Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1996, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1996, Page 28
36 ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 1996 Afmæli Oddur Guðmann Jónsson Oddur Guðmann Jónsson, deild- arstjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Háaleitisbraut 107, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Oddur fæddist að Veðrará í Ön- undarfirði og ólst upp í Önundar- firði. Hann var í barnaskóla til fjórtán ára aldurs, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík 1943-47, stundaði nám í rafvirkjun hjá Sigurði Bjarnasyni rafvirkja- meistara 1943-47, lauk sveinsprófi 1947, öðlaðist meistararéttindi 1950 og löggildingu til rafverk- takastarfsemi 1951. Oddur var rafvirki til sjós í tvö ár, starfaði slðan við raflagnir í Reykjavík tO 1955, hóf þá störf hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur sem rafmagnseftirlitsmaður og hefur verið þar yfireftirlitsmaður og deildarstjóri frá 1976. Fjölskylda Oddur kvæntist 28.5.1950 Ernu Heiðrúnu Jónsdóttur, f. 20.10. 1925, d. 13.5. 1989, húsmóður. Hún er dóttir Jóns Almars Eðvaldsson- ar, vélstjóra á Akureyri, og Jak- obínu Guðbjartsdóttur húsmóður. Börn Odds og Ernu Heiðrúnar eru Jóna G. Oddsdóttir, f. 8.12. 1951, skrifstofumaður í Garðabæ, gift Jóni M. Þórarinssyni kennara og eru dætur þeirra Erna H. Jóns- dóttir, f. 18.6. 1984, og Arna M. Jónsdóttir, f. 31.7.1990; Gunnar Ö. Oddsson, f. 7.8.1962, rafvirki i New York, kvæntur Þórdísi Gunnarsdóttur, starfsmanni Flug- leiða á Kennedy-flugvelli; Elín J. Oddsdóttir, f. 9.3. 1964, hjúkruna- rfærðingur við Landspítalann, gift Hannesi K. Þorsteinssyni kennara og eru dætur þeirra Gunnhildur V. Hannesdóttir, f. 3.8. 1987, Val- gerður A. Hannesdóttir, f. 22.6. 1992, og Agnes Nína Hannesdóttir, f. 17.9. 1995. Hálfbróðir Odds, sammæðra, var Jón Franklín, nú látinn, út- gerðarmaður í Reykjavík. Alsystkini Odds eru Guðmund- ur Franklín Jónsson, nú látinn, verkstjóri hjá Eimskip í Reykja- vík; Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir, húsmóðir í Reykjavík; Gróa Mar- grét Hildur Jónsdóttir, húsmóðir í Reykjavík; Haraldur Jónsson, nú látinn, útgerðarmaður á Flateyri; Stefán Jónsson, nú látinn, bifvéla- virki í Hafnarfirði; Ólafur Jóns- son, nú látinn, trésmiður í Reykjavík. Foreldrar Odds voru Jón Guð- mundur Guðmundsson, f. 29.9. 1892, d. 4.10. 1971, bóndi og verka- maður í Önundarfirði, og Jóna Guðrún Jónsdóttir, f. 7.8. 1892, d. 24.10. 1930, húsfreyja og ljósmóðir. Oddur tekur á móti gestum í fé- lagsheimili Rafmagnsveitunnar í Elliðaárdal, í dag, 2.1., milli kl. 18.00 og 20.00. Oddur Guðmann Jónsson. Ríkharður Brynjólfsson Ríkharður Brynjólfsson, aðal- kennari Búvísindadeildar við Bændaskólann á Hvanneyri, Norðurási, Hvanneyri, Andakíls- hreppi, er fimmtugur í dag. Starfsferill Ríkharður var sérhæfður að- stoðarmaður við Rannsóknastofn- un landbúnaðarins 1970-71, hefur verið kennari við Bændaskólann á Hvanneyri frá 1976 og aðalkenn- ari við Búvísindadeild frá 1979. Ríkharður hefur setið í hrepps- nefnd Andakílshrepps frá 1986, er en ólst upp í Reykjavík. Hann maður Norrænna búvísinda- lauk búfræðiprófi frá Bændaskól- manna NJF, 1992-95 og er formað- anum á Hvanneyri 1965, varð þar ur íslandsdeildar NJF frá 1992. búfræðikandidat 1970 og er Dr.Sci í plöntukynbótum frá Landbúnað- FjÖlskylda arháskólanum í Ási í Noregi frá 1977. Ríkharður kvæntist 1.9. 1968 Tll hamingju meö afmælið 2. janúar 90 ára 60 ára Valborg Þorsteinsdóttir, óskar Helgi Einarsson, Klúku, Fljótsdalshreppi. Hátúni 6bi Reykjavík. Guðjón Ölafur Auðunsson, Jóhanna Þuríður Bjamadóttir, Dvalarheimilinu Lundi, Hellu. Njörvasundi 40, Reykjavík. Eiríkur Guðmundsson, oc - Brimnesi 2, Fáskrúðsfirði. OO ara Giiðnuindnr Kristjánsson, Unnur Ólafsdóttir, Tangagötu 8, Stykkishólmi. Kirkjuteigi 16, Reykjavík. Anna V. Jónsdóttir, „„ , Kópavoasbraut lb. KóDavoai. ara Þóra Ragnarsdóttir, 0« , Setbergi 10, Þorlákshöfn. ÖU ara .Inn Óskar Garlsson. Vilborg Sigfúsdóttir, Hraunbæ 128, Reykjavík. Faxatröð 8a, Egilsstööum. Hallfríður Bjarnadóttir, Lára Júlíusdóttir, Stekkjarbrekku 2, Reyðarfirði. Austurbraut 5, Keflavík. LiUa BJörS Olafsdóttir, Kárastöðum, Rípurhreppi. Hildor Metiísalemsdnttir, 75 ára Bleiksárhlíð 51, Eskifirði. — Ulol (jruömuiiusuoiiir, Friðrik Vilhjálmsson, Háeyrarvöllum 4, Eyrarbakka. Klapparstíg 1, Reykjavík. Sigurftur Guftmundsson, Álfhólsvegi 82, Kópavogi. 40 ára Jóhanna Runólfsdóttir, Hamraborg 32, Kópavogi. Jóna Sigrlður Steingrúnsdóttir, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Grettisgötu 31, Reykjavík. Sandabraut 8, Akr£mesi. Valdimar Einarsson, Leynisbrún 14, Grindavik. Marfa Kristjánsdnttir, 70 ára Traðarbergi 11, Hafnarfirði. Ragnheiður Elfa Arnardóttir, Oddur Björnsson, Skeggjagötu 7, Reykjavík. Unalæk, Vallahreppi. Sesselju Bjarnadóttur, f. 29.8. 1941, rannsóknarmanni. Hún er dóttir Bjarna Jónssonar og Laufeyjar Valgeirsdóttur, bænda í Bjarnar- höfn á Snæfellsnesi. Synir Ríkharðs og Sesselju eru Ragnar Ríkharðsson, f. 6.3. 1971, nemi í matvælafræði við HÍ; Steinar Ríkharðsson, f. 4.6. 1976, nemi við ML. Hálfsystir Ríkharðs, samfeðra, er Bryndís, f. 9.3. 1925, hjúkrunar- fræðingur í Kanada. Alsystkini Ríkharðs eru Ragn- heiður, f. 17.3. 1935, d. 20.4. 1971; Þorvarður, f. 4.5. 1938, læknir í Svíþjóð; Anna, f. 19.7. 1939, skrif- stofumaður í Reykjavik; Ásthild- ur, f. 13.8. 1944, sölufulltrúi í Bandaríkjunum; Eiríkur, f. 28.12. 1950, stærðfræðikennari við MA; Stefán, f. 28.8. 1952, byggingafull- trúi á ísafirði. Foreldrar Ríkharðs: Brynjólfur Þorvarðarson, f. 6.5. 1902, d. 19.12. 1974, skrifstofumaður á Reyðar- firði og í Reykjavík, og Ásta Þor- björg Beck, f. 14.9. 1913, iðnverka- kona. Ríkharður verður að heiman á afmælisdaginn. Þorgrímur Jónsson Þorgrímur Jónsson tryggingayf- irtannlæknir, Hólavallagötu 7, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Þorgrímur fæddist að Klepp- járnsreykjum í Reykholtsdal. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1947, tannlæknaprófi frá HÍ1959 og var i framhaldsnámi í tann- vegsfræði og röntgenfræði við Tannlæknaháskólann í Bergen 1967-70. Þorgrímur var tannlæknir í Reykjavík 1959-66, tannlæknir við Gladsaxe Kommune Börnetanpleje 1966-67, stundakennari við tann- læknadeild HÍ 1973-75, lektor þar 1975-78, tryggingatannlæknir hjá Tryggingastofnun ríkisins frá 1978 og er tryggingayfirtannlæknir frá 1990. Þorgrímur var formaður Félags tannlæknanema 1955, sat í rit- nefnd Árbókar TFÍ 1964-65 og í fræðslunefnd TFÍ 1972-79. Fjölskylda Þorgrímur kvæntist 2.7. 1956 Huldu Jósefsdóttur, f. 6.12. 1930, listhönnuði og kennara. Hún er dóttir Jósefs Ingvars Jakobssonar, bónda á Bálkastöðum, og Gróu Jónasdóttur. Dóttir Þorgríms og Huldu er Anna Þorgrímsdóttir, f. 12.11. 1956, tónlistarkennari. Systkini Þorgríms: Ingibjörg Birna Jónsdóttir, f. 2.12.1919, hús- móðir í Reykjavík; Stefán Jóns- son, f. 30.12. 1920, d. 23.8. 1971, skrifstofustjóri í Reykjavík; Jó- hann Jónsdóttir, f. 2.4. 1922, mat- ráðskona og húsmóðir í Reykja- vík; Guðrún Jónsdóttir, f. 22.9. 1923, húsfreyja á Kópareykjum í Reykholtsdal; Bjarni Jónsson, f. 23.10. 1927, kennari í Reykjavík; Jóna Anna Jónsdóttir, f. 23.4. 1929, d. 3.11. 1930. Foreldrar Þorgríms voru Jón Bjamason, f. 7.10. 1892, d. 2.1. 1929, héraðslæknir á Kleppjárnsreykj- um, og k.h., Kristín Kristjana Þor- Þorgrímur Jónsson. grímsdóttir, f. 5.12. 1894. Þorgrímur er að heiman á af- mælisdaginn. •• 903 • 5670 •• Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verö fyrir alla landsmenn. Munið nýtt símanúmer 550 500®

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.