Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 NIÐURSTAÐA Á að birta nöfn fíkniefnasmyglara? ,r ö d d FOLKSINS °04-1600 Fréttir Grunur um að skattayfirvöld hafl greitt fiskútflutningsfyrirtæki falskan innskatt i 80 skipti: Onnur milljonasvik lik Vatnsberamálinu upplýst Yfir 80 innskattsskýrslur gáfu á annan tug milljóna króna. Talið er fullvíst að enginn rekstur hafi verið að baki. DV-mynd BG - hvorki fiskverkun né útflutningur reyndust hafa haft við rök að styðjast Stuttar fréttir Skattrannsóknastjóri ríkisins og RLR hafa unnið að virðisaukaskatts- svikamáli sem komið er á lokastig þar sem grunur leikur á að forsvars- maður fiskútílutningsfyrirtækís I Reykjavík hafi náð að svíkja út úr ríkissjóði á annan tug milljóna króna á svipaðan hátt og nánast á sama tímabili og svokallaður Vatns- beramaður. Rannsóknin hefur leitt í ljós að þrátt fyrir að skattayfírvöld hafi greitt manninum allar þessar milljónir þá reyndist nánast enginn rekstur hafa verið fyrir hendi. Samkvæmt heimildum DV voru á níunda tug vsk-skýrslur lagðar fram hjá skattstofunni og fékkst innskatt- urinn þannig greiddur út án þess að tilætlaður rekstur, fiskverkun eða útflutningur, hafi átt sér stað. Meint svik munu hafa átt sér stað á árun- um 1992-1995. Tveir stofhendur voru að fyrir- tækinu á sínum tíma og var tilgang- ur þess framleiðsla og sala sjávar- fangs til útflutnings. Annar mann- anna, sem er um fertugt, liggur und- ir grun um að hafa staðið að framvís- un skýrslnanna og tekið við greiðsl- unum frá skattayfirvöldum. Málið fór fyrst í hendur skattrann- sóknaryfirvalda fyrir rétt um einu ári - rúmum fjórum mánuðum eftir að svokaflaður Vatnsberamaður sætti kæru vegna síns máls. Ólíkt Vatnsberamanninum hætti framan- greindur maður þá að leggja fram innskattsskýrslur - þ.e. eftir að yfir- völd kærðu hann. Sá fyrrnefndi reyndi hins vegar að halda áffarn að svíkja út fé úr ríkissjóði þrátt fyrir að hann hafi þá verið búinn að sitja í gæsluvarðhaldi meðan á rannsókn málsins stóð. -Ótt Skorið framan af Dagfara GK árlega: Án stefnis á rækju en með stefni á loðnuveiðum - mega DV, Suðurnesjum: „Við þurfum að taka stefnið af skipinu vegna reglugerðar sem sett var á veiðisvæðið í Kolluál í Jökul- dýpi. Ef við ætlum að veiða þar rækju verður stefnið að hverfa því annars yrðum við teknir í land- helgi. Með stefni er skipið einum metra of langt til veiða á þessu svæði. Án stefnis getum við veitt þar,“ sagði Guömundur Garðarsson, skipstjóri á rækju- og loðnuskipinu Dagfara GK. ekki veiða rækjuna Skipið hefur verið í Sandgerðis- höfn að undanfömu og verið er að sjóða stefnið á það á ný eftir rækju- veiðar í Kolluál því nú á að halda á loðnuveiðar. Á rækjunni má hámarkslengd skips vera 39 metrar. Það er Dagfari stefnislaus en 40 metrar með stefni. Reglugerðin var sett fyrir hálfu öðru ári. Dagfari sem var búinn að stunda rækjuveiðar í nokkur ár var orðinn of langur samkvæmt reglun- um. Nú voru góö ráð dýr og lausnin lá óstyttir í stefninu. Suðumenn hafa soðið stefnið á aftur og í hvert skipti sem það er gert þarf skipið að fara í nýj- ar lengdarmælingar. „Stefnið er soðið laust á svo fljót- legt sé að taka það af aftur. Að mínu mati eru þessar reglur asnalegar eins og margar reglugerðir í fisk- veiðilögsögu okkar eru,“ sagði Guð- mundur. Hann segir að ástæða þess að stefnið er sett á fyrir loðnuveið- amar sé sú að skipið verji sig betur hlaðið af loðnu. ÆMK Uppsagnir heilsugæslulækna: Ástandið ekki vænlegt „Ég er nýkominn hingað og ráð- inn til eins árs. Mér finnst ástandið héma vera þannig að ekki sé rétt að draga fætuma neitt í heflsugæsl- unni svo að ég vildi ekki segja upp. Það var fullur skilningur á því með- al minna félaga," segir Páll Þor- steinsson, heimilislæknir á Flateyri. 270 heilsugæslulæknar hætta störfum á heilsugæslustöðvum um allt land þegar uppsagnir þeirra taka gfldi 1. maí. Páll segir að það beri alls ekki skilja þetta sem svo að heimilis- læknarnir styðji ekki aðgerðir fé- laga sinna. Þeir hafi aðeins tekið þessa ákvörðun út af ástandinu fyr- ir vestan en þar hafa læknar aðeins verið í skamman tíma í einu. Fory.stumenn heimilislækna hittu Davíð Á. Gunnarsson ráðuneytis- stjóra og Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra í gærmorgun. -GHS STJORINN DV-mynd ÆMK Stefið soðið á Dagfara í Sandgerðishöfn í vikunni. Að auðlindin sé sameign þjóðarinnar var í hættu „Það varð samstaða innan þingflokks Framsóknarflokksins um að veðsetningarleyfi á afla- kvóta skyldi ekki vera inni í frumvarpinu um samningsveð. Ég veit ekki hvort hægt er að kafla þetta stefnubreytingu hjá Framsóknarflokknum í sjávar- útvegsmálum. Viö erum enn þeirrar skoðunar að fiskveiði- stjórnunin grundvallist á kvóta- kerfmu. Þar er engin breyting á. Við ræðum auðvitað öfl kerfi, sem eðlilega þarfnast endur- skoðunar og við sjáum augljósa agnúa á þessu kerfi eins og öll- um öðrum, því ekkert stenst tímans tönn. Meginrökin fyrir því að við leggjumst gegn veð- setningarleyfi aflakvóta eru þau að við teljum hættu á að þarna sé verið að stíga fyrsta skrefið í að afnema hið viðkvæma póli- tíska mál að auðlindin sé sam- eign þjóðarinnar," sagði Hjálm- ar Árnason, þingmaður Reyknesinga, þegar DV spurði hann út í breytta stefnu Fram- sóknarflokksins í sjávarútvegs- málum. Hjálmar hafði forystu fyrir því mnan þingflokks Framsókn- arflokksins að þetta veðsetning- arákvæði væri tekið út úr frum- varpi dómsmálaráðherra. Þing- menn Sjálfstæðisflokksins gerðu ekki athugasemd við ákvæðið þannig að það eru framsóknar- menn undir forystu Hjálmars sem stoppuðu það. Hjálmar sagðist ekki efast um að eftir 10 ár heföu útgerðar- menn farið að vitna til lagastoð- ar um heimild til að veðsetja kvóta. Þeir myndu krefjast þess að næsta skerf yrði stigið sem væri að staðfesta að þeir ættu kvótann, en hann væri ekki lengur sameign þjóðarinnar. „Auðvitað stunda menn það í dag að veðsetja kvóta. Það er þó sá reginmunur á að bankar eða lánastofnanir geri það á eigin ábyrgð að lána út á kvóta heldur en ef fyrir því væri lagastoð,“ sagði Hjálmar Árnason. -S.dór Fylgjandi veiöi- leyfagjaldi Samkvæmt skoðanakönnun Gallups fyrir Samtök iðnaðarins er 64 prósent þjóðarinnar fylgjandi veiðfleyfagjaldi, miðað við þá sem afstöðu tóku í könnuninni. Iðja mótmælir Iðja, félag verksmiðjufólks á Ak- ureyri, mómælir harðlega þeim hækkunum sem heilbrigðisráö- herra hefur boðað á komugjaldi til sérfræðinga og heimilislækna. Loftur í Landsbankann Loftur Ólafsson hefur tekið við starfi forstöðumanns Samvinnu- bréfa Landsbankans af Þorsteini Ólafs sem orðinn er framkvæmda- stjóri Handsals. 15 hús til sölu Fimmtán íbúðarhús hafa verið auglýst til sölu í Reykhólahreppi. Samkvæmt RÚV telja eigendur húsanna að gjaldskrá hitaveitunn- ar hækki um 110% eftir að Orkubú Vestfjarða eignaðist hana. Eldsneyti í öskubíla Svo gæti farið að öskubílar í Reykjavík fái eldsneyti úr sorpinu sem þeir hafa safnað saman. Sam- kvæmt Tímanum fara ffarn mæl- ingar á myndun metangass í sorp- haugunum í Álfsnesi í þessu skyni. Handsal í eftirliti Bankaeftirlit Seðlabankans hef- ur gert alvarlegar athugasemdir við rekstur verðbréfafyrirtækisins Handsals og sent viðskiptaráðu- neytinu skýrslu um málið. Sam- kvæmt frétt Stöðvar 2 á Edda Helgason, sem hætti sem fram- kvæmdastjóri í byrjun ársins, aö hafa lánað sjálfri sér 24 milljónir króna. Edda hefúr skilað leyfi sínu til verðbréfamiðlunar. Viöskiptdjöfnuður Jöfiiuður í viðskiptum við út- lönd var hagstæður um 13,3 millj- arða króna á síðasta ári. Það er nokkru minni afgangur en árið 1994 þegar hann var 19,4 milljarð- ar. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.