Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1996, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1996, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996 Fréttir Byggðasafnið Akranesi: Eigendur skuld- ugir við bæjar- sjóð og banka DV, Akranesi: Byggðasafnið að Görðum á Akra- nesi hefur að undanförnu safnað nokkrum skuldum, meðal annars við Akraneskaupstað og banka- stofnanir. Málið var rætt á fundi stjórnar safnsins nýlega og lagðar fram tillögur til lausnar á vandan- um til eigenda byggðasafnsins. Þær ganga meðal annars út á það að eigendur safnsins greiði með sér- stöku framlagi yfirdrátt á reikningi, skuld við bæjarsjóð _og viðskipta- skuldir í réttu hlutfalli við framlag eiganda til rekstrar. Þá verði gerður samningur við bæjarsjóð um að hann taki að sér reikningsfærslu, meðferð peningamála og greiðslu reikninga. Einnig verði samdar reglur um starfsemi safnsins gagn- vart forstöðumanni og stjórn. -DÓ Flateyringar fjölmenntu á Stútung um síðustu helgi. Hér eru frá vinstri á myndinni Magnea Guðmundsdóttir, oddviti Flateyrarhrepps, Ingibjörg Kristjánsdóttir, verkstjóri hjá Kambi hf., Guðlaug Auðunsdóttir, Eiríkur Finnur Greipsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga, Hinrik Kristjánsson, framkvæmdastjóri Kambs, og Páll Önund- arson bifreiðarstjóri. DV-mynd BIB Flateyringar halda Stútung í 62. sinn: Metaðsókn og vaxandi vinsældir DV, Flateyri: „Þetta lukkaðist vonum framar. Mik- 0 þátttaka var og hafa aldrei fleiri sótt Stútung hér á Flateyri. Skemmtunin var með heföbundnu sniði, hófst með þorraborði að hætti Ólafs Bjarna mat- reiðslumeistara og skemmtiatriðum heimamanna og endaði síðan með því að dansað var fram á nótt,“ sögðu þau Matthías Matthíasson og Þorbjörg Sig- þórsdóttir, formenn Stútungsnefndar. Þetta er sextugasta og annað árið í röð sem Flateyringar halda þorrablót sitt, Stútung, og var því orðin föst hefð fyrir þorrablótum á staðnuir. löngu áður en sjálft orðið þorrablót varð til. „Það er gaman að því hvað þessi hefð hefur verið föst í sessi hér og ekkert lát þar á heldur þvert á móti virðist skemmtunin njóta vaxandi vinsælda. Það komu til dæmis margir brottfluttir Flateyringar hingað gagn- gert til þess að njóta þessarar skemmtunar," sögðu þau Matthías og Þorbjörg. Tugir brottfluttra Önfiröinga komu til að gleðjast með heimamönnum. -HSR Þeir Ólafur Ragnarsson, eöa Óli poppari, og Gunnlaugur Finnsson, fyrrum alþingismaður, skemmtu sér konunglega á Stútungi þeirra Flateyringa. Metaðsókn var að hátíðinni eða yfir 200 manns. DV-mynd BIB Skífunnar er í fullum gangi að Laugavegi 96 cl“ tur rá 199 kr. Mörg þúsund titlar. Afsláttur af öllum nýjum /' titlum. assísk tónlist veiijuíiiikið úrval af geislaplötuiii með klassískri tóulist. Kassettur kr. a. J Myndbönd frá 299 kr. Tónlistar- ínyndböiid, bíómyndir, [amyndir, Linyndir. pakkar íkuðu erði. J§ Tölvuleikir frá 499 krT Mörg liiuidruð titlar - margir mjög nýlegir! áttur af öilimi titlum. HBDÐ K I A N

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.