Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1996, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1996, Side 15
ÞRIÐJTJDAGUR 2 JANÚAR 1996 15 Mynteiningar á rafrænu formi: Verðandi mistök Kreppa skall á snemma vetrar 1929. Orsakir hennar voru í aðalat- riðum þær að fyrirtæki höfðu gef- ið út röð útgáfa af hlutabréfum, skuldabréfum og bréfum sem voru bæði skuldabréf og hlutabréf. Söluandvirði nýju útgáfanna var síðan notað til þess að greiða arð og vexti af eldri bréfum, til þess að minni affóll yrðu á söluverði nýju útgáfunnar. Þetta var kallað spamaður, af þeim sem keyptu þessi bréf. Smá saman safnaðist fyrir mikil ávísanaútgáfa á verð- mæti, sem áttu að felast í efna- hagsvirkni og raunframlegð fyrir- tækjanna. En sakir þess að ekki er bæði hægt að fjárfesta í raunverðmæt- um og borga gamlar skuldir fyrir söluandvirði nýrra hluta eða skuldabréfaútgáfu, þá þvarr raun- verðmætið á bak við bréfin. Þegar svo mikill fjöldi hætti að geta borgað af bréfum, þá féllu þau i verði, þeir sem áttu þau til að borga sínar skuldir, gátu þá held- ur ekki borgað sitt og þeirra skuldbindingar urðu einskis virði. Af þessu varð keðjuverkun sem kom fram sem snöggt og mikið verðfall í kauphöllum heimsins. Afleiðingamar urðu kreppa og stríð. - Sömu mistök, annað form. Skuldbindingar og fjár- magnskostnaður Ríki heimsins gefa út seðla og mynt. Hér áður fyrr voru til seðl- ar og aðrar takmarkaðri skuld- bindingar, handhafaskuldabréf, skuldabréf ríkja, fylkja, borga, sveitarfélaga, fyrirtækja og ein- staklinga. Svo og hlutabréf fyrir- tækja. Þessar skuldbindingar sættu markaðsverði, eftir trygg- ingu, vöxtum og endurgreiðslu, út- drætti eins og húsbréfin hér. Síð- an var alltaf verulegur spamaður í sparifé í bönkum, en það sætti vöxtum eftir lánstíma. Það sem hefur gerst síðastliðna tvo áratugi er að myntimar sjálfar, á rafrænu formi, hafa í síauknum mæli verið notaðar sem markaðsbréf. Ríki heimsins hafa haldið úti háum vöxtum til þess að halda uppi Kjallarinn Þorsteinn Hákonarson framkvæmdastjóri peninga í umferð til að halda verð- inu uppi og taka meiri lán til að borga eldri skuldir. Jöfnuð fjárlög verða óframkvæmanleg. Almenn- ingur lendir í hærri leigu og f]ár- magnskostnaði vegna íbúðakaupa, bíla og kaupa tækja á afborgunum. Markaður fyrirtækja, sem fram- leiða fyrir lægri tekjuhópa, dregst saman. Fasteignaverð verður gjaldeyri er hundrað sinnum meiri en þarf til vegna vöru og þjónustu. Nú er svo komið vestur í Bandaríkjunum að 1% þjóðarinn- ar hefur 40% af tekjum og eignum. Gjaldþrot og uppboð fara vaxandi. Smám saman stendur ekkert á bak við rafrænu peningana sem notað- ir eru í spákaupmennsku mynta. Alveg eins og 1929 þá verða „Ríki heimsins hafa haldið úti háum vöxt- um til þess að halda uppi verði eigin myntar. Hluti af því að halda verðinu uppi er að ríki heimsins hafa tekið lán og ábyrgjast greiðslu háu vaxtanna.“ verði eigin myntar. Hluti af því að halda verðinu uppi er að ríki heimsins hafa tekið lán og ábyrgj- ast greiðslu háu vaxtanna. Fjárlög eru afgreidd og síðan lánsfjáráætlun til þess að útgjöldin gangi upp. Þegar frá líður komast skuldug ríki í þá stöðu að hefta lægra en byggingarkostnaður. Börnin hafa ekki efni á að flytja að heiman. Lífeyrissjóðslán verða lífskvöl á starfstíma fyrir þá sem eiga að njóta tryggingar síðar. Að finna sitt verð Nú er svo komið að verslun með þessir rafrænu peningar að finna sitt verð. Fyrsta ríkið sem varð fyrir þessu var Mexíkó, reyndar lán í óláni fyrir þá. Óhjákvæmi- legt er að rafrænu peningamir finni sitt verð miðað við raunverð- mæti. Þorsteinn Hákonarson „Alveg eins og 1929, þá verða þessir rafrænu peningar að finna sitt verð“, segir m.a. í greininni. Deilur og Drottinn Þjóðkirkjan á í erfiðleikum. Ein- hver anarkismi virðist vera farinn að leika lausum hala innan henn- ar ásamt alls kyns erfiðleikum í samskiptum presta og annarra starfsmanna í kirkjum og söfnuð- um. Þetta stjómleysi birtist í þeirri mynd að ekki virðist vera á hreinu hverra stjóm kirkjan lýt- ur. Til þess að fyrirtæki geti talist vel rekið þurfa að vera um það skýrar línur hver stjómar hveiju og einnig að öll verkaskipting starfsmanna innan þess sé í ákveðnum farvegi svo ekki þurfi að eyða óþarfa tíma og orku í stöðugan ágreining og deilur. Endalausir erfiðleikar Virðing manns fyrir þessari rík- isstofnun, sem hefur það göfuga hlutverk að sinna trúmálum ís- lensku þjóðarinnar, fer stöðugt minnkandi. Það sem helst ber á góma í umfjöllun fjölmiðla um málefni kirkjunnar undanfarin ár em fréttir af framhjáhaldi presta (samanber frægt mál hér fyrr um árið), hótanir presta um verkfóll heimtandi hærri laun af ríkinu á sama tíma og almennu launafólki hér á landi era skömmtuð slík laun að atvinnulaus einstaklingur annars staðar á Norðurlöndunum er hátekjumaður í samanburði. Einnig hrjá kirkjuna endalausir erfiðleikar í samskiptum ásamt ill- deilum í söfnuðum hist og her um landið. Nýjasta dæmið er Lang- holtskirkjudeilan þar sem org- anistinn fór í fýlu og neitaði að hafa tónlist í kirkjunni yfir jólin vegna þess að nafn eiginkonu hans Kjallarinn Einar S. Guðmundsson nemi var strokað út úr einhverju messuprógrammi. Á organistanum er það að skilja að hann leggi aö jöfnu mikilvægi hins boðaða orðs, hvort heldur það sé flutt í formi tónlistar eða í töl- uðu máli. Samkvæmt þeirri skil- greiningu væri í sjálfu sér ekkert athugavert við það þó presturinn tæki upp á þvi að rappa hið heilaga orð í kirkjunni með aðstoð teknóhljómsveitar. Sú spuming vaknar hvort kirkjan lúti stjórn presta eða tónlistarmanna. Er kirkjan kirkja eða tónlistarhús með sína eigin skemmtidagskrá þar sem nokkrum vel völdum ritn- ingarorðum er skotið inn á milli söngatriða? Líklega var Flóki í fullum rétti þegar hann fór með strokieðrið í messumanúalinn og máði burt eig- inkonu organistans. Það gengur ekki að menn noti kirkjur og safn- aðarheimili landsins fyrir sig, fjöl- skyldur sínar og vini, eins og fyr- irtæki til þess að svala metnaðar- gimi sinni og athyglisþörf. Organistinn hefur komið sér upp einkastúdíói í kirkjunni og hefur verið einráður þarna áratug- um saman ásamt eiginkonu sinni sem syngur fullum hálsi hvenær sem tækifæri gefst. Hann á ekkert eftir nema hreinlega flytja inn í kirkjuna með fjölskyldu sína og sefja dyrabjöllu á kirkjudyrnar með nafiiinu sínu. Enginn hefur gott af svona forréttindum til lengri tíma. Arfleifð bænda- samfélagsins En þetta er íslensk hefð, ævi- ráðning. Menn halda sínum lénum fram á grafarbakkann án þess að aðrir jafnhæfir komist að. Þetta tíðkast alls staðar á íslandi og er arfleifð bændasamfélagsins og af- dalahugsunarinnar þar sem hver heimtar sinn dal. Samt sem áður era menn sífellt að reyna að telja sjálfum sér og öðrum trú um að hér ríki einhver borgaramenning. Það er ekki nema rétt tæpur mannsaldur síð- an stór hluti íslendinga tók sig til og yfirgaf gluggalausa kartöflu- kofa sem þeir kölluðu híbýli, eða hreinlega skriðu upp úr holum sem þeir höfðu grafið ofan í jörð- ina, og fluttu á mölina. Einnig hafa þeir mann fram af manni verið upp á náð og mis- kunn húsbænda sinna komnir og ekki mátt sín neins nema vera vel í ætt settir. Þetta breytist ekki svo glatt. Nóg um það. Það er ekki laust við að hægt sé að renna hýra auga til Kaþólsku kirkjunnar sem virðist vera eina stofnunin sinnar tegundar hér á landi sem eitthvert mark er tak- andi á. Þjóðkirkjan á að vera yfir dægurþref hafin og ber skylda til þess að láta hagsmuni sóknar- barna sinna ganga fyrir veraldleg- um duttlungum og hégómagimi einstakra starfsmanna sinna. Einar S. Guðmundsson „Það er ekki laust við að hægt sé að renna hýru auga til Kaþólsku kirkjunnar sem virðist vera eina stofnunin sinnar tegundar hér á landi sem eitthvert mark er takandi á.“ Með og á móti Háskólinn verði sjálfs- eignarstofnun Þrautalend- ing til að tryggja fram- lag ríkisins Vllhjálmur H. VII- i sam- hjálmsson, fulltrúi Stúdentaráös. „Sú aðgerð að gera Há- skóla íslands að sjálfseign- arstofnun er þrautalending- in í því að reyna að tryggja að framlag ríkis- ins sé ræmi við nem- endafjölda í skólanum. Fiár- framlag ríkisins til Háskóla ís- lands hefur haldist óbreytt um fimm ára skeið en á sama tíma hefur stúdentum við skólann fjölgað um þrjátíu af hundraði. Samningur yrði gerður við ríkið þar sem ákvarðað yrði að fram- lag ríkisins til Háskóla íslands tæki mið af nemendafjölda i skólanum á hverjum tíma. Þar með væri tryggt að fjárveitinga- valdið axlaði þá ábyrgð sem felst í niðurskurði til Háskóla íslands en vísi ábyrgðinni ekki yfir á Háskólaráð. Stúdentaráð varar hins vegar viö því að menn leggi að jöfnu skólagjöld og fjöldatak- markanir annars vegar og þaö að gera Háskóla íslands að sjálfs- eignarstofnun. Ákvarðanir um skólagjöld og fjöldatakmarkanir verða stjórnmálamenn að taka og bera ábyrgð á þeim gagnvart kjósendum sínum.“ Einhverjar mótsagnir á ferðinni „Það er eft- irtektarvert að þeir sem hing- að til hafa tjáð sig jákvætt um mál ríkisvalds og . háskóla telja sig hagn- ast á skiplags- breytingum af þessu tagi. Sennilega er það vegna þess að báðir eygja fjárhagslegan ávinning af þeim. Ef það er rétt er spumingin sú hvort ein- hverju öðru sé fórnað. Þá er ég að tala um jafnrétti til náms. Menntamálaráðherra virðist telja það hugmyndinni til tekna að ábyrgð færist af hans herðum yfir á stofnun sem á sig sjálf. Þeir sem talað hafa fyrir hönd Háskóla íslands í þessu máli virðast telja aö með þessu móti veröi hægt að tryggja hag skól- ans betur og hækka launin hjá starfsfólkinu. Einliverjar mót- sagnir era hér á ferðinni nema taka eigi upp skólagjöld sem virðist reyndar blasa við. Á mig virkar þetta sem einhvers konar patentlausn sem menn hafa ver- ið að reyna í framkvæmd á Nýja- Sjálandi og víðar. Stóra málið er að tryggja meira fjámiagn til há- skólamenntunar og sjá jafnframt til þess aö öllum verði tryggður aðgangur að skólanum án tillits til efnahags þeirra. Þaö er ekki vafi á því aö Háskóli íslands hef- ur verið í fjársvelti og er að leita leiða út úr því. En markaðsvæö- ing hans er hvorki lausn fyrir hann né menntun í landinu þeg- ar til lengri tima er litið.“ -ÞK Ögmundur Jónas- son, alþingismaður og formaður BSRB.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.