Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1996, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1996 7 DV Sandkorn Fréttir Skátinn og Mikið er búiö að ræða um þau tröllslegu átök sem urðu að Nesjavöli- um á dögunum miUi hóps skáta og lög- reglumanna sem þar voru að skemmta sér. Ekki síst vöktu lýsingar á bitum manna athygli. Bæði skátar og lögreglumenn hafa fengiö að heyra það eftir þetta og gamansögur auðvitað komnar í gang og jafnvel yrkingar líka. Lög- regluþjónn á Austurlandi, sem líka er skáti, átti funmtugsafmæli á dög- unum. Hann var eitthvað að vand- ræöast með hvað hann ætti að gera í tUefni afmælisins. Þá gaU í einum vina hans. „Þú getur nagað þig í handarbökin." Hafnarfjarðar- brandari Sumir segja að flestir Hafn- arfjarðarbrand- aramir séu enn heimfæröir upp á Hafnfirðinga. Svo er þó ekki aUtaf. í bæjar- ráði var verið að deUa um hinn fræga Miðbæ Hafnar- fjarðar. Þá ósk- aði Magnús Jón Árnason, bæjar- fuUtrúi Alþýðubandalagsins, eftir ákveðinni bókun. Á móti óskaði meirihluti bæjarráðs eftir svohljóö- andi bókun: „Úrræðaleysi, aðgerða- leysi og geðillska Alþýðubandalags- ins birtist enn á ný í bókun hans um samkomulag við Miðbæ Hafnar- fjarðar hf. og svör við fyrirspurn flokksbróður hans um efnið. Frum- kvæði eða tUlögur hafa ekki sést, enda yfirlýst að Magnúsi Jóni Áma- syni hafi ekki dottið í hug að gera nokkurn skapaðan hlut. Allur rök- stuðningur hans í málinu minnir á þekkta íslenska persónu, Ragnar Reykás, og verður ekki betin' lýst.“ Fyrir mörgum árum var það mjög tU siðs hér á landi að heita á Strand- arkirkju. Dag- lega var birtur listi í Moggan- um yfir greidd áheit. Einu sinni var bóndi sem lagöi það í vana sinn að heita oft á Strandarkirkju. Þar sem kirkjan varö sjaldan við áheitum hans og eins vegna reglu- semi í viðskiptum hélt bóndi sér- stakan reikning við hana. Hann færði tU tekna ef hún varð við áheiti en tU skuldar ef áheitið brást. Við hver áramót gerði hann svo upp áheitareikninginn og færði á skattframtal sitt. Einu srnni mátti lesa á skattskýrslu bónda. Útistand- andi skuld hjá Strandarkirkju vegna svikinna áheita 20.000 krón- ur.“ Djúpur lækur * 1 Þeir EgUl Jón- asson, sá kunni hagyrðingur frá Húsavík, og Kristján skáld frá Djúpalæk voru vinir. AUtaf þegar Kristján gaf út ljóðabækur sendi hann ein- tak tU EgUs og vUdi fá um- sögn. Þær voru jafnan jákvæðar þar til Kristján tók upp á því aö yrkja atómljóð. Þau þoldi EgUl ekki. Fyrstu atómljóöa- bók sína kallaði Kristján frá Djúpa- læk ÞrUæki. Hann sendi Agli þá bók. Nokkru seinna barst Kristjáni eftirfarandi vísa frá AgU. Yfir landið lygn og beinn leiö á slóðum kunnum. Djúpur lækur áður einn orðinn að þremur grunnum. Það fylgir sögunni að Kristjáni hafi ekki sviðið meira undan annarri gagnrýni en þessari. Umsjón Slgurdór Slgurdórsson Áheitið Amfetamínefni gefiö ofvirkum börnum Notuð til að örva svokall- aðar bremsur kerfisins - ekki skaðlegt, segir Halla Þorbjörnsdóttir læknir „Það hefur sýnt sig í langan tíma að örvandi lyf á borð við ritalin, sem er búið til syntetískt og skylt amfetamíni, hafa mjög góð áhrif á ofvirk börn. Þessi lyf hafa reyndar verið notuð af og til síðan 1927, einkum í Bandaríkjunum. Þau eru notuð til að örva svokallaðar brems- ur kerfisins eða hemlandi hluta kerfisins og hafa gagnast börnunum mjög vel,“ segir Halla Þorbjörns- dóttir, læknir á Barna- og unglinga- geðdeild Landspítalans. Ritalin hefur leiðréttandi áhrif á hvatvísi og einbeitingarskort of- virkra barna sem og hegðun þeirra almennt en að sögn Höllu þjást um 5% barna hér á landi af sjúkdómn- um. Lyfið er eftirritunarskylt og þarf að sækja um sérstakt leyfi og lyfjakort hjá landlækni til að nota það fyrir ákveðna sjúklinga í ákveö- inn tíma. „Lyfið er ekki á neinn hátt skað- legt þeim börnum sem það taka, jafnvel árum saman. Það er vissu- lega gefið í miklu minni skömmtum en þeim sem ofneytendur eru að taka til að fá svokallað „kikk“ og því engin hætta á að börnin bíði heilsutjón. Lyfið hefur skipt sköp- um fyrir sum ofvirk böm en önnur f ij" 1 ii 1 Hér má sjá Runólf Oddsson með hunda sína, tíkina Scörku og hvolp henn- ar. Hann stendur nú f flutningum og ætlar að setjast að í Fossvoginum. DV-mynd GS lyf þurfa þó einnig að koma til, t.d. hefur þunglyndislyfið Aurorix oft verið notað með góðum árangri." Ofvirkni var fyrst skilgreind hér á landi fyrir um 15 árum. Um þriðj- ungur ofvirkra barna lagast á ung- lingsaldri og sama hlutfall ekki fyrr en á fullorðinsaldri. Önnur börn, sem þjást af sjúkdómnum, fá aldrei bót meina sinna, að sögn Höllu Þor- bjömsdóttur. -brh FLUGLEIDIR Aðalfundur Flugleiða hf. AðalfimdurFlugleiða hf. verðurhaldinnfimmtudaginn 14. mars 1996 íEfriþingsölum Scandic Hótels Loftleiða og hefstkl 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga uni breytingu á 4. gr. samþykkta félagsins um heimild til stjómar til að hækka hlutafé með sölu nýrra hluta. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjómarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn veróa afhent á aðalskrifstofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli, hlutabrcfaddld á 2. hæðfráogmeð8. marskl. 14:00. Dagana 11. til 13. mars verða gögn afgreidd frá kl 09:00 til 17:00 og fundardag til kl. 12:00. Hluthafar eru vinsanilegast beðnir að vitja fundargagna sinna fyrir kl. 12:00 áfundardegi. Stjóm Flugleiða hf. Runólfur Oddsson: Flytur í Foss- vog meö hundana Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun borgarráðs um að svipta Runólf Oddsson, hundaeig- anda við Álakvísl í Reykjavík, und- anþágu frá banni við hundahaldi í borginni. Runólfur hefur að auki ver- ið dæmdur til að greiða 200 þúsund krónur í málskostnað. Þegar DV hafði samband við Runólf í gær sagð- ist hann líklega munu áfrýja málinu til Hæstaréttar og stefna borgarlög- manni fyrir meiðyrði. Borgarlögmað- ur hafi lagt fram gögn í málinu sem segi að Runólfur sé geðveikur. Run- ólfur hefur að undanfömu staðið í flutningum úr blokkinni við Álakvísl í Fossvog. -GHS SeyöisQöröur: Reyksíld í gang eftir eldsvoðann DV, Seyðisfiröi Hús Reyksíldar á Ránargötu ger- eyðilagðist í eldsvoða um jólin og hefur starfsemin legið niðri síöan. Nú hefur verið tekið á leigu hús- næði á Strandarvegi 27, hinum meg- in fjarðarins í svonefndu Flísarhúsi. Vinnsla hófst þarna aftur 22.febrú- ar og er fyrsta verkefnið reyking og pökkun á síldarflökum sem fara til Danmerkur. Þar fæst þokkalegt verð fyrir framleiðsluna. J.J. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) ÁKR. 10.000,00 1982-1.fl. 01.03.96- 01.03.97 kr. 173.967,90 1983-l.fl. 01.03.96 -01.03.97 kr. 101.075,60 1984-2.fi 10.03.96- 10.09.96 kr. 91.103,70 1985-2.A.A 10.03.96 - 10.09.96 kr. 56.807,90 1985-2.A.B 10.03.96- 10.09.96 kr. 27.917,70 ** *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. **) Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 28. febrúar 1996. SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.