Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1996, Blaðsíða 32
K 1 [ N G A
L«TT«
til ttúMs aé mtttt&.
Þriðjudagur
27.2/96
@©©@
©(S)®
KIN
FRETTASKOTIÐ
SlMINN SEM ALDREI SEFLIR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Mál biskups
aftur hjá
Prestafélagi
,_-=^saksóknari vísar málinu frá
„Stjórnin mun koma saman eins
fljótt og auðið er og ræöa málið á
hendur biskupi," segir séra Geir
Waage, formaður Prestafélags ís-
lands. Klögumálin á hendur biskupi
eru nú enn á ný komin tfl félagsins
eftir að siðanefnd þess vísaði frá sér
að taka afstöðu tfl ásakana þriggja
kvenna á hendur biskupi fyrir til-
raunir til nauðgunar og kynferðis-
lega áreitni.
Geir sagðist ekki hafa séð viðtalið
við biskup í sjónvarpi í gærkvöld og
gæti hann því ekki sagt neitt um
það. í viðtalinu vísaði Ólafur Skúia-
son öflum ásökunum á hendur sér á
bug og einnig öllum hugmyndum
um að hann segði af sér.
' "Konurnar þrjár, sem bera biskup
þungum sökum, sendu frá sér yfir-
lýsingu eftir sjónvarpsviðtalið, og
segja að þeim sé „næst skapi að
nota sömu aðferðir og biskup leyfði
sér að beita okkur, þ.e. að koma
fram í fjölmiðlum með eigin útgáfu
af þeim atburðum, sem áttu sér stað
og snerta okkur“.
Ríkissaksóknari vísaði í gær frá
ósk biskups um opinbera rannsókn
á ásökunum í hans garð. Segir rík-
issaksóknari að hvorki mannrétt-
■*~indasáttmáli Evrópu né almenn
hegningarlög gefi tilefni til opin-
berrar rannsóknar. -GK
Eskifjörður:
Anakan kyrrsett
Krafist hefur verið kyrrsetningar
á gríska skipinu Anakan á Eski-
firði, þar til dæmt hefur verið í
skaðabótamáli sem útgerð loðnu-
skipsins Alberts GK höfðar gegn út-
gerðinni vegna skemmda sem það
olli á loðnuskipinu þegar verið var
að bjarga því í fárviöri fyrir
nokkrum vikum. Sýslumaður hefur
orðið við óskum um kyrrsetningu
gegn einnrar milljóna króna trygg-
— ingu. -S.dór
Jólalandið:
Nauðasamn-
inga leitað
Forráðamenn Jólalands ehf. hafa
ákveðið að leita heimildar til nauða-
samninga við kröfuhafa þar sem
ljóst er að verulegt tap varð á
rekstri félagsins um jólin. í næstu
viku skýrist hvort heimildin fæst.
Hefldarskuldir félagsins eru áætl-
aðar um 25 milljónir króna en hlut-
afé nemur 3 milljónum króna. Gert
ivar ráð fyrir 15-20 þúsund gestum í
Wlalandið um jólin en þeir urðu að-
eins 10 þúsund. -GHS
Stjórn Sjúkrahúss Suðurnesja grípur til niðurskurðaraðgerða:
Starfsfolki sagt upp
og samningar við
lækna endurskoðaðir
- lokun fæðingardeildar til umræðu - 36 milljóna hallarekstur í ár að óbreyttu
DV, Suðurnesjum:
Heilbrigðisráðuneytið hefur ít-
rekað við stjórn Sjúkrahúss og
heUsugæslustöðvar Suðurnesja að
stofnuninni beri að halda sig inn-
an ramma fjárlaga. Miöað við
óbreyttan rekstur frá 1995 verður
rekstrarhalli sjúkrahússins 36
millj. króna í ár samkvæmt gerðri
áætlun.
Stjórn sjúkrahússins hefur tek-
ið þá ákvörðun að segja upp starfs-
fólki eldhúss frá 1. mars vegna
endurskipulagningar. Þar starfa 8
manns. Jafnframt hefur verið
ákveðið að segja upp samningum
við Reykjanesbæ, Brunavarnir
Suðurnesja og Grindavíkurbæ um
sölu matar tU aldraðra í heima-
húsum og starfsmanna stofnana.
Þá er verið að skoða gjaldtöku fyr-
ir fæði starfsmanna og innheimtu
þess gjalds. Með þessu telur
stjórnin að talsverður sparnaður
náist.
Þá hefur stjórnin ákveðið að
segja upp starfssamningum 5-6
lækna frá 1990 um greiðslur fyrir
bakvaktir en greiða þeim sam-
kvæmt samningi. Stjórnin hefur
þó efasemdir um að að það spari
þrjár millj. króna eins og tUsjónar-
maður telur.
Ákveðið er að taka akstursamn-
inga til endurskoðunar og segja
núverandi samningum upp. Það er
einkum starfsfólk Víðihlíðar í
Grindavík sem fær ökustyrki og
eins þarf að borga sérfræðingum
sem fara frá Reykjanesbæ til
Grindavíkur.
í bréfi stjórnar til heflbrigðis-
ráðherra kemur fram að stjórnin
er sammála um að ekki sé unnt að
ná fram sparnaði án verulegrar
skerðingar þjónustu, uppsagna
starfsfólks og lokunar deilda. 1
bréfinu segir:
„Stjórnin hefur marglýst yfir að
hún muni ekki gera tiUögur um
slíkt. Þar sem ráðuneytið hefur ít-
rekað að stofnunin haldi sig innan
fjárlaga getur stjómin ekki annað
en lagt fram eftirfarandi valkosti
fyrir ráðuneytið til að því mark-
miði sé náð:
Lokun fæðingardeUdar. Árlegur
kostnaður um 30 miUjónir og
fækkun stöðugUda um 8,6 lækna,
það er lækna og hjúkrunarfólks.
Heildarfjöldi fæðinga hefur verið
um 250-300 undanfarin ár.
Hér er einungis verið að benda
á leiðir tU að mæta væntanlegum
rekstrarhaUa í ár. TUsjónarmaður
hefur metið uppsafnaðan rekstrar-
haUa fyrri ára 51 milljón og gert
tUlögur um hvernig honum verði
mætt,“ segir m.a. í bréfinu.
HeUbrigðisráðherra hefur ekki
svarað bréflnu. Ekki náðist í Ingi-
björgu Pálmadóttur í gær en hún
er á Grænlandi í embættiserind-
um. ÆMK
Á fjölmennum félagsfundi í Leikfélagi Reykjavíkur í gærkvöldi var samþykkt ályktun um að leikhússtjóri þurfi að bera
uppsagnir starfsmanna undir leikhúsráö. Hér koma Sveinn Einarsson leikstjóri og Kristján Franklín Magnús leikari
til fundarins sem stóð fram yfir miðnætti. DV-mynd ÞÖK
Viðar Eggertsson:
Aðrar aðstæð-
ur en ég var
ráðinn til
„Það er komin upp slík staða að
ég hlýt að þurfa að endurskoða
mína stöðu hjá leikfélaginu. Þetta
eru aðrar aðstæður en ég taldi mig
vera ráðinn tU. Ég þarf að skoða
nánar hvert starfssvið mitt verður,“
sagði Viðar Eggertsson, nýr leik-
hússtjóri Leikfélags Reykjavíkur,
við DV í morgun um ályktun félags-
fundar LR í gærkvöldi.
Á fundinum var samþykkt álykt-
un um að leikhússtjóri þurfi að bera
uppsagnir starfsmanna undir leik-
húsráð í samræmi við lög félagsins
en ráðið afsalaði sér þessum rétti í
janúar. Sigurður Karlsson, starf-
andi formaður LR, segir að þetta sé
ekki í samræmi við það sem starfað
hafi verið eftir undanfarið. Þetta
séu fyrirmæli tU leikhússtjóra.
„Viðar Eggertsson þarf bara að
bera sínar reglur undir leikhúsráð.
Mér tókst að starfa svona og ég hef
enga trú á öðru en að það takist
áfram,“ sagði Sigurður Hróarsson,
leikhússtjóri Borgarleikhússins.
-GHS/bjb
ÞEIR HAFA ÞÁ FARIÐ í
JÓLAKÖTTINN!
Veðriö á morgun:
Rigning
eða
súld
Á morgun verður suðlæg átt,
víða kaldi. Rigning eða súld um
landið sunnanvert og einnig úr-
koma norðan til þegar líður á
daginn.
Hiti á bilinu 2 til 6 stig.
Veðrið í dag er á bls. 44
kéLU,
ÍT- ■■■'/’
f
’# 1
7
5 5
9
Súpa og salatbar