Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1996, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1996 Útlönd Blaðaútgefandinn sigraði óvænt í forkosningunum í Arizona: Forbes gerði grín að stjórnmálaspekingum Blaðaútgefandinn Steve Forbes, sem keppir um forsetaútnefningu Repúblikanaflokksins, hæddist að stjórnmálaspekingum í gærkvöldi eftir að ljóst varð að hann hafði sigrað í forkosningunum í Arizona og sagði þá hafa skrifað pólitískar minningargreinar um sig. „Fyrir viku skrifuðu þeir minn- ingargreinar um okkur,“ sagði For- bes og ljómaði af ánægju framan í stuðningsmenn sína á hóteli í Phoenix í gærkvöldi. „En í kvöld getum við kannski skrifað minning- argreinar um venjulega stjórnmála- speki eins og hún tíðkast í Amer- íku.“ Sigur Forbes í Arizona var óvæntur en Bob Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Banda- ríkjaþings, sigraði eins og búist var við í forkosningunum í Suður- og Norður-Dakóta. Kapphlaupið um það hver fái að keppa við Bill Clint- on í forsetakosningunum 5. nóvem- ber í haust er því enn ruglingslegra en áður. Það kynnu að vera góðar fréttir fyrir Clinton, sem ekki þarf að etja kappi við neinn samherja úr Demó- krataflokknum. Þá sýna nýjar skoð- anakannanir að hann muni sigra alla keppinauta sína úr Repúblik- anaflokknum. Forbes, sem varð fjórði í forval- inu í Iowa og forkosningunum í New Hampshire en sigraði síðan í Delaware um síðustu helgi, eyddi fjórum milljónum dollara í kosn- ingabaráttuna í Arizona þar sem hann hamraði á helsta kosninga- máli sínu, flötum skatti fyrir alla. Sjónvarpsstöðvar spáðu því í morg- un að stjórnmálaskýrandinn og íhaldsmaðurinn Pat Buchanan mundi komast upp fyrir Dole en lít- ill munur var á atkvæðafjölda þeirra. Buchanan varð fyrir vonbrigðum í Arizona þar sem hann hafði von- ast eftir að fá góðan hljómgrunn fyr- ir íhaldssama stefnu sína gegn stór- fyrirtækjum og innflytjendum. Arizona liggur að landamærunum að Mexíkó. Dole lýsti yfir ánægju sinni með sigurinn í Dakótafylkjunum. „Við sigruðum í tveimur af þremur. Við munum sigra i þremur af fjórum í þessari viku. Við erum aftur komn- ir á sigurbraut," sagði Bob Dole. Reuter Dæmd í 25 ára fangelsi fyrir herónínsmygl Taílenskur dómstóll dæmdi í morgun Söndru Gregory, 30 ára breska konu, I 25 ára fangelsi fyrir að gera tilraun til að smygla heróíni út úr landinu. Robert Lock, breskur jafnaldri hennar, var sýknaður. Sandra hlaut upphaflega dauðadóm en dómurinn var mildaður þar sem hún játaði sig seka. Sandra og Robert voru handtekin á flugvellinum í Bangkok í febrúar 1993 þar sem þau voru að fara um borð í vél á leið til Japans. Fundust 102 gröm af heróíni á Söndru. Hún fullyrti strax að Robert hefði greitt henni fyrir að smygla heróíni úr landinu en hann kvaðst saklaus af slíku. Breskur tollvörður sagði fyrir rétti að taílenskum tollyfirvöldum hefði verið gert viðvart um að Ro- bert Lock mundi reyna að að smygla heróíni úr landinu. Þess vegna var leitað á þeim báðum við brottför. Sandra kenndi ensku í Taílandi. Hún grét meðan dómur var upp kveðinn og hélt fast við fyrri fram- burð sinn. Lögmaður Söndru segir mögulegt að hún verði náðuð seinna á árinu, þegar konungur Taílands fagnar 50 árum á valdastóli. Reuter 1 Taílenskir fangaverðir fyigja Söndru Gregory, 30 ára breskri konu, til dómsalar í Bangkok í morgun. Hlaut Sandra 25 ára fangelsisdóm fyrir tilraun til að smygla heróíni úr landinu. Á innfelldu myndinni er hún flutt á brott með tárvot augu. Símamynd Reuter Peres setur Arafat skilyrði Símon Peres, forsætisráðherra ísraels, sagði í gær að svo kynni að fara að brottfór ísraelskra hermanna frá bænum Hebron á Vesturbakkanum yrði slegið á frest vegna sjálfsmorðsárásar harðlínumúslíma í ísrael á sunnudag þar sem 25 manns fór- ust, ef Yasser Arafat gengur ekki milli bols og höfuðs á hryðju- verkamönnum. Samkvæmt frið- -arsáttmálanum eiga ísraelsku hersveitimar að fara frá borg- inni í næsta mánuði. Simpson bú- inn að selja glæsiíbúðina Ruðningskappinn O.J. Simp- son er búinn að selja glæsiíbúð- ina sína í New York fyrir um sjö- tíu milljónir króna, að sögn slúð- urdálkahöfundarins Cindy Ad- ams 1 blaðinu New York Post. íbúðin er í 50 hæða glæsibygg- ingu í einu fínasta hverfinu á Manhattan. Hún haföi verið í sölu frá því í september 1994. Kaupandinn var einhver R.M. Frome sem skráður er til heimil- is í sama húsi. Reuter Útlægir Kúbverjar í Flórída boða skyndferðir í átt að Kúbu: Kúbverjar tilbúnir að verjast óboðnum gestum Yfirvöld á Kúbu tilkynntu í gær að herinn væri í viðbragðsstöðu og mundi verjast óboðnum gestum með öllum tiltækum ráðum. Yfirlýs- ing þess efnis kom í kjölfar frétta um að útlægir Kúbverjar í Flórída hygðust fara í skyndiferðir í átt að Kúbu bæði á láði og legi. Er ætlun- in að fara að staðnum þar sem tvær kúbverskar herþotur skutu tvær litlar og óvopnaðar flugvélar niður á laugardag. Yfirvöld á Kúbu halda fast í þá skoðun að vélarnar hafi rof- ið lofthelgi Kúbu en bandarísk yfir- völd eru á annarri skoðun. Raul Castro, varnarmálaráðherra landsins og bróðir Fiedels, sagði að ríkisstjórnin mundi leggja meginá- herslu á varnir landsins svo lengi sem heimsvaldastefna væri við lýði. „Reynslan sýnir að þeir sem ekki gera það munu deyja,“ sagði ráð- herrann. Á sama tíma og hersveitir gengu fylktu liöi fyrir kúbverska sjón- varpsáhorfendur og hermenn sögð- ust reiðubúnir að verja land sitt fór fram fundur í Öryggisráði Samein- uðu þjóðanna þar sem atburðurinn Roberto Robaina, utanríkisráðherra Kúbu, mætti á fund öryggisráðs SÞ í gær. Símamynd Reuter. á laugardag var fordæmdur. Roberto Robaina, utanríkisráðherra Kúbu, mætti til fundarins og ítrekaði þar að bandarísku flugvélarnar hafi verið innan lofthelgi landsins þegar þær voru skotnar niður. 1 kjölfar fundarins hélt Madeleine Albright, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, blaða- mannafund þar sem leikin var upp- taka af saipskiptum kúbversku her- flugmannanna við stjórnstöð á jörðu niðri. Af upptökunum mátti ráða að flugmennnirnir vissu að bandarísku flugvélarnar voru óvopnaðar og að engin ógn fælist í þeim. En þeir fengu leyfi frá stjórn- stöð til að skjóta. Sigri hrósandi við- höfðu flugmennirnir niðrandi orð um fórnarlömbin. Albright kallaði flugmennina hins vegar hugleys- ingja. Atburðurinn var fordæmdur um allan heim og Bandaríkjaforseti boðaði hertar refsiaðgerðir gegn Kúbu. Var áætlunarflugi til Kúbu hætt, ferðir sendimanna Kúbu í Bandaríkjunum takmarkaðar og starfsemi útvarpsstöðvar sem sendir efni í átt að Kúbu efld. En eyjarskeggjar hunsuðu allar hótanir og sögðust mundu halda sínu striki. Reuter Stuttar fréttir x> v Frakkartapa Alríkisdómari í Bandaríkj- unum neitaði að verða við kröfú franskra stjómvalda um að vísa frá málshöfðun Grænfriðunga vegna skipstöku Frakka. Ráðherrar hittast í dag Forsætisráðherrar Bretlands og írlands hittast i Lundúnum í dag til að reyna að koma aftur einhverri hreyfingu á friðarum- leitanirnar á Norður-írlandi. Christopher lofar Warren Christopher, utanríkisráð- herra Banda- ríkjanna, kom til Chile í gær og bar lof á velsældina af völdum hins frjálsa markaðshagkerfis en var að sama skapi fámáll um fyrri loforð um að hleypa landinu inn i fríverslunarsamtök Norður- Ameríku. Bosníu-Serbar fagna Bosníu-Serbar fagna því að viðskiptaþvingunum hefur ver- ið aflétt vegna hlýðni þeirra við hernaðarþátt Dayton-friðarsam- komulagsins en fjöldaflótti þeirra frá Sarajevo heldur þó áfram. í Evrópuráðið Rússar veröa teknir formlega inn í Evrópuráðið í dag og af því tilefni lofa þeir að virða mann- réttindi og lýðræði. Nýsjálenska leiðin íhaldsstjórnin á Nýja-Sjálandi undirritaði samstarfssamning við miðjuflokk til að hægt væri að lögfesta frumvarp um skatta- lækkanir og draga úr líkunum á kosningum fyrir tímann. Chirac enn upp á við Stuðningur fransks al- mennings við Jacques Chirac forseta er heldur að aukast og nýt- ur hann nú trausts 43 pró- senta þjóðarinnar en forsætis- ráðherra Frakklands, Alain Juppé, getur ekki sagt það sama. Morðingi lífiátinn Maður sem játaði að hafa stungið sjö manns til bana í Texas var tekinn af lífi með eit- ursprautu í ríkisfangelsinu í Huntsville í nótt, eftir að hæsti- réttur Bandarikjanna hafnaði beiðni um frestun. Olía fyrir mat Viðræður SÞ og íraksstjórnar um olíusölu til að kaupa mat- væli hefjast aftur í mars. Flugslys í Súdan Níutíu og einn maður fórst þegar súdönsk herflugvél hrap- aði til jarðar suður af höfuð- borginni Khartoum á mánu- dagskvöld. Kóngur vill breyta Hussein Jórdaníukon- ungur sagði í gær að það væri skylda sín að hvetja til þess að breytingar yrðu gerðar hið fyrsta í írak eftir að tveir tengdasynir Saddams íraksfor- seta voru myrtir skömmu eftir að þeir sneru heim úr útlegð. Ríkidæmi í ESB Ríkustu svæðin í löndum Evr- ópusambandsins eru í kringum Hamborg, Brussel og París. en mest er fátæktin á suðurjaðrin- um, í Portúgal, á Spáni og Grikklandi. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.