Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1995, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1995, Side 11
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 11 Fréttir Kr. 9.475 stBr. Kr. 19.900 siRr. Kr. 17.500 stf>r. Kr. 15.845 st«r. Kr. 3.700 Stóllinn ehf. Smiðjuvegi 6d, Kópavogi sími 554 4544 (M RAÐGREIÐSLUR TIL. Slj MAIVAPA | Árni M. Mathiesen: Hætt viö að þjóðin missi þol- inmæðina „Skýrsla Ríkisendurskoðunar er ítarleg og í henni er að frnna veiga- miklar tillögur um breytingar. Það eitt segir heilmikla sögu um stöðu og starfshætti Ríkisútvarpsins. Þar er mjög brýnt að taka verulega til hendinni á næstu misserum. Aðlagi stofnunin sig ekki breyttum aðstæð- um er hætt við að þjóðin missi þol- inmæðina," segir Árni M. Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Ríkisútvarpið var unnin fyrir fjár- laganefnd Alþingis sem tók málið upp að frumkvæði Árna. Árni segist vænta þess að menntamálaráðherra, útvarpsráð og útvarpsstjóri notfæri sér skýrsluna og leggi hana til grundvallar þegar ráðist verði í nauðsynlegar breytingar á skipulagi og starfsháttum Ríkisútvarpsins. Ella segist Árni verða fyrir verulega miklum vonbrigðum. Að sögn Áma er það álitamál hvort rétt sé að auka samvinnu rás- ar eitt og tvö eins og lagt er til í skýrslunni. Þó nú ríki einhver sam- keppni um hlustendur milli rásanna er ekki þar með sagt að leiðin til úr- búta sé aukin samvinna. Eins mætti hugsa sér að ríkið hætti að útvarpa á tveimur rásum. „I loftinu eru fjölmargar aðrar hljóðvarpsrásir. Sú spuming er því áleitin hvort það eigi að vera bund- ið í lög að ríkið sé að vasast í hlut- um sem aðrir geta séð um. Við lifum á þeim tímum að sífellt þarf að end- urskoða svona hluti.“ -kaa Til að Ríkisútvarpið geti sinnt lögbundnu hlutverki sinu þyrfti stofnunin að fjárfesta fyrir allt að 4,7 milljarða króna en samkvæmt lögum á hún að senda út tvær hljóð- varpsdagskrár og eina sjónvarps- dagskrá og eiga útsendingamar að ná til alls landsins og næstu miða. Árlegur viðbótarkostnaður stofnun- arinnar yrði um 830 milljónir og hækka þyrfti afnotagjöldin um 760 krónur á mánuði eða i 2.900 krónur ef ná ætti þessum markmiðum. Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluskoðun hjá Ríkisútvarp- inu. í skýrslunni er lagt til að ráðist verði í róttækar breytingar á stjóm- og starfsskipulagi stofhunarinnar. Meðal annars er lagt til að í stöðu útvarpsstjóra verði ráðið tímabund- ið og að útvarpsráð verði gert ábyrg- ara gagnvart stjórnvöldum varðandi fjárreiður stofnunarinnar og dag- skrárgerð. í skýrslunni er mælt með því að fréttastofur hljóðvarps, sjónvarps og íþróttadeildar verði sameinaðar. Þannig megi ná fram sparnaði en jafnframt auka gæði fréttanna og styrkja stöðu Ríkisútvarpsins í sam- keppni við aðra fjölmiðla. Varðandi fjármál Ríkisútvarpsins er bent á að árlega verði stofnunin af um 200 milljónum króna vegna undanþága elli- og örorkulífeyris- þega frá afnotagjaldi. Ríkisendur- skoðun leggur til að ríkissjóður beri þennan kostnað eins og önnur út- gjöld almannatrygginga. í skýrslunni er innheimtukerfi af- nogagjalda sagt seinvirkt og erfítt í framkvæmd. Lagt er til að sá kostur verði kannaður gaumgæfilega að tengja afnotagjöld einstaklinga við íbúðir í stað viðtækja og að þau verði innheimt með opinberum gjöldum. Þannig megi auka tekjurn- ar um 150 milljónir á ári. Komi að auki til rekstrarsparnaður upp á 60 milljónir megi bæta afkomu Ríkis- útvarpsins um 210 milljónir króna á ári. Auk þessa er í skýrslu Ríkisend- urskoðunar mælst til þess að starf- semi sjónvarpsins verði flutt frá Laugavegi í Efstaleiti. Kostnaðurinn við flutninginn er áætlaður um 1 milljarður. Þá er á það bent að á næstu árum þurfi að endurnýja 25 ára gamalt örbylgjukerfi stofnunar- inar. í því sambandi komi tveir kostir til greina; að Ríkisútvarpið komi sér upp eigin kerfi fyrir um 400 milljónir eða semji um afnot af ljósleiðarakerfi Pósts og síma -kaa EB0 húsgögn Stjórnsýsluendurskoðim hjá Ríkisútvarpinu: Sameina a frettastofur og breyta innheimtunni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.