Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1996, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996
Allt aö 70 prósenta veröhækkun á grænmeti:
Sumt af þessu
er algert drasl
Neytendur
íslenskir tómatar:
Væntanlegir
á markað
Að sögn Kolbeins Ágústssonar,
hjá Sölufélagi garðyrkjumanna,
má allt eins búast við íslenskum
tómötum á markað í byrjun
næstu viku. Kolbeinn segir
tómatana koma frá Guðjóni á
Melum, framboðið verði líklega
lítið fyrst í stað og menn komi
væntanlega til að bítast um það
litla sem komi.
í lagi á
útsölum
í blaði Samkeppnisstofnunar
kemur fram að stofnunin gerði
könnun á ástandi verðmerkinga á
útsölum á höfuðborgarsvæðinu.
Ástandið var kannað í 113 versl-
unum og í ljós kom að verðmerk-
ingar voru í lagi í 93% tilvika. Að-
eins þurfti því að gera athuga-
semdir í 7% tilvika og var það oft-
ast vegna þess að varan var ein-
ungis verðmerkt með útsöluverð-
inu. Þessi niðurstaða þykir mjög
ánægjuleg og vekur vonir um að
brátt komist sama lag á verð-
merkingar í sýningargluggum
þannig að neytendur geti gengið
um verslunargötur og verslunar-
miðstöðvar og áttað sig á verðlagi
með því að skoða í búðarglugga.
Meðvitaðri
neytendur
Víða erlendis, þar sem frjáls
verölagning á vöru og þjónustu
hefur tíðkast mun lengur en hér á
landi, eru neytendur meðvitaðri
um mikilvægi góðra verðmerk-
inga. Samkvæmt erlendri könnun
frá 1993, þar sem 500 manns á
aldrinum 20-65 ára, tóku þátt,
töldu 92% aðspurðra það mjög
mikilvægt að kaupmenn verð-
merktu vörur í sýningargluggum.
Þá sögðust 64% aðspurðra oft eða
stundum hætta við að fara inn í
verslun þar sem vörur væru ekki
verðmerktar i gluggum. Ef marka
má þessa niðurstöðu má ef til vill
segja að kaupmenn tapi á því að
verðmerkja ekki. í blaði Sam-
keppnisstofnunar kemur fram að
þar á bæ sé mönnum ekki kunn-
ugt um að kannanir af þessu tagi
hafi farið fram meðal íslenskra
neytenda.
Kjúklingar
á lágu verði
„Kjúklingar hafa verið á tilboði
í verslunum frá því í lok sept-
ember og þetta er því engin ný
bóla,“ segir Bjarni Ásgeir Jóns-
son, formaður Félags kjúklinga-
bænda, í samtali við DV, en KÁ
auglýsir nú kílóið af kjúklingum
á 398 krónur. Bjarni Ásgeir segir
verðið hafa farið lægst niður í 378
krónur og þaö sé allt of lágt.
„Það er eins með okkur og
svínabændur að við getum ekki
legið með mikið magn af kjöti.
Framboðið hefur verið of mikið
og þess vegna lækkaði verðið. Það
er á uppleið aftur en enn er eitt-
hvað um að kjúklingur sé boðinn
á tilboði.
Gott jafnvægi
á markaðnum
Svínakjöt hefur verið boðið á
útsöluverði í stórmörkuðum að
undanfórnu og DV sló á þráðinn
til Guömundur Lárussonar, for-
manns Landssambands kúa-
bænda, til þess að kanna hvort
einhverrar lækkunar væri að
vænta á nautakjöti.
„Ég held ég verði að svara þér
eins og þegar við töluðum saman
síðast. Við erum ekki með neitt
útsölugóss. Það er mjög gott jafn-
vægi á nautakjötsmarkaönum,
framboð og eftirspurn haldast vel
í hendur og því mun verðið ekki
lækka,“ segir Guðmundur. -sv
„Það er alger þvæla ef menn ætla
að fara að halda því fram að engar
verðhækkanir hafi orðið á græn-
meti nú á milli ára og mér sýnist
hækkunin geta numið allt að 70 pró-
sentum. Það út af fyrir sig er alveg
nóg en þessu til viðbótar er þetta al-
gert drasl sem markaðurinn er að
bjóða," segir Frangois Fons, mat-
reiðslumaður á Heilsustofnun NLFÍ
í Hveragerði. Nokkuð hefur verið
um að haft hafi verið samband við
Neytendasíðuna vegna þess að
mönnum þykir sem verð á græn-
meti hafi farið ört hækkandi að
undanförnu.
Frangois Fons segist í starfi sínu
bæði kaupa innlént og erlent græn-
meti og vera löngu hættur að botna
nokkuð í markaðnum hér á landi.
Það sé með ólíkindum að t.d. inn-
tluttir tómatar og agúrkur sem
hann hafi fengið á 60-80 krónur
kílóið í fyrra og hittifyrra séu nú
komin langt yfir 200 krónur kílóið.
„Þetta er bara rugl. Þú sérð að
kílóið af gulrótum var á 230 kr. í síð-
ustu viku, einmitt á þeim tíma þeg-
ar mest framboðið er erlendis og
verðið á að geta verið mjög lágt. Ein
skýringin á þessu eru háir tollar en
ég velti því fyrir mér hvort hugsan-
Eins og fólki ætti að vera kunn-
ugt hafa bensínstöðvarnar boðið
fólki upp á afslátt af bensínverði
dæli það sjálft á bílana. Eftir að hafa
kannað þetta mál nokkuð hefur
Neytendsíðan komist að þvi að ekki
er sama hvert farið er, hvenær far-
ið er og á hvaða dælu maður dælir
á bílinn sinn.
Skeljungur býður fólki upp á 1,20
kr. í afslátt dæli það sjálft á bíl sinn.
Sá afsláttur gildir á öllum dælum á
þeim stöðvum sem bjóða upp á
legt sé að milliliðirnir séu að taka of
rnikið," segir Frangois.
Ótrúlega lélegt
„Innlenda hvítkálið er ótrúlega
lélegt, svo lélegt að þótt búið sé að
taka utan af hausnum er hann samt
skemmdur. Á tveimur reikningum
sem ég er með, frá 2. janúar og 18.
janúar, hefur hækkunin á milli
þeirra orðið umtalsverð. Gulræ-
turnar hafa hækkað um 33% og
kartöflurnar um 25%. Á sama tíma
stendur innfluttur laukur frá
Hollandi í stað. Þetta er ekki hægt
og það er óþolandi ef einhver mafía
getur haldið uppi verði á þessum af-
urðum í landinu í skjóli verndar-
reglna sem segja að ekki megi flytja
inn fyrr en allt innlent sé búið á
markaðnum," segir Eiríkur Viggós-
son matreiðslumaður.
Gæðin fara batnandi
„Það er hugsanlegt að í einhverj-
um tilvikum sé eitthvað að í sam-
bandi við gæðin. Að mínu mati hafa
þau þó alveg örugglega farið batn-
andi. Hvað verðhækkanir áhrærir
urðum við að taka töluvert af græn-
meti og ávöxtum til landsins með
flugi síðustu vikuna á liðnu ári. Það
þennan möguleika, hvort sem fólk
kemur að nóttu eöa degi. Tveggja
krónu afsláttur er veittur á tveimur
stöðum, á Gylfaflöt og Miklubraut,
norður.
Hjá Esso fæst afslátturinn aðeins
að degi til og á þeim dælum sem sér-
staklega eru merktar fyrir sjálfsaf-
greiðslu. Fyrir næturþjónustuna
greiða menn hið hefðbundna dag-
gjald. Þar sem menn geta dælt sjálf-
ir á lægra verði er gefin ein króna í
afslátt á hvern lítra.
leiddi til þeirrar hækkunar sem
kemur fram í neysluverðsvísitöl-
unni síðustu. Það á eftir að lækka,“
segir Gunnar Gíslason hjá Mata.
Hann segir griðarlegar verðsveiflur
geta verið á einstökum vörutegund-
um á milli ára og kannski sé hægt
að taka sérstaklega lágt verð fyrir
tveimur árum og bera það saman
við eitthvert sérstaklega hátt verð í
dag og fá út þetta mikla hækkun
eins og Frangois nefnir. Hann segist
þó ekki kannast við svona miklar
verðhækkanir.
Óvenjuslæmt
„Ég get alveg tekið undir það að
gæðin séu ekki nægileg og það ger-
ir bara tíðarfarið á Spáni t.d. Lok
desember, janúar og febrúar er sá
tími sem ástandið er verst. Það er
svo lítið framboð af grænmeti. Hvað
innlenda hvítkálið varðar þá er það
að vísu smátt en gott,“ segir Kol-
beinn Ágústsson, sölustjóri hjá
Sölufélagi garðyrkjumanna. Hann
segist ekki kannast við áðurnefndar
verðhækkanir, segist hafa verið
með óbreytt verð á gulrótum í allan
vetur og að verð á kartöflum hafi
ekki hækkað.
-sv
Ragnheiður Björk Guðmundsdótt-
ir er forstöðumaður kynningar-
deildar Olís. Hún segir að verið sé
að tölvuvæða og bæta þjónustu á
stöðvum Olís. Ein dæla á stöðvun-
um sé vel merkt sem sjálfsagreiðslu-
dæla allan sólarhringinn og hún
veiti afslátt en ekki hinar. Afsláttur-
inn er á bilinu 1,30-2 kr. í Ána-
naustum og í Breiðholti er veittur
tveggja krónu afsláttur af bensíni
þrátt fyrir fulla þjónustu.
-sv
DV
Neytendamál:
Fræðsla
í skólum
Á fundi norrænna ráðherra á
sviði neytendamála á Sjálandi 24.
janúar síðastliðinn urðu menn
sammála um að nauðsynlegt
væri að auka kennslu í skólum
um málefíii neytenda. Samþykkt
var áætlun um neytendafræðslu í
skólunum en rannsóknir hafa
sýnt að þekking ungs fólks á
þessum málum er mjög lítil, þrátt
fyrir auknar kröfur til þess um
þekkingu að þessu leyti. í því
sambandi er bent á notkun
greiðslukorta sem verður æ al-
gengari og framboð lánsfjár verð-
ur stöðugt meira. Jafnframt verð-
ur sífellt erfiðara að henda reiður
á alls kyns tilboðum á neytenda-
markaði. Vonast menn til þess að
sameiginleg áætlun megi verða
til þess að auka áhuga kennara
og almennings á málefninu.
Villandi
auglýsingar
Þorkell Helgason ráðuneytis-
stjóri sat fundinn í fjarveru
Finns Ingólfssonar. Á ráðherra-
fundinum var rætt um ríkjaráð-
stefnu þá sem haldin verður á
þessu ári um endurmat á sam-
starfínu innan Evrópusambands-
ins og forgangsröðun málefna af
hálfu Ítalíu sem fer með for-
mennsku í ESB á fyrri helmingi
ársins. Meðal áhersluatriða í
neytendamálum í Evrópusamt-
arfinu verða dómsleiðir til að
greiða úr ágreiningi seljenda og
neytenda, auking neytendavernd
en einnig verður sérstaklega fjall-
að um villandi og varhugaverðar
auglýsingar, m.a. með tilliti til
velferðar barna.
Forysta í
neytenda-
málum
Á títtnefndum fundi var sér-
staklega rætt um framtíð nor-
rænna umhverfismerkisins á
neytendavörum með hliðsjón af
hliðstæðri merkingu á Evrópska
efnahagssvæðinu. Voru ráðherr-
arnir einhuga um að halda þeirri
forystu sem Norðurlandaþjóðir
hafa í neytendamálum í Evrópu-
samstarfinu. Sérstaklega var
rætt um stuðning Norðurlanda
við þróun neytendamála í grann-
löndunum í austri og samþykktir
gerðar í því sambandi.
Blóm og grænmeti:
Hagsmuna-
félög
framleiðenda
1 dag verður stofnað á Hótel
Örk í Hveragerði hagsmunafélag
blóma- og grænmetisframleið-
enda sem yrði landsfélög með að-
ild aö Sambandi garðyrkju-
bænda.
Eftir því sem segir í fréttatil-
kynningu segir að tilgangurinn
með stofnun félaganna sé m.a. að
stuðla að hvers konar fræðslu-
starfsemi, koma á samræmdum
flokkunarreglum og gæðamati
með hagsmuni framleiðenda og
neytenda í huga. Að afla upplýs-
inga um innlenda framleiðslu og
aðstoða við ræktunarskipulagn-
ingu, svo og að gæta hagsmuna
félagsmanna varðandi innflutn-
ing og samkeppnisstöðu. Allir
blóma- og grænmetisframleiðend-
ur geta orðið stofnfélagar, hvort
sem þeir hafa starfað áður í
svæðisbundnum garðyrkju-
bændafélögum eða ekki. Stofn-
fundur Félags blómaframleið-
enda verður kl. 13 en kl. 15 hjá
Félagi grænmetisframleiðenda.
-sv
Frangois Fons, matreiðslumaður í Hveragerði, segir sumt grænmetið á markaðnum vera algert drasl. Honum þykir
verðið hátt þótt framleiðendur og innflytjendur vilji ekki kannast við að hækkun hafi átt sér stað.
Afsláttur viö sjálfsafgreiðslu á bensínstöðvum:
Ekki alveg sama
hvenær eða hvar