Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1995, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 5 Fréttir Miðasala vegna HM í handknattleik: Búnaðarbanki krefst gjaldþrotaskipta Gylfi Kristjánsson, DVj Akureyri: Búnaðarbanki íslands hefur farið fram á það við Héraðsdóm Norður- lands eysfra að Halldór Jóhannsson, miðasölumaður á leiki Heimsmeist- arakeppninnar í handknattleik, 'verði tekinn til gjaldþrotaskipta. Beiðnin kom fram fyrir um viku og að sögn talsmanns Héraðsdóms- ins hefur ekki verið tekin afstaða til hennsir en það mun verða gert á næstu dögum. Áður hafði Lífeyris- sjóður verslunarmanna farið fram á að Halldór yrði tekinn til gjaldþrota- meðferðar en síðan fallist á frestun málsins til 20. nóvember. Halldór segir að það komi sér mjög á óvart að Búnaðarbankinn hafi lagt fram þessa beiðni nú þar sem viðræður milli hans og bank- ans hafi staðiö yfir og reynt hafi verið að ná samningum. Eins og fram hefur komið er Akureyrarbær í 20 miiljóna króna ábyrgð fyrir Halldór vegna miðasöl- unnar á leiki heimsmeistarakeppn- innar. Samkvæmt ákvæðum þeirrar ábyrgðar verður ekki gengið að greiðslu bæjarins nema Halldór verði lýstur gjaldþrota. Komi til gjaldþrotameðferðarinnar bendir hins vegar allt til þess að Akureyr- arbær muni þurfa að leggja fram þessa upphæð. Handknattleiksforustan kærði Vaxtabreytingar bankanna: Þetta er skref í rétta átt - segir Finnur Ingólfsson „Vextir á fjármagnsmarkaði hafa verið að lækka líkt og í nágranna- löndunum, Fjárlagafrumvarpið sýn- ir einnig minnkandi lánsfjáreftir- spum þannig að það hafði áhrif. Það hafa löngum Verið rök bankanna að þeir þyrftu að taka mið af fjár- magnsmarkaðnum. Að þeir skuli stíga skref niður er í rétta átt. Þeir vilja þó greinilega fara varlega sem þýðir kannski að þeir fari hraðar niður í næstu skrefum," sagði Finn- ur Ingólfsson, viðskiptaráðherra, við DV um vaxtabreytingar banka og sparisjóða í gær. Búnaðarbankinn var sá eini sem breytti vöxtum sínum eitthvað að ráði og lækkaði vexti verðtryggðra útlána um 0,25 prósentustig. „Eigi rök þeirra að standast, að bankavextir ráðist af fjármagns- markaðnum, hlýtur ekkert annað blasa við en þróunin verði niður á við,“ sagði Finnur. -bjb Borgarráð: Tjarnarsalur verður áfram leigður út Borgarráð hefur vísað frá tillögu borgarráðsmanna Sjálfstæðisflokks- ins um að ekki verði leyft að láta fara fram borgaralegar fermingar í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Sú regla gildir því áfram að salur- inn sé lánaður endurgjaldslaust vegna listrænna viðburða eða vegna þess sem höfðar til almennings. í öðrum tilfellum verður salurinn leigður út. Frávísunartillagá meirihlutans var samþykkt með þremur atkvæð- um Reykjavíkurlistans gegn tveim- ur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins. -GHS Halldór til Rannsóknarlögreglu rik- isins á þeim forsendum að hann hefði ekki staðið skil á umsömdum greiðslum vegna miðasölunnar og er málið enn í rannsókn hjá RLR þar sem það hefur verið í 10 vikur. * Halldór hefur hins vegar fuliyrt að þar sem forsendur í samningi hans við handknattleiksforustuna hafi breytst sé málið frekar í þeim far- vegi að hann eigi inni peninga hjá HSÍ en öfugt. „Kæran var greinilega lögð fram í þeim tilgangi að skaða mig og það hefur svo sannarlega tekist. Þá hef- ur seinagangur rannsóknarinnar hjá RLR verið mjög bagalegur og hindrað að hægt hafi verið að vinna að lausn málsins,“ sagði Halldór við DV. Vetrarvörurnar eru komnar! Við höfum yfirstærðirnar Kuldaúlpur, st. frá S-XXXL Gallabuxur - Terylenebuxur - Flauelsbuxur Vinnufatnaöur, st. 30-52 Vinnuskyrtur, st. 38-50 Muniö 10% staðgreiösluafsláttinn EL búðin, Bíldshöfða 18 Opið: manud.-föstud. kl. 10-18 N OVEMBERTttBOÐ r A myndarlegu Nóvembertilboði Japis gefst þeim sem vilja vera tímanlega í jólainnkaupunum, einstakt tækifæri til kaupa góðar vörur á sérstöku tilboðsverði. Forðist ys og þys jólainnkaupanna og verslið tímanlega. hwmtierlíit CELESTIDn Little One hátatarar 50w m/veggfestíngu 9.950,- Panasonic Myndbandsupptökuvél lullkomin en einfotd í notkun 59.900 ^ Nóvembcrlilboð m'm N0VEM8ERTILB0Ð I KRINGLUNNI OG BRAUTARHOLTI i /1 r , í .-4 -Jjrlrlzj Z/ Panasonic Tölvustýröir örbylgjuofnar 17.900 JAPISS BRAUTARHOLTI 2 OG KRINGLUNNI SÍMI 562 5200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.