Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1996, Page 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 1996
Utlönd
Stuttar fréttir dv
Díana prinsessa samþykkir skilnaö við Karl prins:
Ég er ekki svarti sauðurinn
í konungsfjölskyldunni
„Ég geri mér ljóst núna að skiln-
aður er óumflýjanlegur. Enginn get-
ur staðið í vegi fyrir drottningunni
til lengri tíma en ég hef gert það
ljóst að skilnaðurinn verður að vera
samkvæmt mínum skilmálum. Ég
hef alltaf sagt að daman muni ekki
fara hljóðlega og núna veit ég að
þau trúa mér,“ segir Díana
prinsessa í símtölum við ónafn-
greinda vini sína og ráðgjafa. Það
var dagblaðið Daily Mirror sem
skýrði frá þessu í gær en þar kemur
jafnframt fram að prinsessan hafi
ákveðið að fallast á beiðni Elísabet-
ar drottningar um að skilja við Karl
prins.
Blaðið hefur það eftir vini Díönu
að aðalatriði samningaviðræðnanna
snúist um hlutverk prinsessunnar
en hún er alls ekki tilhúin að setjast
í helgan stein. „Díana trúir því að
hún hafi mikið að bjóða þessu landi
og hún lætur ekki konungsfjölskyld-
una kveða sig í kútinn,“ sagði einn
vina hinnar 34 ára gömlu prinsessu
sem þessa dagana dvelst í fríi á eyju
í Karibahafi.
Fréttin í Daily Mirror er sú fyrsta
þar sem fram kemur að Díana sé til-
búin að fallast á skilnað en ósætti
hennar við konungsfjölskylduna
var frekar undirstrikað um jólin. í
hefðbundnu jólaboði drottningar-
innar í höllinni í Sandringham var
prinsessan hvergi sjáanleg.
Gangi skilnaðurinn eftir getur
Karl eftir sem áður tekið við krún-
unni og jafnframt orðið yfirmaður
ensku kirkjunnar. Kjósi hann hins
vegar að kvænast á nýjan leik kann
hann að mæta andstöðu þeirra
kirkjunnar manna sem segja það
ekki samræmast reglum hennar.
Díana krefst þess að skilnaðurinn
við Karl verði samkvæmt hennar
skilmálum.
Karl, sem er 47 ára, hefur sjálfur
sagt að ekkert slíkt sé á dagskrá.
Getgátur hafá samt verið uppi um
það að hann muni ganga að eiga
Camillu Parker Bowles, þá hina
sömu og eyðilagði hið konunglega
hjónaband, að mati Díönu. Einn
þeirra sem hefur alfarið lagst gegn
slíkum ráðahag er breski forsætis-
ráðherrann, John Major. Haft er eft-
ir honum í einu dagblaðanna að
breskur almenningur myndi aldrei
samþykkja slíkan ráðahag.
Hverjum svo sem um er að kenna
hvernig allt fór er þó prinsessan
viss í sinni sök: „Þau munu aldrei
gera mig að svarta sauðnum i kon-
ungsfjölskyldunni," sagði Díana í
einu af símtölum sínum frá Karíba-
hafi. Reuter
Handtekin fyrir aö
selja barnið sitt
Lögreglan í Egyptalandi hand-
tók konu í Kaíró sem hafði orðið
uppvís að því aö selja barn sitt.
Konan sem um ræðir heitir
Nadia Ali og er fertug. Hún lét
stúlkubam sítt af hendi fyrir um
300 þúsund íslenskar krónur en
kaupandinn var kynsystir henn-
ar sem er mun betur stödd fjár-
hagslega. Þegar barnið, sem var
45 daga gamalt þegar viðskiptin
áttu sér stað, veiktist hugðist
kaupandinn skila því til hinnar
réttu móður. Þá upphófust slags-
mál og var lögreglan kölluð til.
Þetta er ekki í fyrsta skipti
sem lögreglan i Egyptalandi hef-
ur afskipti af máli sem þessu en
Nadia Ali gaf þá skýringu um
„viðskiptin" að hún þyrfti pen-
ingana til að framfleyta hinum
börnunum sínum þremur.
Borgarstjórinn faldi
sig á klósettinu
Borgarstjórinn í bænum MOa-
gros í Argentínu mátti dúsa inni
á klósetti fimmtán klukkustund-
ir á meðan æstur múgurinn gekk
berserksgang í kjölfar fjöldaupp-
sagna.
Málsatvik eru þau að eftir að
borgarstjórinn tilkynnti að emb-
ætti hans myndi segja upp 120
starfsmönnum varð fjandinn
laus. Borgarstjórinn sá því ekki
annað ráð en að læsa sig inni á
klósettinu þar til öldurnar lægði.
Fimmtán klukkustundum síðar
var honum bjargað af lögreglu.
Belgar minnka
bjórdrykkjuna
Belgar hafa minnkað bjór-
drykkjuna hjá sér um 5% á milli
ára. Frá þessu er skýrt í tímarit-
inu Gondola og er ástæðan sögð
vera hertar reglur um leyfilegt
magn áfengis í blóðinu, svo og
peningasektir. Áður máttu öku-
menn mest hafa 0,8 millígrömm
af áfengismagni í blóði sínu en á
síðasta ári var það lækkað i 0,5.
Samhliða var tekin upp sú aö-
gerð aö beita ökumenn peninga-
sektum fyrir drykkjuna.
Bobby Brown dæmd-
ur fyrir ofbeldi
Söngvarinn Bobby Brown, eig-
inmaður söngkonunnar Whitney
Houston, var á fóstudaginn
dæmdur í þúsund dala sekt fyrir
að sparka í afturhlutann á örygg-
isverði West Hollywood hótels-
ins. Bijóti Brown af sér á næst-
unni tekur við tveggja ára fang-
elsisvist en söngvarinn var
einnig skikkaður til að fara á
námskeið þar sem mönnum er
kennt að hemja skap sitt. Reuter
Nyju ari
Áramótunum var víða fagnað um heiminn en þó með misjöfnum hætti. Giuseppe Palmulli, 43 ára ítali, fékk sér t.d.
smá sundsprett þegar hann kastaði sér í ána Tiber í Róm en sá siður mun hafa komist þar á fyrir um hálfri öld.
Símamynd Reuter
Áramót með ýmsum hætti
Haldið var upp á áramótin með ýmsum hætti
um heimsbyggðina og er óhætt að segja að geng-
ið hafi á ýmsu. Á Filippseyjum féllu margir í
valinn eins og sagt er frá annars staðar í DV en
í Bandaríkjunum gengu .mtirnir þó öllu róleg-
ar fyrir sig. Á Times Square var samankomin
um hálf milljón manna en allt gekk þó að mestu
áfallalaust utan þess að fáeinir voru handteknir
fyrir óviðeigandi hegðun. Aldrei áður hafa svo
margir verið þar samankomnir á gamlárs-
kvöldi.
Um 70 þúsund voru á Trafalgar Square í
London og var hegðun þeirra góð. Nokkrir voru
þó handteknir fyrir fyllirí en fyrir fáeinum
árum krömdust þarna tvær konur til bana. í Ed-
inhorg voru um 300 þúsund manns í miðbænum
og gekk vel.
Þrátt fyrir kuldann i Þýskalandi safnaðist
fólk víða saman á síðasta degi ársins. Um 30
þúsund voru t.d. við Brandenborgarhliðið og
fylgdust með ílugeldasýningu. Einn maður lést
af völdum heimagerðs flugelds og þrír fórust í
eldsvoða í Þýskalandi.
Þrír dóu sömuleiðis á Ítalíu um áramótin en
þar þurfti að gera að sárum nærri þúsund
manns vegna óhappa tengdum flugeldum. í
Moskvu urðu tveir gleðimenn úti eftir að hafa
drukkið of mikið og i Argentínu hófu tveir ná-
grannar árið með því að berjast með hnífum.
Þeir eru nú báðir alvarlega slasaðir á sjúkra-
húsi. Reuter
Þúsundir Þjóðverja létu kuldann ekki á sig fá og komu saman við
Brandenborgarhliðið til að fagna nýju ári og var myndin tekin við
það tækifæri. Símamyrfd Reuter
Pantað í tíma
Mörg af vinsælustu veitinga-
húsum Parísar eru uppbókuð á
gamlárskvöld 1999.
Eldflaugaárás á Kabúl
Þrjú börn létust í eldflauga-
árás á Kabúl í gær. 21 lést í svip-
aðri árás þar í fyrrakvöld.
Eldsvoði í Kóreu
150 verslanir eyðilögðust í
eldsvoða í Suður-Kóreu um
helgina. Tveir slösuðust.
Major
John
Major, for-
sætisráð-
herra Breta,
á nú í mikl-
um vandræð-
um með að
halda úti
stjórn sinni
og er meiri-
hluti hennar
nú mjög naumur á þinginu.
Emma Nicholson er nýjasti
þingmaðurinn til að yfirgefa
Major en hún hefur gengið til
liðs við frjálslynda demókrata.
Eldsvoði í Júgóslavíu
Eldur braust út í bílaverk-
smiðju Yugo á gamlárskvöld en
þar eru árlega framleiddir 120
þús. bilar. Framleiðslan hefst
aftur síðar í mánuðinum.
50 dóu í bílslysi
Fimmtíu létust þegar trukkur
steyptist niður í skurð í Zaír í
gær. 100 manns voru í bifreið-
irrni þegar óhappið varð.
Árekstur í Mexíkó
Tuttugu og fimm létust þegar
tvær langferðabifreiðar rákust á
nærri landamærum Mexíkó og
Bandarikjanna. Flestir hinna
látnu voru frá Mexíkó.
Abdullah tekinn við
Abdullah, krónprins í Sádi-
Arabíu, hefur tekið við leiðtoga-
hlutverki ríkisstjórnarinnar í
stað bróður síns, Fahd, sem er
að jafna sig eftir hjartaáfall.
. Bonoí
írska
poppstjarnan
Bono, söngv-
ari hljóm-
sveitarinnar
U2, eyddi
áramótunum
í Sarajevo í
boði stjórn-
valda í Bosn-
íu. Söngv- ar-
inn tók ekki lagið í ferðinni en
útilokaði ekki að halda þar tón-
leika með U2 á næsta ári.
Öflugur jarðskjálfti
Öflugur jarðskjálfti skók
hluta Indónesíu í gær. Eignatjón
varð nokkurt en ekki er vitað
um meiðsl á fólki.
Tígrisdýr drap ungling
Unglingur i Kalkútta lést þeg-
ar hann reyndi að koma skreyt-
ingu á tígrisdýr í dýragarðinum
þar. Vinur hins látna slasaðist
einnig og er vart hugað líf.
Páfinn
Jóhannes
Páll páfi virt-
ist við ágæta
heilsu þegar
hann flutti
áramóta-
ávarp sitt á
Péturstorgi
um helgina.
Fórst í snjóflóði
35 ára gamall Frakki fórst í
snjóflóði í Ölpunum í gær.
Fimm var bjargað.
Sprengjur á Korsíku
Fjórar sprengjur sprungu á
Korsíku um helgina. Reuter
hressari
Sarajevo
i vanda