Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Blaðsíða 64
Sunnudagur Mánudagur Veðriö á sunnudag og mánudag: Austan og norðaustan hvassviðri Á morgun verður austan og norðaustan hvassviðri um norðan- og vestanvert landið en heldur hægara annars staðar. Suðvestanlands verður að mestu þurrt en skúrir annars staðar. Á mánudaginn verður allhvöss noröaustanátt norðan- og austanlands með skúrum eða slydduéljum en mun hægara og úrkomulaust annars staðar. Veðrið 1 dag er á bls. 69 LOKI Hollt esheima hvat! ÞREFAIDUR 1.VINMNGUR FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað I DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER Frjalst,ohaö dagblaö LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995. Fékk bensín í skóinn og sviðnaði upp eftir fæti „Þetta var bara leikur sem ég var áhorfandi að. Strákarnir í hverfinu hafa verið að leika sér að því að hella bensíni í rák á steypuna í undirgöngunum og kveikja í. Leik- urinn er síðan fólgin í að hoppa yfir eldinn. Ég átti leið um undir- göngin og varð að hoppa líka. Þá gerðist þetta,“ segir Hrafnkell Pálmarsson, 14 ára unghngur úr Grafarvoginum, í samtali við DV. Hrafnkell liggur nú á Landspítal- anum með annars og þriðja bruna á hægri fæti. „Það var míkill reykur í undir- göngunum og ég sá ekki bensín- brúsa sem stóð hinum megin við eldrákina. Þegar ég hoppaði yfir lenti ég á brúsanum og fékk bensín í skóinn og á buxnaskálmina. Þaö var eldur í stútnum á brúsanum- og báhð blossaði upp þegar ég lenti á honum," segir Hrafnkell. Hann brenndist illa á fætinum, húðin sviönaði af og varð að flytja húð af lærinu til að græða sárið. Hrafnkeli er nú búinn að vera hálfa aðra viku á spítalanum en fær trú- lega að fara heim að hálfum mán- uði hðnum. „Ég gat ekki slökkt í buxunum sjálfur og man ekki hvað það leið langur tími áður en vinir minir MEISTARAFELAG RAFF.INDAVIRKJA S. 561 6744 Viðurkenndur R AFEINDA VERKT AKI annars og þriðja stigs bruna stukku á mig og slökktu með hönd- unum. Þetta var voðalega sárt,“ segir Hrafnkell. Vinir Hrafhkels báru hann, eftir að búið var að slökkva eldinn, í félagsmiðstöðina Fjörgyn og þar tók starfsfólkið við honum og lét renna vatn á fótinn meðan beðið var eftir sjúkrabíl. Sjö marka skotfótur Nú bíður Hrafnkell þess aö kom- heim á ný. Hann er hress í bragði og vongóður um að ná sér að fullu. Fóturinn sem brenndist hefur dugað honum og íþróttafé- laginu Fjölni vel í fótboltanum í sumar og einu sinni náði Hrafnkell skora sjö mörk í leik. Nú verður nokkur bið á að hann fara að sparka á ný enda má hann enn ekki stiga í fótinn. Félagarnir í Fjölni fylgjast þó vel meö fram- vindu mála og hafa sent Hrafnkath áritaðan bolta og konfekt. Móðir Hrafnkels, Jóhanna Hrafnkelsdóttir híúkrunarfræð- ingur, vildi í samtali við DV sér- staklega vara börn viö að leika sér með bensín og eins beina því til foreldra að hafa bensín ekki á glámbekk. „Sonur minn var áhorfandi að þessum leik núna en hann hefur tekið þátt í þessu sjálfur áður. Ég vona að það gerist ekki oftar,“ sagði Jóhanna. Leikurinn með bensínið mun að sögn ná vinsældum á haustin þegar skólar taka th starfa. Hrafnkell sagði að félagar hans í Grafarvog- inum væru nú -hættir þessum háskaleik og sjálfur kvaðst hann ekki koma nærri þessu oftar. -GK Flugumf erðarstjórar sögðu upp I gær sögðu 80 flugumferðarstjórar upp störfum með samningsbundnum þriggja mánaöa fyrirvara. Um er að ræða nær alla starfandi flugumferð- arstjóra á íslandi. Þeir sem ekki segja upp eru tveir sem fara á eftirlaun um áramót og fimm sem gegna stjórnunarstörfum, auk eins sem ekki sagði upp. Astæður uppsagnarinnar má rekja til þess að flugumferðarstjórar hafa ekki verkfallsrétt og enga lögbundna viðmiðunarstétt og geta ekki skotið málum sínum til kjaradóms, kjara- nefndar eða í gerðardóm. Flugum- ferðarstjórarnir telja sig í raun vera svipta öllum samningsrétti. >-rt Allt hótelvínið heimaf engið Hrafnkell Pálmarsson, 14 ára, úr Grafarvoginum, fékk nýjar umbúðir á brennda fótinn á Landspítalanum í gær. Bensín helltist í skó Hrafnkels og á buxur og brenndist hann illa. Kristín Þorbjörnsdóttir hjúkrunarfr. og Rafn Ragnarsson læknir eru hér að búa um fótinn. DV-mynd GVA Hótel Jórvík á Þórshöfn hefur misst leyfi til að selja áfengi eftir að lögreglan á Þórshöfn lagði hald á aht vín staðarins. Hvít og rauð vín voru framleidd á staðnum en sterkari vín- in smygluð og því allt á barnum ólög- legt. Lögreglan telur hugsanlegt að sala á heimafengnum vökva hafi gengið lengi á hótehnu þótt ekki hafi komist upp. Málið var sent sýslumanninum á Húsavík til meðferðar og er búist við að ákæra verði gefin út eftir helg- ina. -GK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.