Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Blaðsíða 37
DV LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996
m
1
Frumvarpsdrögin að breytingum á sáttastörfum og samskiptareglum á vinnumarkaði:
Snert við helgidómi
verkalýðshreyfingarínnar
Vonir manna um fullt sam-
komulag innan nefhdar, sem fé-
lagsmálaráðherra skipaði til að
endurskoða og gera tillögur um
breytingar á sáttastörfum í vinnu-
deilum og samskiptareglum á
vinnumarkaði, urðu að engu þegar
fundur formanna landssambanda
innan ASÍ hafhaði frumvarpsdrög-
unum alfarið.
Af samtölum við verkalýðsleið-
toga að dæma virðist hreyfingin
tilbúin að beita alefli til að koma i
veg fyrir þær breytingar sem í
frumvarpinu felast. Þeir kalla
þetta skerðingu á frjálsri kjara-
samningagerð og verkfallsréttin-
um sem er heilagur í augum
verkalýðshreyfingarinnar.
Skertur verkfallsréttur
Það er einkum ákveðin skerðing
gæti kostað mikil átök verði frumvarpið lagt fyrir Alþingi
á verkfallsréttinum sem verka-
lýðshreyfingin setur fyrir sig. í
friunvarpinu er gert réð fyrir að
kröfur hafi verið kynntar, viðræö-
ur hafnar og milligöngu sáttasemj-
ara hafi verið leitað áður en til
verkfallsboöunar geti komið.
Einnig er i frumvarpinu gert ráð
fyrir stórauknum völdum sátta-
semjara.
Fréttaljós á
laugardegi
Sigurdór Sigurdórsson
Þá er ákvörðunin um að gefa
verkalýðsfélagi verkfallsrétt og að
boða til verkfalls tekin úr höndum
trúnaðarráða félaganna og gert
ráð fyrir að ákveöið hlutfall
skráðra félaga taki þessa ákvörð-
un. Einnig er gert ráð fyrir að
ákveðið hlutfall félaga greiði at-
kvæöi um kjarasamninga til sam-
þykkis eða synjunar. Loks setur
verkalýðshreyfingin fyrir sig hin
stórauknu völd ríkissáttasemjara
og eins vill hún semja við atvinnu-
rekendur um verklagsreglur í
kjarasamningum en ekki að binda
þær í lög.
Harka í fálagsmálaráð-
herra
Það er ljóst af ummælum Páls
Péturssonar félagsmálaráðherra í
samtölum við hann í DV á fimmtu-
dag og í blaðinu í dag aö hann ætl-
ar ekkert að bakka fyrir verka-
lýðshreyfmgunni í þessu máli.
Alla vega ekki í fyrstu lotu og
átakalaust.
Hann minnti verkalýösleiðtog-
ana á að það væri Alþingi sem
setti lög í landinu en ekki þeir.
Hann sagði ennfremur. „Ég læt
ekkert berja mig til baka með
frumvarpið." Og þeir sem þekkja
Pál Pétursson vita að hann á það
til að segja eins og Grettir Ás-
mundsson, sýslungi hans, sagði
foröum við þá fóstbræður: „Stork-
i’ann mér hann Þorgeir og þessir
frægu menn/ hann Þormóður og
gorgeir fyrir einum ei ég renn.“
Ný verkalýðsforysta
Það skyldi því enginn vanmeta
þann möguleika að til átaka geti
komið haldi félagsmálaráðherra
því til streitu að koma frumvarp-
inu óbreyttu í gegn um Alþingi.
Því má heldur ekki gleyma í þessu
sambandi að verkalýðshreyfingin,
einkum láglaunastéttimar, eru í
miklum ham. Þeim þótti sér mis-
boðið meö launahækkunum toppa
þjóðfélagsins í haust og því að fá
ekki að segja upp kjarasamningum
um áramót. Auk þess verður Al-
þýðusambandsþing haldið í vor og
búast má við að þar verði kosin ný
forysta Alþýðusambandsins og
menn eru þegar komnir í starthol-
urnar vegna þess. Og svo er það
mál málanna á þessu ári, gerð
nýrra kjarasamninga um næstu
áramót. Það eru því blikur á lofti
sem ekki ætti að vanmeta.
Benedikt Davíðsson, forseti
Alþýðusambandsins:
Það mun kosta slag
ef knýja á frum-
varpið fram
- í andstöðu við verkalýðshreyfinguna
„Ef ráðherra ætlar að knýja
frumvarpið í gegnum Alþingi í and-
stöðu við verkalýðshreyfinguna
verður farið í slag. Það er alveg
klárt. En hvers konar slagur það
verður ætla ég ekki segja til um á
þessari stundu. Það liggur einnig í
augum uppi að ef frumvarpið verð-
ur að lögum, í andstöðu við verka-
lýðshreyfinguna og samtök opin-
berra starfsmanna, nær það ekki
þeim tilgangi sem vinnan í starfs-
hópnum, sem samdi áfangaskýrsl-
una í haust, miðaði að. Vinnan í
þeim hópi miðaði að því að bæta
samskiptareglur á vinnumarkaði en
við teljum að þessi frumvarpsdrög
gangi i öfuga átt. Það hlýtur að leiða
til erflðleika hvernig sem þeir út-
færast," sagði Benedikt Davíðsson,
forseti Alþýðusambands íslands.
Hann átti sæti í starfshópnum
sem samdi áfangaskýrsluna í haust
og segir að hugmyndum launa-
manna í hópnum hafi verið hafnað.
„Ég lít svo á að þar með hafi ver-
ið stigið yfír okkur. Og ef mál þró-
ast á þann veg að ekkert komi út úr
viðræðum aðila vinnumarkaðarins
um þessi mál og frumvarpið fer
fram sem slíkt mund það spilla
ástandinu á vinnumarkaöi í stað
þess að bæta það,“ sagði Benedikt
Davíðsson.
-S.dór
Þórarínn V. Þórarinsson
framkvæmdastjóri VSÍ:
Óskiljanleg andstaða
við frumvarpsdrögin
„Ég get bara ekki ímyndað mér
að um þau efnisatriði sem tekin eru
fyrir í frumvarpinu, sé mikið
ósætti. Ég get ekki ímyndað mér að
menn séu ósáttir við það að lögleg
samninganefnd stéttarfélags undir-
riti samninga og þeir teljist komnir
á nema þeim sé hafnað. Mér er það
einnig óskiljanlegt ef einhverjir fara
fram og telja það árás á verkalýðs-
hreyfmguna ef það er sett sem skil-
yrði að ef löglega gerður samningur
er felldur, að einhvert lágmarks
hlutfall félagsmanna hafi fellt hann.
Það er ekki boðlegt að þetta eitt til
tvö prósent félagsmanna komi sam-
an á æsingafund og felli samninga
en 98 til 99 prósent sitja heima og
eru sátt við málið eöa telja ekki
ástæðu til að fara gegn því,“ sagði
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ um frumvarps-
drögin.
Hann sagðist heldur ekki trúa því
að menn séu andsnúnir því að skil-
yrði fyrir því að leitað sé til félags-
manna og óskað eftir því að lagt sé
á verkfall, að búið sé að leggja fram
kröfurnar áður. Og að það sé búið
að ræða þær kröfur og reyna til
þrautar að ná samkomulagi.
„Verkfall er enginn leikaraskap-
ur, það snertir ekki bara stéttarfé-
lögin. Og það snertir ekki bara fé-
lagsmenn þess félags sem í hlut á,
það snertir allt þjóðférlagið. Mér er
það líka óskiljanlegt að menn skuli
leggjast gegn því að verkalýðsfélög-
in spyrji félagsmenn sína en ekki
bara fámennt trúnaðarmannaráð,
um það hvort boða eigi til vinnu-
stöðvunar. Mér þætti ganam að sjá
framan í þann mann sem hefur á
móti þeim atriðum sem ég hef þarna
nefnt og segir þau árás á stéttarfé-
lögin. Hver getur haft á móti því
þótt reynt sé að hafa betri verk-
stjórn á kjarasamningum þannig að
samningaþóf ið þrúgi ekki þjóðlífið
vikum eða mánuðum saman. Vegna
þessa alls er ég afar undrandi á
þeirri andstöðu sem frumvarpsdrög-
in mæta hjá formönnum landssam-
banda ASÍ,“ sagði Þórarinn V. Þór-
arinsson.
-S.dór
Páll Pétursson
félagsmálaráðherra
„Það er fyrst til að taka að skýrt
er kveðið á um það í stjómarsátt-
málanum að vinnulöggjöfm skuli
endurskoðuð. Nefnd hefur verið að
störfum og hefur haldið fjöldamarga
fundi. Hún skilaði áfangaskýrslu í
haust og upp úr þeirri skýrslu voru
unnin frumvarpsdrög. Ég vissi ekki
betur en það væri sæmileg sátt um
þau meðal nefndarmanna þegar þau
voru send til félaganna. Þess vegna
kemur það mér á óvart hvað þau
hljóta dræmar viðtökur.
Formannafundur ASÍ hafnar
þeim og VSÍ telur þau ekki ganga
nógu langt. Ég hafna því alfarið að
við séum að brjóta alþjóðasam-
þykktir, sem við erum aðilar að,
með þessu lagafrumvarpi. Þær
helstu aðfinnslur sem ég veit að
standa upp á okkur, varðandi
vinnulöggjöfina, er það að sérfræð-
inganefnd Evrópuráðsins í Strass-
borg hefur sent okkur ítrekað um-
kvartanir og nú síðast fyrir
nokkrum dögum um að við höfum
ekki leitt í lög neikvætt félagafrelsi,
sem þó er heimilt eftir síðustu
breytingar á stjórnarskránni," segir
Páll Pétursson félagsmálaráðherra.
Hann segir að það sé fjarri lagi að
verið sé að brjóta stjórnarskrána
eða alþjóðasamþykktir með frum-
varpinu, enda hafi það aldrei veriö
meiningin.
„Það sem mér finnst að þurfi að
laga er að vinnulöggjöfin eins og
hún er hefur leitt til þess að launa-
munur er of mikill í landinu. Lág-
launahóparnir semja fyrst, láta rík-
isvaldið koma þar inn og greiða
verulegan hluta samninganna. Síð-
an koma litlu hóparnir lausbeislað-
ir og klifra upp eftir bakinu á heild-
arsamtökunum. Þeir njóta þess sem
ríkisstjórnin var búin að leggja í
púkkið með hinum og fá að auki
iðulega talsvert meira en heildar-
samtökin.
Tilgangurinn með þessari frum-
varpsgerð er að stuðla að minnk-
andi launamun í landinu, sterkari
samtökum launamanna í landinu.
Nú stendur sundruð verkalýðs-
hreyfing gegn sterku og sameinuðu
atvinnurekendavaldi og er sundruð
að semja við þetta samhenta at-
vinnurekendaváld. Það er því fiar-
stæða að halda því fram að með
frumvarpinu sé verið að draga víg-
tennurnar úr verkalýðshreyfing-
unni í komandi kjarasamningum.
Ég tel þvert á móti að ef frumvarpið
verður að lögum fyrir næstu áramót
séu auknar likur á því að verkalýðs-
hreyfingin nái viðunandi kjara-
samningum. Ef gamla leiðin verður
farin, að litlu hóparnir komi á eftir,
klifri upp bakið á heildarsamtökun-
um og fái miklu meira, þá sé ég ekki
að vígtennur verkalýðshreyfingar-
innar skerpist við það,“ sagði Páll
Pétursson.
-S.dór
Bjöm Grátar Sveinsson, formaður VMSÍ:
Verið að fremja
stórpólitísk afglöp
- trúi því ekki að þessu
verði tekið þegjandi
„Við höfnum því að sett séu lög
um samskiptareglur á vinnumark-
aði. Við viljum að um þær sé samið.
Og varðandi lagasetningu þar um
og þessi frægu frumvarpsdrög þá
næ ég enn ekki upp í það hvert
vandamálið er sem þarna á að leysa.
Alla vega hef ég hvergi séð það
vandamál skilgreint. Þess vegna
læðist að manni sá grunur að verið
sé að setja þessi lög til þess að koma
í veg fyrir hugsanlega sókn verka-
fólks í komandi kjarasamningum.
•Þá hugmyndafræði er hægt að skilja
þótt hún sé ódýr.
Það er þess vegna skylda okkar
að upplýsa hvers konar stórpólitísk
afglöp þama er verið að fremja. Ég
trúi því ekki fyrr en ég tek á að Páll
Pétursson félagsmálaráðherra ætli
að styðja vinnuveitendasamböndin
einhliða í því að hefta launafólkið,"
segir Björn Grétar Sveinsson, for-
maður Verkamannasambandsins,
um frumvarpsdrög félagsmálaráð-
herra.
Hann sagðist telja að þessi frum-
varpsdrög, eins og þau liggja nú fyr-
ir, væru einhver mesta pólitíska
árás á verkalýðshreyfinguna sem
gerð hefur verið í áratugi. Það væri
ekki um flokkspólitíska árás að
ræða heldur árás á verkalýðspóli-
tíkina. Hann segir að þarna sé
hreinlega vegið að frelsi verkalýðs-
hreyfingarinnar.
„Mér sýnist líka á viðbrögðum
VSÍ-manna, toppunum hjá Vinnu-
málasambandinu og ríkinu, sem er
einn stærsti vinnuveitandinn, að
þeir séu býsna öruggir með sig. Ég
trúi því hins vegar ekki að verka-
lýðshreyfingin á íslandi og forystu-
menn hennar séu svo langt leiddir
að þeir geti ekki risið upp gegn
þessu,“ sagði Björn Grétar Sveins-
son.
-S.dór