Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1995, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1995, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskritt: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsíngar: 800 6272. Áskritt: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is- Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Atgervisfíóttinn vex Háskólarektor vakti um helgina athygli á tölum um at- gervisflótta frá íslandi, sem sýna, að erlendis búa 15% þeirra, sem útskrifuðust á tíu ára tímabili frá Háskóla ís- lands, 1979-1988. Fjölmennastir í þessum hópi eru lækn- ar og raunvísindamenn, svo og hugvísindamenn. Öruggt má telja, að hlutfall atgervisflóttans sé mun hærra hjá þeim íslendingum, sem útskrifuðust á þessu tímabili frá erlendum háskólum og tóku aldrei upp þráð- inn hér heima, sumpart vegna þess að tækifæri eru lítil, atvinnuvegir einhæfir og laun háskólafólks léleg. Framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs hefur lýst áhyggj- um af ástandinu, sem háskólarektor rakti. Hann telur, að viðhorf gömlu atvinnuveganna sé neikvætt í garð há- skólamenntunar og að það endurspeglist í stofnunum þjóðfélagsins, þar á meðal í íjármálastofnunum. Háskólinn var seinn að átta sig á, hverjar væru þarfir atvinnulífsins. Lengst af miðaðist framboð hans á námi einkum við embættisþarfir þjóðfélagsins. Hann fram- leiddi einkum lækna og lögfræðinga, presta og kennara, sem komu atvinnulífi að takmörkuðu gagni. Þetta hefur verið að lagast í seinni tíð, en þá koma í ljós rótgrónar efasemdir í atvinnulífinu um, að fólk úr nýjum kennslugreinum í gömlum embættismannaskóla geti tekið til hendinni. Erfitt hefur reynzt að þvo skrif- borðs- og hvítflibbastimpilinn af Háskólanum. Verra er, að afturhaldssemi er rík í þjóðfélaginu og ræður gerðum valdamanna þjóðarinnar. Ef tala má um pólitískar forsendur valdakerfisins, þá felast þær í að vemda gamlar atvinnugreinar fyrir nýjum, þótt sú stöðnun geri landið að varanlegu láglaunasvæði. Einum eða tveimur tugum milljarða er til dæmis sóað til einskis á hverju einasta ári til að reyna að fresta hruni hinna hefðbundnu þátta landbúnaðarins. Það fé er ekki notað til að hlúa að nútímalegum atvinnuvegum, sem þurfa á að halda vel stæðu háskólafólki. Afturhaldssemi stjómvalda og þjóðar veldur því til dæmis, að skilyrði fyrir hugbúnaðarír amleiðslu og marg- miðlun em lakari hér en í samkeppnislöndum okkar beggja vegna Atlantshafsins. Það kemur m.a. fram í hæg- ari og dýrari tölvusamskiptum hér á landi. Hinar dým aðgerðir ráðamanna ríkisins við varð- veizlu fortíðar í atvinnuháttum hafa svelt getu þess til að greiða vísindamönnum hins opinbera mannsæmandi laun. Þetta kemur fram í kjörum háskólakennara og sér- fræðinga við rannsóknastofnanir ríkisins. Margir hinna hæfustu hafa því leitað á önnur mið og náð árangri, sumpart vegna þess að nýju og framsæknu háskólagreinamar eru alþjóðlegar að eðlisfari, nýtanleg- ar um heim allan, og sumpart vegna þess, að hinir hæf- ustu geta komið hæfni sinni á framfæri í útlöndum. Að stofni til er þessi vítahringur fyrst og fremst pólit- ískur. Vitsmunalegir undirmálsmenn stjóma afturhalds- samri þjóð og geta engan veginn lyft sér upp úr þrengstu hagsmunagæzlu fyrir hin hefðbundnu gæludýr keríisins. Hér felst pólitík í dreifingu herfangs. Að meirihluta er þetta í samræmi við vilja þjóðar, sem er með mosann í skegginu og velur sér nærri eingöngu Framsóknarflokka til stjómar. Ekkert gerist meðan þjóð- in vUl, að tilvera sín snúist um varðveizlu eins konar Ár- bæjarsafns fyrir landbúnað í miðju Atlantshafi. Sumir kunna sitthvað, sem stofnanir og fyrirtæki í út- löndum vilja kaupa dým verði. Þeir freistast auðvitað til að flýja lygnan poll stöðnunar og afturhalds. Jónas Kristjánsson „Það er engin nauðsyn fyrir erlend stóriðjufyrirtæki að hefja hér atvinnurekstur," segir Jónas m.a. í grein sinni. Er ísland gott land fyrir stóriðju? Töluvert hefur verið aðhafst í stóriðjumálum eins og öllum er kunnugt, en deilur hafa risið í sambandi við öll áform í þeim efnum. Nýverið var rætt við fulltrúa fyrirtækis í Bandaríkjunum um álver á Grundartanga. Fyrirtækið er að gera nákvæma úttekt á hag- kvæmni þess að kaupa notaða verksmiðju í Þýskalandi. Fulltrúi fyrirtækisins taldi upp kosti þess að byggja verksmiðju á íslandi miðað viö Suður-Ameríku. Fulltrúinn sagði að ýmsir kostir væru við ísland. Næg orka, vel upplýst vinnuafl, stöðugleiki í efnahagsmálum og aðild íslands að EES. Þegar betur er að gáð er reyndar ágreininigur um öll þessi atriði hér á landi þótt flestir fagni því að fá nýja stóriðju við núverandi ástand í efnahagsmálum. Er íslenskt vinnuafl vel upplýst? Fyrr á árinu var erfið vinnu- deila í Straumsvík milli ísal og starfsfólks. í því sambandi gerðust nokkur atriði sem vert er að velta nokkuð fyrir sér. Skömmu fyrir lok deilunnar kom aðaltrúnaðar- maður starfsfólks í Straumsvík fram í sjónvarpi og sagði m.a. nokkum veginn eftirfarandi: „Við þurfum ekkert þýska fram- kvæmdastjóra til að segja okkur hvemig við eigum að hafa hlutina hér.“ Ekki leyndi sér á svip mannsins vanþóknun á frekju framkvæmdastjóra ísals í Straumsvík, en hann er Þjóðverji. Ég þóttist geta lesið út úr ummæl- um mannsins og látbragði að hann væri að afla sér og umbjóðendum sínum stuðnings meðal þjóðarinn- ar í óvinsælli launadeilu með því að vitna til þess að mótaöilinn í deilunni væri Þjóðverji. Oft er vísað til fortíðar Þýska- lands til að sverta Þjóðverja í dag. Allir vita að Þýskaland er nú eitt af þremur stærstu efnahags- veldum heimsins. Flestir dást að framleiðsluvörum þeirra, sem Kjallarinn Dr. Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur margar hverjar þykja hinar bestu og eftirsóttustu á Vesturlöndum. Gæðavörur þeirra em ráðandi á mörgum sviðum. Flestir viður- kenna að þeir hafi unnið stórvirki með því aö reisa landið úr rústum eftir síðustu heimsstyrjöld og Þýskaland er nú á meðal þriggja ríkustu þjóða heims og velferð og lífskjör almennings em með því besta sem þekkist í dag. Það er al- gjör misskilningur og þekkingar- skortur að halda að við höfum ekkert af þeim að læra. Þar hefúr ríkt stöðugleiki og jafn hagvöxtur frá 1948. Verðgildi íslensku krónunnar minnkaði þúsundfalt á sama tíma og kaupmáttur almennings hækk- aði um örfá prósent. Sóun og óráðsía olli m.a. skuldum þjóðar- innar, sem verður væntanlega vís- að til afkomenda okkar til greiðslu. Sextug löggjöf um stéttar- félög og vinnudeilur þarfnast aftur á móti endurskoðunar. Vel má vera að útlendingar geti leiðbeint okkur um endurbætur þannig að allir njóti góðs af. Hvað eru auðhringir? Trúnaðarmaður eins stéttarfé- laga vinnudeilunnar skrifaði grein i dagblöð og leitaðist við að afla stuðnings landsmanna. Þar kom m.a. fram að verkfallsmenn ættu í baráttu við auðhring, sem greini- lega væri ekkert of góður til að semja á þeirra nótum og bara borga. Hvergi örlaði á skilningi á því að álframleiðsla hafði átt í mestu kröggum um langt skeið og mörg álver lögðu upp laupana vegna lágs álverðs. Álframleiðslufyrirtæki verða að vera stór og hafa ítök í markaðs- málum auk þess að reka verk- smiðjur. Þau verða því að vera auðhringir eða í eigu þeirra! Hlut- hafar eru oft almenningur eins og umræddur trúnaðarmaður. Það er óþarfi og þekkingarskortur að slá um sig með slagorðum úreltrar hugmyndafræði, sem er nú víðast hvar á hröðu undanhaldi um allan heim. - Með stærð sinni og kunnáttu- semi í rekstri er Grandi smám saman að auka umsvif sín hæði innanlands og utan. Fyrirtækið er þá væntanlega auðhringur! Á þá að sýna því vægðarleysi í samn- ingamálum? Velja þaxf vandlega trúnaðarmenn. Það er engin nauð- syn fyrir erlend stóriðjufyrirtæki að hefja hér atvinnurekstur. Jónas Bjarnason „Álframleiðslufyrirtæki verða að vera stór og hafa ítök í markaðsmálum auk þess að reka verksmiðjur. Þau verða því að vera auðhringir eða í eigu þeirra.“ Skoðanir annarra Ibúðagjald til RUV „Hugmyndir Ríkisendurskoðunar um að inn- heimta afnotagjald af hverri íbúð í landinu eru frá- leitar, svo ekki sé meira sagt. Hitt er hins vegar at- hyglivert hve margar og alvarlegar athugasemdir Ríkisendurskoðun gerir við stjórnskipulag RÚV, enda er það megin niðurstaða skýrslunnar að þar fari miklir fjármunir í súginn að nauðsynjalausu. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvemig yflr- menn Ríkisútvarpsins bregðast við gagnrýni af þessu tagi.“ Úr forystugreinum Viðskiptablaðsins 1. nóv. Skopstæling Súsönnu „Meginvandi höfundar er sá að hann gerir sér enga grein fyrir eigin vangetu, en hún blasir þó við lesendum á hverri síðu. Þvi harmrænni sem þján- ingu persóna er ætlað að vera því hlægilegri verður hún ... Afleiöingarnar eru þær að verkið minnir hvað eftir annað á skopstælingu. Þess vegna skellir lesandinn upp úr, einmitt þegar höfundi er hvað mest mál... Ég veit ekki af hverju íslenskir gagnrýn- endur halda ekki kyrru fyrir í hlutverki umferðar- lögreglu og leitast við að beina umferðinni inn á far- sælar brautir, í stað þess að senda frá sér skáldverk, sem verða einungis til þess að þeir keyra snarlega út af, velta bílnum og gjöreyðileggja hann.“ Kolbrún Bergþórsdóttir í Alþbl. 1. nóv. Viðurkenning til varnariiðsins „Við íslendingar eigum margir varnarliðinu margt stórt að þakka. Ef það hefði ekki verið vegna þess væm ansi margir sjómenn hér á landi ekki á lffi í dag ... Þessir menn ásamt fjölskyldum sínum eiga vamarliðinu líf sitt að þakka eins og margir sjómenn á íslandi. Við íslendingar eigum varnarlið- inu margt að þakka og væri nú alveg kominn tími til þess að það fengi smá viðurkenningu fyrir það sem það hefur gert okkur til góða ... “ Sigrún Ólafsdóttir í Mbl. 12. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.