Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Blaðsíða 36
44
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 JlVV
í$viðsljós
Feiminn
rauð-
vínskarl
- Timothy Dalton segir söguna um sjálfan sig
„I raun er ég mjög óframfærinn,"
segir Timothy Dalton sem þekktur
er í gervi ofurnjósnarans James
Bond og flagarans Rhett Butlers í
sjónvarpsþáttunum Á hverfarida
hveli.
„Ég fékk leikhúsbakteríuna þegar
ég var drengur. Þá sá ég Macbeth og
var ekki í vafa um hvaða starfs-
grein ég ætlaði að leggja fyrir mig.“
Þótt Dalton leiki nær eingöngu í
kvikmyndum núna er hann trúr for-
tíð sinni og segir af og til já við lítt
borguðum tilboðum um að leika á
sviði.
„Að taka vel launuðu kvik-
myndatilboöi hefur ekkert með pen-
inga að gera, þannig lagað, heldur
er ég að tryggja mér framfærslu í
ellinni," segir Dalton sem ekur um
á gamalli Toyotu og býr í gömlu
húsi í Chiswick í London.
Hann fæddist í Wales og á fjögur
systkin. Pabbi hans vann við aug-
lýsingagerð og í fyrstu ætlaði
Dalton að verða efnafræðingur.
Áhuga sinn á leikhúsi á hann hins
vegar afa sínum að þakka sem rak
leikhús í Bath. Hann fór því í leik-
listarskóla og menn voru fljótir að
koma auga á hæfileika hans. Árið
1968 lék hann í sinni fyrstu kvik-
mynd, Ljóni vetrarins, en aðalhlut-
verkin voru í höndum Katharine
Hepburn, Peter O’Toole og Anthony
Hopkins. Síðan komu önnur hlut-
verk en fyrir leik sinn í kvikmynd
um ævi Maríu Stuart fékk hann
mikið lof og komst á kortið.
Við leik í þeirri mynd kynntist
Dalton, sem er 48 ára, Vanessu Red-
grave, sem er tíu árum eldri. Þau
voru saman í 15 ár og eru góðir vin-
ir enn í dag. Dalton hefur aldrei ver-
ið giftur en er þekktur fyrir að vera
mikið kvennagull. Hann neitar þó
að ræða sitt einkalíf í viðtölum við
fjölmiöla.
„Ef ég hitti réttu konuna getur
það þýtt brúðkaup og barn. Ég hef
þó ekki verið svo lánsamur enn þá.
Þangað til eyði ég frítíma mínum í
stangaveiði og skrepp á knæpuna
með félögum mínum. í sannleika
sagt þá kann ég ekki við mig f fé-
lagsskap ofurfallegra kvenna og því
síður vil ég eiga flotta og dýra bíla.
Ég þoli hreinlega ekki að fólk horfi
á mig.“
Stangaveiði og bjór á knæpunni með félögum sínum. Þannig eyðir Dalton
frístundum sínum.
Margrét setur stórt spurningarmerki við Kötju
Nú er útlit fyrir að hin þokkafulla
Katja, kærasta Friðriks krónprins,
verði aldrei drottning í Danaríki.
Margrét Danadrottning ku einblína
á skamma menntagöngu stúlkunnar
en Katja Storholm Nielsen hefur
jafnframt lýst því yfir að hún hafi
takmarkaðan áhuga á að bæta úr
því.
Sem drottning telur Margrét sig
bera ábyrgð því að lífsforunautur
krónprinsins sé hlutverki sínu vax-
Hathaway hjúkka í bólinu
Emmy-verðlaunahafinn
Julianna Margulies, sem
er betur þekkt sem
Hathaway hjúkrunar-
kona í Bráðavakt-
inni, hagar sér allt
öðruvísi í einkalíf-
inu en í fyrrnefnd-
um sjónvarpsþátt-
um. Hún þolir
ekki hjúkku-
búninginn en
heldur þeim
mun
meira
upp á
eggjandi klæðnað. Þar fyrir utan
á hún eigin uppskrift að því
hvernig á að halda línunum í
lagi.
„Ef maöur stundar gott
kynlíf langar mann alls
ekki til að stunda einhverj-
ar þreytandi líkamsæfing-
ar,“ segir hin 26 ára
rísandi stjarna sem
einnig trúir á end-
urholdgun,
vítamín og
nægan svefn.
inn. Ekki sé nóg að stúlkan sé falleg
og vel vaxin. Hennar hlutverk sé að
vera fulltrúi Danaveldis á erlendri
grundu, hún þurfi að geta haldið
uppi samræðum um hin flóknustu
málefni og vera málamanneskja.
Hún má ekki skapa hættu á því að
hneykslismál komi upp á yfirborðið
og að myndir sem særi blygðunar-
kennd manna birtist í blöðum.
I fáum orðum sagt er það mat
drottningarinnar að undirfatamódel
sé ekki krónprinsessan sem Dan-
mörk þarf á að halda.
Katja hefur verið eftirsótt sýning-
arstúlka frá því hún hóf feriliip og
því hætti hún námi að loknu stúd-
entsprófl. Nú kunna sumir að benda
á að námsferill Díönu prinsessu af
Wales sé ekki frábrugðinn ferli
Kötju en á hitt ber að líta að brestir
í hjónabandi hennar og Karls rikis-
arfa komu irieðal annars fram af því
að þau höfðu um fátt að ræða.
Danska þjóðin klofin
Eitt vandamálið til viðbótar, sem
vex Margréti Þórhildi í augum, er
sá fjöldi kærasta sem Katja hefur
átt. Hún hefur starfað í þeim geira
þar sem kirkjubrúðkaup hafa ekki
átt upp á pallborðið.
Allar þessar vangaveltur kljúfa
dönsku þjóðina í tvær fylkingar.
Önnur styður það að Friðrik fái að
giftast þeirri konu sem hann lystir
en hin sjónarmið móður hans, Mar-
grétar.
„Það eru mannréttindi að fá að
gera það sem hjartað segir manni,“
hefur Ole Espersen, fyrrverandi
dómsmálaráðherra Dana, látið hafa
eftir sér. „En ef tilvorrandi brúður
krónprinsins uppfyllir ekki ákveðin
skilyrði þá getur danska þingið ekki
lagt blessun sína yfir ráðahaginn.
Margrét Þórhildur liggur ekki á
þeirri skoðun sinni að ráðahagur
Friðriks krónprins sé ekki að henn-
ar skapi.
Ef hann heldur skoðunum sínum til
streitu þrátt fyrir þetta þýðir það að
hann verður að afsala sér erfðarétt-
inum, rétti sínum til hallar og líf-
eyris."
Þetta þýddi að Joachim prins og
Alexandra prinsessa tækju við völd-
um.
Ólyginn sagði...
.. .að nú stæðu yfir tökur á kvik-
mynd sem fjalla mun um ást-
arsamband Díönu prinsessu og
James Hewitt. Líklegt er að
Nicole Kidman fari með hlut-
verk Díönu í myndinni en þar
mun ástarleikur sá sem hún
sagði frá í frægu sjónvarpsvið-
tali verða settur á svið.
. . .að Ralph Fiennes, sem fór
með hlutverk eins af fólunum í
Schindlers listanum, mundi
fara með hlutverk Hewitt
majors í myndinni um þau
skötuhjú. Myndin ku byggja á
bók Önnu Pasternak, Ástfangin
prinsessa. Ólygnir segja að Di-
ana kvíði mjög sýningu mynd-
arinnar.
. . .að Diane Keaton hefði verið
haldin sjúklegri þrá eftir því að
eignast barn þegar hún lék í
myndinni Baby Boom árið
1987. Þá var hún í sambúð með
leikaranum Al Pacino en ekkert
gengið hjá þeim skötuhjúum.
Nú er Diane einstæð og fimm-
tug og tveimur dögum fyrir jól
varð henni að ósk sinni og fékk
dóttur til ættleiðingar.
. . .að einn eftirsóttasti pipar-
sveinn í Hollywood, „vinurinn"
Mathew Perry, væri genginn út.
Sú heppna er engin önnur en
Julia Roberts.
. . .að Fred Dryer, sem íslend-
ingar þekkja líklega betur sem
Hunter úr samnefndum sjón-
varpsþáttum, væri kominn fram
fyrir kvikmyndatökuvélarnar á
ný. Dryer ætlar að fara að keppa
við Hazelhoff strandvörð því í
nýju þáttunum leikur hann
einkaspæjara á fínni baðströnd.
Þættirnir heita Lands End.