Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 1996 Spurningin Hvað er þér minnisstæðast frá árinu 1995? Guðbjörg Björgvinsdóttir hús- móðir: Það er svo margt. Það hafa verið leiðindi en nú er að birta upp. Kristín Friðriksdóttir húsmóðir: Flóðin í Súðavík og á Flateyri. Tryggvi Már Ingvarsson verslun- armaður: Sigur Fylkis í annarri deild og sigur Everton. Magnús Ágústsson bifvélavirki: Ekkert í augnablikinu. Sigurlaug Sverrisdóttir hársnyrt- ir: Snjóflóðin hörmulegu. Sigríður Emilía Eiríksdóttir hús- móðir: Snjóflóðin. Lesendur_____________ Hvaö á aö gera viö Leifsstöö? Hvernig væri að létta skattborgurunum róðurinn með þvf að fullnýta Flug- stöð Leifs Eiríkssonar? Gunnar Magnússon skrifar: Eiga landsmenn að trúa þvi sem fram kemur i viðtali við einn starfs- mann Flugleiða hf. við Tímann ný- lega að Flugstöð Leifs Eiríkssonar sé því miður orðin of lítil? Ég vil í sjáÚu sér ekkert rengja starfsmann- inn í Leifsstöð um að mikið mæði á byggingunni, tækjum hennar og tól- um þegar þar eru fimm eða sex flug- vélar að koma í einu. En, eins og starfsmaður Flugleiða segir líka: Þetta er hægt að leysa, bara spum- ing um vilja, og fyrir liggi hug- myndir um lagfæringar án þess að fara út í stækkun til að fá eðlilega þjónustu. Einkavæðing eða ekki einkavæð- ing getur varla skipt sköpum fyrir nýtingu Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar. Það verður jafnslæm nýting á flugstöðinni við núverandi að- stæður. Og að einkavæða byggingu sem við íslendingar eigum ekki að fullu er nokkuð sem ekki þýðir að ræða um. Bandaríkjamenn eru aðil- ar að byggingunni allri og geta þeg- ar þurfa þykir (t.d. vegna stríðsá- taka í Evrópu eða undirbúnings þeirra) tekið alla bygginguna í notk- un án frekari aðvörunar. Rétt eins og með flugbrautimar á vellinum, íslendingar eiga þær ekki og heldur ekki lendingarbúnaðinn þar syðra. En sleppum nú hártogunum um eignaraðild. Leifsstöð ber að nýta að fullu fyrir farþegaflug og annað sem því fylgir og á heima í einni flugstöð. Hin nýja bygging er afar vannýtt, það er öllum ljóst. Byggingin stend- ur ónotuð mestan hluta sólarhrings- ins þótt þar sé svo full starfsemi nokkrar klukkustundir. Það sem vantar fyrst og fremst í bygginguna er meiri starfsemi og fleiri og örari komur og brottfarir flugvéla. Hvernig má það verða? Einfald- lega með því að flytja allt innan- landsflug frá Reykjavík til Keflavík- urflugvallar. Að hlusta á væl manna og vorkunnsemi fyrir sjálf- um sér að þurfa að aka í 35 mínút- ur frá Reykjavík til Keflavíkur er út í bláinn. Ef ríkisvaldið og Alþingi íslendinga ætlar að afsaka flutning innanlandsflugsins til Keflavíkur með tímatöf fyrir flugfarþega eða al- mennum óánægjuröddum þá má rétt eins spyxja t.d. hvers vegna rík- isstjórnir hafi ekki afnumið tekju- skattinn að fullu. Það er nefnilega búið að kvarta yfir honum í árarað- ir og allir eru sammála um að hann eigi að hverfa. Svo nýleg bygging sem Flugstöð Leifs Eiríkssonar er þá er nokkuð snemmt að tilkynna okkur skatt- borgurunum að hún sé þegar orðin of lítil! Það létti hins vegar stórlega á þeim svo og ríkinu að flyfja í hana afla þá starfsemi sem henni tilheyr- ir og vera ekki með tvær flugstöðv- ar í 35 mínútna akstursfjarlægð frá hvor annarri eða 5 mínútna flug ef miðað er við loftlínufjarlægðina. Bráðlæti vegna álbræðslu Reynir skrifar: Við erum nýbúnir að fá staðfest að stækkun verður á umfangi álf- ramleiðslu Alusuisse í Straumsvík. Ekki er þó fýrr búið að taka ákvörð- un um þá stækkun en við erum far- in að sýna bráðlæti um meiri um- svif í ádið. Það er Columbia fyrir- tækið bandaríska, sem sífellt er ver- ið að þýfga um svör við því hvort endanleg ákvörðun um staðsetn- ingu álvers á þeirra vegum hafi ver- ið tekin. En staðarvalið stendur á milli Islands og Venezuela í Suður- Ameríku. En þótt svo vel fari að þetta fyrir- tæki ákveði nú að staðsetja sina verksmiðju hér á landi verður efna- hagsvandi okkar íslendinga fráleitt leystur með þeirri ákvörðun. Verk- smiðjan yrði okkur búbót en leysti í sjálfu sér engan vanda, annan en þann að fá nokkrum tugum manna vinnu að staðaldri. - Byggingafram- kvæmdir með eitthvað íjölmennara starfsliöi standa ekki eilíflega. Hér á landi eru margir og van- nýttir möguleikar til verka og vinnslu á nánast hvaða hlutum sem er. Eitt sinn vildu Japanir fá að setja hér saman eina tegund bíla sinna sem átti svo að fara á Amer- íkumarkað. Við það var ekki kom- andi þá, svo mikil var andúðin í garð erlendra fjárfesta sem kröfðust verulegra skattfríðinda eða afnáms aðstöðugjalds gegn því að tryggja landsmönnum nokkur hundruð störf. Eitthvað virðist viðhorf lands- manna hafa breyst hvað þetta varð- ar, vitandi að þeir bíða ekki í röð- um erlendu fjárfestarnir eftir þvi að koma til íslands og setja hér upp verksmiðjur eða framleiðslufyrir- tæki, nema gegn verulegum fríðind- um í skattagjöldum, líkt og gerist annars staðar. Takmark heima- manna er líka fyrst og fremst það eitt að fá umsetninguna og svo hitt að halda atvinnuleysi í lágmarki. Stöðumælaruglið í borginni Sigurjón skrifar: Undanfarið hafa verið þrenns konar form greiðslu fyrir bílastæð- in. í fyrsta lagi eru bílahúsin og opnu svæðin þar sem maður greiðir samkvæmt tímalengd gegn miöa. Þá eru hinir gömlu og sígildu stöðu- mælar sem taka 50 kr. fyrir eina klukkustund, og loks stöðumælar hinir nýrri sem taka aðeins 10 krón- ur. Svona stöðumælarugl nær auðvit- að engri átt. Og þá allra síst það að greiða ýmist 10 krónur eða 50 krón- Samræmt verð í stöðumælana? ur, eftir mælum. Ekki man ég hvar þessi eða hin tegund stöðumæla er í miðborginni og þarf því ævinlega að vera undirbúinn fyrir báða mæl- ana. Og nú kemur nýi 100-króna pen- ingurinn. Verði hann settur í mæl- ana byrja nú vandræðin fyrir al- vöru. Ég get ekki séð að hægt sé að verðleggja tíma fyrir 100 krónur! - Nema þá með því t.d. að lengja tím- ann i 2 klukkustundir. Ekki trúi ég að 100- kallinn gildi fyrir 1 tíma. - Ég legg því til að áfram gildi 50 krónur í alla mælana, eða hægt verði að kaupa ígildi 50-króna pen- inga til að nota í þá. Þannig haldist verðið óbreytt, a.m.k. miðað við nú- verandi verðbólgustig og því von- andi um ókominn tíma. Ljóðaperlur á jóladag Hafsteinn Þorvaldsson skrifar: Þáttur ríkissjónvarpsins á jóla- dagskvöld um þjóðskáldið góða, Davíð Stefánsson, var dæmigerð- ur um þær óskir eða kröfur sem þjóðin gerir til rikisfjölmiðils um flutning á menningarlegu dag- skrárefhi. Flutningur og leikgerð þeirra systkina, Helgu og Arnars Jónsbarna á ljóðaperlum góð- skáldsins, ásamt viðeigandi skýr- ingum og tilvitnunum í ritdóma, var í einu orði sagt frábær. Fáguð og yfirlætislaus framsetn- ing þessara góðu listamanna í notalegu umhverfi Davíðshúss færði okkur sem heima sátum þægilega tilfmningu fyrir nær- veru okkar við það efni sem flutt var. Stjómendum ríkissjónvarps- ins óska ég til hamingju með þennan þátt jóladagskrárinnar sem mun lifa í minningunni. Háskólinn sjálfseignar- stofnun Amar hringdí: Ég hef ekki lengi heyrt um jafn góða hugmynd og þá að gera Há- skóla íslands að sjálfseignar- stofnun og færa rekstur hans til samræmis við hana. Flestar stofhanir og fyrirtæki sem hér starfa sem sjálfseignarstofhanir em til fyrirmyndar og rekstur- inn hefur gengið mun betur en flestra annarra. Meira tal I myndirnar Ingólfur skrifar: Ég sá myndina Börn náttúr- unnar í Sjónvarpinu um jólin. Fín mynd, og aflt það, hugljúf og falleg. En það vantar tal í þessar íslensku kvikmyndir. Það sagði við mig erlendur kunningi minn, maður sem er öllum hnútum kunnugur varðandi kvikmynd- un: „Þær eru margar glettflega góðar mýndimar ykkar og eftii- viö eigið þið nægan en það vant- ar miklu meiri texta, meira tal, þetta líkist meira þöglu myndun- um“. Maðurinn hefur hér nokk- uð til síns máls. Við þurfum fólksfjölgun Karl Sigurðsson skrifar: Hvað geram við til varnar frekari landflótta? Ekki búum við til störf án einhvers grund- vallar fyrir þau og við íslending- ar erum ekki hugmyndaríkir. Það verður að segja eins og er. Ég hvet til þess að við tökum við margfalt fleiri flóttamönnum, íjölskyldum með böm, helst menntuðu fólki með verkþekk- ingu og hæfileika til að byggja upp, t.d. í framleiðsluþáttum og verslun og viðskiptum. Síðan eig- um við að verðlauna atvinnuhug- myndir sem verða að veruleika meö því að bjóða skattfrelsi, svo sem 5 fyrstu árin. Deilan í Lang- holtskirkju Rannveig hringdi: Þar sem mér er ekki sama um íslenskt kirkjustarf og okkar kristnu trú vfl ég óska þess að deilan í Langholtskirkju verði leyst sem allra fyrst og á friðsam- legan hátt, öllum til blessunar. Hins vegar heyrði ég frá traust- um aðila að þessi deila væri ekki ný af nálinni og hún stæði um fjármál eins og svo mai-gar aðrar. Minnst var á orgelsjóð kirkjunn- ar i þessu samhengi. Sé þetta rétt þá á aö upplýsa almenning um allar forsendur deilunnar og vinda síðan ofan af spillingunni, sé hún til staöar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.