Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1995, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1995, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 Útlönd Andaði köldu miUi forseta Bosníu, Króatíu og Serbíu á friðarfundi: „Viö eigum aökallandi og mikil- vægt verkefni fyrir höndum. Viö er- um komnir hingað til aö gefa Bosníu og Hersegóvínu tækifæri til að vera friðsælt land en ekki blóövöllur," sagði Warren Christopher, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, við upp- haf friðarviðræðna leiðtoga ríkja fyrrum Júgóslavíu í gær. Viðræð- umar fara fram í herstöð í Dayton í Ohio. Christopher útskýrði hvað væri í húfi í þessari lokatilraun til að binda enda á styrjaldarátökin sem hafa orðið að minnsta kosti 200 þúsund manns að bana í ríkjum fyrrum Júgóslavíu og stökkt tveimur millj- ónum manna á flótta frá heimilum sínum. Hann beindi orðum sínum til þeirra Alijas Izetbegovics Bosníufor- seta, Franjos Tudjmans Króatíufor- seta og Slobodans Milosevics Serbíu- forseta og sagði: „Það er á ykkar valdi aö marka betri stefnu fyrir framtíð þjóðanna í fyrmm Júgóslav- íu.“ Andrúmsloftíð á fundarstað var heldur kuldalegt þegar forsetamir þrír og sendinefndir þeirra komu, aðeins kinkað kolli í kurteisisskyni. Það var ekki fyrr en Christopher hafði eggjað forsetana að þeir tókust Richard Holbrooke, aðalsamningamaður Bandaríkjanna í fyrrum Júgóslavíu, hvislar í eyra Warrens Christophers utanríkisráðherra, enda ríkir fréttabann á samningafundunum. Simamynd Reuter í hendur. ísinn var þó brotinn síðar þegar forsetarnir fengu tækifæri til að ræða óformlega saman. Bandarískir embættismenn sögðu að eftir viðræður við Christopher, hefðu forsetar Króatíu og Serbíu fall- ist á að koma á eðlilegum samskipt- um milli ríkjanna til að leysa eina deilumál þeirra, Austur-Slavóníu- hérað í Króatíu sem er á valdi Serba. Fréttabann er í gildi á samninga- fundunumíOIÚO. Reuter Tókust í hendur fyrir áeggjan Christophers Jeltsín heldur vlnnuíund: Jabloko áfrýjar banni við framboði Umbótaflokkurinn Jabloko í Rúss- landi áfrýjaði í gær til hæstaréttar úrskurði kjörstjómar um bann við framboði. Allt þykir benda til þess að hæstiréttur breyti úrskurðinum og samþykki framboð flokksins til þingkosninganna í desember. Ákvörðun kjörstjómar sætti mikilli gagnrýni og krafðist Jeltsín Rúss- landsforseti skýringar. Jabloko er stærsti fijálslyndi flokk- urinn í Rússlandi með 27 þingsæti. Flokksleiðtoginn, Grígorí Javlinskí, sem vill verða næsti forseti Rúss- lands, hefur gefið í skyn að íhaldsöfl í Kreml hafi legið á bak viö ákvörðun kjörstjómar. í gær hélt Jeltsín fyrsta vinnufund sinn eftir að hann lagðist inn á sjúkrahús í síðustu viku. Ræddi hann meðal annars utanríkismál við einn helsta ráðgjafa sinn, Viktor Ilj- úsjín. TT, Reuter Ekkieröllvon enn útifyrir Uffe Ekki er enn útilokað aö Ufie Elle- mann-Jensen, fyrrum utanríkisráð- herra Danmerkur, hreppi fram- kvæmdastjórastólinn í Atlantshafs- bandalaginu (NATO) þótt flestir hafi verið búnir að afskrifa hann. Uffe hefur verið boðaður til Bandaríkj- anna til viðtals við Warren Christo- pher utanríkisráðherra um framtíð NATO. Ruud Lubbers, fyrrum forsætis- ráðherra Hollands og sá sem flestir telja líklegastan eftirmann Willys Claes, hefur einnig verið boðaður vestur um haf. Frakkar, Bretar og Þjóðveijar hafa lýst yfir stuöningi sínum við Lubbers. Uffe íhugaði að draga framboð sitt til baka en hætti við. „Ruud Lubbers hefur ekki formlega gefiö kost á sér og að auki hefur utanríkisráðherra Bandaríkjanna óskað eftir að ræða við mig og hugsanlega aðra fram- bjóðendur," sagði í fréttatilkynningu fráUffe. Ritzau Samhugur Leggðu þitt al mörkuin inn á bankarcikning nr. 1183-26'800 í Sparisjóði Önundaríjarðar á Flateyri. Hægl cr að lcggja inn á rcikningiim í öllum bönkum, sparisjóöum og póstliúsum á laudinu. Allir fjölniiðlar landsins. I'óstur op sími. Hjálparstofnun kirkjunnar oj> Kauði kross íslands LANDSSÖFNUN VEGNA NÁTTÚRUHAMFARA Á FLATEYRI Stuttarfréttir Sprengja á internetmu Kanadískur táningur smíðaði sprengju, sem hugsanlega var mannskæð, samkvæmt leiðbein- ingum álntemetínu. Sérfræöing- ar gerðu sprengjuna óvirka. Sótt að Jaffna Stjómarherinn á Sri Lanka var í morgun rétt utan við Jaffna, eitt helsta vigi skæruliða Tamíla. Óttast herinn fyrirsát og efna- vopn. Maf iumorð á ítaiiu Fimm menn voru skotnir til bana í gærkvöldi á bar í bænum Montebello Jonico á Suður-ítaliu. Þykir líklegt aö um hafi verið að ræöa uppgjör núlli mafíuhópa. Öryggiábótavant Tveir menn komust fram hjá öryggis- kerfi við opin- bera bústað Johns Majors, forsætisráð- herra Bret- lands, og gátu þeir valsað um húsiö. Annar mannanna er blaöamaður hjá Daily Mirror og komst hann inn með byggingaverkamanni sem ekki hafði skilað öryggispassa sínum. Rannsaka Nikuiás II. Pinnskir réttarlæknar fá að fara til Rússlands til að rannsaka líkamsleifar Nikulásar II. Rúss- landskeisara og fjöiskyldu hans sem fundust fyrir fiórum árum. Bandaríkingöbbuð Njósnaskýrslur þær sem bandaríska leyniþjónustan af- henti bandarískum yfirvöldum síðustu sjö ár kalda stríösins voru unnar af sovéskum gagnnjósnur- um. Andvígir Bretadrottningu Við fyrstu op- inberu athöfn Elísabetar Bretadrottn- ingar á Nýja- Sjálandi í gær kölluðu nokkr- ir tugir frum- byggja hana blóðsugu og sögðu henni að fara heim til Eng- lands. Hundruð Hútúa drepin Borgarastríðið í Búrúndí hefur brotist út að nýju. Saka stjóm- völd Tútsa um að hafa drepið hátt á þriðja hundrað Hútúa í noröurhluta landsins. Sprengjutiiræði á Gaza Að minnsta kosti niu manns særðust í þremur sprengjutilræð- um á Gazasvæðinu í morgun. Einn maður lést og hafði hann verið með sprengju í bil sínum. Ftýja fellibyl Þúsundir Filippseyinga flúðu heimili sín í morgun eftir að við- vörun hafði verið gefin út um fellibyl, þann öflugasta í áratug. Samgöngur hafa þegar víða lam- astvegnaílóða. Reuter.Ritzau NAGLARNIF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.