Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1996, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1996, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 31 x>v_______________________Fréttir Sala laxveiðileyfa gengur feiknavel Sala á laxveiðileyfum fyrir næsta sumar gengur vonum framar og veiðileyfasalar, sem DV ræddi við í gær, voru flestir sammála um það. Einstaka veiðiár eru uppseldar næsta sumar og fáir dagar eftir í mörgum. Mikið hefur verið sótt um hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og sagði Bergur Steingrímsson fram- kvæmdastjóri að veiðidagarnir næsta sumar ættu að berast félags- mönnum næstu daga. Einstaka veiðisvæði hjá Stanga- veiðifélaginu eru meira en fullbók- uð eins og Stóra-Laxá í Hreppum þar sem færri komast að en vilja. Mjög vel hefur líka gengið að selja í Norðurá í Borgarfirði. í Laxá á Ásum, þar sem dagurinn kostar á dýrasta tíma 200 þúsund krónur stöngin, komasc færri að en vilja. í Hofsá í Vopnafirði eru veiði- leyfin uppseld næstu tvö árin alveg. „Mér sýnist færri komast á sil- ungasvæðið næsta sumar en vilja, það er svo mikið sótt um hjá okkur. Veiðin var líka feiknagóð síðasta sumar,“ sagði Ragnar Gunnlaugs- son á Bakka í Víðidal er við spurð- um um silungasvæðið sem er að verða eitt það vinsælasta á landinu. Útlendingamarkaðurinn virðist vera í þokkalegu formi þessa dag- ana og eitthvað kemur af nýjum út- lendingum í sumar. Þó dagarnir seljist vel í möngum veiðiám er veiðin næsta sumar stóra spurningin. Fáir þora að spá fyrir um aflatölur og kýlaveikin í Elliðaánum síðasta sumar hefur dregið úr áhuga veiðimanna á perlu Reykjavíkur. -G. Bender • Veiðimenn á öllum aldri eru byrjaðir að tryggja sér veiðidaga næsta sumar enda þótt spáin fyrir sumarið sé ekki al- veg á hreinu. DV-mynd G. Bender Fljótin: Auð jörð í byrjun þorra Æmar á Hraunum í Fljótum viðraðar í janúarblíðunni. DV-mynd Örn DV, Fljótum: Einmuna tíð hefur haldist allan janúarmánuð og er jörð að mestu snjólaus. Flestir vegir auðir eins og á sumardegi. Það er ekki síst hæg- viðri, sem haldist hefur marga daga samfleytt, sem gerir veðrið frá- brugðið því sem oftast hefur verið á þessum árstíma. Skemmst er að minnast síðasta vetrar þegar moka þurfti leiðina milli Siglufjarðar og Fljóta daglega þegar þá var hægt að moka vegna veðurs. Nú í janúar hefur hins veg- ar einu sinni þurft að opna þessa leið vegna snjóa. Hið árlega þorrablót Fljótamanna var að vanda haldið fyrsta þorradag í besta veðri. Fíölmenni var og ekki laust við að sumir hefðu á orði að fátt minnti á komu þorrans að þessu sinni því leita þarf áratugi aftur í tímann að st^jólausu Fljóta-þorra- blóti. -ÖÞ Selfoss: Metsala í þorramatnum DV, Selfossi: Að sögn Ingólfs Bárðarsonar, hins kunna kjötvinnslumanns hjá Kaupfélagi Árnesinga hér á Selfossi, hefur aldrei verið eins mikil sala í þorramat hjá fyrirtækinu og nú. Á þetta við bæði hvað varðar sölu í búðunum og eins til þeirra sem standa fyrir þorrablótum. Þau hafa verið mörg víða á Suðurlandi. Það er greinilegt að húsmæður eru í einhverjum mæli hættar að taka slátur - búa til þorramat - og á það jafnvel við um húsmæður í sveitunum. Þær kaupa góðgætið þess í stað eða láta matinn á þorra- blótunum nægja. -Regína Skagaströnd: Skagstrendingur kaupir hluta- bréf hreppsins í Hólanesi DV, Sauöárkróki: „Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta kemur til með að styrkja atvinnulífíð hér á Skagaströnd. Það bendir allt til að vinnan auk- ist og atvinnutækifærum fjölgi. Ég sé fram á að við getum haldið úti vaktavinnu megnið af árinu og hún verði ekki bundin við sumarið eins og áður. Við horf- um lika til þess að geta stækkað vinnsluna og tekið meira magn í gegn en áður. Þar ættu sambönd okkar og kvótaeign að koma að góðum notum,“ segir Óskar Þórð- arson, framkvæmdastjóri Skag- strendings. í síðustu viku var gengið ffá kaupum Skagstrendings á meiri- hlutaeign í Hólanesi, hlutabréf- um sem voru í eigu Höfðahrepps og hreppurinn keypti af Lands- banka á liðnu sumri. Skagstrend- ingur á nú 58,2% hlutafjár, rúm- lega 100 millj. króna að nafn- verði, í Hólanesi. Með breyting- unni eru útgerð og vinnsla komn- ar í það horf sem margir Skag- strendingar hafa ætíð viljað en skiptar skoöanir verið um innan hreppsins. „Ég held að það sé sterkast fyr- ir atvinnulíf hér að þetta sé svona og bæði fyrirtækin njóti góðs af. Ég get t.d. ekki séð fyrir mér að Hólanes hefði staðið sem sjálfstætt fyrirtæki sem byggði eingöngu á rækjuvinnslu. Ég held að það hefði orðið svolítið brothætt. Fyrirtækin verða samt rekin sem sjálfstæð fyrirtæki fyrst um sinn en með sameigin- legri yfirstjórn. Síðan kann að vera að þau verði sameinuð seinna meir,“ sagði Óskar ÞÁ 903 • 5670 Hvernig á að svara auglýsingu í svarþjónustu >7 Þú hringir I síma 903-5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess að svara smáauglýsingu. Þú slærö inn tilvísunarnúmer auglýsingar, alls 5 stafi. ^ Þá heyrir þú skilaþoð auglýsandans ef þau eru fyrir hendi. Þú leggur inn skilaboö að loknu hljóðmerki og ýtir á ferhyrninginn að upptöku lokinni. >7 Þá færð þú aö heyra skilaboöin sem þú last inn. Ef þú ert ánægö/ur með skilaboðin geymir þú þau, ef ekki getur þú talað þau inn aftur. Hvernig á að svara atvinnu- auglýsingu í svarþjónustu Þú hringir I slma 903-5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess aö svara atvinnuauglýsingu. >7 Þú slærð'inn tilvísunarnúmer auglýsingar, alls 5 stafi. 7 Nú færö þú aö heyra skilaboð auglýsandans. yT Ef þú vilt halda áfram ýtir þú á 1 og heyrir þá spurningar auglýsandans. *7 Þú leggur inn skilaboð aö loknu hljóðmerki og ýtir á ferhyrninginn aö upptöku lokinni. 7 Þá færð þú aö heyra skilaboðin sem þú last inn. Ef þú ert ánægð/ur með skilaboðin geymir þú þau, ef ekki getur þú talaö þau inn aftur. 7 Þegar skilaboðin hafa verið geymd færð þú uppgefið leyninúmer sem þú notar til þess aö hlusta á svar auglýsandans. Mikilvægt er aö skrifa númerið hjá sér því þú ein(n) veist leyninúmeriö. 7 Auglýsandinn hefur ákveöinn tíma til þess að hlusta á og flokka svörin. Þú getur hringt . aftur! síma 903-5670 og valið 2 til þess aö hlusta á svar auglýsandans. Þú slærð inn leyninúmer þitt og færð þá svar auglýsandans ef það er fyrir hendi. Allir í stafræna kerfinu með tónvalssima geta nýtt sér þessa þjónustu. SVAR wdwijsm 903 • 5670 Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrir alla landsmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.