Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1996, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 Ekki eru allir sjálfstæðismenn sáttir við að Davíð fari í forseta- framboð. Held að hann sé bara að stríða „Ég held nú að Davíð sé dálít- ið óvenjulegur og sé bara að stríða með því að halda mönnum i óvissu. En ég bara trúi því alls ekki að hann gefi kost á sér.“ Einar Oddur Kristjánsson, í Alþýðu- blaðinu. Fellibylur í Póllandi „Þetta er ekki ósvipað því þeg- ar fiðrildi blakar vængjum í Pek- Ummæli ing og úr verður fellibylur í Póll- andi.“ Hrafn Gunnlaugsson um forseta- framboð sitt, í Tímanum. Brautryðj endahvellur „Það verður alltaf hvellur í kringum brautryðjendur." Rafn Geirdal, forsetaframbjóðandi, ÍDV. Einkennileg staða „Við erum í þeirri einkenn- ilegu stöðu að segja upp störfum okkar til þess að reyna að halda þeirn." Gunnar Ingi Gunnarsson heimilis- læknir, í Alþýðublaðinu. Karakterlaus stereótýpa Á fáum árum er hún orðin að markaðssetningarafurð sjón- varpsins, karakterlausri ster- eótýpu, hinni amerísku blond- ínu.“ Gamall kærasti Pamelu Anderson. Hljóðriti og grammó- fónn Þótt margir hafi viljað eigna sér hljóðritunartæknina þá er enginn vafi á því að Thomas Alva Edison er sá fyrsti sem hljóðritaði. Það var 12. ágúst 1887 sem hann bjó til spólutæki og fékk hann einkaleyfi á því í febrúar 1888. ■ Hljómgæðin voru samt afleit og aldrei setti hann sjálfur hljóðrita á markaðinn. Það gerði hins vegar þýski upp- finningamaðurinn Emile Berliner sem flust hafði til Bandaríkjanna. Hann gerði ýms- Blessuð veröldin ar endurbætur á hljóðrita Edi- sons árið 1887 og tók upp hljóð á snúningsplötu úr sinki sem húð- uð var með vaxi. Tæki þetta var nefnt grammófónn. Berliner sneri síðar heim til Þýskalands og stofnaði þar Deutsche Grammophone Gesellschaft árið 1898. Fyrsta íslenska hljómplatan Fyrsta íslenska hljómplatan var tekin upp í Kaupmannahöfn og það var fyrir árið 1907, en ná- kvæm dagsetning er ekki til. Á þessari plötu lék hljómsveit Ó, Guð vors lands og Eldgamla ísa- fold. Fyrstur Islendinga til að syngja inn á hljómplötu var Pét- ur Á. Jónsson og það var árið 1907. Vaxandi suðaustanátt í fyrstu verður hæg austan- og suðaustanátt á landinu, víða skýjað en úrkomulaust. Þegar líður á dag- inn og einkum síðdegis gengur í vaxandi suðaustanátt á Suðvestur- og Vesturlandi, annars staðar verð- Veðrið í dag ur hægari suðaustanátt. Suðvestan- og vestanlands má búast við slyddu eða súld en annars staðar verður úrkomulitið. I fyrstu verður frost um allt landi en síðdegis fer að hlýna, fyrst suðvestan- og vestan- lands. Á höfuðborgarsvæðinu þykknar upp með vaxandi suðaust- anátt þegar líður á daginn. Sunnan og suðaustan hvassviðri og slydda eða súld í nótt. Hitastig frá 1 stigs frosti upp í 4 stiga hita. Sólarlag í Reykjavík: 17.17 Sólarupprás á morgun: 10.04. Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.44, Árdegisflóð á morgun: 5.58. Heimild: Almanak Háskólans. Veðriö kl. 6 i morgun: Akureyri léttskýjað -8 Akurnes skýjað -4 Bergstaðir léttskýjað -2 Bolungarvík skýjað -4 Egilsstaóir heiöskírt -9 Keflavíkurflugv. hálfskýjaó 0 Kirkjubkl. skýjaö -2 Raufarhöfn heiðskírt -6 Reykjavík skýjað -2 Stórhöfði úrkoma í grennd 2 Helsinki léttskýjað -13 Kaupmannah. þokumóða -5 Ósló þokumóóa -9 Stokkhólmur skýjað -6 Þórshöfn skýjað 1 Amsterdam þokumóöa -7 Barcelona skýjaö 8 Chicago heiðskírt -22 Frankfurt skýjað -6 Glasgow skýjað 2 Hamborg þokumóða -10 London mistur 1 Los Angeles Madrid alskýjað 14 París skýjaó 1 Róm súld 11 Mallorca rigning 14 New York alskýjað -3 Nice rigning 7 Nuuk alskýjað -1 Orlando léttskýjaö 19 Vin skafrenningur -7 Washington snjókoma -3 Winnipeg isnálar -40 Hannes Þorsteinsson golfvallaarkitekt: Hannaði fyrsta golfvöllinn 16 ára DV, Akranesi: „Ég fór fyrst og fremst í námið til þess að auka við þekkingu mína í golfvallahönnun. Ég hef unnið við slíka hönnun i rúm 20 ár, hæði hér heima og erlendis, og greip því tækifærið þegar ég sá það auglýst í erlendu golfblaði að félag breskra golfvallaarkitekta ætlaði að taka inn nema. Það voru hátt í 100 aðilar víðs vegar úr Evr- ópu sem sóttu um og voru 12 tekn- ir í námið og var ég einn þeirra," sagði Hannes Þorsteinsson sem út- skrifaðist sem golfvallaarkitekt frá British Institute of Golf Cours Architects í desember sl. Maður dagsins Skagamaðurinn Hannes Þor- steinsson hefur verið viðloðandi golfíþróttina frá 13 ára aldri er hann sló fyrstu golfhöggin á Akra- nesi. Hann komst síðan i hóp bestu kylfinga landsins um tíma og eftir að hann slakaði á á golf- vellinum starfaði hann fyrir Golf- samband íslands í nokkur ár sem umsjónarmaður unglingamála sambandsins og landsliðseinvald- Hannes Þorsteinsson. ur unglinga. En áhugi fyrir golf- vallahönnun kom fljótt hjá Hann- esi og aðeins 16 ára hafði hann teiknað sinn fyrsta golfvöll sem var golfvöllurinn á Akranesi. Hannes sagði að námið hefði verið fólgið í verkefnavinnu, s.s. teikningum og heimildarritgerðar- smíð hér á íslandi, auk þess að sækja tvær námsstefnur árlega á mismunandi stöðum í Evrópu. Námið tók 4 ár. Síðan var það lokaprófiö sem hann þurfti að þreyta fyrir 5 manna dómnefnd þann 15. desember sl. „Það eru aðeins 45 golfvallaarki- tektar í þessum samtökum og er ég sá eini á Noröurlöndunum en meirihlutinn er breskur," sagði Hannes. „Ástæða þess að bresku samtök- in ákváðu að fjölga félögum var að þau gátu einfaldlega ekki annað eftirspurn. Átti samdráttur í land- búnaði víðs vegar um Evrópu sinn þátt í því. Þá buðust ónýttar land- spildur sem kjörnar voru fyrir nýja golfvelli. Á íslandi eru 54 golfvellir og hefur Hannes hannað 24 þeirra og hefur auk þess unnið við endur- bætur á 19 öðrum. „í dag eru helstu verkeíhi mín stækkun á golfvellinum á Akranesi, hönnun á nýjum 18 holu golfvelli að Korp- úlfsstöðum og gerð fyrsta golfvall- ar Færeyinga í Þórshöfn. Þrátt fyr- ir þessi verkefni er hönnunin ekki fullt starf hjá Hannesi enn sem komið er. Hann er náttúrufræð- ingur að mennt og starfar sem kennari við Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi. „Helstu áhugamál mín utan golfsins eru ferðalög erlendis og sjóstangaveiði.“ Hannes er kvænt- ur Þórdísi Arthúrsdóttur, ferða- málafulltrúa á Akranesi, og eiga þau tvo syni, Þorstein, 17 ára, og Bjama Þór, 14 ára. -DÓ Myndgátan Lausn á gátu nr. 1433: Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. Rúmenía-Ísland í handboltanum íslenska liðið mátti þola naumt tap gegn Norðmönnum í Lotto-keppninni í handbolta sem fram fer í Noregi. Nú er komið að Rúmenum og verður þar ör- ugglega um spennandi leik að ræða, enda hefur verið mikið jafnræði með þessum liðum í undanfömum leikjum. Leikur- inn hefst kl. 17.00. Einn leikur er í úrvalsdeild- íþróttir inni í körfubolta, íslandsmeistar- ar Njarövíkur taka á móti KR á heimavelli og hefst leikurinn kl. 20.00. Á sama tíma er einn leikur í 1. deildinni í handbolta, í Vest- mannaeyjum leika ÍBV og Vík- ingur. Þá em tveir leikir í 2. deild, Fylkir og HK leika í Fylk- ishúsi og ÍH og BÍ leika í Hafnar- firði. Hleruð sam- talsbrot í vetur hefur forsalur Borgar- leikhússins verið helgaður fram- sækinni nútímamyndlist. Þegar hafa tveir myndlistarmenn sýnt verk þar, Ólafur Gíslason og Finnbogi Pétursson. I tengslum við þetta verkefni var efnt til sam- keppni um listaverk meðal félaga Sýningar í Nýlistasafninu og er fyrsta verk- ið í þeirri röð komið í forsalinn, er það eftir Gunnar M. Andrésson og ber heitið Hleruð samtalsbrot. Verkið er byggt á samtölum og samtalsbrotum sem listamaður- inn hefur heyrt og hlerað víða um bæ. Þetta texta- og hljóðverk sam- anstendur af texta sem birtur er á vegg auk þess sem heyra má texta lesinn. Bridge Margir halda því fram að ekki sé hægt að líkja saman spilamennsku í sveitakeppni og tvimenningi, nánast sé þar um að ræða tvær ólíkar íþrótt- ir. í tvímenningi er hver aukaslagur gullsígildi, hvort sem um er að ræða fyrir sókn eða vörn, en yfirslagir skipta oft litlu sem engu máli í sveita- keppni. Tökum hér eina varnarþraut fyrir vestur í tvímenningi. Vestur skoði aðeins hendi noröurs (blinds) og sagnimar sem ganga þannig, suður gjafari: ♦ 62 V KD52 ♦ KD65 4 KD7 4 Á9 V 108 ■f Á982 * G9853 4 G854 * ÁG9764 4 73 4 Á Suður Vestur Norður Austur 1* pass 2G pass 34 pass 34 Dobl pass pass 4v p/h Sagnir krefjast útskýringar. Tvö grönd var úttektarkrafa (game) og spurði um einspil á hendi suðurs. Suð- m' lofar einspili í laufi með þriggja laufa sögn sinni og þriggja spaða sögn norðurs spyr um fyrirstöðu í þeim lit. Dobl austurs er beiðni um útspil í spaða og pass suðurs neitar fyrirstöðu í spaða. Sögnum lýkur síðan í 4 hjört- um. Þú hlýðir félaga þínum og spilar út spaðaás í upphafi og færð nú aö skoða blindan. Hvað nú? Augljóst mál má telja að samningur- inn stendur, einu mögulegu slagir varnarinnar eru á ÁK í spaða og tígulás þvi sagnhafi hlýtur að eiga hjarta- og laufás fyrir sögnum sínum. En stórhætta er á að slagurinn á tígul fari fyrir lítið ef spaða er spilað áfram í hugsunarleysi. Leggja verður niður tígulás áður en spaða er spilað til þess að félagi spili ekki laufi i þriðja slag. Þegar spilað kom fyrir í tvímenningi á 20 borðum fékk sagnhafl að vinna 5 hjörtu á 13 borðum en þrír vamarslag- ir fyrir vömina gáfu 13 stig í plús. Isak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.