Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1996, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1996, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR lð96 Fréttir_________________________________________________ Tugir fugla olíublautir eftir olíuslysiö á Álftanesi: Sökudólganna verður leitað - segir Davíö Egilsson hjá Hollustuvernd ríkisins „Þaö er nokkuð ljóst að olían hef- ur komið frá skipi sem hefur verið að fara inn í Hafnarfjarðarhöfn eða Straumsvík. Strax eftir helgina verður farið að skoða hverjir hafa farið inn eða út og reynt að finna þá sem þarna hafa verið að verki. Mönnum er algerlega óheimilt að lensa i sjóinn, hvort sem það hefur verið óhapp eða viljaverk," segir Davíð EgÚsson hjá Hollustuvernd ríkisins. Hann segir svona mál fara hefðbundna leið fyrir dómstóla. Olíunnar varð fyrst vart úti fyrir Álftanesi daginn fyrir gamlársdag og strax í birtingu dáginn eftir voru gerðar ráðstafanir til þess að kanna umfang mengunarinnar. Davíð sagöi mönnum ekki sýnast hún vera þess eðlis að það svaraði kostn- aði að hreinsa olíuna upp. Hann hvatti fólk til þess að láta Landhelg- isgæsluna vita ef það yröi vart við mengun af þessu tagi. Hollustvemd hefði heyrt af þessari mengun í fjöl- miðlum kvöldið fyrir gamlársdag og þá hafi verið orðið of dimmt til þess að gera nokkuð. Strax á gamlársdag var farið í að leita uppi olíublauta fugla. Kristinn H. Skarphéðinsson líffræðingur fór ásamt fleiri mönnum á staðinn. „Mér virðist þetta sem betur fer ekki hafa verið mjög alvarlegt mengunarslys en þó hafa líklega einhverjir tugir fugla lent í þessu. Veður hefúr verið hagstætt og enn sem komið er hefur einungis verið hægt að ná fjórum olíublautum fugl- um. Á næstu dögum verða fjörur gengnar til þess að leita uppi fleiri fugla,“ segir Kristinn. í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum fengust þær upplýsingar í gærkvöld að þangað hafi verið komið með flóra fugla en enn væri ekki farið að hreinsa þá. Ráðlegast væri að láta þá biða i sólarhring meðan þeir væru að ná sér eftir mesta sjokkið. Starfsmaðurinn, sem DV ræddi við, sagðist vonast til að hægt yrði að bjarga þessum fjórum. -sv Áramótin í Reykjavík: Annríki hjá lögreglu en rólegt hjá slökkviliðinu - oft rólegra en áður á slysadeild Talsvert annríki var hjá lögregl- unni í Reykjavík á nýársnótt. Alls voru 248 mál bókuð til afgreiðslu þar. Á slysadeild Borgarspítala, nú Sjúkrahúss Reykjavíkur, var oft ró- legra en áður um áramótin en 135 manns leituðu þar aðstoðar á einum sólarhring til klukkan 10 á nýárs- morgun. Alls voru sjö líkamsárásir til- kynntar til lögreglunnar en engin þeirra var stórfelld, 17 tilkynningar voru um eignaspjöll og 8 manns voru teknir grunaðir um ölvun- arakstur. Þá var lögreglan kölluð í 6 heimcihús vegna ófriðar þar og einn ungur maður á Seltjarnarnesi brenndist á fótum eftir flugeldaslys. Hann fékk þó að fara heim af slysa- deild eftir að gert hafði verið að sár- um hans eins og allir aðrir sem leit- uðu þangað vegna brunaslysa. Einn þurfti að leita á slysadeild eftir að ekið hafði verið utan í hann við Breiðholtskjör klukkan fimm í gærmorgun. Hann mun hafa misst framan af fingri og skrámast. Klukkan hálfníu ók ölvaður öku- maður niður umferðarljós við Stöng í Breiðholti. Við ákeyrsluna brotn- aði framhjól bílsins af en ökumað- urinn lét ekki staðar numið heldur ók í ofboði á undan lögreglu niður Breiðholtsbraut með þrjú hjól undir bílnum og stöðvaði ekki fyrr en nið- ur við Skeiðarvog. Hann var vistað- ur í fangageymslu. Ásamt honum voru vistaðir nokkrir sem fundust dánir áfengisdauða á víðavangi í Reykjavík. Lögreglan telur að um 3 þúsund manns hafi safnast saman í miðbæ Reykjavíkur þegar mest var um klukkan 4 í morgun en frá klukkan 10 í gærmorgun var rólegt að mestu. Að sögn Slökkviliðsins í Reykja- vík var tiltölulega rólegt á áramóta- vaktinni þar á bæ. Slökkviliðið var kallað út 10 sinnum og var um minni háttar útköll að ræða í öllum tilvikum. Þá voru um 27 útköll vegna sjúkraflutninga og slysa. -PP Reiknao er með að tugir fugla hafi orðið olíubiautir eftir olíuslysið við Alfta- nes á föstudag. Starfsmaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal heldur hér á olíublautum æðarblika og hefur nýlokið við að hreinsa þann sem kúrir makindaiega neðst á myndinni. Starfsfólk Fjölskyldu- og húsdýra- garðsins mælist til þess við fólk að það reyni ekki sjálft að hreinsa olíublauta fugla en komi þeim frekar í garðinn þar sem hlúð verður að þeim. DV-mynd ÞÖK Akureyri: Róleg áramót hjá lögreglu DV, Akureyri: Þrátt fyrir nokkra ölvun voru áramótin friðsæl í umdæmi lögregl- unnar á Akureyri. Aðeins þrír gistu fangageymslu á nýjársnótt og yfir- leitt þurfti lögreglan ekki að hafa sig mikið í frammi. Þó lenti tveimur mönnum saman í miðbænum við Landsbankann í gærmorgun. Annar þeirra hlaut nokkra áverka á höfðu þegar hnef- arnir höfðu verið „látnir tala“ og flutti lögreglan hann á slysadeild til aðhlynningar. Þá þurfti lögreglan að hafa afskipti er eldur varð laus í vélum tveggja bifreiða og er þá það helsta upp talið sem varðstjóri hjá lögreglunni sagði fréttnæmt úr bók- um varðstjóra. -gk Dagfari Ábataskipti Rétt áður en nýja árið skall á tókst flugumferðarstjóram að fá samningamenn ríkisins til að hjálpa sér við að þurfa ekki að standa við uppsagnir sínar. Flug- umferðarstjórar höfðu sem kunn- ugt er sagt upp störfum hjá flug- málastjóm í viðleitni sinni til að fá hærri laun þar sem flugumferðar- stjórar hafa staðið i þeirri mein- ingu að þeir væru ómissandi. Það var þess vegna mikið áfall fyrir flugumferðarstjóra þegar samgönguráðherra tók uppsagnir þeirra til greina og auglýsti stöð- urnar upp á nýtt. Allt frá þeirri stundu hafa flugumferðarstjórar leitað allra leiða til að fá ríkiö til að taka ekki mark á uppsögnunum. Fengu þeir sáttasemjara ríkisins til liðs við sig. Á endanum voru þeir skornir niður úr snörunni með því að rík- ið ákvað að semja við þá um sömu hækkun og aðrir opinberir starfs- menn hafa fengið án þess að segja stöðum sínum upp og auk þess var samið um óljós loforð um hagræð- ingu í starfinu. Skilst manni helst að þar sé átt við að flugumferðar- stjórar minnki við sig yfirvinnu! Þetta mun í fyrsta skipti sem heil stétt berst fyrir þvi í kjaradeilu að lækka við sig launin og draga úr vinnu og dugði ekki minna til en uppsögn á starfi til að fá þessu framgengt. Nú er það í sjálfu sér þakkarvert af hálfu ríkisvaldsins að taka tillit til þess óhagræðis sem flugumferð- arstjórar hafa mátt þola af því að vinna of mikið og of lengi og á móti kemur að ríkið sparar fé þegar launin lækka og eru þessir samn- ingar kallaðir ábataskipti sem væntanlega eru þá í því fólgin að flugumferðarstjórar minnka við sig vinnu gegn því að fá minna út- borgað. Þetta ákvæði í samningunum, sem undirritaðir voru daginn fyrir gamlársdag, er sem sagt það sem átt er við þegar talað er um ábata- skipti. Ábatinn er með öðrum orð- um sá að vinnustundum fækkar og launin minnka hjá stéttinni sem háði kjarabaráttuna. En annað og merkilegra kom í ljós meðan á þessari deilu stóð. Menn uppgötvuðu að flugumferð- arstjórarnir skipta svo gott sem engu máli að því er varðar flugum- ferð og stjóm á henni. Kanamir á Vellinum gátu auðveldlega annast þessa flugumferðarstjórn svo að fyllsta öryggis væri gætt. Stéttin er sem sagt óþörf. Við fyrstu sýn kann þetta að líta illa út fyrir íslensku flugumferðar- stjórana-sem hafa talið sig ómiss- andi. En þegar betur er áð gáð á- þessi staðreynd að geta komið þeim í góðar þarfir næst þegar þeir hóta að hætta störfum. Hvernig þá? Jú, flugumferðar- stjórar vilja helst losna við að starfa of mikið sem maður skilur vel þegar vesalings mennimir vita að það skiptir ekki máli hvort þeir séu í vinnunni eða ekki því að flug- umferðinni er stjómað hvort sem er. En það er einmitt lykilatriði þegar þeir gera aftur kröfur um að minnka við sig vinnu. Þá geta þeir einmitt bent á að viðvera þeirra skipti ekki máli. í raun og veru ættu þeir að geta fært sig lengra upp á skaftið í næstu kjaradeilu og sett fram kröfu um að þeir fái laun fyrir að vera heima. Þeir geta með öðrum orðum rökstutt það að þeir mæti alls ekki til vinnu þótt þeir fái borgað fyrir að vera flugumferð- arstjórar! Að því leyti kom þessi kjaradeila sér vel fyrir flugumferðarstjóra en auðvitað verða þeir að gæta sín á því að segja ekki upp störfum þótt þeir séu óánægðir með launin og vilji vera meira heima hjá sér og helst ekki að mæta á vinnustað. Aðalatriðið er að fá borgað fyrir að vera til staðar án þess að leggja það á sig að mæta til starfa þegar það blasir við að vinnuálagið er of mik- ið og hægt er að gera nýja kjara- samninga sem taka tillit til þess að það er ábati að því að stéttin minnki við sig vinnu. Og flestir geta tekið undir með flugumferðar- stjórum þegar þeir benda á þá stað- reynd að launin era of lág fyrir það erfiði að gera ekki neitt. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.