Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1996, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREf SEFUR Haflr þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 Vestmannaeyjar: Tvennt á sjúkrahús Piltur og stúlka voru flutt á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum eftir harðan árekstur á mótum Höfðaveg- ar og Heiðartúns um klukkan tíu í gærkvöldi. Meiðsli þeirra voru ekki talin al- varleg en ökumaður annarrar bif- reiðarinnar kvartaði undan verk í baki og líklegt er talið að hann hafi rifbeinsbrotnað. Stúlka, sem var farþegi hjá honum, skarst á hönd- um og var aum í fótum. Áreksturinn varð með þeim hætti að ökumaður, sem var einn í bil sín- um, missti stjóm á honum í hálku og rann af miklu afli á annan. Femt var í þeim bíl og eyðilagðist hann. Hinn bíllinn er mikið skemmdur. -GK Fyrsti norski loðnu- báturinn Fyrsti norski loðnubáturinn á þessari vertíð er á leið á miðin fyr- ir austan land. Vesterveg heitir skipið og hafði Landhelgisgæslan spurnir af því í gærkvöldi við land- helgismörkin. Rólegt var á loðnumiðunum í nótt en margir bátar eru á leið út í dag eftir löndun í gær. Fengu þá margir góðan afla sem landað var á Aust- fjarðahöfnum og í Vestmannaeyj- um. í gærkveldi kom Börkur t.d. vel hlaðinn inn til Neskaupstaðar. -GK Mjólkurhækkunin: Óttast að annað fýlgi - segir Jóhannes Gunnarsson „Ég veit að forsendunum er ekki hægt að mótmæla en ég fyllist viss- um ótta þegar þetta mikil hækkun, allt að rúmum 6%, verður á mjólk- urvörum að eitthvað sé að fara af stað í þjóðfélaginu. Það eru von- brigði að markaðurinn skuli ekki fá að ráða meiru,“ segir Jóhannes Gunnarsson hjá Neytendasamtök- unum, aðspurður út í hina miklu hækkun á mjólkurvörum. Verð á mjólkurlítranum hefur hækkað um 4 krónur og hækkun á mjólkurvör- um til neytenda nemur 3-6,5%. „Það er engin samkeppni í þess- ari grein og ég sé engin merki þess að menn séu að hagræða í íslensk- um mjólkuriðnaði. Hann er óhag- kvæmur og kannski hefði mátt koma í veg fyrir þessa hækkun með hagræðingu," segir Jóhannes. -sv Michael Rimmer, Bretinn sem Hæstiréttur sýknaði í gær af nauðgunarákæru: Heim í dag til konu og 16 mánaða dóttur Hann kvaðst nokkrum sinnum hafa farið út á meðal fólks frá Hót- el Lind þar sem hann hefur búið og sagði starfsfólk og gesti þar hafa verið sér vinveitt. í dómi Hæstaréttar í gær var dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um 12 mánaða fangelsi fyrir nauðgun og greiðslu miskabóta og málskostnaðar upp á tæpa eina milljón króna hnekkt. Athygli vek- ur að ríkissaksóknari fór ekki fram á frestun á málflutningi í Hæstarétti þrátt fyrir að beðið hafi verið um framhaldsrannsókn FBI í Bandaríkjunum á DNA-sýni úr sakborningnum til að skera úr um réttmæti íslenskrar og norskrar DNA-rannsóknar sem stönguðust á. Hæstiréttur gat því ekki frestað uppkvaðningu og lét sakboming- inn njóta vafans sem upp kom vegna DNA-rannsóknanna. -Ótt Michael Rimmer á Hótel Lind í morgun, þaðan sem hann hélt áieiðis til Keflavíkurflugvallar. DV-mynd GVA „Konan mín varð yfir sig ánægð þegar ég sagði henni frá dómi Hæstaréttar í gær. Við eigum sext- án mánaða dóttur og ég fer heim til þeirra í dag. Þetta er búið að vera martröð hjá mér,“ sagði Michael Rimmer, 23 ára Bretinn af togaranum Arctic Corsair frá Hull sem Hæstiréttur sýknaði í gær af ákæru um að hafa nauðgað ís- lenskri konu um borð í togaranum Þerney aðfaranótt 8. október. Rimmer sagði að þegar hann var kærður í málinu í haust og ríkissaksóknari ákærði hann síð- an fyrir nauðgun hefði kona hans ekki haft trú á því að sakargiftirn- ar ættu við rök að styðjast. Bretinn kvaðst ekki vilja tjá sig um hvort málarekstur verður nú af hans hálfu að teknu tilliti til þess að um rangan uppljóstur hafi verið að ræða hjá konunni sem kærði hann upphaflega fyrir nauðgun og að honum hafi verið haldið hér á landi frá þvi í október vegna sakamálsins. „Ég get ekki gefið þér comment á það,“ sagði Rimmer. Ungur drengur hlaut sár á fæti og var fluttur á slysadeild eftir að ekið var á hann á Réttarholtsvegi eftir hádegið í gær. Slysið varð rétt við Réttarholtsskóla. Að sögn lögreglu voru meiðsli drengsins ekki alvarleg. DV-mynd S Úttekt DV á sameigninni: Sýnir gríðarleg verðmæti - segir Sighvatur „Ef allur þessi aflakvóti gengi kaupum og sölum mætti búast við því að verðið myndi lækka veru- lega. Þannig er ekki hægt að full- yrða í dag hvert raunverulegt mark- aðsverð kvótans væri ef hann gengi allur kaupum og sölum. Hins vegar sýnir þessi úttekt að það er um gríð- arleg verðmæti að ræða, verðmæti sem þjóðin á samkvæmt lögum. Þjóðin afhendir þau síðan einstak- lingum ókeypis með skömmtunar- kerfi úr sjávarútvegsráðuneytinu og einstaklingarnir eru svo að braska með þau sín á milli og hafa af þeim tekjur. Tölurnar gefa vísbendingu um umfangið," sagði Sighvatur Björgvinsson við DV vegna úttektar í blaðinu í gær á verðmæti helstu fisktegunda á íslandsmiðum ef veiðileyfagjald yrði tekið upp. Einar Oddur Kristjánsson sagði að endalaust væri hægt að leika sér að tölum en þær segðu enga sögu. „Máli skiptir hvort við getum búið til fisk- veiðistjórnunarkerfi sem skilar þjóð- félaginu nýjum peningum og há- marksarði. Um það á umræðan að snúast en gerir ekki.“ -bjb MJÓLK ER GÓÐ. FYRIR SÆGREIFA! Veöriö á morgun: Slydda eða rigning Á morgun verður suðaustlæg átt, allhvasst á vestanverðu landinu en kaldi eða stinnings- kaldi austan til. Slydda eða rigning sunnan- og vestan- lands, einkum síðdegis, og hiti á bilinu 1 til 4 stig. Norðaustan- lands verður þurrt og bjart veð- ur og vægt frost. Veðrið í dag er á bls. 36 rafverktakar r a f k ó p samvirki Skemmuvegi 30 - 200 Kóp. Sími 5544566 Hlaðborð í hádeginu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.