Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 fréttir Seðlabankinn gagnrýndur afbandarískum sérfræðingi 1 peningamálum: Ferill Seðlabankans sá alversti sem þekkist yfirborðskennd og einfeldningsleg gagnrýni, segir Már Guðmundsson Ferill Seðlabanka Islands þar til á síðustu árum er sá alversti sem þekkist í þróuöum löndum. Verð- bólgan á áttunda áratugnum var meira í ætt við ástandið í þróunar- löndunum. Þetta kom fram í máli Kurt Schuler, ráðgjafa í peningamál- um við John Hopkins-háskólann í Washington, á málþingi á vegum hagfræðideildar H.í. í vikunni. Kurt Schuler kom hingað til lands í boði Hagfræðistofnunar H.í. og Rannsóknarframlags bankanna. Undanfarin ár hefur hann unnið að rannsóknum á seðlabönkum 1 lönd- um með yfir milljón íbúa og auk þess kannað Seðlabanka íslands. í sjónvarpsviðtali eftir fundinn sagði Kurt það álitamál hvort það borgaði sig fyrir íslendinga að hafa seðlabanka. Að hans mati kynni það að vera einfaldara aö taka upp mynt einhvers annars ríkis, svo sem doll- ara eða þýskt mark. „Ef verðbólgan veröur áfram lág og ef íslendingar trúa á að Seðla- bankinn haldi verðbólgu í skefjum um hríð þá er tilvist bankans ekki mjög til óþurftar. Ef verðbólgan eyskt á ný, eða ef þjóðin óttast það, sýnist mér viturlegt að hugleiða hvort Seðlabankinn sé verðbólgunn- ar virði,“ sagði Kurt. Einungis horft á verðbóiguna Að sögn Más Guðmundssonar, að- alhagfræðings Seölabankans, er mál- flutningur Kurts einfeldningslegur enda byggist hann á yfirborðs- kenndri athugun á íslensku efna- hagslífi. Þó gagnrýnin beinist eink- um að Seðlabankanum þá sé inntak- ið í málflutningi hans þaö að leggja eigi íslensku krónuna niður. Mat sitt byggi hann einungis á verðbólgunni. Már segir Kurt horfa fram hjá því að afkoma þjóðarinnar byggist á sveiflukenndum sjávarútvegi og aö Seðlabankinn hafi lotiö póhtískri stjóm til langs tíma. Már vitnar með- al annars til álits eins virtasta hag- fræðings í heiminum í dag, prófess- ors Pauls Krugman, sem komst að þeirri niöurstöðu aö því fylgdu fleiri kostir en galiar fyrir íslendinga að halda uppi sjálfstæðum gjaldmiðli. Alit þetta birtist í Fjármálatíðindum árið 1991. „Eftir að hafa skoðað aðstæður okkar ítarlega komst Paul aö þeirri niðurstöðu aö ísland væri of fámennt til aö útflutningur þaðan gæti nokkru sinni orðið mjög fjölbreyttur, fjarlægðin frá meginlandinu of mikil til að tryggja hreyfanleika á vinnu- afli og vægi utanríkisverslunar til- tölulega lítið. Vegna þessa geti breyt- ing á gengi gegnt mikilvægu hlut- verki í hagstjórn án þess að óhag- ræði ur hlytist af. “ -kaa Noröurlandaráð: Siv greiddi atkvæði gegn Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, gekk þvert á samkomulag stjómarflokkanna og greiddi atkvæöí með tillögu vinstri sósíalista og Hjörleifs Guttormssonar um skipulags- breytingar Norðurlandaráðs á aukaþingf þess í Kaupmannahöfn í dag. Þetta kom fram í kvöldfrétt- um Útvarps. TiIIaga vinstri sósíalista var feUd og greiddi Siv þá atkvæði með tiUögu forsætisnefndar eins og aörir þingmenn stjómarflokk- anna. Sturla Böövarsson, þing- maöur Sjálfstæðisflokks, sagöi í útvarpsfréttum í gær að spum- ingar vöknuöu um heilindi Fram- sóknarflokksins í stjórnarsam- starfinu. -GHS Þau eru mörg handtökin sem inna þarf af hendi i sláturtíðinni. Frágangur á gærum er eitt þeirra og karlarnir hjá sláturhúsi KEA á Akureyri handleika gærurnar eftir kúnstarinnar reglum hvern dag á meðan sláturtíð stendur yfir, fram i miðjan næsta mánuð. DV-mynd gk Minniskubbum stolið í Reikni- stofnun Fjölda minniskubba var stolið úr tölvum í Reiknistofnun Há- skóla ísland í innbrotí í fyrrinótt. Er verðmæti kubbanna taliö nema hundruðum þúsunda króna. Kubbarnir era úr tölvum sem voru í notkun hjá stofnun- inni. Rannsóknarlögregla ríkisins vimrnr að rannsókn málsins. Rannsóknariögreglumenn veij- ast hins vegar allra frétta af þjófnaðinum og framgangi rann- sóknarinnar. -GK ofstórir Lögreglan á Vopnafirði fékk skömm í hattinn hjá heimamönn- um eftir að sjússamælarnir á hót- eli staðarins voru mældir upp í gær. Reyndust soparnir, sem veittir eru á barnum, of stórir og var hald lagt á mælana. Létu gest- ir þess getið við lögreglumenn að of langt væri gengiö í gæslu laga ogréttar. -GK Framkvæmdir í skógræktarlandi í Kópavogi: Eyðileggur 40% af útivistarsvæðinu - segir í mótmælabréfi Skógræktarfélagsins „Til að færa veginn þarf að auglýsa breytta landnotkun á aöalskipulagi og það hefur ekki veriö auglýst enn þá og ekkert verið samþykkt en bæj- arstjórn hefur samþykkt lagningu stofnæðarinnar. Það eru í gangi hug- myndir um að golfvöllur veröi þama en það þarf að auglýsa eftir athuga- semdum og senda breytinguna til skipulagsstjóra til að breyta því,“ segir Friðrik Baldursson, starfsmað- ur Kópavogsbæjar. Bæjarstjóm Kópavogs hefur sam- þykkt lagningu stofnæðar um leigu- land Skógræktarfélags Kópavogs við Rjúpnahæð hjá Vífilsstööum og verð- ur að rífa upp um 20 þúsund trjá- plöntur vegna framkvæmdanna. Fyrirhugað er að leggja golfvöll í nágrenni svæðisins og verður þjóö- vegur fluttur þannig að hann liggi um skógræktarlandið. Breyta þarf aöalskipulagi vegna þessa en veröi af vegaframkvæmdum verður að rífa upp 47 þúsund plöntur. Baldur Helgason, formaður Skóg- ræktarfélagsins, hefur sent bæjaryf- irvöldum og hitaveitustjóra bréf og mótmælt harðlega. í bréfinu minnir Baldur á að árið 1990 hafi Skógrækt- arfélag íslands hafi efnt til söfnunar meðal þjóðarinnar. Fyrir söfnunarf- éð hafi tvær milljónir plantna verið keyptar og 186.700 þeirra verið gróð- ursettar í Rjúpnahæð. Til að fyrir- byggja rask á plöntunum hafi verið gerður skriflegur leigusamningur við eigendur landsins, Kópavogsbæ og Póst og síma, um leigu á landinu til 50 ára og hafi samningurinn verið þinglýstur. „Astæöan fyrir allri þessari breyt- ingu á skipulaginu nú er sú að nú á að „troða“ golfvelli inn á skipulagið og þess vegna þarf að færa fyrirhug- aðan þjóðveg inn á umrætt útivistar- svæði og þar með eyðileggja yfir 40% af útivistarsvæðinu. Heildarútivist- arsvæðið er því búið að skeröa og raska svo mikið að það verður svo til ónothæft að mínu mati,“ segir í bréfi Baldurs til bæjaryfirvalda. Bæjarráð Kópavogs hefur óskað eftir nánari skýringum á þessu máli og er von á þeim á bæjarráðsfundi í næstu viku. -GHS Hitaveitustjóri um stofnæðina á Rjúpnahæð: Við höfumfengið leyfi hjá bænum „Vel getur verið að hægt sé að leggja æðina annars staðar en það kostar örugglega meiri peninga. Æðiri er 90 sentímetra víö og kostar 50 þúsund krónur á metrann þann- ig að við erum ekki spenntir fyrir að hlaupa út og suður með hana. í samningi milli Kópavogs og Reykjavíkur á Kópavogur að benda okkur á land. Það gerist þannig að við gerum tillögu og þeir sam- þykkja hana eða benda á hvar hún gæti legiö. Þeir hafa samþykkt þessa tillögu," segir Gunnar Krist- insson hitaveitustjóri. Gunnar segir að Hitaveitan hafi fengið leyfi til framkvæmdanna hjá skipulagsyfirvöldum bæjarins, hvort sem það hafi verið hjá emb- ættismönnum eða skipulagsnefnd. í sumar hafi bæjaryfirvöld sam- þykkt framkvæmdir í skógræktar- landinu í Rjúpnahæð meö þeim fyrirvara að Hitaveitan bæti það rask sem verður á landinu. Á það hafi verið falhst. 22ja metra breiða ræmu þurfi undir framkvæmdirn- ar en eftir lagninguna þurfi Hita- veitan aðeins 10 metra ræmu með- fram æðinni til að komast til við- gerða. Baldur Helgason, formaður Skóg- ræktarfélags Kópavogs, hefur sent hitaveitustjóra bréf til að óska eftir því að hann kynni sér málið. Gunn- ar segist ætla að gera þaö. Framkvæmdir viö lagningu stofnæðarinnar hefjast í desember og standa fram í mars. Heildar- kostnaður nemur tæpum 50 millj- ónum króna. Ekki náðist í Kristin Kristinsson, formann skipulagsnefndar Kópa- vogs, eða yfirmenn skipulagsdeild- ar bæjarins. -GHS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.