Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1995, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1995, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 Fréttir Efri hæð hússins eins og skæðadrífa: Bækur og leikföng 250 metra frá grunn- inum Reynir Traustason, DV, Flateyri: „Ég er að finna hluti úr innbúi okkar, svo sem bækur, barnaleik- fong og fot, hérna um 250 metra frá þeim stað þar sem húsið stóð. Það hafði engum dottið í hug að í þessu gæti falist slíkur ógnarkraftur," seg- ir Steinar Guðmundsson, íbúi að Ól- afstúni 2 á Flateyri, þar sem hann var að leita að persónulegum eigum sínum og annarra fjölskyldumeð- lima við Tjamargötu, allt að þrjú hundruð metra frá þeim stað þar sem hús hans stóð við Ólafstún þeg- ar snjóflóðið skall á því. Hús Steinars og fjölskyldu var tví- lyft einbýlishús þar sem efri hæðin var úr timbri en neðri hæðin steypt. Nú sést hvorgi tangur né tetur af efri hæðinni en sú neðri stóðst eyðilegg- ingarmáttinn. Steinar, sem er for- maður almannavama staðarins á neyðarstundu, og fjölskylda hans, voru ekki á Flateyri þegar hörmung- amar dundu yflr. Þegar DV ræddi við Steinar var hann að leita eigna sinna við harnaleikvöll staðarins. Skammt frá fann hann leikfanga- brúður átta ára dóttur sinnar, Ástu Berglindar. Einnig nokkrar bækur úr bókasafni sínu og brak úr húsinu. „Ég fann hérna stuttermabol sem var brotinn saman og eins og frá homun var gengið inni í skáp. Þá em bækurnar mínar hér vítt og breitt. Þetta era ómetanlegir hlutir sem ekki verða bættir,“ segir Steinar. Það lýsir nokkuð þeim ógnar- krafti sem var í snjóflóðinu og högg- bylgjunni á undan því að búslóð Steinars og efri hæð fóru langa leið. Yfir tvær húsaraðir við Ólafstún og Hjallaveg auk leiksvæðis sem þar er á milli. „Við fengum smjörþefinn af því sl. vetur hversu mikill kraftur er í höggbylgjunni þegar snjóflóð skemmdi hús við Ölafstún og Goða- tún. Hún virðist ná lengra en snjó- flóðið sjálft sem leggst yfir á eftir,“ segir Steinar. Steinar Guðmundsson með tvær brúður úr leikfangasafni dóttur sinnar sem hann fann um 250 metra frá þeim stað sem hús hans stóð. Bækur hans og búslóð fóru undan snjóflóðinu sem skæðadrífa og meðal þess sem hann fann var stuttermabolur sem enn var í sömu brotum og þegar hann var settur inn í skáp. DV-mynd Reynir Dagfari Hverjir kveiktu eldana? Dagfari náði tali af einum mik- ilsveröum og ábyrgum verkalýðs- foringja á dögunum eða skömmu eftir að Verkamannasambandið hafði skorað á aðildarfélög sín að segja upp samningum. Dagfari spurði verkalýðsforingj- ann hvort ekki væri tiltölulega ný- búið að skrifa undir samninga til eins og hálfs árs. Jú, sagði verkalýðsforinginn. En við skrifuðum undir á röngum for- sendum. Við héldum að enginn fengi meira en við. Það eru svik við okkur þegar aðrir fá meira en við. Um það sömdum við ekki. En sömduð þið ekki um ykkar eigin laun? Viljið þið semja fyrir hönd annarra aö þeir fái aldrei meira en þið fáið? Við viljum fá sama og þeir. En af hveiju látið þið þá ekki hina semja fyrir ykkur ef þeir fá meir en þið? Af því að við erum að semja fyr- ir okkur og semja um að aðrir semji ekki um meira en við fáum, sagði verkalýðsforinginn. Viljið þið þá lækka launin hjá öðrum? Ég hef aldrei sagt að ég vilji lækka launin hjá öðrum. En hvað er það þá sem þú vilt ef þú vilt að þitt fólk fái ekki hærri laun en aðrir og aðrir mega þín vegna fá hærri laun en þitt fólk? Ég kveikti ekki þá elda sem nú loga, sagði verkalýðsforinginn. Ég hef ekki beðiö um þessa stöðu. En það verður að gera eitthvað og til að við getum gert eitthvað viljum við segja upp samningum og semja upp á nýtt. Mér er alveg sama hvað samið verður um, svo framarlega sem það er jafn hátt og launamenn fá í Danmörku. En afköstin í Danmörku eru miklu meiri þar en hér, segi ég við verkalýðsforingjann. Hvort eru þið að tala um laun þeirra hærra settu hér á landi eða launamanna í Danmörku? Það er eftir því hvemig á það er litið. Ef við eram ekki að vinna í Danmörku viljum við jafn há laun og þeir fá sem hafa meira en við hér á landi. Ef okkar fólk er að vinna í Danmörku fær það meira en við höfum samið um. Það geng- ur ekki. Við viljum það sama og okkar fólk í Danmörku enda þótt það vinni ekki í Danmörku. Það er réttlætismál. En er þá ekki rétt að þið segið upp samningum- gagnvart dönsk- um vinnuveitendum? Það er eftir því hvemig á það er litið. Hvað áttu við? Ja, Danir era ekki í Vinnuveit- endasambandinu. En er islenskt verkafólk í Dan- mörku í íslenskum verkalýðsfélög- um? Nei, það er meinið. Þess vegna fær það meira en við. í því felst óréttlætið. Þess vegna neyðumst við til að segja upp samningum hér heima að samningar í Danmörku era miklu betri en samningar á ís- landi. Það verður að koma í veg fyrir að íslenskt verkafólk fái meira en við hér heima. Þetta er sama fólkið. Er það ekki ólöglegt ef þiö segið upp samningum sem búið er að skrifa undir áður en þeir renna út? Það kunna að vera ólög en það er ekki okkur að kenna hvemig lögin era. Við semjum ekki lögin. Það er annarra að fara eftir lögum sem þeir sjálfir setja. Við setjum ekki lög og fóram ekki eftir lögum sem brjóta gegn hagsmunum okkar. Menn munu hafa verra af ef þeir ætla að lög nái yfir þessa samn- inga. Er þá verkalýðshreyfingin tilbú- in til að beita afli? Það er hvers félags fyrir sig að ákveða uppsögn samninga. Ég skipti mér ekki af því. Menn ráða hvort þeir fara að lögum eða ekki. en það getur enginn kjaftað sig frá þessum samningum. Það verður að hækka launin hjá okkur eða lækka þau hjá öðrum. Annars beitum við afli. Hvers konar afli? Það kemur i Ijós. Hvað kemur i ljós? Það kemirr í ljós. Ertu að hóta? Það kemur í ljós. Dagfari Ooel. vinsælasti bíll Evrónu OPEL wm- if Vr V y V R 1 1 VS: líPMP-' i IPl. VP i«. ■ if' ■: ■ ■ ■"■ W 1 w K# Vi Opel mest seldi bíll Evrópu 5 ár í röb ilMÉBfr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.