Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 í íslensku umhverfi - Lína Rut Karlsdóttir spjallar um förðun og eitt verka sinna Listaverk byggt á frægu málverki Boticelli, ítalska endurreisnarmálarans, í hráslagalegu íslensku um- hverfi útfært af íslenskum listamanni á íslenskt hold. Líklega eru fáar myndir sem þessi jafn fjarlægar hugsun manns dags daglega en DV fékk Línu Rut Karlsdóttur myndlistarkonu til aö sýna hæfni sína í með- ferð vatnslita á kvenmannshold á dögunum. Listformið kallast Body- painting, líkamsmálun, og fellst í þvi að mála sérstaka vatnsliti á mannshold. Mikilvægt er fyrir listamanninn að vera með hugmyndina útfærða i kollinum áður en gengið er til verksins' því nauðsynlegt er að ljúka því á örfáum klukkustundum áður en verkið „hrörnar" af sjálfu sér. „Almennt getur góð hugmynd að líkamsmálun, sem er eitt form af list- förðun, verið marga mánuði að þróast. Stundum getur hugmynd kviknað skyndilega og verið nothæf eða maður þarf að útfæra hana frekar. í þessu verki sem er hér til sýnis er ég að leggja meiri áherslu á skúlptúrana,“ segir Lína Rut. Andstæður skapaðar Lína Rut, sem er útskrifuð úr málaradeild Myndlista og handíðaskóla íslands og lærður förðvmarfræðingur frá París, er nýkomin frá Flórens, hvaðan Boticelli er einmitt upprunnin, þar sem hún var á námskeiði við gerð skúlptúra. Við gerð þessa verks, sem hér er til umfjöllunar, segist Lína Rut hafa farðað módelið á lát- lausan máta en lagt meira í skúlptúrinn, hárið og skelina, ólíkt því sem sjá má í fyrri verkum hennar en mikil hreyfmg, litadýrð og dýpt hafa einkennt þau. Einfalt litasamspil er einkennandi fyrir þetta verk. Umhverfið er í mikilli andstæðu við til- Tilgangurinn er einfaldur. Líkt og með alla list, að búa til eitthvað fallegt sem grípur augað og hugann, segir Lína Rut sem hér stendur með módelinu sínu. Lína Rut við gerð listaverksins en henni til aðstoðar var Þórunn Högnadóttir. tölulega látlausa liti módelsins, ólíkt upphaflegu verki Botticelli. Hart bergið, skelin enn á ný og mosinn skapa andstæður. Lína Rut segir þetta listform ekki vera nýtt af nálinni þótt almenningur á íslandi hafi ekki mikið séð af því hingað til. Tilgangurinn er ein- faldur. Líkt og með alla list, að búa til eitthvað faUegt sem grípur augað og hugann. Flestum lesenda erlendra tímarita ætti að vera í fersku minni forsíðumynd af leikkonunni Demi Moore framan á tímaritinu Vanity Fair, þar sem hún var á Evuklæðun- um ímáluð jakkafötum. Undanfarið hefur líkamsmálun æ meira verið notuð í svipuðum tilgangi við auglýsingagerð, til dæmis viö skó- og úra- auglýsingar. Þá eru módel ekki lengur íklædd vörunni sem þau eiga að auglýsa heldur er hún máluð á þau til að fanga augað og hugann á annan máta en venjulega er gert. Ekki of margir förðunarfræðingar Margir sem leggja stund á líkamsmálun hér á landi eru fyrrum. nemendur Línu Rutar en hún hefur rekið eigin listfórðunarskóla frá því árið 1992. Skólinn er nýverið fluttur í nýtt húsnæði í Skeifunni og er rekinn samhliða módelskrifstofu, þá er ljósmyndari einnig með aöstöðu í húsakynnunum. Þetta leysir margan vandann því auðvelt er að fá módel fyrir nemendur í listforðunamáminu og ljósmyndari er á staðnum. Mikið hefur verið talað um að of mikið sé af forðunarfræðingur hér á landi. Lína Rut er sammála því en hún fullyrðir að nóg sé fyrir hæfa förðunarfræðinga áð gera. Málið sé aö fólk einblíni of mikið á förðun sem starf fyrir förðunarfræðinga. Nauðsynlegt sé að útvíkka sjóndeildarhringinn og átta sig á því að fólk sem sótt Einfalt litasamspil er einkennandi fyrir þetta verk Línu Rutar. Umhverfiö er í mikilli andstæðu við tiltölulega látlausa liti módelsins, ólíkt upphaflegu verki Botticelli. Hart bergið, skelin enn á ný og mosinn skapa andstæður. DV-myndir JAK - hefur námskeið og skóla í förðun á fjölda aðra atvinnumöguleika tengda námi sínu. Til dæmis hefur Lína Rut nýverið opnað snyrtivöru- verslun og þar starfa einungis förð- unarfræðingar og er þjónustan því ólík því sem gerist víða annars stað- ar. „Förðun á íslandi hefur batnað tO muna síðastliðin ár. Hér hafa vissu- lega verið góðir förðunarfræðingar, en ég segi að því fleiri sem eru á markaðnum því betri þjónustu fá viðskiptavinirnir. Við þurfum að leggja meira á okkur og vanda okkur meira til að ná verkefnum og fúskaramir hverfa úr stéttinni." -PP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.