Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1996, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1996 15 Apótek sjúkrahúsa ■ sam- keppni við almenn apótek? Nú þegar lög um rekstur apó- teka hafa verið rýmkuð opnast möguleiki á að sjúkrahúsin opni almenna afgreiðslu fyrir sölu lyfja úr sérhæfðum apótekum sínum. Öðruvísi hlutverk Apótek sjúkrahúsanna eru í eðli sínu öðruvísi en almenn apó- tek. Þau eru fyrst og fremst inn- kaupa- og dreifingaraðilar lyfja innan sjúkrahúsanna. Stór þáttur í starfsemi þeirra er einnig ráðgjöf til heilbrigðisstétta um hagkvæma lyfjanotkun. Þeirra hlutverk er að kaupa sem minnst á sem bestu verði, hafa litla íjármuni bundna í birgðum en hafa þó alltaf öryggis- þáttinn í fyrirrúmi. Sjúkrahúsapó- tek stóru sjúkrahúsanna í Reykja- vík og á Akureyri hafa náð mikl- Kjallarinn Pétur Jónsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Ríkisspítala „Það er ekkert óeðlilegt við það að opin- berar stofnanir eins og sjúkrahús reki al- menn apótek í tengslum við sjúkrahús- apótek sín sem þjónustu við sjúklinga.“ um sparnaði með sameiginlegum útboðum á hdjum. Venjuleg apótek reyna hins veg- ar auðvitað að má sem mestri sölu á lyfjum eins og öðrum vörum, t.d. snyrtivörum, gleraugum o.íl. sem þau bjóða. Ekki hefur orðið vart við að þau lækkuðu lyfjaverð td viðskipavina sinna vegna hag- stæðra innkaupa. Eldra kerfi lyfsölu gaf þeim sem lyfsöluleyfi höfðu einkarétt td lyf- sölu, oft á stóru landsvæði úti á landi eða í stóru hverfi í Reykja- vík og öðrum þéttbýlisstöðum. Lyfsala var og er talin nokkuð ábatasamur atvinnurekstur. Sjúkrahúsin geta auðveldlega að- skilið rekstur apóteka, sem þau reka, frá öðrum rekstri og látið þau greiða húsaleigu og aðra þjón- ustu, sem þau fá frá sjúkrahúsun- um, fudu verði. Það gera stóru sjúkrahúsin nú þegar td að full- nægja skilyrðum í lögum um rekstur apóteka. Hentug lausn fyrir sjúklinga Sjúkrahúsin í Reykjavík eru þegar farin í einhverjum mæli að opna almennar afgreiðslur og selja sjúklingum sínum lyf. Það er mjög handhægt og hentugt fyrir sjúk- linga sem eru að útskrifast af sjúkrahúsum, svo og göngudedd- arsjúklinga, að geta nálgast lyf sín á staðnum. Þess skal og getið að megnið af þeim lyfjum sem afgreidd eru frá sjúkrahúsapótekunum samkvæmt lyfseðli eru svo sérhæfð að þau fyrirfinnast ekki í birgðum venju- legra lyfjabúða. Það er ekkert óeði- „Hver er samkeppnin þegar útsöluverð lyfja er fastákveðið af lyfjaverð- lagsnefnd?" spyr greinarhöfundur m.a. legt við það að opinberar stofnan- ir eins og sjúkrahús reki almenn apótek I tengslum við sjúkrahús- apótek sín sem þjónustu við sjúk- linga. Slíkt þykir sjálfsagt í ná- grannalöndum okkar og einnig í Bandaríkjunum. Eins geta sjúkrahúsin vel notað tekjur af afgreiðslum úr apótekum sínum td að draga úr áhrifum minnkandi fjárveitinga til sjúkra- húsrekstursins. Hægt að bjóða út Við útboð á sérhæfða hlutanum yrðu innkaup á lyfjum til inniliggjandi sjúklinga, eftirlit og ráðgjöf áfram að vera á vegum sjúkrahúsanna. Útboðin til að lækka lyfjaverð yrðu það einnig. Eftir er þá birgðahald og lyfjaút- vegun frá heddsölum sem er minnsti hlutinn. Hver er sam- keppnin þegar útsöluverð lyfia er fastákveðið af lyfjaverðlagsnefnd? Það er auðvitað aðstaðan. Kannski vdl einhver lyfsali greiða vel fyrir aðstöðu td almennrar lyfsölu í húsnæði sjúkrahúsanna. Pétur Jónsson Kröpp kjör Stórkostleg tíðindi hafa borist á öldum ljósvakans. Landsmenn hafa loksins uppgötvað hið augljósa. Kjör eru lakari hérlendis en í nálægum löndum. Á íslandi eru almennir launataxtar lægri en atvinnuleysisbæturnar sem greiddar eru annars staðar á Norð- urlöndum. Yfirvinnuálag er hér sumstaðar svipað og tíðkaðist á tímum iðnbyltingarinnar í Bret- landi á síðustu öld. Barnaþrælkun nýtur sérstakrar verndar stjórn- valda. Þar eiga bændur mikida hagsmuna að gæta í formi vinnu- afls barna langt undir lögaldri sem hægt er að þræla út ókeypis í hey- skap á sumrin. Sé erlendur at- vinnurekandi staðinn að ein- hverju í líkingu við þetta er hann umsvifalaust dæmdur til hárra fjársekta. Leiðtogar láglaunalýðslns í raun er það ekkert skrýtið að hálfrænulaus íslenskur verkalýð- ur láti teyma sig eins og skynlaus- ar skepnur af aldurhnignum leið- togum sínum td að samþykkja hvern láglaunasamninginn af öðr- um. Ástæðan er einfaldlega sú að hér eru menn vandir á það strax frá blautu bamsbeini að vinna frítt og vera meðhöndlaðir af fyrir- tækjum eins og eignir án þess að hafa nokkurt forræði yfir velferð sinni eða frítíma. Þegar leiðtogar láglaunalýðsins Kjallarinn skautsins. Þarna, á nokkrum hekt- urum lands, er að finna slíka gleði og hamingjuhátíð að ástandið minnir einna helst á réttir að hausti og ekkert vantar nema bændurna til þess að draga menn í ddka. Mætti gjarna flokka eftir ölvun. Margir slaga um í alsælu eða standa geltandi td þess eins að gengur að skapa þann stöðugleika í þjóðfélaginu sem þarf td að bæta kjör manna. Ef það væri einlæg ætlan ríkisvaldsins að hækka laun almennings væri fyrir löngu búið að koma því í kring. Stjómvöld trúa því að hagur rík- isvaldsins sé að fólk þiggi sem léleg- ust launin, að annað hljóti að brjóta Einar S. Guðmundsson nemi ná loksins að brölta af stað td samningagerðar úr hiði sínu, þar sem þeir hafa hreiðrað makinda- lega um sig á liðnum áratugum, standa þeir á eftir vígreifir og sigri hrósandi með launahækkan- ir sem samsvara andvirði nokk- urra sígarettupakka. Svo er adt hirt umsvifalaust td baka af ríkis- valdinu í formi feluskatta. Þrátt fyrir adt eru íslendingar hamingjusamasta þjóð í heimi. Og hamingjan geislar af hverju and- liti eins og glögglega má sjá ef lit- ið er í miðbæinn um helgar þar sem hjarðir manna, frávita af drykkju, ráða sér vart af kæti í skammdegisdrunga norðurheim- „í raun er það ekkert skrýtið að hálf- rænulaus íslenskur verkalýður láti teyma sig eins og skynlausar skepnur af aldur- hnignum leiðtogum sínum til að sam- þykkja hvern láglaunasamninginn af öðr- um.“ tjá lotningu sina landinu sem þá hefur alið. Stööugt styrjaldarástand Á sama tíma sitja menn inni í baðstofum Alþingis og dunda sér við að brýna niðurskurðarhnífana sem síðan er veifað í adar áttir af misvitrum ráðherrum stjórnar- flokkanna, að því er virðist af ein- hverri tdviljanakenndri rælni frekar en með skynsamlegar að- gerðir í huga. Þessi endalausi vopnaburður veldur því að hér ríkir stöðugt styrjaldarástand í stjórnmálum sem talið er vera ein af mörgum ástæðum þess hve dla gegn ödum viðurkenndum mark- aðslögmálum. HeiUavænlegast sé fyrir íslendinga að hætta þessum nútímarembingi, styrkja ættarveld- ið enn betur og skda mönnum aftur í sveitina sem kauplausum húskörl- um. Þá myndi launaþrefið aUtént heyra sögunni td. Það er einfaldlega aldrei tekið inn í myndina hvað þessi opinbera láglaunastefna gerir andlegu og líkamlegu hedsufari þjóðarinnar og þar af leiðandi menningarstigi hennar sem þó ætti að vera jafn- auglóst hvort sem miðað er við Hallærisplanið eða háæruverðuga sali Alþingis. Einar S. Guömundsson Jóhanna Siguröar- dóttir alþingismað- ur. Með og á móti A að minnka kröfur til ábyrgðarmanna Auka þarf skylduábyrgð bankanna „Það er al- varleg staða fyrir ábyrgðar- menn þegar þriðjungur fjárskuldbind- inga fellur á þá. Við höfum fyrir okkur mörg dæmi þess að kröfur hafi faUið á ábyrgðarmenn sem þýðir í mörg- um tdvikum að þeir hafa misst allar eigur sínar og orðið gjald- þrota. Ég tel að setja þurfi reglur sem tryggi betur réttarstöðu ábyrgðarmanna fjárskuldbind- inga. Þá er ég að tala um skyld- ur lánveitenda til að upplýsa ábyrgðarmenn hvað felst í sjálf- skuldarábyrgð eða veðleyfi sem þeir veita. Ég tel jafnvel að þaö komi td skoðunar að reglur verði settar sem tryggja ábyrgð- armönnum greiðsluaðlögun falli greiðslubyrðin á þá. Síðan tel ég að auka þurfi skylduábyrgð bankanna og innlánsstofnana því þar er bara spurt um veð og ábyrgðarmenn en ekki um fjár- hagsstöðu einstaklinganna.“ Ekki má skerða núverandi möguleika „Þegar banki veitir lán er það að sjálfsögðu gert í trausti þess að lántakand- inn endur- greiði lánið. Höfuðáhersla er lögð á greiðslugetu lántakandans og þær trygg- ingar sem hann getur lagt fram. Aðstæður lántakenda eru mismunandi og sumir eiga bæði skamma við- skiptasögu í banka og litlar eign- ir. Þetta gildir t.d. um ungt fólk. í þeim tilvikum leggur lántak- andinn fram veð í eign annars manns eða útvegar ábyrgðar- mann eða -menn. Bankarnir hafa fudan hug á að sinna öllum viðskiptavinum sínum jafnvel og þeir hafa gert hingað td. Því er afar brýnt að ekkert verði gert td að skerða núverandi mögu- leika þeirra td að tryggja lán til viöskiptavina sinna með þeim hætti sem hentar báðum aðilum best hverju sinni. Bankarnir draga enga dul á það gagnvart viðskiptavinum sínum að undir- ritun þeirra og ábyrgðarmanna þeirra á skuldabréf, víxil eða aðra skuldaviðurkenningu er ekki léttvægt formsatriði heldur raunveruleg skuldbinding sem lántakandi verður að standa við og ábyrgðarmenn þurfa að standa við, reynist lántakandinn ekki borgunarmaður. Þótt bank- arnir telji að þessi mál hafi þró- ast á betri veg á síðustu árum eru þeir engu að síður reiðubún- ir að kanna með stjórnvöldum og öðrum aðdum hvort ástæða sé til frekari útbóta.“ Finnur Sveln- björnsson, fram- kvæmdastj. Sam- bands fslenskra viðskiptabanka. Kjallarahöfundar Æskdegt er að kjadaragreinar berist á tölvudiski eða á netinu. Hætt er við aö birting annarra kjallaragreina tefjist. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.