Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1996, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1996, Page 26
58 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996 Afmæli Valgarður Stefánsson Valgarður Stefánsson, inn- kaupafulltrúi Fjóðungssjúkrahúss- ins á Akureyri, til heimilis að Borgarsíðu 17, Akureyri, er fimm- tugur í dag. Starfsferill Valgarður fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann hefur verið innkaupafulltrúi Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri frá 1974. Auk þess hefur hann stundað nokkur ritstörf fyrir sjúkrahúsið, m.a. skrifað sögu þess fyrir afmælisrit 1993. Þá var hann með fasta þátta- gerð fyrir RÚV 1986-90, hefur samið eina skáldsögu, Eitt rótslit- ið blóm, útg. 1983, og haldið fjölda málverkasýninga hér á landi frá 1972 og eina í Finnlandi í boði menningarmálanefndar Lahtiborg- ar. Valgarður hefur þegið laun úr launasjóði rithöfunda og hlotið starfslaun listamanna. Valgarður var um árabil í stjórn Menningarsamtaka Norður- lands, var varamaður í Menning- armálanefnd Akureyrar 1986-90 og starfaði með nokkrum skamm- lífum félögum er sinntu myndlist á Akureyri. Hann hefur verið fastur pistlahöfundur við blöð á Akureyri og skrifað fjölda greina um málefni myndlistarmanna á Akureyri. Fjölskylda Valgarður kvæntist 11.11.1967 Guðfinnu Guðvarðardóttur, f. 2.5. 1948, nuddfræðingi. Hún er dóttir Guðvarðar Jónssonar, málara- meistara á Siglufirði og síðar á Akureyri, og Kristbjargar Reykdal húsmóður. Böm Valgarðs og Guðfinnu em Ragnheiður, f. 16.3.1968, sjúkra- liði og nemi við Fósturskóla ís- lands, búsett í Reykjavík, en mað- ur hennar er Haraldur Þór Guð- mundsson, verkfræðingur og tölvufræðingur', og eru dætur þeirra Erla, f. 28.10. 1990, og Mar- ía, f. 9.1. 1994; Rut, f. 30.8. 1969, líf- fræðingur í Reykjavík; Kristbjörg Rán, f. 6.10. 1972, nemi á Akur- eyri. Systur Valgarðs, sammæðra: Hanna Gerður Haraldsdóttir, f. 16.5.1949, d. 8.11.1980; Ingibjörg Guðrún Haraldsdóttir, f. 4.5. 1951, húsmóðir á Egilsstöðum; Ragn- heiður Haraldsdóttir, f. 9.8. 1954, húsfreyja að Miðhrauni í Mikla- holtshreppi. Systkini Valgarðs, samfeðra, er Þorsteinn Veturliðason, f. 8.11. 1949, prentari í Hafnarfirði, Ing- unn Susie Veturliðadóttir, f. 15.7. 1964, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Valgarðs eru Vetur- liði Gunnarsson, f. 15.10. 1926, list- málari í Reykjavík, og Ragnheið- ur Valgarðsdóttir, f. 3.9. 1927, kennari á Akureyri. Ætt Veturliði er bróðir Benedikts listmálara. Veturliði er sonur Gunnars verkamanns, hálfbróður Páls, skólastjóra Stýrimannaskól- ans i Reykjavík, föður Níelsar Dungals læknaprófessors. Gunnar var sonur Halldórs, útvegsb. að Seljalandi í Skutulsfirði, Halldórs- sonar, b. að Meira-Hrauni í Skála- vík, Guðmundssonar, húsmanns að Seljalandi, Jónssonar. Móðir Gunnars var Guðrún Jónasdóttir. Móðir Veturliða er Sigrún, dótt- ir Benedikts Gabríels, sjómanns í Bolungarvík, Jónssonar, Jónsson- ar, húsmanns að Ósi, Sumarliða- sonar. Systir Jóns yngra var Mar- grét, langamma Valdimars menntaskólakennara Örnólfsson- ar. Móðir Benedikts var Sigríður Friðriksdóttir, b. á Látmm, Hall- dórssonar, Eiríkssonar, Pálssonar. Móðir Sigrúnar var Valgerður Þórarinsdóttir, b. á Látrum í Mjó- afirði, Þórarinssonau:, b. þar, Sig- urðssonar, b. þar, Narfasonar. Ragnheiður er dóttir Valgarðs, stórkaupmanns á Akureyri, bróð- ur Davíðs, skálds frá Fagraskógi. Valgarður var sonur Stefáns, alþm. í Fagraskógi, Stefánssonar, prests á Kvíabekk, Ámasonar. Móðir Stefáns alþm. var Guðrún Jónsdóttir, b. á Brúnastöðum í Fljótum, Jónssonar. Móðir Val- gerðar var Ragnheiður, systir Ólafs þjóðsagnasafnara. Ragnheið- ur var dóttir Davíðs, prófasts á Hofi í Hörgárdal, Guðmundsson- ar, og Sigríðar Briem, systur Har- alds, langafa Davíðs forsætisráð- Valgarður Stefánsson. herra. Sigríður var dóttir Ólafs, timburmeistara á Grund, Gunn- laugssonar, ættfóður Briemættar- innar, Guðbrandssonar. Móðir Ragnheiðar var Guð- munda Ágústa Stefánsdóttir, kaupmanns á Eskifirði, Runólfs- sonar og Guðrúnar Ásgeirsdóttur, silfursmiðs í Reykjavík, Kristjáns- sonar Möllers. Valgarður er að heiman í dag. Mæva Friðrún Sólmundsdóttir Mæva Friðrún Sólmundsdóttir, þjóðhagfræðingur, búfræðikandi- dat og bóndi með lífrænan búskap að Litla-Búrfelli í Svínavatns- hreppi í Austur-Húnavatnssýslu, er fertug í dag. Starfsferill Mæva fæddist Marlene Urbschat í Flensburg í Þýskalandi og ólst þar upp, í Kiel og í Vestur- Berlín. Hún fékk íslenskan ríkisborg- Tll hamingju með afmælið 14. febrúar 95 ára Gestur Hannesson, Jöldugróf 16, Reykjavík. 80 áxa Úlfar S. Norðdahl, Reykjalundi, Mosfellsbæ. Guðfinna Jónsdóttir, Bakkagerði 9, Reykjavík. Ólöf önundardóttir, Æsufelli 2, Reykjavík. 75 ára Guðmundur Ingjaldsson, Amarsmára 4, Kópavogi. Hjörtþór Ágústsson, Skúlagötu 40, Reykjavík. Ingi Tryggvason, Narfastöðum, Reykdælahreppi. 70 ára Ríkarð J. Ásgeirsson, Kópavogsbraut 94, Kópavogi. Aðalbjörg Björnsdóttir, Skeiðarvogi 43, Reykjavík. 60 ára Höskúldur Guðmundsson, Fjarðarstræti 38, ísafirði. Auður Jónsdóttir, Langholti 11, Keflavík. Ingibjörg Gunnarsdóttir, Háaleitisbraut 40, Reykjavik. 50 ára Hafsteinn Júlí- usson, starfsmaður Flugleiða, Borgargerði Reykjavík. Kona hans er Laufey S. Þor- móðsdóttir, Þau taka á móti gestum á heimili sínu laugardaginn 17.2. kl. 20.00. Vonast þau til að sem flestir ætt- ingjar og vinir láti sjá sig. Grétar Sigurbergsson, Miðleiti 10, Reykjavík. Sveinn Rúnar Arason, Heiðargerði 8, Húsavík. Edda Hulda Waage, Holtagerði 11, Kópavogi. Reynir Valtýsson, Hólsvegi 17, Reykjavík. Pétur P. Johnsson, Álftamýri 58, Reykjavík. 40 ára Jóhanna Finnbogadóttir, Njálsgötu 82, Reykjavík. Ingólfur Amar Guðmundsson, Brautarholti 14, Snæfellsbæ. Oddný Þorgerðiu- Garðarsdótt- ir, Helgafellsbraut 17, Vestmannaeyj- um. Sigfús Jóhannesson, Spóahólum 12, Reykjavík. Halldór Benóný Nellett, Bollagörðum 71, Seltjamamesi. Smári Þröstur Sigurðsson, Reynihvammi 18, Kópavogi. Sólveig Stefánsdóttir, Amarhrauni 46, Hafnarfirði. Katrín Leifsdóttir, Furugrund 16, Akranesi. Sigurður Ármannsson, Fannafold 120, Reykjavík. Guðrún Jónsdóttir, Hólsvegi 11, Reykjavík. Þórunn Ragnarsdóttir, Norðurbrún 30, Reykjavik. Bjöm Stefán Þorsteinsson, Brekkugötu 21, Akureyri. Þorgils Gunnarsson, Fornasandi 3, Hellu. Bjarni Hálfdán Jónsson, Álfheimum 34, Reykjavík. ararétt eftir tíu ára dvöl hér á landi 1991. Mæva stundaði nám við Techn- isches Gymnasium í Flensburg, stundaði nám í þjóðhagfræði og viðskiptafræði við Christian Al- brechts Universitat í Kiel 1974-76, stundaði þjóðhagfræðinám við Freie Universitát Berlin 1976-80 með sérsvið í umhverfisfræðum, stundaði nokkrar annir í fullorð- insfræðslu við fjarháskóla, Fern- universitaæt Hagen í Vestur- Þýskalandi, lauk búfræðinámi frá - Bændaskólanum á Hvanneyri 1992 ' og er búfræðikandidat þaðan frá 1995. Mæva var leigubílstjóri í Flens- burg og í Vestur-Berlín, starfaði við hænsnabú hjá Geir I Eskihlíð, stundaði sveitastörf í Lundi eitt sumar, flutti á Blönduós 1984 og starfaði við Búnaðarbanka íslands um skeið, var í verknámi hjá Jó- hönnu Magnúsdóttur og Tryggva Jónssyni í Ártúnum í Bólstaðar- hlíðarhreppi en festi, ásamt mannj sínum, kaup á jörðinni Litla-Búrfelli sl. sumar og stunda þau þar lífræna ræktun. Þau komu til íslands í brúðkaupsferð 1981. Fjölskylda Mæva giftist 12.3. 1981 Raimund Bemhard Brockmeyer - Urbschat, f. 12.5. 1956, eðlisfræðingi og bú- fræðikandidat frá Hvanneyri. Hann er sonur dr. Gisela Marie og Heinrich Christian Brock- meyer sem búsett eru í Þýska- landi. Böm Mævu og Raimund Bern- hard eru Gunne, f. 30.11. 1980, d. 2.12. s.á.; Sólmundur Hrafn, f. 14.6. 1982; Sunneva Jasmín, f. 23.7. 1985. Systkini Mævu era Helmut Urbschat, f. 14.6. 1941, verkfræð- ingur í Neumúnster í Holsteiner- landi; Karin Carstensen, f. Urbschat 28.4. 1949, kennari og listakona í Lúbeck; Hans- Wemer Urbschat, f. 12.12.1958, trésmiður í Flensburg. Mæva Friðrún Sólmundsdóttir. Foreldrar Mævu era Franz Osk- ar Urbschat, f. 18.3. 1916, lífeyris- þegi, og Maria Magdalena Urbschat, f. Fuckert 22.8. 1921, líf- eyrisþegi. Fjölskyldan er ættuð frá Aust- ur- Prússlandi (Neukuhren) og Tilsit en flutti til Vestur-Þýska- lands í seinni heimsstyrjöldinni. Þorgeir Vilhjálmsson Þorgeir Vilhjálmsson, lagermað- ur í Húsgagnahöllinni, Keldu- hvammi 4, Hafnarfirði, er fertugur í dag. Starfsferill Þorgeir fæddist í Hafnarfirði. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Flensborg og stundaði nám í fyrsta bekk Iðnskóla Hafnarfjarð- ar. Þorgeir hóf störf hjá ísal 1973 þar sem hann vann lengst af í steypuskála eða til 1988. Þá varð hann lagerstjóri hjá Káess og vann síðan við samsetningar í húsgagnaframleiðslu hjá GKS til 1993. Þorgeir flutti til Patreksfjarðar 1993 og var þar í fiskvinnslu hjá Odda hf. en flutti aftur suður 1994 og hóf þá störf hjá Húsgagnahöll- inni þar sem hann vinnur enn. Fjölskylda Þorgeir kvæntist 18.6. 1982 Björgu R. Ingimundardóttur, f. 29.4. 1957, ljósmóður. Þau skildu 1993. Sambýliskona Þorgeirs er Sús- anna S. Wuthitha, f. 8.9. 1965, hús- móðir. Hún er dóttir Heng Wut- hitha og Thuem Wuthitha frá Taílandi. Sonur Þorgeirs og Bjargar er Sigmundur B. Þorgeirsson, f. 11.12. 1985. Stjúpsynir Þorgeirs era Gísli Komson Wuthitha, f. 24.11. 1982, og Guðmundur Komkrit Wut- hitha, f. 22.11. 1984. Systkini Þorgeirs eru Esther Kristinsdóttir, starfsmaður hjá Pósti og sima á Patreksfirði; Sveinn Rúnar Vilhjálmsson, sjó- maður á Patreksfirði; Sesselja Unnur Vilhjálmsdóttir, húsmóðir í Hafnarfirði; Jónína Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir, húsmóðir I Hafn- arfirði; stúlka, f. andvana. Foreldrar Þorgeirs voru Vil- hjálmur Guðjón Sveinsson, f. 9.9. 1927, d. 21.9. 1992, mótoristi og verkamaður í Hafnarfirði, og Sveinfríður Alda Þorgeirsdóttir, f. 24.10. 1929, d. 26.7. 1989, húsmóðir. Ætt Vilhjálmur var sonur Sveins Guðmundssonar frá Nýlendu und- ir Eyjafjöllum. Þorgeir Vilhjálmsson. Sveinfríður Alda var dóttir Þor- geirs Sigurðssonar frá Forsæti í Flóa og Katrínar Markúsdóttur frá Ystu- Görðum í Kolbeinsstaða- hreppi. Þorgeir verður að heiman á af- mælisdaginn en býður vinum og frændfólki í kaffi á heimili sínu þann 17.2. kl. 15.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.