Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1996, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1996, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 21. MARS 1996 Fréttir Loðdýraræktin: Kreppan er búin mikil uppsveifla í loðdýraræktinni - hin sjö mögru ár að baki, segir Arvid Kro hjá Sambandi íslenskra loðdýraræktenda „Þegar loðdýrabændur voru flestir á árunum fram undir árið 1988 voru þeir upp undir 220 talsins. í dag eru loðdýrabú á landinu um 80 en mun fjölga eitthvað á næstunni í tengslum við átaksverkefni Byggðastofnunar á Norðurlandi vestra. Þá eru nokkrir þeirra fjárhagslega best settu í grein- inni að íhuga að stækka bú sín. Það má segja að hin sjö mögru ár séu að baki,“ segir Arvid Kro hjá Sambandi íslenskra loðdýraræktenda. Hinir skuldlausu vel settir Að sögn Arvids er afkoma loðdýra- bænda nú allgóð. Þau bú sem eru laus við lausaskuldir og aðeins hefðbund- in lán hvíla á standi nú fyllilega und- ir sér. Svigrún sé til að greiða afborg- anir og vexti af fóstum lánum og öll- um rekstrarkostnaði, svo og að greiða laun starfsfólks. Þau bú sem lausa- skuldir hvíla á þurfi hins vegar 2-3 ár enn til að komast á lygnan sjó. „Svo eru nokkrir loðdýrabændur sem eru nánast skuldlausir og afkoma þeirra er mjög góð,“ segir Arvid. Þegar loðdýrabú voru flest hér á landi á árunum 1986 og 1987 fram- leiddu þau árlega nálægt 250 þúsund minkaskinn og 150 þúsund refaskinn. í dag eru framleidd um 120 þúsund minkaskinn og 25 þúsund refaskinn og verðið, sem verið hefur mjög lágt, er aftur á hraðri uppleið. Verð á refa- skinnum náði botninum árið 1987 og minkurinn tveimur árum síðar. Allt á uppleið Veruleg uppsveifla er hins vegar nú í íslenskum loðdýrabúskap. Verð- ið á refaskinnum tók að stíga mjög hratt fyrir um tveimur árum og þessa dagana hækkar verðið á minkaskinn- um ört. Verð á skinnamörkuðum Evr- ópu er því gott og batnandi um þess- ar mundir og á Kaupmannahafhar- markaðnum þar sem flestir íslensku loðdýraræktendanna selja sín skinn er verð refaskinna nú nærri því sexfalt hærra en það var árið 1987 þegar loðdýrabúin týndu tölunni hvað hraðast. Rússlandsmarkaður galopinn Aðalástæða hins háa verðs nú er að sögn Arvids sú að skinnafram- leiðsla í Sovétríkjunum sálugu hefur nánast hrunið frá því sem var undir sovétskipulaginu en í Rússlandi er mjög stór og hefðbundinn markaður Ariag IPíJj 250.000 skinn 250.000 200.000 Refur Minkur 150.000 150.000 100.000 ' 50.000 1987 250 200 150 100 50 220 80 1988 1996 DV Meðalverð á skinnamarkaði í Danmörku 7000 6000 5000 4000 3000 2000 1000 1989-'90 1993-'94 1994-'95 jan.-febr.'96 pyil 1990-'91 1991-'92 1992-'93 Refur Mínkur Sveiflur í íslenskri loðdýrarækt hafa verið miklar en frá verðhruninu mikla a arunum 1986-1988 og þeirri kreppu sem síðan hefur ríkt í greininni er nú ioks nokkuð bjart fram undan. Rússlandsmarkaður fyrir loðskinn hefur opnast og verð heldur áfram að hækka á uppboðsmörkuðum. DV-mynd RT fyrir skinnfatnað. Fyrir um fjórum árum hefðu Rússar framleitt um 17 milljónir refaskinna en í fyrra aðeins á þriðju milljón. Vegna þessa hefði opnast mjög stór markaður í Rússl- andi fyrir loðskinn og sama væri að segja um Kína. Þá hafa nokkrir und- anfarnir vetur í Evrópu verið kaldir og því meira selst af skinnflíkum þar en ella. Grænfriðungar ofmetnir Arvid gerir ekki mikið úr áhrifum Grænfriðunga og annarra sem af til- finningaástæðum setja sig á móti því að fólk klæðist skiniífatnaði. Aðgerð- ir þeirra undanfarin ár hafl í raun ekki haft meiri áhrif en sem nam í al- mesta lagi um 1% samdrætti í skinna- framleiðslu og -iðnaði heimsins. Þá séum við íslendingar það litlir í þessu samhengi að það hefði nánast engin áhrif á heimsmarkaðsverð á skinnum þótt helmings framleiðsluaukning yrði hér strax i dag. Hvað varðar gæði íslenskra skinna segir hann að þau teljist í þokkalegu meðallagi yfirleitt. Gæði skinnanna ráðist einkum af tveimur þáttum en þeir eru ræktun og úrval ásetnings- dýra og hins vegar fóður og fóðrun. Loðdýrarækt sé vandasöm búgrein sem krefjist góðrar þekkingar þeirra sem hana stunda á viðfangsefninu. Á það hafi vissulega skort nokkuð i upphafi en sé nú í allgóðu horfi enda aukist gæðin jafnt og þétt. Arvid seg- ir það rétt sem stundum heyrist að ís- lenskt hráefni í loðdýrafóður sé mjög gott en hins vegar skipti gríðarlegu máli að fóðurstöðvarnar séu því hlut- verki vaxnar að meðhöndla og blanda hráefnunum saman þannig að út komi gott fóður. Fóðurstöðvarnar hafi í gegnum árin staðið sig misjafn- lega. Þá skipti það miklu máli í rækt- uninni að fóðurstöðvarnar séu ekki of langt frá loðdýrabúunum en þegar kreppan hófst í búgreininni og loð- dýrabúum fækkaði um tæpa tvo þriðju hluta þá hafi fóðurstöðvamar einnig týnt tölunni og sé því aðgengi að fóðurstöðvum nú mun strjálla en áður var og þegar best lét. -SÁ Dagfari Kostaboð kennara Kennarar samþykktu í gær að setjast aftur að samningaborðinu og taka þátt í flutningi grunnskól- anna yfir til sveitarfélaganna. Fram að því höfðu kennarar neitað að ræða frekar við ríkisvaldið með- an ríkisstjórnin hafði uppi þau áform að breyta lögum um opin- bera starfsmenn og lifeyrisréttindi þeirra. Umskiptum kennaranna var tek- ið fagnandi. Menntamálaráðherra leit á þessa yfirlýsingu sem sigur. Fjölmiðlar túlka yfirlýsinguna sem svo að kennarar séu aftur sáttir við ríkisvaldið, eftir að forsætisráð- herra gaf út þá yfirlýsingu að opin- berir starfsmenn þyrftu ekki að taka mark á fjármálaráðherra. Hann var hvort sem var í fríi i út- löndum þegar forsætisráðherra tók ómakið af fjármálaráðherranum sínum, en sá síðarnefndi er kom- inn aftur heim og hefúr lagt sig í líma við að koma því á framfæri að hann sé algjörlega sammála forsæt- isráðherra um að ekki eigi að taka mark á því sem fjármálaráðherra hefur sagt um þetta mál. Sem sagt, þegar forsætisráð- herra var búinn að pakka fjármála- ráðherranum saman og fjármála- ráðherra var búinn að láta það yfir sig ganga, var ekkert því til fyrir- stöðu að kennarar settust aftur að samningaborðinu. Nema auðvitað þetta: í fyrsta lagi að ef sett eru ný lög um lífeyr- isréttindi kennara verði þeim tryggt að réttindin verði þeim jafn verðmæt og þau sem nú eru í gildi og kennarar hafi óskerta mögu- leika til að auka við þau réttindi. í öðru lagi að verði samkomulagi um réttindi og skyldur kennara breytt í andstöðu við þá verði það samkomulag ógilt og um það samið á nýjan leik. í þriðja lagi að samningsréttur kennara verði í engu skertur. Með öðrum orðum, góðir hálsar, ef réttindi eru skert eða þeim breytt, skal það ógilt, ef réttindin verða ekki bætt. Og því aðeins skal sest að samningaborði að ríkis- valdið samþykki þetta samkomu- lag, sem gengur út á að samið verð- ur við kennara áður en samið er um flutning grunnskólanna. Að öðrum kosti eru kennarar ekki til viðtals. Kennarar telja sjálfir að það sé auðvelt fyrir ríkisvaldið að ganga að þessum skilyrðum, sem eru að vísu sömu skilyrðin og sett voru á oddinn þegar upp úr samningum slitnaði, en eftir að forsætisráð- herra talaði fyrir hönd fjármála- ráðherra og fjármálaráðherra lýsti yflr því að hann væri forsætisráð- herra sammála um að hafa fyrri orð fjármálaráðherra að engu, telja kennarar með réttu að gengið verði að öllum þeirra kröfum, enda hefur forsætisráðherra sagt að ekki verði breytt neinum lögum eða réttindum nema í fullu sam- ráði við kennara. Þetta er óskastaða hjá kennur- um sem allt í einu eru komnir með neitunarvald gagnvart Alþingi og ríkisstjórn og raunar má furða heita að þeir skuli ekki færa sig lengra upp á skaftið og krefjast beinna launahækkanna út á það eitt að vilja semja. Eða er það ekki nokkurs virði fyrir ríkisvaldið á fá leyfi til að semja við heila stétt sem er tilbúin til að semja ef gengið er að öllum skilyrðum hennar? Það má líka merkja að ráð- herrarnir eru afar ánægðir með þetta kostaboð kennaranna og segja það í samræmi við hið góða samstarf sem ríkt hefur á milli rík- isvaldsins og kennaranna á meðan ekki var talað saman um flutning grunnskólanna. Hvernig verður samstarfið þegar blessaðir menn- irnir fara á annað borð að tala saman, svo ekki sé nú minnst á það hversu ánægjulegt það er að ganga að skilyrðum kennaranna til að þeir setjist aftur að samninga- borðinu til að semja um öll þau skilyrði sem ríkisstjórnin hefur samþykkt áður en sest er að samn- ingaborðinu! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.