindurefni verða t.d. til þegar frumur taka þátt í efnaskipt- um og þau verða til við ýmsa mat- reiðslu, s.s. djúpsteikingu. Leit vis- indamanna að lengra og betra lífi beinist einkum að því að finna og einangra þá erfðavísa sem stjórna öldrun. Minni matur, lengra líf Rannsóknir hafa sýnt að tak- mörkun á fæðuneyslu getur haft af- gerandi áhrif á langlífi. Vísinda- menn í Little Rock í Arkansas hafa sett fram þá kenningu að nægOegt sé að neyta 1600 hitaeininga á dag í stað 2500. Við minni neyslu hægist á efnaskiptum og minni framleiðslu verður á sindurefnum. Þetta leiðir aftur tO aukins langlífis. Þannig byggist kenningin á því að óhóf Vesturlandabúa í mataræði leiði til ótímabærs dauðdaga svo æsku- brunnurinn er í rauninni fundinn á matardiskinum. Enn hefur engin töfralausn fund- ist sem lengir líf manna með sér- tækum aðgerðum. Fleiri og fleiri rannsóknir sýna að regluleg hreyf- ing eða iðkun íþrótta ásamt hoOu og hófsömu mataræði og rósemi hug- ans eru þeir þættir sem líklegastir eru til þess að auka langlífi. TO- raunir með að sprauta vaxtarhorm- óni í roskna karlmenn leiddi í ljós ýmsar jákvæðar breytingar á vöðvamassa, húð og beinum. Það bendir til þess að ýmis slík hjálpar- efni geti hjálpað mönnum að varð- veita æskuna lengur fram eftir aldri þó að þau lengi kannski ekki lífið sjálft. Illræmd aukakíló Megrunarkúrar eru þekktir fyrir gagnsleysi og eftir því sem aldurinn færist yfir gera þeir enn minna gagn. Þetta byggist á rannsóknum sem sýna að því eldra sem fólk verð- ur því erfiðara veitist því að gera þær breytingar á mataræði sínu sem þarf til þess að losna við aukakílóin. Nýlega voru birtar rannsóknir í Ameríku sem staðið hafa yfir í tæp 50 ár þar sem fylgst er með ýmsum heilsufarsþáttum manna á efri árum og þeir tengdir við sögu þeirra. í ljós kom að 10 aukakOó á yngri árum tvöfólduðu líkurnar á því að fá gigt eða aðra slitsjúkdóma í hné og mjaðmir. Rannsóknin tók til 1200 karlmanna. Þau giftu lifa lengur Allar tölfræðirannsóknir sýna að fólk sem er gift eða í sambúð lifir merkjanlega lengur en hinir sem ganga einir ævinnar veg og binda ekki trúss sitt við aðra. Erfitt mun vera að færa einföld læknisfræðOeg rök fyrir þessum mun önnur en þau að þeir sem eru hamingjusamir lifa lengur en hinir. Margir leita lífs- hamingju alla sína ævi án árangurs lengur en útbreiddasta aðferðin tO þess að höndla hamingjuna er trúlega að deila lífinu, gleði þess og sorgum, með einhverjum sem manni þykir vænt um. Alzheimer Nýjar rannsóknir sýna að eitt af því sem veldur alzheimersjúkdómi sé minni framleiðsla líkamans á boðefninu acetylcholine. Tilraunir með lyf sem heitir NADH og inni- heldur efni sem hvetur frumurnar á líkan hátt og acetylcholine lofa góðu og tilraunasjúklingar sem tóku lyflð sýndu framfarir eftir aðeins tvær vikur. Síðar á þessu ári hefjast ítar- legri tOraunir með lyf þetta. (Byggt á Men’s Fitness, Men’s Health, Muscle and Fitness og Lifsþrótti) HEILSURÆKTARBOMBA -fyrir unga sem aldna VERTU VEL VIRKUR í VETUR OG BJÓDDU ÖLLU BIRGINN. HJÁ OKKUR FÆRÐU FÍNT FORM OG FLOTTAR LÍNUR FYRIR FÁEINAR KRÓNUR. FULLKOMIN LÍKAMSRÆKT JUDO JIU-JITSU SJÁLFSVÖRN LJÓSABEKKIR SAUNA TAEKWONDO ÞJÁLFARI: MICHAEL J0RGENSEN, 4. DAN n f & ÞREKTÍMAR í HÁDEGINU FITUBRENNSLA f HÁDEGINU EINKAÞJÁLFUN FYRIR HÁDEGI RÁÐGJÖF UM MATARÆÐI ^ ÞJÁLFARI: ALDA N0RÐFJÖRÐ ■Á ...og svo á eftir - Ljós og Sauna láttu sjá þig semjyrst IPillil JÚdó GYM EINHOLTI 6 s. 562 7295
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.