Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1996, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1996, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 21. MARS 1996 Fréttir Klofningur í uppsiglingu innan Dagsbrúnar Ný Dagsbrún orðin til - tromp okkar ef viö verðum áfram hundsuö, segir Kristján Árnason formaður Þeir sem stóðu að framboði B- lista gegn lista stjórnar og trúnað- arráðs verkamannafélagsins Dags- brúnar fyrr í vetur hafa stofnað nýtt verkalýðsfélag sem heitir Verka- lýðsfélag Reykjavíkur og nágrennis - Ný Dagsbrún. Félagið var skráð fyrir rúmri viku. „Þetta er sannleik- ur, við erum búnir að þessu. Þetta er tromp okkar ef stjórn Dagsbrún- ar ætlar að halda uppteknum hætti að hundsa okkur og vanefna loforð sín um að breyta Dagsbrún í lýð- ræðislegt nútíma-verkalýðsfélag,“ segir Kristján Ámason verkamaður og oddviti B- lista Dagsbrúnar- manna í síðustu stjórnarkosningum Dagsbrúnar. Kristján segist ekki hafa orðið var við að ný stjórn Dagsbrúnar væri starfsöm. Samskipti félagsins við þá mótframbjóðendur séu stirð og hafi hann greint Guömundi J. Guðmundssyni fráfarandi formanni frá því og að afleiðingarnar gætu orðið alger sprenging. Aðalfund Dagsbrúnar á sam- kvæmt félagslögum að halda í febr- úar en það hefur dregist og þar með að nýja stjórnin taki formlega við stjórnartaumunum. Ástæða þessa er sú að ekki er búið að ganga frá reikningum félagsins. - En hvað þarf að gerast að mati Kristjáns til þess að hin nýja Dags- brún verði vakin upp sem fullgilt verkalýðsfélag og klofningurinn þannig staðfestur veruleiki? „Það kemur ekki í ljós fyrr en að loknum aðalfundi. Ef þeir þar lýsa því yfir að þeir ætli að hjakka svona áfram í sama farinu og þeir hafa gert undanfarin 50 ár, án nokkurra lagabreytinga sem leiða félagið í lýðræðisátt, þá mun Dagsbrún klofna endanlega. Hinir vinnandi Dagsbrúnarmenn munu fylkja sér yfir til okkar. Hinir geta þá haft elli- lífeyrisþegana og öryrkjana í hinni Dagsbrúninni ef þeir vOja,“ segir . Kristján. -SÁ Stofnun nýrrar Dagsbrúnar: Lýsir undarlegum lýðræðisskilningi - segir Halldór Björnsson, formaður Dagsbrúnar Dagsbrún hefur forgangsrétt til vinnunnar á félagssvæði sínu, segir Halldór Björnsson. DV-mynd GVA Pitsusendlar: Lögreglan vill ekk- ert gera „Skilaboð lögreglunnar eru að þetta sé allt í lagi,“ segir Hafþór Pálsson, hjá Pitsa 67, um við- brögð lögreglu viö að ráðist er á sendla frá fyrirtækinu og fleiri pitsufyrirtækjum þegar þeir skila vöru sinni til kaupenda. Nú um helgina var einn send- ill barinn svo á sá en Hafþór seg- ir að lögreglan hafi ekki viljaö koma á staðinn og nú, þegar átti aö kæra atburðinn, hafi engin skýrsla veriö til og sendlinum sagt að koma eftir hálfan mán- uð. Hjá lögreglunni er sagt að auðvitað korai hún á vettvang ef til átaka kemur. Hins vegar komi oft upp mál þar sem um sviksemi er að ræða og kaup- andinn neitar að borga pitsuna. í þeim tilfellum sé um einkamál aö ræða. Vissulega geti þó kom- ið upp vafatilvik þar sem tregða kaupandans við að borga leiði til handalögmála. -GK „Mér dettur auðvitað ekki í hug að banna mönnum að stofna félag enda hef ég ekkert vald til þess. Hins vegar er þetta í fyrsta sinn í mínu minni sem framboð sem verð- ur undir í kosningum sættir sig ekki við lýðræðisleg úrslit kosn- inga. Þetta sýnir í mínum augum nýja hlið á lýðræðinu," segir Hall- dór Bjömsson, formaður Dagsbrún- ar. „Ef þetta á að verða stéttarfélag þá veröur að benda á að Dagsbrún hefur forgangsrétt til vinnunnar á félagssvæði sínu og hefur samnings- réttinn gagnvart viðsemjendum sem eru fyrst og fremst Vinnuveitenda- sambandið, Vinnumálasambandið, ríkið og sveitarfélögin og annað fé- lag getur ekki að svo komnu máli komið þar að,“ segir Halldór. Halldór segir stofnun nýs verka- lýðsfélags vera á skjön við almenn- an vilja fólks að fækka félagseining- um og stækka um leið. „Viðræður mUli Framsóknar og Dagsbrúnar eru þegar hafnar um sameiningu fé- laganna og þessi vinnubrögð B-lista- manna eru í andstöðu við það starf sem unnið er við að búa til stærri og voldugri einingar. Hins vegar hlýtur þessi stefna þeirra félaganna að falla félagsmálaráðherra vel í geð enda í samræmi við hans hugmynd- ir um uppbyggingu vinnumarkaðar- ins í margar smáar einingar,“ segir Halldór. Hann segir jafnframt að nafnið Dagsbrún eigi sér 90 ára hefð sem nafn á félagi reykvískra verka- manna. Félagið muni því láta kanna út frá lagalegum sjónarmiðum hvort annað félag geti tekið sér nafnið á þann hátt sem hið nýja fé- lag hefur gert. -SÁ Indriði Helgason rafvirki afhendir öskubakkana sína. DV-mynd BG Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 904-1600. 8? 39,90 kr. mínútan. S , Já 1J Nei 2 | ,r « d d FOLKSINS 904-1600 Á að skerða lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna? Reykti í sautján ár: Erfitt að hemja matarlystina „Ég hef reykt í sautján ár og mig hefur lengi langað að hætta. Mér fannst það ekkert sérstaklega erfitt og ég þurfti ekki að nota nein hjálp- artæki," segir Indriði Helgason raf- virki sem DV hitti að máli þegar hann skilaði inn öskubökkunum sínum í gær hjá Krabbatneinsfélag- inu. Nokkuð hefur verið um^aö fólk skili inn öskubökkum sínum í apó- tekum, hjá Krabbameinsfélaginu og Bylgjunni. Indriði er nýhættur að reykja og með því að skila ösku- bökkunum ætlar hann að gera heimili sitt alveg reyklaust. Vina- fólk hans hefur tekið því vel. Ind- riða finnst nú tóbakslyktin ógeðsleg en erfitt hefur honum fundist að hemja matarlystina. Að sögn Þor- varðar Örnólfssonar hjá Krabba- meinsfélaginu, hafa fáir skilað inn öskubökkum þangað en langir listar hafi borist Bylgjunni. -em Hinir vinnandi Dagsbrúnarmenn munu fylkja sér yfir til okkar, segir Kristján Árnason. DV-mynd GVA Stuttar fréttir Dauðir fuglar Hundruð olíublautra fugla hafa drepist í fjöru á Suðurlandi í kringum Vík í Mýrdal síðustu daga. Ástæðan er talin olíu- mengun í sjónum en ohuflekkir hafa þó ekki fundist. Fleiri apótek Með gildistöku nýrra lyfjalaga er ljóst að apótekum mun fjölga verulega á næstunni. Sam- kvæmt RÚV vilja flestir opna apótek á höfuðborgarsvæðinu en hátt í 10 umsóknir Uggja á borði heilbrigðisráðherra um rekstur apóteka. Ógn af Heimskautsráði Alþjóða náttúruverndarsjóð- urinn telur að stofnun Heim- skautsráðs geti ógnað umhverfi norðurskautsins en ísland er meðal 8 stofnríkja, samkvæmt frétt RÚV. Dufl i Hellisfirði Sprengjusérfræðingar Land- helgisgæslunnar gerðu í fyrra- dag óvirkt rússneskt dufl sem fannst í HeUisfirði inn af Norð- fjarðarflöa um helgina. RÚV greindi frá þessu. Skítur í Þorlákshöfn Ógemingur hefur verið að þrífa mörg hús í Þorlákshöfn sem borið hafa brúngulan lit. Samkvæmt frétt Stöðvar 2 leikur grunur á að orsökina sé að finna í loðnu sem var dreift i landgræðsluskyni í haust en fauk í óveðrinu á dögunum. Átak í verðbréfasölu Viðskiptaráðherra vill efna til átaks í að selja útlendingum íslensk verðbréf. Samkvæmt Ríkissjónvarpinu telur hann verðtryggingu fæla erlenda fjár- festa frá landinu. Kornakrar plægðir Sökum rjómablíðu síðustu daga eru komræktarbændur á Suðurlandi þegar byrjaðir að plægja akra sína. Þetta kom fram á Ríkissjónvarpinu. Sextán sóttu um Sextán umsóknir bámst um stööu yflrmanns innlendrar dag- skrárdeildar hjá Ríkissjónvarp- inu. Númeragjald lækkað Að tillögu allsherjarnefndar Alþingis hefur gjald fyrir einka- bílnúmer verið lækkað úr 50 í 25 þúsund krónur í frumvarpi dómsmálaráðherra.______-bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.