Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1995, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1995, Page 21
ÞRIÐJUDAGUR 28. NOVEMBER 1995 Tónlistarfjölskyldan kunna úr Keflavík, Rúnar Júlíusson, María Baldursdóttir og synirnir Baldur og Júlíus. Aldrei sá dagur sem mínar tíu tær snúi upp í loft - segir Rúnar Júlíusson Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesjum: „Þaö er enginn sá dagur sem ég sé með allar tíu tær í loftinu. Það hefur verið nóg að gera hjá mér. Ég stefni á að ná lengra og stækka markaðinn sem ég vinn á og gefa út nokkrar plötur í viðbót," segir popp- arinn og Keflvíkingurinn landskunni, Rúnar Júlíusson, sem hefur haft nóg að gera að undan- fömu og vinsældir hans era miklar um þessar mundir sem endranær. Rúnar, sem varð 50 ára í sumar, stefnir á að vera í tónlistinni í 20-30 ár í viðbót en hann hefur verið í 30 ár í bransanum eins og hann segir sjálfur. Hann spilar 150-200 sinnum á ári, aðallega um helgar. Á virkum dögum er hann að sýsla í útgáfumál- um, semja lög og texta. Rúnar segir að mjög líklegt að hann ætli að slappa af á gamlárskvöld með fjöl- skyldunni nema komi eitthvað spennandi verkefni á borðið. Fimm plötur á árinu Rúnar stjómar einnig upptökuút- gáfufyrirtæki Geimsteins sem er fjölskyldufyrirtæki og staðsett á neðri hæðinni á heimili Rúnars. Fyrirtækið var stofnað 1976 og hefur gefið út 70 plötur. Á þessu ári gaf Geimsteinn út 5 plötur með þeim Tryggva Hubner, Deep Jimi, jólaball með hinum skemmtilega og góða söngvara Einari Júlíussyni, Tríó Jóns Leifssonar og G-hliðina, plötu Rúnars sem hann gat út að tilefni stórafmælis sins. Fjölskylda Rúnars er mikið i tón- listinni og hefur hún einu sinni spil- að öll saman og segir Rúnar að gam- an væri að endurtaka það síðar. AU- ir kannast við konu hans, söngkon- una Maríu Baldursdóttir, og synina tvo, Baldur spilar á píanó og Júlíus er í hljómsveitinni Deep Jimi Tveggja ára nemandi: Mætir með fiðluna og snuðið sitt í tónlistartíma Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesjum: Viðamiklar breytingar tóku gildi í september í Tónlistarskólanum í Njarðvík sem er í dag aldursskiptur og eingöngu ætlaður nemendum í grunnskóla. Hugmyndirnar koma frá skólastjórunum, Kjartani Má Kjartanssyni i Keflavík og Haraldi Á. Haraldssyni í Njarðvík, og er ætl- unin að ná hagræðingu og spamaði með þessu fyrirkomulagi. Skólinn i Keflavík er opinn fyrir alla aldurs- hópa. „Eftir þessar breytingar hefur orðið 20 nemenda fækkun. 100 nemendur stunda nám við skólann. Það er mikið uppbyggingarstarf framund- an næstu 2-3 árin. Skólinn er mjög ungur eða 19 ára og uppbygging hsms hefur verið hröð. Það var mik- ill metnaður hjá gömlu Njarðvík fyrir skólanum og vonandi er áfram- hald á því,“ sagði Haraldur Á. Har- aldsson, skólastjóri Tónlistarskóla Njarðvíkur. Skólinn er einnig með Suzuki deild fyrir yngstu nemendur í fiðlunámi og sá yngsti er 2 ára. Haraldur segir að sá mæti með sína fiðlu og sitt snuð í skólann og hefur gaman af. . Hlakkar til að mæta í vinnu Tónlistarskólinn í Keflavík er fullsetinn og era tæplega 80 manns á Skólastjórarnir Kjartan Már Kjartansson, skólastjóri tónlistarskólans í Kefla- vík, og Haraldur Á. Haraldsson, skólastjóri tónlistarskólans í Njarðvík, hafa unnið mikið og gott uppbyggingarstarf í tónlistarmálum á Suðurnesjum undanfarin ár. biðlista. Hann nýtur mikilla vin- sælda. í dag eru 250 nemendur við skólann. „Allir vita hvaö tónlistin gefur mikla gleði og ánægju. Þá er hún mjög þroskandi og hefur mikið upp- eldislegt gildi og foreldrar eru sér þess mjög meðvitandi,“ segir Kjart- an Már Kjartansson, skólastjóri Tónlistarskóla Keflavíkur. Hann hefm- verið skólastjóri í tíu ár og segir að þessi tími hafi verið mjög skemmtilegur. Hann segist vera svo heppinn að hann hlakki til á hverj- um morgni að mæta í vinnuna. 25 Aldrei að vita nema okkur detti í hug að taka karl- menn í félagið Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesjum: „Við erum rosalega montnar af okkar vörum. Fólk, sem hefur heim- sótt okkur og farið út á land, segir að við séum með mjög góðar og vandaðar vörur. Það sé ekki hægt að fmna gallaðar og illa prjónaðar vörur hjá okkur,“ segir Guðrún Júl- íusdóttir, formaður Bjargar, félags samstarfshóps um atvinnumál kvenna á Suðurnesjum. Að sögn Guðrúnar eru tæplega 40 konur í fé- laginu og uppistaðan er atvinnu- lausar konur. Félagið, Gallerí Björg, rekur glæsilega verslun í Fischer- húsi sem er við Hafnargötu í Kefla- vík. Þær skipta dögunum í verslun- inni á milli sín og vinna í sjálfboða- vinnu. Vörutegundirnar eru rúm- lega 40 talsins, allt handunnið og engar eins - innan hverrar tegund- ar eru síðan margar útgáfur. Þá era jólavörurnar að streyma inn. í félaginu era aðeins konur en þrír karlmenn eiga vörar í verslun- inni. Guðrún segir að þær taki vör- urnar í umboðssölu ef þær era fram- bærilegar. Hún segir að félagið sé stofnað fyrir konur eingöngu en ekki væri að vita nema þær hleyptu hinu kyninu í félagið. Guðrún segir að í haust hafi þær sett á fót gæða- nefnd sem fer í gegnum allar vörur áður en þær fara inn í búð. Það hafi reynst mjög vel. Þær Elsa Björnsdóttir og Una Hallgrímsdóttir voru eldhressar þegar DV leit inn í verslunina. Þær voru sammála um að vöruúrvalið væri glæsilegt og jólavörurnar eru þegar komnar í hillurnar. Ég hef veriö mjög heppin: Fyrirtækið hefur gengið eins og hálfgerð lygasaga - segir Hrafnhildur Njálsdóttir Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesjum: „Þetta hefur farið fram úr björtustu vonum og hefur verið eins og hálf- gerð lygasaga. Ég átti ekki von á því að hafa manneskju í vinnu í heilu starfi strax," sagði Hrafnhildur Njálsdóttir sem hóf í júni fram- leiðslu á hársnyrtivörum með ís- lenskum villijurtum. Hrafnhildur segir að rosaleg vinna sé að baki við að koma fyrirtækinu, sem er stað- sett í bílskúrnum, af stað og undir- búningur hafi staðið í hálft annað ár. Vörunar bera nafnið Jurtagull. Hún segir það sem greini jurtagull frá öðrum hársnyrtivörum sé fyrst og fremst gæði og græðandi áhrif jurtanna sem notaðar era í fram- leiðsluna. Hún segist ekki hefði get- að gert þetta án hjálpar frá eigin- manni, föður og fleiri aðilum sem hafa tekið henni opnum örmum hvert sem hún hefur komið og kynnt vörur sínar. Hrafnhildur kaupir þurrkaöar jurtir eftir vigt af verktökum sem hún hefur á sínum snærum víðs vegar um landið. Hún notar mikið magn jurta í framleiðsl- una eða sama magn og notað er í jurtalyf, þess vegna er virknin þetta góð á hársnyrtivöranum. Hrafnhild- ur telur að jurtir sem vaxa á íslandi séu miklu betri, þær vaxi hægar og séu kraftmeiri. Hún er þegar með fimm tegundir af hársápu og eina tegund af hárnæringu og stefnir á fleiri tegundir næsta ár. Hrafnhildur Njálsdóttir, eigandi Jurtagulls, hefur varla haft undan viö að afgreiða pantanir. Hún hefur útbúiö fallega gjafapakka fyrir jólin. „Markaðssetningu er ekki nærri lokið og ég tel að framleiðslan eigi eftir að aukast mikið á næsta ári. Þá stefni ég á markað erlendis og aö- eins tímaspursmál hvenær það veröur," segir Hrafnhildur sem er hárskeri að mennt og nýtur sér- fræðiaöstoðar Kolbrúnar Bjöms- dóttur grasalæknis. Hún gerir ráð fyrir að bæta einum starfskrafti við á næsta ári vegna mikillar sölu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.