Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1996, Síða 32
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í
síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er
notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn.
550 5555
Hafnarfjörður:
Varðhalds
krafist yfir
þrítugum
karlmanni
- lagði til manns með hnífi
Tæplega þrítugur karlmaður var
handtekinn í gær grunaður um að
hafa ráðist á sér litlu eldri mann í
heimahúsi í Hafnarfirði í gærmorg-
un og vegið að honum með hnífi.
Hnífslagið kom á háls mannsins
sem fluttur var á slysadeild þar sem
mikið blæddi úr skurði sem hann
hlaut. Gert var að sárum hans og
var hann, ekki í lífshættu í gær-
kvöldi að sögn lækna sem höfðu í
hyggju að hafa hann á sjúkrahúsi í
nðtt til eftirlits.
Eins og fyrr segir átti verknaður-
inn sér stað í heimahúsi í Hafnar-
firði að morgni nýársdags. Árás-
armaðurinn var óboðinn gestur i
húsinu og höfðu húsráðandi og gest-
ir haft áfengi um hönd. Eftir árás-
ina flúði árásarmaðurinn af vett-
vangi en stúlka i húsinu lét lögregl-
una í Hafnarfirði vita. Slóð manns-
ins, sem grunaður er um verknað-
inn, var rakin að öðru húsi og var
hann handtekinn í kjölfarið. Hann
hefur áður komiö við sögu lögregl-
unnar.
, . Engar upplýsingar fengust hjá
RLR i gærkvöldi, sem fer með rann-
sókn málsins, um hvort maðurinn
"hefði játað verknaðinn. Reiknað er
með að farið verði fram á gæslu-
varðhaldsúrskurð yfir manninum í
dag. -pp
Áramót á Eskifirði:
Eins og í
sunnudaga-
skóla
„Nóttin var rosalega róleg framan
af og í raun eins og í sunnudaga-
__^kóla fram til klukkan sjö þegar ég
ætlaði að fara að skríða í bælið. Þá
byrjuðu læti i heimahúsum hingað
og þangað og ég var að til klukkan
tvö í dag,“ sagði lögreglumaður a
Eskifirði í samtali við DV í gær-
kvöldi, aðspurður hvernig nýár-
snóttin hefði gengið fyrir sig í hans
umdæmi. -sv
20 skip á sjó um
áramótin
Samkvæmt upplýsingum frá Til-
kynningaskyldu Slysavarnafélags-
ins voru í kringum 20 skip á sjó um
áramótin. Það er heldur minni sjó-
sókn en verið hefur undanfarin ár.
JJm það bil helmingur þessara 20
skipa eru flutningaskip þannig að
fáir hafa róið til fiskjar. -bjb
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER
Frjálst,óháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 2. JANUAR 1996
VAR HANN A VEGUM
KIRKJUNNAR ÞESSI
SUNNUDAGASKÓLI?
Vísbendingar um að verkjalyf séu að aukast á fíkniefnamarkaðnum:
Fimm látnir eftir
neyslu verkjalyfja
þarfnast rannsóknar, segir eiturefnasérfræðingur
„Við getum rakið fimm dauðs-
föll hér á landi á seinasta ári til
neyslu sterkra verkjadeyfandi
lyfja. Ef ég man rétt eru tvö „af
völdum" metadons, tvö af völdum
condalgins og eitt af völdum ketog-
ans. Ég segi af völdum innan
gæsalappa því að þessi efni koma
ekki ein við sögu. Hér getur líka
verið um að ræða önnur lyf og
áfengi samhliða. Það eru vísbend-
ingar um að þessi lyf séu að koma
inn á fikniefnamarkaðinn í aukn-
um mæli,“ segir Jakob Kristins-
son, dósent í eiturefnafræði á
Rannsóknarstofu Háskólans í
lyfjafræði.
„Dauðsfollin hafa aldrei verið
eins mörg og á nýliðnu ári. Ef
menn hins vegar vilja sjá ein-
hveija þróun verðm- að gera rann-
sóknir á þessu þvi oft verða tilvilj-
anakenndar sveiflur á dauðsfoll-
um af völdum eitrana."
Umrædd lyf eru öll eftirritunar-
skyld og undir eftirliti Lyfjaeftir-
litsins, þ.e. Lyfjaeftirlitið fylgist
bæði með því hvaða læknar gefa
þau út og einnig hvaða sjúklingar
nota þau. Lyfin eru öll vanabind-
andi verkjalyf en metadon þó sýnu
minnst en heróínfiklar nota það
gjarnan til að losna úr vítahring
neyslu sinnai-. Meðal innihalds-
efha condalgins er morfín.
„Það er alveg klárt að þetta er
ekki lyfjaneysla samkvæmt lækn-
isráði. Þessi fimm manna hópur
sem um ræðir er hins vegar dálít-
ið blandaður og því erfitt að full-
yrða að þama séu á ferðinni
ávana- og fikniefnaneytendur.
Þrátt fyrir þetta hef ég áhyggjur af
því að fíkniefnaneyslan sé að fær-
ast yfir í neyslu sterkra verkja-
lyfja - ávísanaskyld lyf, sérstak-
lega ef haft er í huga að við emm
að finna þau meðal efna sem fikni-
efhalögreglan leggur hald á. Það
þarf að skoða þetta mun betur.
Eins og stendur er þetta áhuga-
vert. Það er ekki hægt að fullyrða
að hér sé um að ræða lyf sem
læknar hérlendis hafa gefið út.
Þeim getur líka hafa verið
smyglað eða vísað á þau erlendis,"
segir Jakob.
Gunnlaugur Geirsson, prófessor
í réttarlæknisfræði, leyfir sér að
efast um að um sé að ræða lyf sem
ávísað sé af innlendum læknum.
Hitt sé annaö mál að það verði að
skoða hvernig fólk kemst yfir lyf
af þessu tagi sem eru gagnleg við
vissar aðstæður. Þetta sé okkur
nýtt.
-pp
Alvarlega
slasaður eft-
ir flugeld
Sjö ára drengur liggur nú á augn-
deild Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir
að flugeldur skaust í auga hans.
„Drengurinn er alvarlega slasað-
ur á auga. Flugeldurinn lenti í auga-
brún hans og höggið var mikið. Við
skoðuðum hann í gær með það í
huga að gera á honum aðgerð en
hættum við það þar sem blæðingar
eru talsverðar í auga hans,“ sagði
Óli Björn Hannesson, sérfræðingur
á augndeild Sjúkrahúss Reykjavík-
ur, í samtal við DV í gær.
Drengurinn mun aftur verða skoð-
aður í dag og vonast menn þá til að
sjá hvemig honum muni reiða af.
Þá var ung kona, sem fékk blys í
augað, flutt á augndeildina og að-
gerð gerð á henni í gærmorgun. Óli
Bjöm sagði við DV að aðgerðin
hefði heppnast vel og vonast hann
til að konan muni ná sér. -pp
Læknafélag íslands:
Bíður úrskurðar
Landsmenn fjölmenntu að brennum á gamlárskvöld og kvöddu gamla árið og fögnuðu því nýja með blysum og skot-
eldum margs konar. Ljósadýrðin var mikil og naut sín vel í góðviðrinu. Það var engu að síður frostkuldi og eins gott
að klæða sig vel eins og frændurnir Atli og Þórhallur gerðu. Þá komu loðhúfurnar sannarlega að góðum notum.
DV-mynd Teitur
félagsdóms
Félagsdómur kveður upp úr-
skurð um lögmæti uppsagnar
Læknafélagsins á samningi félags-
ins frá 30. nóv. síðastliðnum. Úr-
skurðarins er að vænta á fimmtu-
daginn. -sv
L O K I
Veörið á morgun:
■í
Austlægar
áttir
' J''W, ’ •. '
Veðurstofan gerir ráð fyrir að
á morgun verði austan- og norð-
austanstrekkingur og snjó- eða
slydduél norðanlands en hægari
suðaustanátt og skúrir um sunn-
anvert landið. Hiti verður á bil-
inu 1 til 6 stig, kaldast norðan-
lands.
Veðrið í dag er á
bls. 37
brother
Litla
merkivélin
Loksins
með Þ ogÐ
Nýbýlavegi 28-sími 554-4443
Ltm
alltaf á
Miövikudögnm
w
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
t
i
í
í
í
í
í
á