Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftan/erð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Ábyrgdarmenn í vanda í hugsunarleysi og misskilinni góövild hafa Qölmargir ábyrgst fjárskuldbindingar annarra með uppáskrift sinni. Oft er um stórar upphæðir að ræða og með uppá- skriftinni einni setja menn lífsafkomu og skjól heilu fjöl- skyldnanna að veði, oft án þess að gera sér grein fyrir gjörðum sínum. Afleiðingamar geta verið alvarlegar. Skuldari bregst og ábyrgðarmanninum er nauðugur einn sá kostur að borga. Hann þarf að semja við lánastofnanir um greiðsl- ur sem jafnvel standa árum saman. Kostnaður hefur gjarnan hlaðist ofan á skuldirnar og eykur það enn vand- ann. Með þessu móti er talsverður hluti af ráðstöfunarfé fólks bundið til margra ára. Enn verr getur farið. Þurfi að ganga að eignum ábyrgð- armanna er yfirleitt ekki um annað að ræða en íbúð við- komandi manns. Fjölmörg dæmi eru um fólk sem tapað hefur eigum sínum vegna þessa. Fjölskyldan missir þá samastað sinn og fastan punkt í tilverunni og getur lent á vergangi. Sum hjónabönd þola ekki álagið og skilnað- ur fylgir í kjölfarið. Bömin skynja ástandið og líða fyrir. Dómsmálaráðherra hefur svarað fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, formanns Þjóðvaka, um beiðnir um fjár- nám hjá ábyrgðarmönnum íjárskuldbindinga. Þingmað- urinn spurði ráðherrann hversu margar fjámámsbeiðn- ir hefðu verið teknar til meðferðar undanfarin þrjú ár þar sem ábyrgðarmenn skuldabréfa eða útgefendur víxla og ábekingar væru gerðarþolar. Þá var og spurt hversu hátt hlutfall þær væru af heildarfjölda íjárnámsbeiðna. í svari ráðherra eru ógnvekjandi upplýsingar. Þar kemur i ljós að þriðjungur fjárnámsbeiðna beinist að ábyrgðarmönnum. Beiðnir þessar nema þúsundum á ári hverju. Fyrirspyrjandi segir fyrirspurn sína fram komna vegna þingsályktunartillögu um víðtækar aðgerðir til að bæta stöðu skuldara og um leið að tryggja betur réttar- stöðu ábyrgðarmanna fjárskuldbindinga. Þessar tölur sýna, svo ekki verður um villst, að menn hafa alls ekki litið á þessar uppáskriftir af þeirri alvöru sem nauðsynleg er. Það er betra aö neita uppáskriftinni strax en sitja í súpunni síðar. Vina- og flölskyldubönd slitna ekki við slíka neitun. Það eru hins vegar miklar líkur til þess að þau geri það þegar í óefni er komið. Þá verða þeir sem eftir ábyrgðinni óska að gera sér grein fyrir því fram á hvað er farið. Það er ekki sjálfgef- ið að menn setji efnahag sinn og fjölskyldu sinnar í hættu með því að ábyrgjast aðra fjárhagslega. Ábyrgð banka og lánastofnana er ekki síst í þessu sam- bandi. Þar hafa menn talið málin leyst með því að fá ábyrgðarmenn með lántakanda. Krafan hlýtur fyrst og fremst að vera sú að lántakandi sé borgunarmaður láns- ins eða geti veitt þau veð sem fullnægjandi teljast. Lána- stofnunin verður að ganga úr skugga um það áður en lánið er veitt og tryggja sig með þeim hætti. Ábyrgðin á að vera þess sem lánar og hins sem lánið tekur; Fyrir helgina var sett á laggimar ráðgjafarstofa fyrir fólk í alvarlegum greiðsluerfiðleikum. Þar er ríkisstjóm- in að fylgja eftir stefnu sinni. Stofnun ráðgjafarstofunn- ar er þarft verk og ætti að koma mörgum nauðstöddum til aðstoðar. Fólki verður bent á leiðir til skuldbreyting- ar og hagræðingar. í verstu tilfellum verður bent á leið nauðasamninga til þess að forða fólki frá gjaldþroti. Þessar björgunaraðgerðir eru nauðsynlegar. Mikil- vægast er þó að gera sér grein fyrir því í upphafi hvað felst í því að ábyrgjast fjárskuldbindingar annarra. Jónas Haraldsson Kostir fjarkennslu eru augljósir. Ekki síst í dreifbýlu landi eins og okkar. Fjarnám er ákjósan- legur kostur Það er alls ekki vansalaust hversu seint og illa það hefúr gengið að byggja upp fjarnám hér á landi. Þrátt fyrir að tæknilegar forsendur séu nú allar til staðar er það með hreinum ólíkindum hve óvíða er boðið upp á þennan nauð- synlega og sjálfsagða valkost við nám hér á landi. Fyrir frumkvæði Björns Bjarnasonar menntamála- ráðherra hillir hins vegar undir að sitthvað kunni að breytast á þessu sviði í jákvæða átt. Þegar ég tók þessi mál upp á Al- þingi á dögunum kom fram hjá menntamálaráðherra að einungis einn einasti skóli á háskólastigi, Kennnaraháskólinn, býður upp á fjarnám af einhverju tagi. Sjáífur Háskóli Islands hefur ekkert fjar- nám í boði og heldur ekki Háskól- inn á Akureyri, eða aðrir skólar á háskólastigi. Þetta er gjörsamlega óviðunandi. Breyttir þjóðfélagshættir Við skulum hafa það í huga að þjóðfélagshættir hafa breyst mjög hratt á undanfórnum árum. Stöðugt fleira fólk sækir fram- haldsmenntun af einhverju tagi. Endurmenntun á flestum sviðum fleygir fram og framboðið verður sífellt meira. Þörfm er líka mikil, sem meðal annars sést af því að hvorki fleiri né færri en sjö þús- und manns sóttu námskeiö hinnar vel heppnuðu Endurmenntunar- stofnunar Háskóla íslands. Út um landið hafa menn líka reynt að feta sig áfram inn á þessa braut, oft við erfiðar aðstæður. Sannleikurinn er sá aö víða er erfitt að koma upp endurmenntun- arnámskeiðum, vegna fólksfæðar, ellegar vegna kennaraskorts. Ein- hvers konar fjarnám gæti því ver- ið lausnin fyrir fólk sem býr við slíkar aðstæöur. Kjallarinn Einar K. Guðfinnsson alþlngismaður fyrir Sjálfstæðis- flokklnn á Vestfjörðum. Erfitt val Margir eru líka í þeirri aðstöðu að láta sér ekki hefðbundin endur- menntunamámskeið nægja. Þeir vilja ef til vill bæta við nám sitt með skipulögðum hætti til þess að hljóta nýja prófgráðu, ellegar að taka upp þráðinn þar sem honum var sleppt í námi nokkrum árum fyrr. Margt fólk hefur til dæmis lokið stúdentsprófi, en ekki haldið áfram af mörgum ástæðum og kýs kannski síðar að öðlast frekari menntun. Búi þetta fólk fjarri höfuðborg- arsvæðinu stendur það oft frammi fyrir erfiðu vali. Annaðhvort getur það ákveðið að rífa sig og fjöl- skylduna upp með rótum og flytja úr heimahögunum til þess að leita sér menntunar, eða það verður að gleyma frekari áformum um nám. Þetta er auðvitað óþolandi staða, sem ekki þyrfti að koma upp I mörgum tilvikum, ef til staðar væri öflugt fjarnám af fjölbreyttu tagi. Útrýmum aðstöðumuninum Björn Bjamason menntamála- ráðherra boðaði á Alþingi í svari við fyrirspurn minni að um þessar mundir væri væntanleg stefnu- mótun frá menntamálaráðuneyt- inu um nýtingu upplýsingatækn- innar meðal annars á sviði menntamála. Því ber mjög að fagna. Kostir fjarkennslu eru augljósir. Ekki síst í dreifbýlu landi eins og okkar. Nú höfum við allar forsend- ur til þess að opna námfúsu fólki, hvar sem það býr á landinu, leið að þeirri menntun sem skólar landsins bjóða upp á. Þeim aö- stöðumun sem nú ríkir að þessu leyti verðum við því að útrýma úr því að tæknin er að opna okkur leið til þess. Nóg er nú samt. Einar K. Guðfinnsson Sannleikurinn er sá að víða er erfitt að koma upp endurmenntunarnámskeiðum, vegna fólksfæðar, ellegar vegna kennara- skorts. Einhvers konar fjarnám gæti því verið lausnin fyrir fólk sem býr við slíkar aðstæður. Skoðanir annarra Vinnan og réttindin „Með því aö slá af réttindunum má hækka launin. Nú nýlega talaði fjármálaráðherra á fundi um sjálf- stæðan fæðingarorlofsrétt karlmanna. Gott og vel. Þá þarf að leggja á launamenn alla gjald sem nemur þeirri vinnu sem tapast hjá karlmönnum í fæðingar- orlofi. Kannski gengur það hljóðalaust fyrir sig, en launþegar finna það þá greinilega að það er þeirra eigin vinna sem stendur undir réttindunum." Úr 8. tbl. Vísbendingar 1996. Gæðaflokkun á gististööum „Því miður er of algengt að einfold gistiheimili á íslandi séu flokkuð með hótelum og að herbergi séu verölögð á svipaðan hátt og hótelherbergi í dýrústu stórborgum Evrópu og Bandaríkjanna ... Það skiptir litlu í þessu sambandi þótt gæðaflokkun sé ekki al- veg sambærileg á milli landa. Mestu skiptir að hún veitir ferðamanni ákveðna hugmynd um hvers kon- ar þjónustu hann er að kaupa. Eins og mál standa nú hafa erlendir ferðamenn, sem koma til íslands í fyrsta sinn, litla hugmynd um þaö.“ Úr forystugrein Mbl. 27.. febr. Safnverðir á Alþingi „Öll nýsköpun, bæði í hugmyndum og uppbygg- ingu margskonar, kemur frá atvinnulífinu og Háskó- lanum að hluta ... Staðreyndin er því miður sú, að mesta hæfileikafólkið leitar ógjarnan eftir pólitísk- um frama: það haslar sér völl þar sem það getur haft raunveruleg áhrif. Fyrir vikið sitjum við uppi með Alþingi sem ekki er þverskurður af þjóðinni, alþing- ismenn sem ekki hlusta á rödd tímans; menn sem standa eins og nátttröll og gæta skilaboða liðins tima. Flestir þingmenn okkar eru því miklu fremur eins og safnverðir á pólitísku þjóðminjasafni." Úr forystugrein Alþbl. 27. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.