Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Blaðsíða 31
39 TT> ..T LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 Páll Úskar Hjálmtýsson: Ný plata á íslandi og í Evrópu „Verðlaunin söngvari ársins er þægilegasta þruma úr heiðskírunni sem hægt er að hugsa sér,“ sagði Páll Óskar Hjálmtýsson sem valinn var söngvari ársins á fimmtudags- kvöld. „Ég er bara hress, þetta er algjört klimax. Það er búið að vera í það „fríkaðasta" að vera til þessa dag- ana. Ég er búinn að „stúdera" Björk í heila viku fyrir kvöldið. Ég er bú- inn að klippa myndband með nýju lagi Making Love og gefa út lag með Leoncie. Ég held áfram að kynna sjálfan mig eins og ég er búinn að gera undanfarið eitt og hálft ár í Þýskalandi og Skandinavíu. Það hefur gengið æðislega en þetta er áttatíu prósent kynningarstarfsemi og fimmtán prósent tónlist. Ég er að byrja að vinna næstu plötu en hún verður mjög poppuð dansplata með frumsömdu efni. Sú plata kemur út á Islandi og viðar í Evrópu. Það verður gaman að þrykkja gullplötu og verðlaunastyttu framan í kallana með peningana," sagði Páll Óskar Hjálmtýsson. -em Gunnlaugur Briem: Tónlistin kemur Kristján Kristjánsson: Mjög frá hjartanu „Mér er það mikill heiður að fá þessi verðlaun og þykir vænt um að lesendur og dómnefnd skuli sýna mér þennan stuðning," sagði Gunn- laugur Briem, trommuleikari árs- ins, í samtali við DV eftir afhend- inguna. Gunnlaugur leikur með hljóm- sveitinni Mezzoforte. Hann sagðist hafa verið mjög heppinn með sam- starfsfólk og benti á að félagar hans væru fremstir í flokki í tónlistinni á íslandi. Það hefði hjálpað honum að ná eins langt og raun bæri vitni. „Á siðustu árum hef ég farið að gera það sem mér býr í brjósti varð- andi tónlistina. Þegar öllu er á botn- inn hvolft kemur tónlistin frá hjart- anu. Ég trúi því að ef ég spila af ein- lægni skíni það í gegnum tónlistina. -em þakklátur „Ég er mjög þakklátur fyrir verðlaunin og finnst það mikill heiður. Ég pældi ekkert í þessu áður þannig að verðlaunin komu mér mjög á óvart,“ sagði Kristján Kristjánsson eftir að hann tók við verðlaunastyttu sem textahöfundur ársins. Kristjáni var ákaft fagnað og eft- ir koss frá eiginkónunni gekk hann á svið. Kristján hefur ekki spilað mikið að undanförnu þar sem hann er að ná sér eftir slys. Hann fer að byrja vinnslu á nýrri geislaplötu sem væntan- lega kemur út í sumar. „Verðlaunin sýna að einhver tekur eftir manni og það er gam- an ef fólki líkar það sem maður er að gera.“ -em Guðmundur Steingrímsson: Ánægður með kvöldið „Það er alltaf gaman þegar manni er komið svona á óvart. Ég var mjög ánægður með kvöldið,“ sagði Guð- mundur Steingrímsson, eða Papa Jazz, sem fékk heiðursverðlaun Is- lensku tónlistarverðlaunanna á fimmtudagskvöld. Guðmundur er stofnandi Jazzvakningar á íslandi. Hann heyrði fyrst djass á striðsár- unum og heillaðist upp úr skónum. Hann lék með KK-sextettinum í tíu ár auk þess sem hann hefur leikið með Hauki Morthens, Ragga Bjarna og Tríói Björns Thoroddsen. I DV í gær víxlaðist fyrirsögn á greinum um Guðmund Steingríms- son og Gunnlaug Briem. Guðmund- ur hreppti heiðursverðlaun kvölds- ins og Gunnlaugur er trommuleik- ari ársins en ekki öfugt eins og stóð í blaðinu í gær. Guðmundur og Gunnlaugur eru beðnir velvirðing- ar á þessum mistökum. -em Guðmundur Steingrimsson var hissa á afhendingunni. Guðmundur Pátursson: r Eg er þakklátur „Já, já, ég er ánægður en þetta var orðið svolítið fyrirsjáanlegt, finnst mér. Ég tek þetta nú ekki of hátíðlega en ég er samt mjög þakk- látur,“ sagði Guðmundur Pétursson sem valinn var gítarleikari ársins við afhendingu íslensku tónlistar- verðlaunanna. Salurinn fagnaði ákaft þegar Guðmundur gekk að sviðinu. Guðmundur lék í Jesus Christ Sú- perstar og hefur einnig leikið með Emilíönu Torrini, svo eitthvað sé nefnt. Það er ýmislegt á döfinni hjá honum eins og tvö stór leikhúsverk og drög að plötu. -em Björk Guðmundsdóttir: Borðar kolkrabba í New,York og fær fimm verðlaun á íslandi Björk Guðmundsdóttir sópaði að sér verðlaunum á hátíðinni. Hún var tilnefnd til sex verðlauna og hreppti fimm þeirra eins og fram kom í DV í gær. Móðir Bjarkar, Hildur Hauksdóttir, var afar stolt af dóttur sinni og tók við verðlauna- súpunni með dyggri aðstoð Einars Arnar, Sykurmola. Hildur var ekki margorð frekar en dóttirin í þakkar- ræðunni en hún var mjög ánægð með kvöldið. Björk var af dómnefnd og lesend- um DV valin söngkona ársins, flytj- andi ársins, lagahöfundur ársins, hún átti lag og plötu ársins. Björk sendi DV og hátíðinni símbréf í gær þar sem hún þakkaði fyrir sig jafn- framt sem hún sagðist vera að borða kolkrabba í Hong Kong þar sem hún er stödd á tónleikaferða- lagi. Hljómsveitin Botnleðja, sem gaf út geislaplötuna Drullumall fyrir jól, var val- in bjartasta vonin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.