Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Page 35
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 Pat Buchanan boðar íhaldssemi hjartans í forsetaslagnum og er fullur bjartsýni: lendar fréttir 43 Eini sanni íhaldsmaðurinn sem getur sigrað „Við komum fullir vonar til New Hampshire með krossferð okkar fyr- ir því að Bandaríkjamenn gangi fyr- ir. Við lítum á úrslitin í Iowa sem einn mesta sigur okkar á þessu ári. Þau eru fyrirboði þess sem koma skal,“ sagði íhaldssami dálkahöf- undurinn og stjórnmálaskýrandinn Pat Buchanan þegar hann kom til New Hampshire síðastliðinn þriðju- dag til að berjast fyrir atkvæðum repúblikana í forkosningunum i fylkinu næstkomandi þriðjudag. Forkosningar þessar eru af mörgum taldar hinar mikilvægustu í kapp- hlaupinu um útnefningu stóru flokkanna fyrir forsetakosningarn- ar. Pat Buchanan hefur fulla ástæðu til að vera bjartsýnn á úrslitin. Fyr- ir hálfum mánuði sigraði hann óvænt í forvali repúblikana í Lou- isiana en þurfti að vísu ekki að keppa þar við þá Bob Dole, leiðtoga flokksins í öldungadeild Banda- ríkjaþings, og kaupsýslumanninn og blaðaútgefandann Steve Forbes. Þeir voru á þeim tíma taldir líkleg- astir til að berjast um útnefninguna. r I toppslagnum við Dole Buchanan kom svo enn á ný á óvart í byrjun þessarar viku þegar hann náði að velgja Bob Dole ræki- lega undir uggum í hinu mikilvæga forvali í Iowa. Buchanan fékk 23 prósent atkvæðanna en Dole aðeins þremur prósentustigum meira. Steve Forbes var hins vegar langt að baki með aðeins tíu prósent at- kvæða. En það eru ekki aðeins úrslitin í Louisiana og þó sérstaklega Iowa sem gefa Buchanan tilefni til bjart- sýni. í forkosningunum árið 1992 fékk þessi eldibrandur 37 prósent at- kvæða í New Hampshire og gerði George Bush, þáverandi forseta, þar með mikla skráveifu. Nýjustu skoð- anakannanir í fylkinu benda einnig til þess að fylgi Buchanans og Doles sé mjög áþekkt. „Ég yrði ekki hissa þótt Buchan- an yrði í öðru sæti hér,“ sagði Steve Merrill, ríkisstjóri í New Hamps- hire og formaður kosninganefndar Bobs Doles, sem af flestum er talinn sigurstranglegastur. Siðferði, trú og efna- hagsleg þjóðernishyggja Pat Buchanan er fæddur 2. nóv- ember 1938 og er því 57 ára gamall, einn níu systkina í fjölskyldu sem á ættir sínar að rekja til írlands. í kosningaræðum sínum tvinnar hann saman þremur meginþemum, þ.e. siðferði, trú og efnahagslegri þjóðernishyggju og afstöðu sína kallar hann „íhaldssemi hjartans". Hann er eindreginn andstæðing- ur fóstureyðinga og notar hvert tækifæri til að hamra á þeirri skoð- un sinni á atkvæðaveiðunum. Hann er ákafur fylgismaður verndarstefnu í viðskiptum og er þar af leiðandi andvígur NAFTA, fríverslunarsamtökum Norður-Am- eríku, og heimsviðskiptastofnun- inni WTO, arftaka GATT, og heldur því fram að frelsi í viðskiptum hafi orðið til þess að störf bandarískra verkamanna voru lögð niður. Hann er líka á móti Sameinuðu þjóðunum og gerir gys að framkvæmdastjóra samtakanna, Boutros Boutros- Ghali. Útlendingar fá líka að kenna á andúð hans og til að stemma stigu við straumi ólöglegra innflytjenda til landsins vill hann reisa öryggis- girðingu við landamærin að Mexíkó. íhaldssemi sína í félagsmálum byggir Buchanan svo á trúnni en hann er strangtrúaður kaþólikki. „Grundvallargildi og grundvallar- hugmyndir vestrænnar menningar eru hin kristna trú,“ sagði hann. Pat Buchanan hefur aldrei verið kjörinn til embættis á vegum hins opinbera. Hann gjörþekkir hins veg- ar stjórnmálin í Washington og hvernig kaup- in gerast á þeirri eyri. Hann var einu sinni ræðu- skrifari fyrir Richard Nixon á forsetatið hans og gegndi háu embætti í Hvíta húsinu þegar Ronald Reagan fór með húsbónda- vald þar á bæ. Hann varð þó ekki þekktur meðal banda- rísku þjóðar- innar fyrr en hann fór að koma fram í ýmsum sjón- varpsþáttum, svo sem Cross- fire, þar sem hann hélt á lofti skoðunum hægri arms Repúblikana- flokksins. „Þáð er að- eins einn sann- ur, ósvikinn íhaldsmaður sem getur sigr- að í þessari kosningabar- áttu og það er Pat Buchan- an,“ sagði hann eftir sig- urinn í Louisi- ana á dögun- um. „Þetta er ný tegund íhaldssemi sem stendur með banda- rískum körlum og konum og segir þeim að þegar við komumst í emb- ætti verði aldrei gerðir viðskipta- samningar sem fórna hagsmunum hins vinnandi manns í Ameríku." Einarðir stuðningsmenn Ef Pat Buchanan fær næstflest at- kvæðL í forkosningunum í New Hampshire á þriðjudag, eins og Steve Merrill rikisstjóri spáir, verð- ur það ekki síst að þakka „Buchan- an- stórfylkjunum" eins og fram- Pat Buchanan segir blaðamönnum í New Hampshire frá því hvernig hann ætlar að vinna hug og hjarta kjósenda fyrir forkosningarnar á þriðjudag. Símamynd Reuter bjóðandinn sjálfur hefur kallað stuðningsmannasveitir sínar allt frá því hann hristi ærlega upp í repúblikanaflokknum í fylkinu fyr- ir fjórum árum. Peter Robbio, kosningastjóri Buc- hanans í New Hampshire, 34 ára gamall fyrrum verkfærasölumaður, sagði að kosningasmalar hans væru fámennur hópur en afskaplega ein- arður og þeir væru i öllum bæjum og borgum fylkisins, tilbúnir að hringja út og ekki síst að fá fólk til að koma á kjörstað. í fljótu bragði er ekki auðvelt að sjá hvað stuðnings- menn Buchanans eiga sameiginlegt annað en mikla hollustu í garð þessa eldhuga. Þeir eru á öllum aldri, koma víða að og ástæðurnar fyrir stuðningi þeirra eru jafn misjafnar og þeir eru margir. Irene Farrell, ekkja á sjötugsaldri frá New York fylki, sagði til dæmis að hún væri hrifin af afstöðu Pats Buchanans gegn ólöglegum innflytj- endum. „Maðurinn minn dó af völdum hjartaáfalls fyrir tuttugu árum vegna þess að hann vann of mikið. Hann var rann- sóknarmaður fyrir innflytj endaeftirlit- ið í New York borg, svo vel er hægt að gera sér í hugar- lund hvernig mér er innanbrjósts. Ásókn útlendinga í að komast hingað reyndist honum einfaldlega um megn. Það má því segja að ég eigi per- sónulegra harma að hefna," sagði Irene Farrell. Annar stuðn- ingsmaður Buch- anans í New Hampshire er Randy Tremblay, sem hefur ekið sendibíl fyrir kosn- ingaskrifstofuna tfl að vinna sér inn peninga til að komast í háskóla. „Pat trúir á ameríska drauminn og á ameríska lífshætti," sagöi Tremblay. þKristnir íhaldsmenn voru lykill- ínn að góðri frammistöðu Pats Buchanans i Iowa á mánudag. Þeir ætla að reyna að leika sama leikinn í New Hampshire á þriðjudaginn kemur. Kristilega samfylkingin, áhrifamikill hægrisinnaður regn- hlífarhópur, hefur í hyggju að efna tfl fjöldafundar í New Hampshire um helgina tO að reyna að laða að kjósendur og til að styrkja stöðu Buchanans á lokasprettinum. Kristnir hægrimenn létu svo mik- ið að sér kveða í kosningabarátt- unni í Iowa að fjölmiðlaumfjöUunin snerist fuUt eins mikið um þá og frambjóðendurna sjálfa. Þessi hóp- ur, sem er stærsta einstaka brotið innan Repúblikanaflokksins, lét til sín taka svo um munaði í kosning- unum 1994 þegar demókratar töp- uðu meirihluta sínum í báðum deildum þingsins, í fyrsta sinn í fjörutíu ár. Án þessara kristOegu hægrimanna hefði bylting Newts Gingrich, leiðtoga repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og mikils íhaldsmanns, aldrei orðið að veruleika og BiU Clinton forseti væri hugsanlega búinn að hrinda helstu félagslegu stefnumálunum sínum í framkvæmd. Erlent fréttaljós á laugardeg Áhrif þeirra sem kalla sig trúaða á bandarísk stjórnmál eru jafnmikil og raun ber vitni vegna þess að áhrif trúarinnar er að finna um gjörvallt bandaríska samfélagið. Skoðanakannanir sýna að 84 pró- sent Bandaríkjamanna trúa á himnaríki en í Bretlandi eru þeir sem því trúa 57 prósent og aðeins 17 prósent í Danmörku. Helmingur bandarísku þjóðarinnar segist lesa í biblíunni að minnsta kosti einu sinni í viku utan kirkjunnar og 40 prósent segjast vera endúrfædd til kristinnar trúar. En kristnir Bandaríkjamenn hafa ekki aUtaf verið stuðningsmenn Repúblikanaflokksins. AUt fram á sjötta áratuginn voru þeir að meiri- hluta fylgismenn demókrata en ýmsar þjóðfélagsbreytingar, sem urðu á sjöunda og áttunda áratugn- um, svo sem auðveldari aðgangur að fóstureyðingum og einfaldari reglur fyrir hjónaskilnaði, leiddu til að breyting varð þar á. Aukin efna- leg velmegun átti líka stóran þátt í brotthvarfi þessa hóps úr röðum demókrata. Það kemur svo í ljós á þriðjudag hvort kristnir íhaldsmenn hafa haft erindi sem erfiði. MAZDA 4 huröa kr Adrar geróir kosta frá kr. 1210.000 Komda, skoðaöu og takiu í MAZDA 323. því stuttur reynsluakstursegir meira en mörg orð. Það segja þeir sem valió hafa MAZDA eftír rækdegan samanburó við aðra bfla! OPIDFRA KI.. 9*18, UUGARDAGA 12-16 SKlíLAGOTU 59

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.