Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 Pat Buchanan boðar íhaldssemi hjartans í forsetaslagnum og er fullur bjartsýni: lendar fréttir 43 Eini sanni íhaldsmaðurinn sem getur sigrað „Við komum fullir vonar til New Hampshire með krossferð okkar fyr- ir því að Bandaríkjamenn gangi fyr- ir. Við lítum á úrslitin í Iowa sem einn mesta sigur okkar á þessu ári. Þau eru fyrirboði þess sem koma skal,“ sagði íhaldssami dálkahöf- undurinn og stjórnmálaskýrandinn Pat Buchanan þegar hann kom til New Hampshire síðastliðinn þriðju- dag til að berjast fyrir atkvæðum repúblikana í forkosningunum i fylkinu næstkomandi þriðjudag. Forkosningar þessar eru af mörgum taldar hinar mikilvægustu í kapp- hlaupinu um útnefningu stóru flokkanna fyrir forsetakosningarn- ar. Pat Buchanan hefur fulla ástæðu til að vera bjartsýnn á úrslitin. Fyr- ir hálfum mánuði sigraði hann óvænt í forvali repúblikana í Lou- isiana en þurfti að vísu ekki að keppa þar við þá Bob Dole, leiðtoga flokksins í öldungadeild Banda- ríkjaþings, og kaupsýslumanninn og blaðaútgefandann Steve Forbes. Þeir voru á þeim tíma taldir líkleg- astir til að berjast um útnefninguna. r I toppslagnum við Dole Buchanan kom svo enn á ný á óvart í byrjun þessarar viku þegar hann náði að velgja Bob Dole ræki- lega undir uggum í hinu mikilvæga forvali í Iowa. Buchanan fékk 23 prósent atkvæðanna en Dole aðeins þremur prósentustigum meira. Steve Forbes var hins vegar langt að baki með aðeins tíu prósent at- kvæða. En það eru ekki aðeins úrslitin í Louisiana og þó sérstaklega Iowa sem gefa Buchanan tilefni til bjart- sýni. í forkosningunum árið 1992 fékk þessi eldibrandur 37 prósent at- kvæða í New Hampshire og gerði George Bush, þáverandi forseta, þar með mikla skráveifu. Nýjustu skoð- anakannanir í fylkinu benda einnig til þess að fylgi Buchanans og Doles sé mjög áþekkt. „Ég yrði ekki hissa þótt Buchan- an yrði í öðru sæti hér,“ sagði Steve Merrill, ríkisstjóri í New Hamps- hire og formaður kosninganefndar Bobs Doles, sem af flestum er talinn sigurstranglegastur. Siðferði, trú og efna- hagsleg þjóðernishyggja Pat Buchanan er fæddur 2. nóv- ember 1938 og er því 57 ára gamall, einn níu systkina í fjölskyldu sem á ættir sínar að rekja til írlands. í kosningaræðum sínum tvinnar hann saman þremur meginþemum, þ.e. siðferði, trú og efnahagslegri þjóðernishyggju og afstöðu sína kallar hann „íhaldssemi hjartans". Hann er eindreginn andstæðing- ur fóstureyðinga og notar hvert tækifæri til að hamra á þeirri skoð- un sinni á atkvæðaveiðunum. Hann er ákafur fylgismaður verndarstefnu í viðskiptum og er þar af leiðandi andvígur NAFTA, fríverslunarsamtökum Norður-Am- eríku, og heimsviðskiptastofnun- inni WTO, arftaka GATT, og heldur því fram að frelsi í viðskiptum hafi orðið til þess að störf bandarískra verkamanna voru lögð niður. Hann er líka á móti Sameinuðu þjóðunum og gerir gys að framkvæmdastjóra samtakanna, Boutros Boutros- Ghali. Útlendingar fá líka að kenna á andúð hans og til að stemma stigu við straumi ólöglegra innflytjenda til landsins vill hann reisa öryggis- girðingu við landamærin að Mexíkó. íhaldssemi sína í félagsmálum byggir Buchanan svo á trúnni en hann er strangtrúaður kaþólikki. „Grundvallargildi og grundvallar- hugmyndir vestrænnar menningar eru hin kristna trú,“ sagði hann. Pat Buchanan hefur aldrei verið kjörinn til embættis á vegum hins opinbera. Hann gjörþekkir hins veg- ar stjórnmálin í Washington og hvernig kaup- in gerast á þeirri eyri. Hann var einu sinni ræðu- skrifari fyrir Richard Nixon á forsetatið hans og gegndi háu embætti í Hvíta húsinu þegar Ronald Reagan fór með húsbónda- vald þar á bæ. Hann varð þó ekki þekktur meðal banda- rísku þjóðar- innar fyrr en hann fór að koma fram í ýmsum sjón- varpsþáttum, svo sem Cross- fire, þar sem hann hélt á lofti skoðunum hægri arms Repúblikana- flokksins. „Þáð er að- eins einn sann- ur, ósvikinn íhaldsmaður sem getur sigr- að í þessari kosningabar- áttu og það er Pat Buchan- an,“ sagði hann eftir sig- urinn í Louisi- ana á dögun- um. „Þetta er ný tegund íhaldssemi sem stendur með banda- rískum körlum og konum og segir þeim að þegar við komumst í emb- ætti verði aldrei gerðir viðskipta- samningar sem fórna hagsmunum hins vinnandi manns í Ameríku." Einarðir stuðningsmenn Ef Pat Buchanan fær næstflest at- kvæðL í forkosningunum í New Hampshire á þriðjudag, eins og Steve Merrill rikisstjóri spáir, verð- ur það ekki síst að þakka „Buchan- an- stórfylkjunum" eins og fram- Pat Buchanan segir blaðamönnum í New Hampshire frá því hvernig hann ætlar að vinna hug og hjarta kjósenda fyrir forkosningarnar á þriðjudag. Símamynd Reuter bjóðandinn sjálfur hefur kallað stuðningsmannasveitir sínar allt frá því hann hristi ærlega upp í repúblikanaflokknum í fylkinu fyr- ir fjórum árum. Peter Robbio, kosningastjóri Buc- hanans í New Hampshire, 34 ára gamall fyrrum verkfærasölumaður, sagði að kosningasmalar hans væru fámennur hópur en afskaplega ein- arður og þeir væru i öllum bæjum og borgum fylkisins, tilbúnir að hringja út og ekki síst að fá fólk til að koma á kjörstað. í fljótu bragði er ekki auðvelt að sjá hvað stuðnings- menn Buchanans eiga sameiginlegt annað en mikla hollustu í garð þessa eldhuga. Þeir eru á öllum aldri, koma víða að og ástæðurnar fyrir stuðningi þeirra eru jafn misjafnar og þeir eru margir. Irene Farrell, ekkja á sjötugsaldri frá New York fylki, sagði til dæmis að hún væri hrifin af afstöðu Pats Buchanans gegn ólöglegum innflytj- endum. „Maðurinn minn dó af völdum hjartaáfalls fyrir tuttugu árum vegna þess að hann vann of mikið. Hann var rann- sóknarmaður fyrir innflytj endaeftirlit- ið í New York borg, svo vel er hægt að gera sér í hugar- lund hvernig mér er innanbrjósts. Ásókn útlendinga í að komast hingað reyndist honum einfaldlega um megn. Það má því segja að ég eigi per- sónulegra harma að hefna," sagði Irene Farrell. Annar stuðn- ingsmaður Buch- anans í New Hampshire er Randy Tremblay, sem hefur ekið sendibíl fyrir kosn- ingaskrifstofuna tfl að vinna sér inn peninga til að komast í háskóla. „Pat trúir á ameríska drauminn og á ameríska lífshætti," sagöi Tremblay. þKristnir íhaldsmenn voru lykill- ínn að góðri frammistöðu Pats Buchanans i Iowa á mánudag. Þeir ætla að reyna að leika sama leikinn í New Hampshire á þriðjudaginn kemur. Kristilega samfylkingin, áhrifamikill hægrisinnaður regn- hlífarhópur, hefur í hyggju að efna tfl fjöldafundar í New Hampshire um helgina tO að reyna að laða að kjósendur og til að styrkja stöðu Buchanans á lokasprettinum. Kristnir hægrimenn létu svo mik- ið að sér kveða í kosningabarátt- unni í Iowa að fjölmiðlaumfjöUunin snerist fuUt eins mikið um þá og frambjóðendurna sjálfa. Þessi hóp- ur, sem er stærsta einstaka brotið innan Repúblikanaflokksins, lét til sín taka svo um munaði í kosning- unum 1994 þegar demókratar töp- uðu meirihluta sínum í báðum deildum þingsins, í fyrsta sinn í fjörutíu ár. Án þessara kristOegu hægrimanna hefði bylting Newts Gingrich, leiðtoga repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og mikils íhaldsmanns, aldrei orðið að veruleika og BiU Clinton forseti væri hugsanlega búinn að hrinda helstu félagslegu stefnumálunum sínum í framkvæmd. Erlent fréttaljós á laugardeg Áhrif þeirra sem kalla sig trúaða á bandarísk stjórnmál eru jafnmikil og raun ber vitni vegna þess að áhrif trúarinnar er að finna um gjörvallt bandaríska samfélagið. Skoðanakannanir sýna að 84 pró- sent Bandaríkjamanna trúa á himnaríki en í Bretlandi eru þeir sem því trúa 57 prósent og aðeins 17 prósent í Danmörku. Helmingur bandarísku þjóðarinnar segist lesa í biblíunni að minnsta kosti einu sinni í viku utan kirkjunnar og 40 prósent segjast vera endúrfædd til kristinnar trúar. En kristnir Bandaríkjamenn hafa ekki aUtaf verið stuðningsmenn Repúblikanaflokksins. AUt fram á sjötta áratuginn voru þeir að meiri- hluta fylgismenn demókrata en ýmsar þjóðfélagsbreytingar, sem urðu á sjöunda og áttunda áratugn- um, svo sem auðveldari aðgangur að fóstureyðingum og einfaldari reglur fyrir hjónaskilnaði, leiddu til að breyting varð þar á. Aukin efna- leg velmegun átti líka stóran þátt í brotthvarfi þessa hóps úr röðum demókrata. Það kemur svo í ljós á þriðjudag hvort kristnir íhaldsmenn hafa haft erindi sem erfiði. MAZDA 4 huröa kr Adrar geróir kosta frá kr. 1210.000 Komda, skoðaöu og takiu í MAZDA 323. því stuttur reynsluakstursegir meira en mörg orð. Það segja þeir sem valió hafa MAZDA eftír rækdegan samanburó við aðra bfla! OPIDFRA KI.. 9*18, UUGARDAGA 12-16 SKlíLAGOTU 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.