Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Blaðsíða 12
i2 erlend bóhsjá LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 1 iV Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. John Grisham: The Ralnmaker. 2. Davld Guterson: Snow Falling on Cedars. 3. Terry McMillan: Waltlng to Exhale. 4. Richard North Patterson: Eyes of a Child. 5. Robln Cook: Acceptable Rlsk. 6. Nora Roberts: Born In Shame. 7. James Patterson: Klss the Glrls. 8. Julie Garwood: For the Roses. 9. Iris Johansen: Líon's Bride. 10. Caroi Shlelds: The Stone Dlaries. 11. Jane Austen: Sense and Sensibility. 12. Mlchael A. Stackpole: X-Wlng Rogue Squadron. 13. Stanley Pottlnger: The Fourth Procedure. 14. Taml Hoag: Nlght Slns. 15. Mary Higglns Clark: The Lottery Wlnner. Rit almenns eðlis: 1. Mary Pipher: Reviving Ophella. 2. Richard Preston: The Hot Zone. 3. Dorls Kearns Goodwin: No Ordinary Tlme. 4. Brlan Lowry: The Truth Is out there. 5. Thomas Moore: Care of the Soul. 6. Tlm Allen: Don't Stand to Close To a Naked Man. 7. Clarlssa Plnkola Estés: Women Who Run with the Wolves. 8. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Light. 9. Delany, Delany & Hearth: Having Our Say. 10. Paul Reiser: Copplehood. 11. M. Scrtt Peck: The Road Less Traveled. 12. Butler, Gregory & Ray: Amerlca’s Llumbest Crlminals. 13. H. Johnson & N. Rommelmann: The Real Real World. 14. David Wild: Frlends. 15. Laurle Garrett: The Comlng Plague. (Byggt á New York Tlmes Book Revl- ew) vísindi Skotar í vandræðum með 200. ártíð Burns Skoska þjóðskáldið Robert Burns lést ungur að árum, eins og mörg skáld fyrri alda - einungis 37 ára að aldri - en lét samt eftir sig mörg ljóð sem löngum hafa verið skosku þjóð- inni hugstæðari en annar skáld- skapur. Þess vegna verður þess minnst með ýmsu móti að nú er tvö hundruðasta ártíð hans en skáldið andaðist 21. júlí árið 1796. Fæðingardagur Burns, 25. janúar, hefur reyndar lengi verið tilefni veisluhalda í Skotlandi; þá neyta menn gjarnan skosks sláturs, sem haggis nefnist, og drekka ótæpilega í minningu manns sem þótti sopinn góður og var þá gjarnan sagður frekur til kvenna. Undirbúningsnefnd í vanda Ekki fer hjá því að slíkur mann- legur breyskleiki hafi sett mark sitt á þau veglegu hátíðarhöld sem hafa um hríð verið i undirbúningi í Skotlandi vegna þessarar tvö hund- ruðustu ártíðar Burns. Fjölmenn nefnd, sem vann að skipulagningu margvíslegra listviðburða vegna af- mælisins, lenti í hremmingum. Þannig féll formaðurinn fyrir enskri snót og lét sig hverfa fyrir nokkrum mánuðum. Það vakti auð- vitað athygli þar sem maðurinn var ekki aðeins harðgiftur fjölskylduf- aðir í Skotlandi heldur líka fyrir- maður þar í héraðsmálum. Nefndin hélt þó áfram störfum, en með fjárhagslegum harmkvælum sem nú hafa leitt til samkomulags um gjaldþrot. Héraðsstjórnir í heimabyggðum Burns og ýmsir einkaaðilar hafa tekið við skipu- lagningu og framkvæmd þeirra BUJRNS POBMS SELECTED ANI) Hdited By WILLIAM BEATTin AND HENRY W; MHIKLK Robert Burns. Umsjón Elías Snæland Jónsson menningarviðburða af ýmsu tagi sem ætlað er að draga ferðamenn á slóðir Burns í Skotlandi á komandi sumri. Ætlaði að flytja til Jamaíku Robert Burns fæddist í Alloway, sem er skammt frá Ayr, 25. janúar árið 1759. Þótt fjölskyldan væri fá- tæk lærði hann á barnsaldri að lesa og komst einnig í nána snertingu við ríka skoska hefð þjóðsagna og þjóðvísna. Fyrsta ljóðið orti hann fimmtán ára gamall; uppspretta þess var, að sjálfsögðu, ungt fljóð sem töfraði hann með fegurð sinni og söng. Árið 1784 urðu þau tímamót í lífi Burns að faðir hans lést gjaldþrota. Hann hóf ásamt bróður sínum bú- skap í Mossgiel og þar orti hann næstu fjögur árin mörg þeirra ljóða sem síðar urðu frægust. Hann setti líka saman háðvísur um kalvínska heittrúarmenn sem snerust gegn honum af mikilli heift og notfærðu sér kvennamál hans í þeim átökum. Burns og vanfær ástmey hans, Jean Armour, voru þannig knúin til opinberra játninga og iðrunar. En búskapurinn gekk illa og þeg- ar Robert fékk tilboð um atvinnu á plantekru á Jamaíku afsalaði hann búinu í hendur bróður sínum og bjó sig til brottfarar. Áður en hann fór vildi hann þó koma ljóðum sínum á prent. Poems Chiefly in the Scottish Dialect voru prentuð í KUmarnock árið 1786 og gerðu hann frægan, auk þess sem þau skiluðu honum nokkrum tekj- um. Honum var boðið til Edinborg- ar þar sem ný bók með ljóðum hans kom út árið eftir, 1787, og hlaut miklar vinsældir. Hann hætti því við að fara til Jamaíku og naut frægðar sinnar um hríð við glaum og gleði í skosku stórborginni. Svo hóf hann búskap að nýju en með litlum árangri og bjó því síðustu ár ævinnar í bænum Dumfries. Ljóð Burns eru til í mörgum handhægum útgáfum á frummál- inu. Sumum þeirra fylgja orðskýr- ingar, enda ekki vanþörf á fyrir þá sem eru lítt innvígðir í skoska tungu. Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. John Grlsham: The Rainmaker. 2. Kate Atkinson: Behind the Scenes at the Museum. 3. George Dawes Green: The Juror. 4. Irvine Welsh: Tralnspotting. 5. Davld Guterson: Snow Falling on Cedars. 6. Katie Fforde: The Rose Revlved. 7. Mlchael Ridpath: Free to Trade. 8. Charles Grant: X-Fíles 2: Whlrlwlnd. 9. Charles Grant: X-Files 1: Goblins. 10. Colln Forbes: Fury. Rit almenns eölis: 1. Will Hutton: The State Welre In. 2. Alan Bennett: Writlng Home. 3. Andy McNab: Bravo Two Zero. 4. Jung Chang: Wlld Swans. Comnpanion. 5. Brian Lowry: The Truth is Out There. 6. Ranfurly: To War with Whitaker. 7. S. Blrtwlstle & S. Conklin: The Making of Pride and Prejudlce. 8. Nelson Mandela: Long Walk to Freedom. 9. Peter de la Billlére: Looking for Trouble. 10. N.E. Genge: The Unofficlal X-Flles (Byggt á The Sunday Tlmes) Danmörk 1. Jung Chang: Vilde svaner. 2. Llse Nergaard: Kun en plge. 3. Llse Norgaard: De sendte en dame. 4. Jan Kjærstad: Forfereren. 5. Ken Holme: Marvfolket. 6. Terry McMillan: Ándenod. 7. Jane Austen: Fornuft og folelse. (Byggt á Politlken Sondag) DV Bjöllurnar eru ráðgáta Rodger Kram, vísindamaður við Kaliforníuháskólann i Berkeley, stendur gjörsamlega ráðþrota frammi fyrir amerískri bjöllutegund sem getur borið byrði sem er allt að eitthundrað- fóld líkamsþyngd hennar. Bjallan sem hér um ræðir heit- ir nashyrningabjalla og veittist henni auðvelt að hlaupa um með blýstykki sem var þrjátíu sinn- um þyngra en hún sjálf. Eitthvað hægði hún þó ferðina þegar kom- ið var í 100 sinnum þyngra stykki. Ekkert sérstakt við líkams- byggingu kvikindanna fannst til að skýra þetta mikla afl. Kram ætlar þó ekki að gefast upp og segist munu halda áfram að leita að svarinu. Fyrsti kafbáturinn Fyrsti kafbáturinn, sem not- aður var í hernaðarátökum, er nú fundinn á hafsbotni við Sulli- > vanseyju undan austurströnd Bandaríkjanna. Kafbátur þessi var i þjónustu Suðurríkjanna í borgarastríðinu vestra á síðustu öld. Hann sökkti skipi norðan- manna árið 1864 en hvarf fljót- lega á eftir og vissi enginn hvaö varð af honum, ekki fyrr en nú. Kafbátur þessi var gerður úr gamalli eimreið. Umsjón Guðlaugur Bergmundssnn Blý í beinunum kann að skýra afbrotahneigð Ekki er að finna neina einhlíta orsök glæpa en ein ástæðan fyrir því að menn leggist í afbrot og glæpi kann að vera blý- magn í beinum viðkom- andi. Það eru að minnsta kosti niðurstöður fjögurra ára rannsóknar á átta hundruð ungum skólapilt- um sem gerö var i Pitts- burgh í Bandaríkjunum. Enginn piltanna var þó með blýeitrun. Rannsóknin leiddi í ljós að þeir piltar, sem voru með hlutfallslega mikið blý í beinum fótleggja sinna, voru líklegri til að sýna af sér árásarhneigð eða brjóta af sér en piltar sem ekki höfðu jafn mikið blý í beinunum. Það voru því bein tengsl milli blý- magnsins annars vegar og hins vegar frásagna for- eldra, kennara og jafnvel barnanna sjálfra um afbrot og óknytti. Það var geðlæknirinn Herbert L. Needleman við læknamiðstöð há- skólans í Pittsburgh sem stjórnaði rannsókninni en hann hefur áður gert rannsóknir á áhrifum blýs. Jafnvel eftir að hann hafði, í þessari nýjustu rannsókn sinni, tekið tillit til annarra þátta sem geta spáð fyr- ir um afbrot, svo sem efnalega stöðu og annað sem tengist fjölskyldu- mynstrinu, varð niðurstaðan hin sama: þeir sem voru meö meira blý í beinunum voru líklegri til að stunda andfélagslegt athæfi. Slíkt athæfi í æsku hefur sýnt sig að spá fyrir um glæpamennsku á fullorð- insárum, segir Needleman i grein í tímariti bandarísku læknasamtak- anna. Terry E. Moffltt, sálfræðingur við Wisconsinháskóla i Madison sem hefur rannsakað langtíma afleiðing- ar andfélagslegrar hegðunar í börn- um, segir í sartia riti að mælingar á andfélagslegri hegðun barna séu nokkuð nákvæmar og spái allvel fyrir um ofbeldisglæpi á fullorðins- árum og skyldar afleiðingar, svo sem drykkjusýki og heimil- isofbeldi. Herbert Needleman segir í viðtali við IHT að hann sé ekki að halda því fram að snerting við blý sé helsta orsök afbrota, heldur sé hún ein af mörgum og sú sem ætti kannski að vera auðveldast að koma í veg fyrir. „Blý er heilaeitur sem kemur í veg fyrir að við getum haft stjórn á okkur,“ segir Needleman. Flestar fyrri rannsóknir á áhrifum blýs á þroska bama hafa beinst að niður- stöðum í gáfnaprófum og að vexti þeirra, og flestar þeirra hafa byggst á blý- magni í blóðinu. Hins veg- ar er talið að blýmagn í beinum sé áreiðanlegri mælikvarði þar sem það sýni hversu mikið hafi safnast saman á löngum tíma. Barn geti til dæmis verið með mikið magn blýs í beinunum enJítið í blóðinu einmitt þegar rannsóknin væri gerð. David Bellinger, sem rannsakar blýáhrif við barnasjúkrahúsið í Bos- ton, segir að rannsóknin í Pitts- burgh marki tímamót, þar sem hún opni fyrir þann möguleika að eitt- hvað af ofbeldinu í þjóðfélaginu kunni aö vera afleiðing umhverfis- mengunar af völdum blýs sem hægt væri að koma í veg fyrir. Litlu mýsnar fá raflost Geðlæknar í Bandaríkjunum sem rannsaka áfallastreitu gefa músum raflost til að framkalla streituviðbrögð hjá þeim. Áfalla- streitu hefur orðið vart hjá fólki sem kemst lifandi úr styrjöldum, jarðskjálftum og öðrum streitu- valdandi atburðum. Allen Steinberg, sem starfar við Kaliforníuháskóla í Los Ang- eles, segir að mýsnar séu drepn- ar eftir að þær verða fyrir áfall- inu til að kanna breytingar á efnafræði heilans af völdum | streitunnar. Samverkamenn Steinbergs settu mýsnar inn í sérstök búr þar sem þær fengu mikið raflost í tíu sekúndur. Þessu næst voru þær hvað eftir annað settar í námunda við rafmagnsbúrið, án þess þó að þeim væri gefið raf- lost. Músunum sem urðu sí og æ I fyrir streitu brá mikið við há- vaða en mýsnar sem fengu ekki raflost, brugðust öðruvísi viö. Áfallamýsnar urðu líka miklu of- beldishneigðari en hinar. Gegn hrúðurkörlum Hrúðurkarlar hafa löngum gert sæfarendum lífið leitt með i því að setjast utan á skip þeirra en nú er útlit fyrir að það heyri til liöinni tíð. Tveir menn, annar vísindamaður en hinn fyrrum | skipstjóri, hafa fundið upp nýtt | vistvænt efni til að húða skips- skrokka með. Efni þetta er svo hált að hrúðurkarlarnir ná ekki að festa sig við skipið. Stundum er svo mikið um hrúðurkarla á skipum að hraði þeirra minnkar til muna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.