Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1996, Blaðsíða 12
12
Spurningin
Ertu farinn að skipuleggja
sumarfríið?
Halldóra Matthíasdóttir: Já, ég
ætla ekki að gera neitt.
Sigríður Marteinsdóttir húsmóö-
ir: Nei, það er ég ekki farin að gera,
það er allt of snemmt.
Sindri Fannar Knútsson nemi:
Nei.
Ólafur Torfason, atvinnulaus:
Nei, ekki alveg en það fer að koma
að því.
Ragnheiður Guðnadóttir nemi:
Nei, ekki enn.
Hrund Scheving nemi: Nei, það er
nógur timi til þess.
Lesendur_______________
Við róum hvað
sem
Garðar Björgvinsson skrifar:
Það er ekki nóg með að LÍÚ
stjórni sjávarútvegsráðuneytinu
heldur teygja áhrif þess sig upp á 4.
hæð á Klapparstíg 27. Strákamir
þar voru vitrir, nú eru þeir orðnir
heimskir, orðnir eins konar mál-
pípa sægreifaauðvaldsins sem er að
leiða glötun yfir íslenskt þjóðlíf.
Þessir menn á Klapparstígnum sam-
þykkja allt sem leiðtogi þeirra,
dóms- og kirkjumálaráðherrann
Þorsteinn Pálsson, sem einnig er
sjávarútvegsráðherra, þótt bleia
hans sé varla þornuð, segir þeim að
láta berast okkur. Samanber viðtal
við Örn Pálsson i útvarpsþættinum
Þjóðbraut hér á dögunum þegar
hann var að tilkynna okkur með
hvaða hætti við skyldum vaktaðir
líkt og sakamenn og það dyggilega
passað að ef við legðum úr höfn yrð-
um við að klára daginn þótt mann-
drápsveður væri komið og bryti fyr-
ir innsiglinguna okkar. Að öðrum
kosti yrði dagurinn reiknaður not-
aður þótt ekki hefði fengist einn
flskur inn í bátinn. Gæti verið að
Þorsteini Pálssyni dygði að vinna 83
daga á ári ef vel viðrar? Ef hann
væri þar að auki með 9 milljóna
króna atvinnutæki sem borga þyrfti
reglulega af til bankakerfisins eða
að öðrum kosti vænta bréfs frá lög-
fræðingi. Nefnið ekki á nafn lög-
regluríki Sovétríkjanna því nú er
verr komið fyrir íslenskum þegn-
um.
Þetta gengur ekki upp að stöðva
og leggja niður náttúruvæn veiðar-
færi á sama tíma og öflugustu nátt-
úruvemdarsamtök veraldar eru að
skipuleggja herferð gegn rányrkju á
heimshöfunum ásamt því að sporna
enn frekar en áður við mengun. At-
hugið að meðalfrystitogari notar 6
til 8 flöskur af freon í hvern túr auk
hver
þess sem hann brennir um 40 tonn-
um af olíu. Og hvað um ósonlagið?
Þess vegna spyr ég landsfeður
hvort ekki sé nú kominn tími til að
stöðva þessa óheillavænlegu þróun.
Vegna rangrar nýtingar auðlindar-
innar gengur velferðarþjóðfélagið á
brauðfótum og heilbrigðiskerfið er
hrunið. Þessa staðreynd sér ekki
segir
landlæknir né aðrir vitringar og
ráðgjafar. Ólafur Ólafsson, flnnst
þér ekkert athugavert við það að
þessir svonefndu kvótaeigendur
skuli geta leigt sameignina á 100 kr.
hvert kíló, óveitt úti í sjó, það kost-
ar svo 60 kr. í viðbót að ná kílóinu.
Hefur ykkur ekki dottið í hug að
þarna kynnu peningamir að vera
„Vegna rangrar nýtingar auðlindarinnar gengur velferóarkerfið á brauðfót-
um og heilbrigðiskerfiö er hrunið.“
Orðsending til innbrotsþjófs
Karl Jóhann Bridde skrifar:
Þú sem braust inn á heimili mitt
í Heiðarbæ (Árbæ) þann 29.01 milli
kl. 14 og 17 og tókst það litla sem
þrjár mæðgur áttu af skartgripum,
þar með fermingargjafir, útskriftar-
gjafir, skirnargjafir, ástargjafir og
fleiri gjafir sem þú átt aldrei skilið
að fá og munt aldrei fá því aular
eins og þú fara bara eina leið.
Þú tókst það eina sem við áttum
eftir af minningum um látimí foður
okkar og þar fórstu alveg yfir öll
siðgæðismörk sem til eru. Ég meina
hvað ætlar þú að gera með gamalt
úr sem við héldum öll mikið upp á
og faðir okkar var alltaf með og gift-
ingarhringana sem voru settir upp
til að tjá ást en ekki til að lenda 1
höndunum á úrhraki og aulatitti
eins og þér sem leggst svo lágt að
stela frá saklausu fólki sem unnið
hefur hörðum höndum til að halda
persónulegum munum sínum. Ég
vona að samviskubitið eigi eftir að
naga þig inn að beini það sem eftir
er.
Dósasöfnun stúdenta
Runólfur skrifar:
Nú er Stúdentaráð Háskólans far-
ið aö safna dósum og mynt til að
standa straum af kostnaði við að
hafa Þjóðarbókhlöðuna lengur
opna. Menntamennimir verða sem
sé að taka til sama bragðs og litlu
börnin í íþróttafélögunum gera þeg-
ar safna á fyrir ferðalögum eða bolt-
um eða einhverju slíku. Mennta-
mennirnir eru hins vegar að safna
til þess að geta notfært sér þá að-
stöðu sem kostaði offjár og stendur
svo ónotuð þann tíma sem flestir
hafa tíma til að nýta sér hana.
Bókhlöðunni er nú lokað klukkan
ILP
þjónusta
Á Þjóðarbókhlaðan bara að vera skrautleg geymsla fyrir bækur?
19 á kvöldin og ekki er hægt að vera
i henni við lestur á sunnudögum
þegar menn þurfa ekki að sækja
kennslustundir. Yfirvöld bera því
við að ekki séu til peningar til að
greiða starfsfólki fyrir lengri vinnu-
tíma.
Til hvers voru menn eiginlega að
reisa þetta skrauthýsi? Á það bara
að vera geymsla fyrir bækur? Skatt-
greiðendur eiga heimtingu á að fá
að nota þetta hús þegar þeim hent-
ar.
FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996
Óþoiandi af-
ruglarar
Gunnar hringdi:
Það er gjörsamlega óþolandi að
þegar verið er að bjóða alla þessa
fjölbreytni sem fjölvarpið býður
upp á skuli aðeins vera hægt að
horfa á 1 mynd á heimili þótt þar
séu kannski 3 sjónvarpstæki. Ef
maður vill til dæmis horfa á
íþróttir tekur maður rásir af öðr-
um fjölskyldumeðlimum sem þeir
vilja horfa á. Þvílík sveita-
mennska. Menn eiga að geta valið
sér dagskrá án annmarka afrugl-
ara.
Smábörn á
bönnuðum
myndum
Helga Ámadóttir hringdi:
Ég fór í Laugarásbíó klukkan
fimm á þriðjudegi á myndina
Never Talk to Strangers. Myndin
er bönnuð innan 16 ára og í henni
kynlíf, ofbeldi og morö. I kvik-
myndasalnum var fullorðinn mað-
ur með bam sem virtist ekki eldra
en 7 til 8 ára. Hvað er fólk eigin-
lega að hugsa? Þarna sat barnið og
horfði á allan viðbjóðinn. Mig
langar að vita hverjir bera eigin-
lega ábyrgð á því þegar ung börn
eru látin sjá slikar myndir sem
eru bannaðar. Eru það foreldrarn-
ir eða eru það kvikmyndahúsin?
Börn samkyn-
hneigðra
Steinunn hringdi:
Ég skil ekki hvað Margrét Pála
og fleiri lesbíur eru að þrasa yfir
því að þær megi ekki ættleiða
börn. Ef konum hefði verið ætlað
það frá náttúrunnar hendi að
eignast börn saman þá væru mál-
in þannig. Því er nú hins vegar
ekki þannig varið og mér finnst
að þó að þessar konur langi til að
eignast böm eigi þær að taka tillit
til barnanna og setja sig í þeirra
spor. Hvemig verður líf þeirra
barna sem alast upp hjá lesbíum?
Hvernig mun þeim líða i samfélag-
inu? Hugleiöið málið og hugsið
ekki bara um ykkur sjálfar.
Hverjir borga
framboðið?
Jóhanna hringdi:
Ég get ekki ímyndað að nokkur
maður, þó hann sé ríkur, vilji
kosta til 10 til 20 milljónum að
fara I framboð en það er sú upp-
hæð sem heyrst hefur nefhd í
þessu sambandi. En ef það er rétt
að kostnaðurinn sé svona mikill
þá er það ‘sennilega ekki á færi
nema stöndugra fyrirtækja og
hringa að styðja við bakið á „sín-
um“ manni. Og þá fer nú gamanið
aö káma ef þjóðin fer aö kjósa ein-
hvern eftir því hversu mikið hann
er auglýstur. Vonandi verða menn
ekki svo heimskir. Þetta má ekki
verða eins og úti í hinni stóru
Ameríku.
Burt með
happaþættina
Birna hringdi:
Það er vonandi bara kjaftasaga
að taka eigi upp aftur Bingólottó
þættina á Stöö 2. Þessir happ-
drættisþættir era að gera mann
vitlausan. Hvaða heilvita manni
dettur í hug að þetta sé skemmti-
legt efhi til þess að horfa á fyrir þá
sem heima sitja og ekki taka þátt
í vitleysunni? Svo er þetta sent út
á besta útsendingartíma um helg-
ar. Helst vildi ég að Happ í hendi
hjá ríkissjónvarpinu yrði lagt nið-
ur hið fyrsta og aldrei tekið upp
aftur. Bullið í Hemma Gunn og að-
stoðardömunni hans og Ingva
Hrafni er ekki mönnum bjóðandi.
Þar að auki sést greinilega að
þáttastjórnendunum dauðleiðist
þetta raus sjálfum.